Morgunblaðið - 19.04.1991, Page 2

Morgunblaðið - 19.04.1991, Page 2
i vlJMÁ Gí HIJOAGUTP.Cyí QIG/u.IíI/UOílOl'/; MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. APRÍE 1991 i Borgarstjórn um neyðarnúmerið 000: Borgin ætlar ekki að fara í samkeppni við einkafyrirtæki BORGARSTJÓRN Reykjavíkur samþykkti í gær tillögu borgarfull- trúa Sjálfstæðisflokksins, þar sem fram kemur, að borgin muni und- ir engum kringumstæðum fara í samkeppni við einkafyrirtæki þeg- ar tekið verður upp neyðarnúmerið 000. á sviði viðbragðsþjónustu við boðum frá viðvörunarkerfum. Borgaryfirvöld vinna nú að und- irbúningi þess, að komið verði upp einu neyðarnúmeri, 000, fyrir neyð- arþjónustu í borginni. Á fundi borg- arstjómar í gær flutti Júlíus Haf- stein tillögu frá bórgarfulltrúum sjálfstæðismanna, þar sem lagt var til að borgarstjórn samþykkti, að við uppsetningu tækjabúnaðar og rekstur neyðarnúmersins miðaðist þátttaka borgarinnar við sambæri- lega þjónustu, og rekin væri í dag. Jafnframt tæki borgarstjóm fram, að ekki yrði undir neinum kringum- stæðum farið í samkeppni við þau einkafyrirtæki, sem þegar hefðu og myndu í framtíðinni hasla sér völl Seyðisfjörður: Júlíus sagði, að í þessu sambandi væri einkum átt við að borgin færi ekki að reka starfsemi í samkeppni við þjónustu einkafyrirtækja, sem fylgdust með innbrotaviðvörunar- kerfum, eldviðvömnarkerfum, neyðarhnöppum og þess háttar. Eðlilegra væri að kanna, hvort einkafyrirtæki gætu tekið að sér þá öryggisþjónustu, sem borgin sinnti í dag. Tillaga sjálfstæðismanna var samþykkt með 10 atkvæðum gegn einu atkvæði borgarfulltrúa Kvennalistatis. Aðrir borgarfulltrú- ar minnihlutans sátu hjá við at- kvæðagreiðsluna. Morgunblaðið/KGA Utifundur sjálfstæðismanna Talsverður fjöldi kom til útifundar Sjálfstæðis- flokksins á Lækjartorgi í blíðviðrinu síðdegis í gær. Friðrik Sophusson, fyrsti þingmaður Reyk- víkinga, flutti stutt ávarp og stýrði samkom- unni. Þuríður Pálsdóttir, söngkona, sem skipar 10. sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í alþingiskosningunum á morgun flutti ræðu og Davíð Oddsson borgarstjóri, formaður Sjálfstæðisflokksins og væntanlegur fyrsti þing- maður Reykvíkinga, sömuleiðis. Steingrímur Hermannsson forsætisráðheiTa um stöðuveitingar í Byggðastofnun: Af jafngóðum mönnum vel ég framsóknarmanninn Starfsmannafélagið mótmælir pólitískum mannaráðningum GUÐMUNDUR G. Þórarinsson er einn umsækjenda um stöðu aðstoðar- framkvæmdastjóra Framkvæmdasjóðs, en hver verður ráðinn í stöðuna liggur ekki fyrir fyrr en í maímánuði að sögn Þórðar Friðjónssonar formanns stjórnar Framkvæmdasjóðs. Starfsmannafélag Byggðastofn- unar og Framkvæmdasjóðs mótmælir pólitískum stöðuveitingum við opinberar stofnanir og óttast að ófagleg vinnubrögð verði viðhöfð við ráðningu aðstoðarforstjórans. Ottó Wathne landar heima SKUTTOGARINN Ottó Wathne NS 90 landaði í gær í heima- höfn sinni, Seyðisfirði, í fyrsta sinn í rúmlega tvö og hálft ár, eða