Morgunblaðið - 19.04.1991, Síða 16

Morgunblaðið - 19.04.1991, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 1991 N G S K O S N N G A R Gamli sáttmáli og Jón Sig- urðsson iðnaðarráðherra eftir Einar Guðjónsson Af ráðherrum ríkisstjómarinnar hefur einn öðrum fremur sýnt, að hann er maður þaulhugsaðra at- hafna. En það er Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra, sem óhikað lætur verkin tala. Ég ætla ekki að ræða söluna á Útvegsbankanum, þar sem samtök- um erfiðisvinnufólks var gert kleift, með myndarlegum ríkisstuðningi, að kaupa rekstrartap og ríkishlut í sam- ræmi við kaupgetu. Og þannig tryggð bankasameining og sam- keppni með fækkun banka í 3, sem þegar hefur lækkað rekstrarkostnað nýrra eigenda, aukið framboð á at- vinnuhúsnæði og lækkað leigugjald fyrir slíkt húsnæði til mikilla hags- bóta fyrir launafólk. Ég ætla heldur ekki að nefna 600 millj. kr. kross- ferð Jóns fyrir byggingu álvers. Krossferð sem öfundarmenn hans gera lítið úr, með því að segja sam- felldan skóladag skila meiru í þjóðar- búið en álver. Ég ætla heldur ekki að nefna sérstaklega hugmyndir hans í umhverfismálum, sem felast í að leggja skatta á mengunariðnað, og koma með því, í veg fyrir að ís- land verði ruslaland Evrópu. En sem kunnugt er hafa öfundarmenn sakað Jón um, að vilja breyta landinu í ruslaland nú þegar A-Evrópa sé hætt að taka við efnaúrgangi. Ég ætla aðeins að nefna lítið, en jákvætt dæmi, þar sem forganga ráðherrans og skipulagshæfileikar nutu sín til hins ítrasta. Dæmið er Endurvinnslan hf. en að öðrum ólöst- uðum er stofnun hennar einkum for- göngu Jóns að þakka, en með stofn- un hennar var stigið stórt skref í umhverfismálum á fslandi. Menn muna enn hallærisástandið, sem ríkti áður í umbúðamálum: Sörnu flö- skumar voru notaðar aftur og aftur og auðvelt var að skila þeim, þær þvegnar og notaðar aftur. Þjóðin löngu orðin vön þessu staðnaða ástandi uns gosframleiðandi einn ákvað að reyna að auka markaðs- hlutdeild sína, með því að bjóða dó- saumbúðir. Einhveijir sérvitringar vildu þá strax banna sölu á drykkjum í dósum og standa þannig gegn nýj- ungum í umhverfisvernd. Sem iðnað- arráðherra sá Jón strax, að flösku- burður er hallærislegur auk þess samræmdist hann ekki heilbrigðis- stefnu stjórnarinnar. Einnota um- búðir fóra líka saman við hugmynd- ir um endurvinnslu í stað endurnotk- unar. Iðnaðarráðherra beitti sér strax fyrir stofnun Endurvinnslunn- ar hf. og var ákveðið að hlutverk hennar yrði að bijóta fiöskur og pressa dósir. Framlag frá ríkinu tryggði að hægt var að kaupa góð tæki til þessa. Um leið var hvatt til að gos og bjórumbúðir yrðu einnota og lagt var 6 kr. skilagjald á þær. Þannig vora fyrirtækinu tryggðar tekjur og stöðugt hráefni. Fækkað var móttökustöðvum á umbúðum frá því sem var er flöskur voru algeng- ar. A fleiri stöðum geta menn hent umbúðum til hjálpar skátastarfí eða hungraðum heimi. Allir sjá hagræðið sem af stofnun fyrirtækisins hefur leitt: Dósimar hafa breytt neyslu- venjum, gos fæst nú víðar og auð- veldara er að setja gos í nestispakka „Iðnaðarráðherra beitti sér strax fyrir stofnun Endurvinnslunnar hf. og var ákveðið að hlut- verk hennar yrði að brjóta flöskur og pressa dósir.