Morgunblaðið - 19.04.1991, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 1991
Sjálfstæðisstefnan
í heilbrígðismálum
Alþingis-
KOSNINGAR
Davíð Oddsson um nýtt álver:
Skráning gengis ekki
löguð að framkvæmdum
DAVÍÐ Oddsson formaður Sjálfstæðisflokksins sagði á fjölmennum
fundi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi í fyrrakvöld að hann væri ekki
þeirrar skoðunar að stjórnvöld ættu að hafa hönd í bagga með skrán-
ingu gengisins, vegna fyrirsjáanlegrar þenslu í efnahagslífinu, þegar
og ef til þess kemur að nýtt álver verði reist á Keilisnesi. „Við getum
ekki lagað skráningu gengisins að því hvað hentar byggingu álvers-
ins,“ sagði Davið.
- fyrir þá fáu sem ekki þekkja til
eftir Láru Margréti
Ragnarsdóttur
^Davíð sagði að þetta væri vissu-
lega athyglisverð spurning. Eins og
menn vissu hefðu samningar um
nýtt álver verið töluvert lengi í gangi
og í grundvallaratriðum hefði verið
byggt á tilteknu orkuverði, sem
bundið hefði verið sem ákveðið hlut-
fall af álverði. „Við hins vegar sáum
það þegar gengið fór að breytast,
hversu gríðarleg áhrif gengið getur
haft. Dollarinn hríðféli á tímabili og
miðað við þá stöðu sem var, þegar
dollarinn var hvað lægstur, þá ieit
dæmið þannig út að samningamir
væru óraunhæfir. Dollarinn hækkaði
sem betur fer aftur, en þetta sýnir
okkur hvað samningarriir eru við-
kvæmir gagnvart gengisþróun,"
sagði Davíð.
„Það er enginn vafi á því að vegna
eðlis þessara framkvæmda, þá kem-
ur gríðarleg innspýting fjármuna inn
í efnahagslifið, 60 milljarðar
íslenskra króna, á um tveimur og
hálfu ári. Af því hlýtur að skapast
ákveðin þensla og því verða stjórn-
völd á sama tíma að gæta aðhalds,
svo allt fari hér ekki úr böndum,"
sagði formaður Sjálfstæðisflokksins.
í síðastliðinni viku birtist í Morg-
unblaðinu grein eftir aðstoðarmann
núverandi heilbrigðisráðherra, Finn
Ingólfsson, en Finnur er efsti mað-
ur á lista Framsóknarflokksins í
Reykjavík.
Ótrúleg vanþekking
aðstoðarmannsins
Grein aðstoðarmannsins er aðal-
lega útúrsnúningur á grein Ólafs F.
Magnússonar læknis frá því í mars.
Hirði ég ekki um að ræða þær aðferð-
ir sem Finnur viðhefur í þeim útúr-
snúningi. Hitt er þó öilu alvarlegra,
að í þriggja ára setu sinni í heilbrigð-
isráðuneytinu hefur Finnur Ingólfs-
son eftir greininni að dæma ekki
gert sér far um að kynna sér stefnu
annarra flokka í heilbrigðismálum.
Finnur gerir sig beran að því að
nánast fullyrða að hann hafi ekki
lesið neina af þeim fjölmörgu grein-
um um stefnu og samþykktir Sjálf-
stæðisflokksins sem birst hafa hér í
Morgunblaðinu á síðustu vikum og
mánuðum.
Að kasta úr glerhúsi
Hér er líklegast komin skýringin
Kosningavaka
Sjáffstæóisflokksins
Kosningavaka sjálfstæðismanna verður
í Súlnasal Hótel Sögu á morgun,
kjördag, frá kl. 22:00 til 3:00 eftir
miðnætti.
„Einsdæmi" leikur fyrir dansi.
Stór sjónvarpsskjár verður í hliðarsal,
þar sem hægt verður að fýlgjast með
kosningasjónvarpi.
Sjálfstæðisfélögin í Reykjavík.
xf!)
FRELSI OG
MANNÚÐ
á þeim stjórnunaraðferðum sem að-
stoðarmaður heilbrigðisráðherra hef-
ur beitt á undanförnum árum. Þær
ákvarðanir sem teknar hafa verið
bera nefnilega keim af vanþekkingu
á þeirri þróun heilbrigðismála sið-
menntaðrá þjóða sem átt hefur sér
stað undanfarinn áratug og 'líkjast
helst misheppnaðri tilraun Svía í
heilbrigðisþjónustunni fyrir rúmlega
tuttugu árum. Því kastar Finnur Ing-
ólfsson úr glerhúsi þegar hann nefn-
ir grein sína „Að standa vörð um
það gamla og úrelta".
„Pólitísk stefnumörkun“
- eða hvað?
„Stefna" Framsóknarforystunnar
í heilbrigðisþjónustunni undanfarið,
ef stefnu skyldi kalla, hefur fyrst og
fremst birst sem örþrifaráð þess sem
ekki veit hvað til bragðs skal taka,
„Pólitískri stefnumörkun" sinni lýsfr
Finnur í átta liðum í grein sinni og
fyrir utan fyrsta og síðasta lið, (sem
reyndar er annars vegar runninn
undan rifjum Ragnhildar Helgadótt-
ur fyrrv. heilbrigðisráðherra og hins
vegar samningum við ftjáls félaga-
samtök) felst stefnan fyrst og fremst
í formi nefndaskipana. Þessar nefnd-
ir hafa tækifæri til að miðstýra og
kæfa frjálst framtak í heilbrigðis-
þjónustu, innan sjúkrahúsa sem ut-
an. Finnur státar af miðstýringar-
nefndum og ráðum sem hann telur
færa stjómsýsluna nær vettvangi en
er í raun enn eitt stjómsýslustigið
sem lengir og þyngir upplýsingafer-
lið í heilbrigðisþjónustunni - og er
nú nógu erfitt fyrir.