frá því í september árið 1988. Eigendur segjast hafa verið beittir þrýstingi til að landa heima. Togarinn hefur ekki landað afla sínum á Seyðisfírði frá því í sept- ember 1988 en í gær var landað úr honum 48 tonnum, mest ýsu. Trausti Magnússon, annar eigenda skipsins og skipstjóri, sagði að ástæðan fyrir því að þeir lönduðu á Seyðisfírði væri að þeir hefðu verið beittir þrýstingi „frá afla- miðlun og ýmsum öðrum aðilum,“ eins og hann orðaði það. Einnig hefði mikil gagnrýni komið frá Seyðfírðingum. Trausti sagðist ekki sáttur við það verð sem þeir fengju fyrir aflann á Seyðisfírði og að það væri lægra en á fískmörkuðum syðra. Fiskiðjan Dvergasteinn greiðir 75 krónur fyrir kílóið af þorski og ýsu, 45 krónur fyrir ufsa og 40 krónur fyrir karfa. Hann kvaðst ekki vita hvort þeir ætluðu að landa á Seyðisfirði í framtíðinni. Nú ætti að físka í sigl- ingu á Þýskaland. Pressan hélt því fram í gær að Steingrímur Hermannsson forsætis- ráðherra hefði gert samkomulag við Guðmund fyrr í vetur um að hann fengi þessa stöðu og að það sam- komulag hafi verið gert til lausnar á framboðsvanda Framsóknar í Reykjavík. „Þetta er tóm vitleysa. Framkvæmdasjóður hefur sjálfstæða stjóm sem tekur ákvörðun um það hver hlýtur stöðuna," sagði Steingrímur í samtali við Morgun- blaðið í gær. Steingrímur sagði að sér væri kunnugt um að Guðmundur hefði sótt um stöðuna, en að öðm leyti vissi hann ekkert um málið. Hann sagðist í þessu sambandi geta tekið undir orð Bjama heitins Benedikts- sonar, sem hefði eitt sinn sagt að menn ættu ekki að gjalda þess að vera sjálfstæðismenn. „Ég segi að menn eigi ekki að gjalda þess að vera framsóknarmenn. Ég get líka sagt að af jafngóðum mönnum, þá vel ég framsóknarmanninn," sagði Steingrímur Hermannsson. Guðmundur G. Þórarinsson sagði í samtali við Morgunblaðið - eða spurði öllu heldur - hvort menn héldu að hann væri svo djúpt sokkinn, að hann þyrfti að gera einhver pólitísk samkomulög um að fá stöðu aðstoð- armanns. Hann neitaði því þó ekki að hann ætlaði að sækja um stöðuna. Starfsmannafélagið mótmælir pólitískum ráðningum Á fundi starfsmannafélags Byggðastofnunar og Framkvæmda- sjóðs á miðvikudag var mótmælt vinnubrögðum vegna væntanlegrar ráðningar í stöðu aðstoðarforstjóra Framkvæmdasjóðs, en einnig ákvörðun Guðmundar Malmquist, forstjóra Byggðastofnunar, að mæla með Gunnari Hilmarssyni, fyrrver- andi stjórnarformanni Atvinnutrygg- ingasjóðs útflutningsgreina, í stöðu deildarstjóra hlutafjárdeildar. Sú staða var auglýst fyrir skömmu og sóttu fjórir um; þrír starfsmenn stofnunarinnar og Gunnar Hilmars- son. Guðmundur Malmquist skýrði starfsmönnunum þremur frá því á miðvikudag að hann hygðist leggja til að Gunnar yrði ráðinn. Starfsmannafélagið telur að engin þörf sé á þessari stöðu, starfssviðið sé óljóst og ófrágengið hvar starfs- vettvangur verði. Hins vegar séu boðin betri kjör en almennt gerist í stofnuninni. Émil Bóasson, formaður félagsins, sagði í samtali við