Morgunblaðið - 19.04.1991, Qupperneq 1
96 SIÐUR B/C/D
88. tbl. 79. árg.
FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 1991
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Asíuferð Gorbatsjovs:
Lítill árangnr af
Japansheimsókn
Tókíó. Reuter.
MÍKHAÍL S. Gorbatsjov Sovétleiðtogi segir að Sovétríkin og Japan
hafi stórbætt samskipti sín með viðræðum hans og Toshikis Kaifus,
forsætisráðherra Japans, er lauk í gær. Stjórnmálaskýrendur telja
þó að áþreifanlegur árangur ferðarinnar sé lítill en um hríð var
búist við að ríkin næðu samkomulagi í áratuga langri deilu um fjór-
ar smáeyjar sem Sovétmenn hernámu í stríðslok. Svo fór ekki og
Japanir munu ekki veita Sovétmönnum stórfellda efnahagsaðstoð
eins og Gorbatsjov er talinn hafa gert sér vonir um.
Gorb-
atsjov og
Kaifu áttu
maraþon-
viðræður
um eyjarn-
ar í gær og|
var um
tíma talið
að svo mik-
ið bæri á Gorbatsjov og Kaifu
milli að engin sameiginleg yfirlýs-
ing yrði gefin út. Sovétleiðtoginn
mun hafa tjáð Kaifu að hann gæti
ekki látið undan í deilunni vegna
þrýstings harðlínuafla heima fyrir
er hafna öllu landaafsali.
Sovétmenn heita því samkvæmt
yfirlýsingunni að fækka í herliði
sínu á eyjunum á næstu árum en
þær nálægustu eru rétt við strönd
Hokkaído. Japanar telja það nokk-
urn sigur að deilan skuli vera nefnd
í yfirlýsingunni en þar með viður-
kenna Sovétmenn í reynd að til
mála komi að semja um eyjarnar
þótt þeir hafi ekki hvikað að þessu
sinni. Einnig tókst Japönum að
vekja aukna athygli á eyjadeilunni
með því að gera hana að kjama
viðræðnanna. Að sögn embættis-
manna er í yfirlýsingunni minnst
óbeint á samning frá 1956 þar sem
Sovétmenn sættust á að yfirgefa
tvær af eyjunum. Sovétmenn riftu
þeim samningi síðar vegna varnar-
sáttmála sem Japanir gerðu við
Bandaríkjamenn.
Ríkin tvö gerðu með sér 15 samn-
inga um aukin samskipti á ýmsum
sviðum en samband Japana og Sov-
étmanna hefur verið afar stirt frá
stríðslokum. Er þar m.a. um að
ræða samvinnu á sviði efnahags-
og menntamála auk tækni, einnig
verða flugsamgöngur bættar. Sam-
vinna í fiskveiðum verður aukin og
var þar um verulegt hagsmunamál-
fyrir Japana að ræða. Veiðikvótar
japanskra laxveiðimanna við Kyrra-
hafsströnd Sovétríkjanna hafa
hraðminnkað undanfarin ár.
Reuter
íraskir Kúrdar flykkjast að bandarískri herþyrlu, sem flutti matvæli og ýmis hjálpargögn til flótta-
mannabúða þeirra við landamæri Tyrklands og íraks í gær.
Stofnun griðasvæðis fyrir Kúrda í norðurhluta Iraks:
Viðræður milli íraskra og
bandarískra herforingja
Bagdad, Uamaskus, Nikosíu, Diyarbakir,
YFIRMAÐUR bandaríska her-
aflans, sem falið hefur verið að
bjarga hundruðum þúsunda
kúrdískra flóttamanna í norður-
hluta íraks, fer í dag til fundar
við íraska herforingja, að öllum
líkindum til þess að tryggja að
Irakar reyni ekki að hindra
Reuter
Hróp gerð að Mitterrand íBúkarest
AUt að 3.000 Rúmenar gerðu hróp að Francois Mitterrand Frakk-
landsforseta við franska sendiráðið í Búkarest í gær er hann kom í
opinbera heimsókn til Rúmeníu. Þeir hrópuðu vígorð gegn sósíalisma
og mótmæltu viðræðum Mitterrands við Ion Uiescu Rúmeníuforseta
fyrr um daginn. Augljóst var að mótmælin fengu mjög á forsetann
og fylgdarmenn hans, sem hröðuðu sér inn í sendiráðið. Óeirðalög-
reglan kom síðar á vettvang og lokaði svæðinu. Þetta er fyrsta heim-
sókn erlends þjóðhöfðingja til landsins frá rúmensku byltingunni í
desember 1989.