Áhrifin af svokallaðri
stefnumörkun
Afleiðingar þessarar „pólitísku
stefnu" eru m.a. ienging biðlista,
lokanir bráðadeilda og öldrunar-
deilda sjúkrahúsa. Þetta kemur að
sjálfsögðu niður á þeim sem síst
skyldi. Sem betur fer höfum við átt
aðgang að þjónustu utan sjúkrahúsa,
bæði aðgerðum og annarri þjónustu.
Þetta kalla stjórnarherrarnir „opinn
krana" og næsta skrefið, að þeirra
mati, er að ákveða fyrir okkur hin
hvenær skrúfa á fyrir. Þá megum
við líklegast deyja drottni okkar, með
þeirra leyfi.
Sjá framsóknarmenn
betur í dag?
Það er kannski að bera í bakkafull-
an lækinn að bæta við enn einni lýs-
ingu á meginstefnu sjálfstæðis-
manna í heilbrigðismálum. En ef svo
kann að fara að framsóknarmenn
hafi betri sjón í dag en aðra daga
og lesi lýsinguna er það tilraunarinn-
ar virði.
Tryggja á rétt fólks til
heilbrigðisþjónustu
Megininntak stefnu sjálfstæðis-
manna í heilbrigðisþjónustu er að
tryggja eigi sjálfsagðan rétt fólks til
heilbrigðisþjónustu þegar á þarfað
halda. Réttur til þjónustu verður
ekki tryggður með miðstýringu og
sveiflukenndri afkomu ríkisins. Því
vilja sjálfstæðismenn endurvekja
sjúkratryggingar en í stærra formi
en var á tímum gömlu sjúkrasamlag-
anna. Tryggingar eru nefnilega
hugsaðar til að grípa inn í þegar
óvænt áföll dynja yfir og bæta tjónið
strax. Sama lögmál á að ríkja í sjúkr-
atryggingum og öðrum tryggingum.
Réttindin eiga einnig að vera vel
skilgreind. Iðgjald sjúkratrygging-
anna á að vera tekjutengt en nllir
eiga sama rétt til þjónustu.
Leiðir að marki
Þess skal einnig gætt að tryggja
gæði heilbrigðisþjónustunnar, hag-
kvæmni trygginganna og að iðgjöld
hækki ekki óeðlilega. Sjálfstæðis-
menn leggja því áherslu á aukna
þátttöku almennings og starfsfólks
í heilbrigðisþjónustu til að hafa áhrif
Lára Margrét Ragnarsdóttir
„Afleiðingar þessarar
„pólitísku stefnu“ eru
m.a. lenging biðlista,
lokanir bráðadeilda og
öldrunardeilda sjúkra-
húsa. Þetta kemur að
sjálfsögðu niður á þeim
sem síst skyldi.“
á þróun heilbrigðismála. Slíkt viljum
við gera með ýmsum samræmdum
ráðum svo sem með:
• bættri rekstrarhagkvæmni
sjúkrahúsa með auknu sjálfstæði
þeirra í rekstri.
• valfrelsi fólks, bæði hvað snertir
þjónustu innan og utan sjúkra-
húsa
• að ná fram eins mikilli sam-
keppni um verð og þjónustu í
lyfsölu og hagkvæmt er
• að koma til móts við fjölbreyttar
þarfir aldraðra og tryggja þannig
gæði og hagkvæmni í öldrunar-
þjónustunni, og að vilji þeirra
sjálfra sé virtur
• að efla þjónustu og styrki til fatl-
aðra og tryggja að þeir njóti
hæfileika sinna eins og kostur er
• að stuðla að aukinni vitund um
ábyrgð á eigin heilsu og auka
fræðslu um skaðsemi reykinga,
áfengis og annarra vímuefna
• að auðvelda ftjálsum félagasam-
tökum að hafa frumkvæði í
heilsuvernd og annarri heilbrigð-
isþjónustu
• að tryggja kostnaðarvitund og
aðhald af hálfu fólksins sjálfs á
margvíslegan hátt. Fullt tillit sé
tekið til þeirra sem minna mega
sín, þ.á m. öryrkja, aldraðra,
barna og sjúklinga með lang-
vinna sjúkdóma.
>
Stefna frelsis og mannúðar
Sjálfstæðismenn vilja framfylgja
hugsjónum sínum jafnt í rekstri heil-
brigðisþjónustu sem í öðrum rekstri.
Þær hugsjónir treysta á frumkvæði
og dómgreind einstaklingsins í lausn
verkefna. Miðstýringarbákn það sem
framsóknarmennskan boðar mun
hugsanlega með skömmtun geta
haldið niðri útgjöldum til heilbrigðis-
mála. Reynslan sýnir hins vegar að
slíkt bákn mun aldrei ná raunveru-
legum árangri þar sem saman fer
mesta hagkvæmni, afköst og gæði.
Slíkt bákn mun þaðan af síður taka
tillit til þeirra mannúðarsjónarmiða
að tryggja rétt til heilbrigðisþjónustu
þegar á þarf að halda.
Því skulum vfð taka höndum sam-
an og tryggja jákvæða þróun heil-
brigðisþjónustu í skjóli stefnu Sjálf-
stæðisflokksins með frelsi og mann-
úð ( fyrirrúmi.
Höfundur er hngfrœðingur,
formuður heilbrigðis- og
tryggingnnefndar
Sjálfstæðisflokksins og skipnr 8.
sæti framboðslista flokksins í
Reykjavík.