“ skólabarna. Þá varðveitir álið betur bragð. Síðast en ekki síst eykst hag- vöxturinn við þetta fyrirkomulag (því meir og oftar sem peningar ferð- ast þess meiri hagvöxtur). End- urvinnslan hefur líka tryggt tíðari skipaferðir til landsins en innflutn- ingur á umbúðaefni hefur margfald- ast við þetta nýja fyrirkomulag. Að auki hefur orðið til útflutnings- iðnaður á brotnum glerflöskum og fyrirtækið tryggir þannig a.m.k. 6 skipaferðir á ári. Má því með nokkr- um rétti segja að iðnaðarráðherra hafí tekist það sem Gamla sáttmála tókst ekki, að tryggja siglingar á milli íslands og umheimsins. Hér hef ég aðeins nefnt Endur- vinnsluna hf. sem lítið dæmi um mál sem ráðherrann hefur haft for- göngu um og leyst farsællega af hendi. Einnig mætti nefna Bifreiða- skoðunina og nýtt bílnúmerakerfi, sem hann átti stóran þátt í að koma á. Númerakerfí þar sem lögð er af sú vitleysa, að bíleigandi noti bíl- númer ævilangt, og í staðinn fengum við kerfi, sem tryggir hveijum bíl sérstakt númer um sína ævi. Bifreið lifir að jafnaði skemur en maður, og því er þetta réttlætismál fyrir þær. Alþingiskosningarnar snúast m.a. um verk ráðherra á kjörtímabilinu. Frumkvæði Jóns í málaflokkunum, sem ég hef nefnt, afsannar með öllu þann áróður andstæðinga „að hann sé ekki í neinu“ eins og sagt var um keisarann í ævintýrinu. Þvert á Einar Guðjónsson móti, er hann ekki maður gervi- lausna heldur vandaður stjórnmála- fursti, sem lætur snjallar og einfald- ar lausnir tala í verkum sínum. Hafnfirðingar og útnesjamenn sjá örugglega hag sínum best borgið með því að veita Jóni Sigurðssyni, góða kosningu til Alþingis. Höfundur er framkvæmdastjóri í Reykjavík. Eltum ekki Evrópuhreyfingar eftir Eyjólf Konráð Jónsson Mér hnykkti við þegar ég fyrst heyrði þá furðukenningu forsætis- ráðherrans að nú yrði kosið um aðild okkar að Evrópubandalaginu. Fyrst hélt ég að hann hefði mis- mælt sig. En raunin er önnur því miður og þess vegna bendi ég á að Evrópunefnd Alþingis samþykkti einróma á liðnu vora að enginn stjórnmálaflokkur styddi þá stefnu að íslendingar kepptu að aðild að EB. Nefndin er einnig sammála um að aðgangur bandalagsþjóðanna að okkar fiskimiðum kæmi aldrei til greina. Á hitt er að líta að Halldór Ás- grímsson sjávarútvegsráðherra hef- ur þvælst umboðslaus um lönd Evr- ópubandalagsins og rætt þar um gagnkvæmar veiðiheimildir. Þetta veit Steingrímur Hermannsson auð- vitað enda margrætt á Alþingi þar sem ég hef gagnrýnt slík ferðalög sjávarútvegsráðherrans harkalega. Þegar árið 1971 vora hafnar við- „Á hitt er að líta að Halldór Asgrímsson sjávarútvegsráðherra hefur þvælst umboðs- laus um lönd Evrópu- bandalagsins og rætt þar um gagnkvæmar veiðiheimildir. Þetta veit Steingrímur Her- mannsson auðvitað enda margrætt á Al- þingi þar sem ég hef gagnrýnt slík ferðalög sjávarútvegsráðherr- ans harkalega." ræður Íslands og framkvæmda- stjómar Efnahagsbandalagsins og í desembermánuði það ár var því lýst yfir af hálfu íslands að útilokað væri að semja um fiskveiðiréttindi. Þessari stefnu var fylgt óslitið þar Eyjólfur Konráð Jónsson til núverandi ríkisstjórn tók vöidin. ísland er útvörður Evrópu í vestri, varla verður um það deilt. ísland er miðsvæðis í nyrstu höfum Atlantshafs. íslandshöf eru stærri en Mið:Evrópa. Við íslendingar höfum haft alla forystu í landhelgismálum Norður- Atlantshafs, því getur enginn neit- að. Við íslendingar hljótum áfram að veija þessi hafsvæði, hagnýta þau og rækta. Fólkið á meginlandi Evrópu veit að íslendingar eru