Morgunblaðið - 19.04.1991, Page 18

Morgunblaðið - 19.04.1991, Page 18
01 18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. APRIL 1991 Megin verkefnið er að efla lieilbrigði landsmanna eftir Skúla G. Johnsen í stefnuskrá Alþýðuflokksins, sem lögð hefur verið fram fyrir þessar kosningar er ítarlegur kafli um heilbrigðismál. Þar og í inn- gangskafla Jóns Baldvins Hanni- balssonar, formanns Alþýðu- flokksins, um jafnaðarstefnuna kemur fram að umbætur í heilsu- farsmálum eru undirstaða annarra framfara og atvinnulífið dafnar því aðeins ef að því stendur heil- brigð og menntuð þjóð. Öflugt atvinnulíf er á sama hátt undir- staða velferðarkerfisins, sem er iykillinn að því að auka jöfnuð meðal fólksins. Misjöfn staða heilsufarsmála og mismunandi tíðni sjúkdóma eftir þjóð'félags- hópum endurspeglar ekki síður ójöfnuð í þjóðfélaginu heldur en mismunandi afkoma enda fer það saman. Ég er þeirrar skoðunar, að öll jákvæð og uppbyggjandi viðleitni mannsins, hveiju nafni sem nefn- ist, beinist að því að auka velferð mannsins í félagslegum, andlegum og líkamlegum skilningi. Grunnundirstaða allra slíkra aðgerða er að tryggja menntun og heilbrigði. Með framförum á þeim sviðum eru aðrar framfarir í rauninni tryggðar án mikillar annarra aðgerða. Sá einstaklingur sem lifír á háu stigi félagslegrar, andlegrar og líkamlegrar velferðar og hefur öðlast góða menntun er undirstöðueining atvinnulífsins. Frá honum koma hugmyndimar, dáðin og viljinn fremur en frá þeim sem býr við lágt stig velferð- ar og litla menntun. Samkvæmt stefnuskrá Alþýðu- flokksins er það meginverkefni næstu ára í heilbrigðismálum áð efla heilbrigði landsmanna. Hvem- ig skal standa að slíku? Ég greini gjaman þær aðgerðir þjóðfélags- ins sem fást við að draga úr sjúk- dómum og efla heilbrigði í þrennt. í fyrsta lagi er starfið við að lækna og líkna sjúkum í öðm iagi er heilsuvemdarstarfíð sem beinist að einstaklingnum svo sem bólu- setningar, sjúkdómaleit og heil- brigðisfræðsla og í þriðja lagi em aðgerðir til eflingar heilbrigðinni. Tvennt hið síðamefnda táknar að auka þarf starfíð meðal hinna heilbrigðu. Þetta hefur okkur ekki lærst ennþá nógu vel að því er varðar okkur sjálf. Þeir sem reka flugvélar og annan flókinn vélbún- að og tæki hafa fyrir löngu gert sér grein fyrir gildi fyrirbyggjandi viðhalds. Það miðar að því að halda bilunum frá vélinni eða tækinu. Sama er um starf við að efla heil- brigði, það miðar að því, að styrkja vamir til líkama og sálar og bæta félagslegan aðbúnað í hvívetna, ekki síst í fjölskyldunni, á vinnu- staðnum og í frístundastarfí. Efl- ing heilsunnar er spuming um að vemda umhverfíð, draga úr meng- un og hávaða. Efling heilsunnar snýst um framfarir í skipulagsmál- um, bæjarskipulagi, sem styður „Ég er þeirrar skoðun- ar, að öll jákvæð og uppbyggjandi viðleitni mannsins, hverju nafni sem nefnist, beinist að því að auka velferð mannsins í félagsleg- um, andlegum og lík- amlegum skilningi.“ hollustusamlega lífshætti og tekur tillit til þarfa fjölskyldunnar allrar. Efling heilbrigðinnar snýst um nýja hugmyndamótun innan stjómmálanna sem hefur þau sjón- armið í öndvegi, að velflestar ákvarðanir og velflest umsvif okk- ar hafa áhrif á aðbúnað og velferð til hins verra eða til hins betra. Ný hugmyndamótun í þjóðmálun- Skúli G. Johnsen um verður að gæta að þessu með því að taka ávallt tillit til heilbrigð- isfræðilegra sjónarmiða. Nýtt Suðurland eftir Lúðvík Gizurarson í kosningunum um helgina eru mörg sjónarmið á lofti t.d. staða okkar í samstarfí Evrópu. Þessari grein er þó ætlað að ræða málið út frá einu kjördæmi þ.e. Suðurlandi. Mér virðast hagsmunir manna á því