Salibiya. Reuter, The Daily Telegraph.
stofnun griðasvæðis fyrir
Kúrda. Irakar undirrituðu í gær
samkomulag við Samcinuðu
þjóðirnar til að tryggja
kúrdísku flóttamönnunum „ör-
yggi og lífsviðurværi“.
Talsmaður Bandaríkjahers sagði
í gær að bandaríski undirhershöfð-
inginn John Shalikashvili myndi
ræða við íraska herforingja
skammt frá landamærunum að
Tyrklandi. Shalikashvili á að hafa
yfirumsjón með stofnun griða-
svæðisins og ráðgert er að allt að
15.000 bandarískir, breskir og
franskir hermenn taki þátt í að-
gerðunum. Dick Cheney, varnar-
málaráðherra Bandaríkjanna,
sagði að stefnt yrði að því að Sam-
einuðu þjóðirnar tækju sem fyrst
við stjórn griðasvæðisins. George
Bush Bandaríkjaforseti sagði að
hann kynni að fallast á beiðni ír-
aka um að fá að selja olíu ef þeir
lofuðu að ráðast ekki á Kúrda.
Samkvæmt samkomulagi íraka
og Sameinuðu þjóðanna verða að-
eins hjálparsveitir óbreyttra borg-
ara sendar til flóttamannanna á
fjöllum Norður-íraks. Talið er að
um þúsund flóttamenn deyi þar
daglega af hungri, vosbúð og sjúk-
dómum.
Akbar Hashemi Rafsanjani, for-
seti Irans, sagði að íranir myndu
ala önn fyrir um milljón íraka, sem
flúið hafa til landsins, þar til þeir
gætu snúið aftur til heimalands
síns.
Kúrdar í írak sögðu í gær að
uppreisnarmenn og her Saddams
Husseins íraksforseta hefðu hætt
bardögum á þriðjudagskvöld þótt
ekki hefði verið samið um vopna-
hlé. Uppreisnarmennirnir væru að
íhuga tillögur um hvemig binda
mætti enda á blóðsúthellingarnar.
Fregnir herma að Saddam Hussein
hafi í vikunni boðið Kúrdum sjálf-
stjórn, sæti á þingi íraks og lýð-
ræðislegar kosningar í eigin fylki.
írösk stjórnvöld framlengdu i gær
frestinn, sem þau gáfu Kúrdum til
að fallast á tilboð þeirra um sakar-
uppgjöf. Tilboðið nær til allra
Kúrda nema þeirra sem gerðust
sekir um morð, nauðganir og grip-
deildir í uppreisninni gegn Saddam
Hussein.
Heryfirvöld i Saudi-Arabíu
sögðu í gær að hluti hersveita
bandaríska landhersins yrði áfram
í Saudi-Arabíu og Kúveit en ekki
væri ráðgert að reisa herstöðvar
fyrir þær.
Sjá „Eymdarsvæði flótta-
manna ...“ á bls. 36-37.
Alvarlegt njósna-
mál í Þýskalandi
Berlín. Frá Steingrími Sigurgeirssyni, blaðamanni Morgunblaðsins.
UMFANGSMESTA njósnaniál, sem upp hefur koniið í Þýskalandi
síðastliðin fimmtán ár, virðist nú í uppsiglingu. Wolf-Hcinrich
Prellwitz, háttsettur embættismaður í þýska varnarmálaráðuneyt-
inu, var handtekinn fyrr í vikunni vegna málsins og er reiknað
með að fleiri handtökur fylgi í kjölfarið.
Talið er að Prellwitz hafi starf-
að fyrir austur-þýsku leyniþjón-
ustuna frá lokum sjöunda áratug-
arins og verið einn mikilvægast
njósnari hennar á hernaðarsvið-
inu. Hann var starfsmaður þeirrar
deildar varnarmálaráðuneytisins
sem fór með endurnýjun vopna-
kerfa.
Meðal verkefna Prellwitz var
skrásetning allra skjala. Þær upp-
lýsingar, sem hann lét Austur-
Þjóðverjum í té, voru svo um-
fangsmiklar að þeir höfðu ekki
við að vinna úr þeim. Til að mynda
leikur grunur á að hann hafi út-
vegað Austur-Þjóðveijum upplýs-
ingar um Tornado-herþotuna er
hún var í hönnun, og herþotu sem
Þjóðverjar, ásamt Bretum, Frökk-
um og ítölum, hafa unnið að á
undanförnum árum. Síðast er tal-
ið að Prellwitz hafi látið Austur-
Þjóðveijum leynilegar upplýsing-
ar í té í árslok 1989. Munu laun-
in sem hann þáði frá þeim nema
200.000 þýskum mörkum, eða sjö
milljónum íslenskra króna.