Evr- ópumenn og vilja vera það. Sama er að segja um Breta, sem nú eru að semja við okkur um Hatton- Rockall svæðið. Nágrannar okkar eru okkur vel- viljaðir og jafnvel þakklátir fyrir það að við skyldum hafa frumkvæð- ið í verndun meginhafs Evrópu. Þeir skynja jietta og segja það. Evrópuríkið Island hefur því ekki áhyggjur af viðskiptum í álfunni okkar. Hvemig væri að leiða að því hugann hvor aðilinn hefur sterkari stöðu er fram líða stundir, við eða þeir, í tvíhliða samningum. Sjáum til. Höfundur er aíþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Iieykjavík. Hnýtum upp sigur sanngirni eftir Árna Johnsen Ásættanleg niðurstaða fyrir þorra fólks byggist á sanngimi og það er löngu Ijóst að núverandi ríkisstjórn hefur ekki sýnt sann- girni. Yfirgangur, skattpíning og mismunun þegna landsins hefur verið hennar einkenni. Sjálfstæðis- flokkurinn hefur byr um allt land, vegna þess að stefna hans byggist á sanngirni í þágu heildarinnar undir kjörorðinu stétt með stétt, byggð með byggð. Það er mikið réttlætismál að skapa á ný grund- völl til eðlilegrar uppbyggingar i þjóðfélaginu, jafnvægis í efna- hagsmálum og stjómmálum sem gefur fólki frið til þess að horfa fram á veginn og geta treyst á festu og farsæld. Við þurfum að treysta stöðu sjávarútvegs með því að sníða af vankanta núverandi stjórnkerfis og taka á augljósum vandamálum eins og því hve miklu af fiski er hent, færa landbúnaðar- kerfíð til aukins sjálfstæðis og rétt- ar bænda, hnýta upp húsnæðismál- ! akerfi, sinna umhverfismálum og „Sjálfstæðisflokkurinn hefur byr um allt land, vegna þess að stefna hans byggist á sann- girni í þágu heildarinn- ar undir kjörorðinu stétt með stétt, byggð með byggð.“ af öðra. Nóg era þau, það er víst. I heimsókn í Vinnslustöðina í Vestmannaeyjum einn daginn ræddi ég við eina fiskvinnslukon- una. Yfírleitt eru stelpurnar í „stöðinni" léttar í fasi, en nú eru þær margar svartsýnar og sárar. Þær hafa 260 kr. á tímann og auðvitað er það ekki boðlegt í erfið- ustu vinnu landsins með mestu verðmætin í höndunum. Margs konar þjónustustörf eru mun betur launuð og þeim mun lægri eru þessi þjónustustörf þegar tekið er tillit til þess að núverandi ríkis- stjóm hefur lækkað skattleysis- mörkin úr 65 þús. á mánuði í 57 skatta um 16 milljarða á tveimur árum eða 250 þús. kr. á hveija fjölskyldu. Við höfum verk að vinna að skapa betri grundvöll fyrir betri kjör, öflugri rekstur og sanngimi í launum er lúta að fiskvinnslu sem öðrum störfum í þjóðfélaginu. Nú ríður á að skapa góða afkomu- möguleika þess fólks sem vinnur að framleiðslunni því þar býr fólk yfír reynslu sem við þolum ekki að tapa og að óbreyttu er jafn ljóst að fólk gefst upp á þjóðnýtingunni. Ný tök í þjóðmálabaráttunni, tök til árangurs, verða ekki nema að tryggt sé að Sjálfstæðisflokkurinn verði í næstu ríkisstjórn með sterk- an grunn. Með sigri Sjálfstæðis- flokksins sitja menn við sama borð en ekki mismunun, möguleika þar sem frumkvæði og djörfung ein- staklinga fær að njóta sín og sam- hjálp er tryggð í nafni mannlegrar reisnar. Hnýtum upp til sigurs fyr- ir sanngirni, tökum stökkið sem dugar. Höfundur skipar 2. sæti á ' má rekja verkefnin hvert þúsund og þún hefur hækkað D-listanum í Suðurlandskjördæmi. 'iA »lií.i'r.i-i- i'- vfti-t’tlíiCf.ftit'IiH tíí^s-s.í'WRSMH

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.