Morgun- blaðið að starfsmenn teldu að skipan- ir hefðu komið úr forsætisráðuneyt- inu um að niðurstaðan yrði sú, sem hún væri orðin. Guðmundur Malmquist, forstjóri Byggðastofnunar, sendi frá sér yfir- lýsingu í gær, þar sem hann segist harma að málið hafi verið opinberað áður en hann gat rætt það við stjóm Byggðastofnunar. „Starf það, sem um er að ræða, telst til helztu starfa hjá Byggðastofnun. Því skal stjóm stofnunarinnar lögum samkvæmt staðfesta ráðningu í starfið og fyrr en hún hefur gert það er ekki um ráðningu að ræða,“ segir hann. Matthías Bjamason, stjómarfor- maður Byggðastofnununar, sagði að ekki væri ákveðið hvenær næsti stjómarfundur yrði haldinn. Hann sagðist ekki telja brýna þörf á nýjum deildarstjóra og að hann ætti alveg eftir að heyra rök fyrir því að ráðið yrði í stöðuna. Hann sagðist telja viðbrögð starfsmanna eðlileg og ekk- ert athugavert við mótmæli þeirra. ÁTVR opnar í Austurstræti RÍKIÐ á nú í samningaviðræðum um kaup á eigninni Austurstræti 10 og ef samningar takast mun ÁTVR opna þar áfengisútsölu. Þór Oddgeirsson, aðstoðarforstjóri ÁTVR, sagði að ekki væri búið að ganga frá samningum en allar líkur væru á að samið yrði fljótlega eftir helgina. „Ef samningar takast verður opn- uð þarna áfengisútsala. Hvenær það yrði veit ég ekki en útsölunni við Lindargötu verður lokað þegar þessi nýja útsala opnar,“ sagði Þór. Húseignin að Austurstræti 10 er þar sem Torgið var til húsa og nú síðast Penninn. * Istak býður lægst í Vestfjarðagöngin ÍSTAK sf. bauð best í gerð jarðganga um Breiðadals- og Botns- heiði á Vestfjörðum. Tilboð í gerð ganganna voru opnuð í gær og kom þá í ljós að ístak átti lægsta tilboðið, eða 82% af áætl- uðum kostnaði. Tilboð ístaks hljóðaði uppá tæpar 2.475 milljónir króna. ístak býður í verkið í samvinnu við þrjú erlend fyrirtæki. Það eru sænska fyrirtækið Skanska Intemational, norska fyrirtækið Selmer-Furu- holmen og Phil & Sön frá Dan- mörku. Fimmtán fyrirtækjum voru send útboðsgögn en átta skiluðu inn tilboðum. Þessi fyrirtæki em frá íslandi, Búlgaríu, Danmörku, Ítalíu, Noregi, Svíþjóð og Þýska- landi. Tilboðin voru mjög svipuð. Kostnaðaráætlun Vegagerðarinn- ar var rúmar 3.000 milljónir, 3.013.247.000 kr., en tilboð ís- taks var 82% þeirrar fjárhæðar. Búlgarska fyrirtækið Avtomag- istrali-Hemus bauð rúmlega 2.496 milljónir, eða 83% kostnaðaráætl- unar og Krafttak sf., í samvinnu við Aker Entreprenör A/S frá Noregi, bauð rúmar 2.502 milljón- ir. Jarðgöng um Breiðadals- og Botnsheiði verða lengstu jarðgöng sem hér hafa verið gerð, alls 8,7 kílómetrar að lengd. Göngin verða þriggja arma með gatnamótum inni í miðju fjalli og verður tvíbreið akbraut í hluta ganganna. Vegagerð ríkisins og sam- gönguráðuneytið munu á næst- unni fara gaumgæfilega yfir til- boðin, meta þau og bera saman og síðan verður gengið frá samn- ingum. Áætlað er að hefjast handa í sumar og á verkinu að ljúka í árslok 1995.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.