svæði stundum gleymast og vil ég geta nokkurra mála. A-listinn Mér er engin launung á því, _að í þessum kosningum styð ég Árna Gunnarsson, alþingismann, en hann skipar nú efsta sætið á A-listanum á Suðurlandi. Hann hefur verið al- þingismaður fyrir Norðurland eystra, en flytur sig nú um set og leitar fýlgist á Suðurlandi. Gleymt svæði Suðurland hefur orðið eftir í öllu kapphlaupinu um peninga og fram- farir. Úr röðum þingmanna þess hafa þó komið ráðherrar og það fleiri en einn. Það hefur ekki dugað. Þetta kjördæmi framleiðir t.d. mest allt rafmagn landsins, en það er notað af öðrum. Það hefði verið lágmark, að allur þessi auður væri skattlagður örlítið til hjálpar Suðurl- andi. Það má gera með beinu fram- leiðslugjaldi, sem Suðurland fengi eitt. Næg eru verkefnin. Auka þarf atvinnu og hjálpa þarf bændum, þegar framleiðsla þeirra dregst sam- an. Það er ekki hægt að bjóða upp á það og myndi hvergi líðast, að allt þetta rafmagn væri framleitt í einu héraði, en notað í öðrum lands- hlutum, þar sem það er skattlagt, beint og óbeint. Nefna má álfram- leiðslu, sem Suðurland fær ekki hlut í eða hagnað af. Það gera þeir ein- ir, sem nota rafmagnið. Þetta er ekki hægt að samþykkja lengur. Stóru flokkarnir Það hefur lengi verið siður á Suð- „Við þurfum að byggja nýtt Suðurland. Þetta er fallegasta og besta hérað landsins. Það á skilið betri hlut, en það hefur í dag.“ urlandi að kjósa stóru flokkana, Sjálfstæðisflokk eða Framsóknar- flokk. Þó kjördæmið sé ekki stórt, þá telja þeir atkvæði sín í þúsundum. Þeir eiga þetta svæði, ef svo má að orði komast. Við vitum, hvernig fer í viðskiptum, ef samkeppni vantar. Þá sofna allir og nenna engu. Það hefur gerst á Suðurlandi. Þess vegna er þar atvinnuleysi og gengið er fram hjá kjördæminu, þegar ákvarðanir eru teknar á Alþingi um staðsetn- ingu iðnaðar. í Þorlákshöfn gæti verið mikill atvinnurekstur og raun- ar víða annars staðar á Suðurlandi. Peningarnir eru framleiddir með öllu Einkavæðing og þráhyggja eftir Ragnar S. Halldórsson Nú þegar lýðum má vera ljóst, að kommúnisminn, marxisminn, sósíalisminn og félagshyggjan (eða hvað það nú heitir annað sem svo- nefndum vinstri mönnurn þóknast á hveijum tíma að kalla hugmynda- fræði sína) er hrunið, má undrum sæta að boðskapur og málflutning- ur forystumanna Alþýðubandalags- ins hefur í engu breytzt. Þar sem þessi staðreynd á af augljósum ástæðum ekkert skylt við heilbrigða skynsemi, hlýtur að verða að flokka hana undir þráhyggju. I ljósi henn- ar verður þá að skoða hatrammar og margendurteknar ásásir núver- andi fjármálaráðherra á lækna, annars vegar og núverandi heil- brigðisráðherra á lyfsaia, hinsveg- ar. Báðir þessir ráðherrar virðast sannfærðir um að ríkisrekin lækna- starfsemi og ríkisrekin lyfsala muni draga stórlega úr kostnaði við þessa þjónustu. Hvorugum ráðherranum virðist kunnugt um, að það var ein- rpitt ríkisreksturinn, þ.e, þjóðnýt- ingin.'öðríf fremúr sérn slípiðt auif ~ „Hvorugum ráðherran- um virðist kunnugl um, að það var einmitt ríkis- reksturinn, þ.e. þjóð- nýtingin, öðru fremur sem sligaði austan- tjaldsþjóðirnar og gerði þær í reynd gjald- þrota.“ antjaldsþjóðirnar og gerði þær í reynd gjaldþrota. Um þessa menn má segja með sanni með orðalagi helgrar bókar: Sjáandi sjá þeir ekki og heyrandi heyra þeir ekki. Á vestrænum löndum hefur sem kunnugt er einkavæðing margvís- legs opinbers reksturs, bæði í fram- leiðslu og þjónustu, átt vaxandi fylgi að fagna. Frakkland og Bret: land eru góð dæmi um þetta. í Frakklandi hefur t.d. ríkisbönkum og í Bretlandi t.d. bílaverksmiðjum, rafveitum og vatnsveitum verið breytt í hlutafélög og þau síðan s§ra—aTmenningi. Aíidvifðr'líTnná Ragnar S. Halldórsson seldu eigna hefur verið notað t.d. til að greiða niður ríkisskuldir. Hef- ur þannig tekist að læka árlega greíðslúbyrðr 've;gná vakta og af- borgana af þeim. Helsta von Aust- ur-Evrópuþjóðanna er, að þeim ta- kist að feta sömu braut. Er vissu- lega óskandi að svo fari. Hér á íslandi eru til dæmi um sömu þróun, svo sem sala á hluta- bréfum í Flugleiðum, Eimskip og Útvegsbanka, en hér má ekki láta staðar numið. Verkefnin blasa við í m.a. heilbrigðis- og fræðslugeiran- um, ef vinda á að því bráðan bug, að stöðva hina árvissu, sjálfvirku raunaukningu útgjalda (þ.e. um- fram aukningu þjóðartekna á mann) á þessum sviðum ríkisgeir- ans. Brýna nauðsyn ber til að taka hér í taumana, því að ella munu allar tekjur ríkissjóðs fara í þessa tvo málaflokka eftir 10-20 ár. I ljósi þess að ofangreindir ráðherrar, svo og núverandi menntamálaráðherra og sennilega fleiri ráðherrar ríkis- stjórnarinnar, vilja stefna í þveröf- uga átt (þ.e. þeir vilja auka ríkisum- svifin), er hér með skorað á kjósend- ur að gefa þeim reisupassann á laugardag. 'HSrúndur cr VérRTræöingur. Fyrir allmörgum árum reis ný bylgja meðal heilbrigðisfræðinga í Kanada, sem síðan hefur breiðst út um hinn vestræna heim. Þetta er krafan um „Public Policy for Health" eða í lauslegri þýðingu „Þjóðfélagsstefna í þágu heilbrigð- innar“. Heilbrigðisfræðiskólar vestan hafs og austan eru nú að snúa sig í auknum mæli að rann- sóknum á almennum áhrifum þjóð- málastefnunnar á velferð fólksins. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur tekið þessa nýju heilbrigðis- stefnu upp á sína arma og á henn- ar vegum hafa verið þróuð ýmis ný verkefni á þessu sviði. Þar á meðal er samstarf margra borga í Evrópu, sem gerst hafa aðilar að sérstöku verkefni á þessu sviði. Þær borgir einar geta fengið að- gang að þessu verkefni, sem vilja skuldbinda sig til þess að haga stefnu sinni og stjóm í málefnum íbúanna í samræmi við hin nýju heilbrigðisfræðilegu sjónarmið. Það er verkefni jafnaðarmanna bæði í landsstjórninni og í sveitar- stjómarmálum að ryðja braut fyr- ir nýjar áherslur í' samræmi við það sem lýst er hér að ofan. . Höfundur er héraðslæknir í Reykjnvík og er í 20. sæti á listn Alþýðuflokksins. Lúðvík Gizurarson rafmagninu. Þeir eru bara allir not- aðir við Faxaflóann, en eðlilegur hluti þeirra hefur ekki verið fjárfest- ur á Suðurlandi. Til þess hafa stóru flokkarnir verið of ömggir með sig. Nýr þingmaður Ég byijaði þessa grein með áskor- un til kjósenda á Suðurlandi um að kjósa A-listann í þessum kosningum. Bæði trúi ég Áma Gunnarssyni al- þingismanni vel til að hlusta á mig og aðra kjósendur á Suðurlandi, þegar ný framfaramál í því kjördæmi ber á góma. Svo þarf að refsa stóru flokkunum á þessu svæði hæfílega. Þeir eru sofandi um hagsmuni Suð- urlands í dag. Ef þeir tapa örlítið í kjördæminu, þá hlaupa þeir til eftir þessar kosningar og verða allir að vilja gerðir með alla hluti fyrir Suð- urland og kjósendur þar. Niðurlag A-listinn á Suðurlandi hefur áður fengið alþingismann. Þar hefur alltaf munað litlu. Raunar dugar, að hluti þeirra sem lesa þessa grein, kjósi A-listann að þessu sinni og refsi með því stóru flokkunum. Þeir vakna og gera meira á eftir fyrir kjördæ- mið. Við þurfum að byggja nýtt Suð- urland. Þetta er fallegasta og besta hérað landsins. Það á skilið betri hlut, en það hefur í dag. Við skulum lána A-lista Árna Gunnarssonar nokkur atkvæði að þessu sinni og þá verður Suðurland einum þingmanni ríkara. Suðurland fer að blómstra. Ilöfundun er m 1;1>[ö iöioii .Gflfttjrn hæstorettarlögmn ður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.