Morgunblaðið - 19.04.1991, Page 20
.0
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 19. APRIL 1991
. A L Þ 1 N G 1 S K O S N 1 N G A R
Fiskveiðistefna
kvótakerfi
eftir Benedikt
Sigurðsson
Um árabi! höfum við staðið
frammi fyrir stjórnunarvanda vegna
takmarkaðs og minnkandi veiðiþols
fiskistofna. Ennþá eru tekjur þjóðfé-
lagsins samt upp undir 80% runnar
frá fiskveiðum og vinnslu.
Síðustu mánuðina hafa hags-
munaaðilar í sjávarútvegi látið í ljós
ótta um að breytingar yrðu gerðar
á fískveiðistefnunni og tekin frá þeim
forréttindi sem felast í úthlutun
framseljanlegra veiðiheimilda án
endurgjalds.
Allir vita að það skiptir máli fyrir
atvinnureksturinn að vita hvað er
framundan, og það sem kvótakerfið
hefur gert er m.a. það að einstökum
útgerðarmönnum og fyrirtækjum
hefur verið afhent ávísun upp á þekkt
magn af fiski í sjó. Slíkt hefur að
sjálfsögðu auðveldað áætlanagerð í
sjávarútvegi, gert samruna og ha-
græðingu innan fyrirtækja möguleg-
an, en ekki er alít sem sýnist.
Samstaða um markmið
Samstaða er um að við þurfum
að takmarka fiskveiðar, við þurfum
að viðhalda veiðiþoli og leita leiða
til að auka afrakstur þessarar auð-
lindar.
Samstaða hefur reynst um það
meginatriði sem komst inn í gildandi
lög um fiskveiðistjómun, að fisk-
stofnar í sjó eru sameign allrar þjóð-
arinnar.
Þessi grein hefur hins vegar ekki
verið útfærð í lögunum, eða gildandi
reglugerðum, þar hefur einstökum
fyrirtækjum verið afhent einokun á
sameign, til fullrar og óskoraðrar
ráðstöfunar, án þess að þeim séu
settar kvaðir um ráðstöfun.
Niðurstaðan er:
í fyrsta lagi, að sjómenn, launþeg-
ar, sveitarstjómir, fiskvinnslufyrir-
tæki hafa lítið eða ekkert um það
að segja hvernig þessi auðlind er
nýtt og ekki nokkra möguleika til
að tryggja að þessi auðlind skili okk-
ur raunverulegum arði í öðru formi
en þeirri veltu sem skapast. Eðli út-
gerðarmátans er það að hann er
gerður upp á núlli, jafnvel stöndug
fyrirtæki eins og Grandi, ÚA, Sam-
heiji fara niður að núllinu m.a. með
því að kaupa kvóta, og fjárfesta svo
til að forðast skatt. í raun em kvóta-
kaupin staðfesting á því að útgerðin
viðurkenni auðlindaskatt, en vill bara
fá að borga vinum sínum skattinn,
en ekki til sameiginlegra sjóða sveit-
arfélaga eða ríkis.
í öðm lagi, að aflahámarkskerfi
skapar hættu á ofveiði og útrýmingu
fiskistofna þar sem sóknin þyngist,
netum fjölgar, togtími lengist eftir
því sem fiskunum fækkar í sjónum.
Kvótakerfið getur leitt til sóunar þar
sem við vitum að mikil hætta er á
að undirmálsfiski sé hent þjóðinni til
tjóns og vansa. Hvað verður um
dauðan netafisk?
í þriðja lagi, það er óréttlátt form
úthlutunar sem afhendir örfáum ein-
staklingum veiðiheimildir án endur-
gjalds, heimilar fyrirtækjunum að
selja óveiddan fisk á sama tíma og
t.d. sjómenn hafa á langri ævi ekk-
ert annað gert en að draga físk úr
sjó, þeir mega ekki einu sinni veiða
af bryggjunni, fiskvinnslufólkið fær
ekki neina tryggingu fyrir að það fái
að vinna við fisk, sveitarfélögin geta
staðið frammi fyrir því einn daginn
að búið sé að selja burt úr plássinu
allar veiðiheimildir. Slíkt kerfi fær
ekki staðist þar sem það mismunar
þegnum sínum og byggist á svipuð-
um hugsunarhætti og valdstjórn í
einræðisríkjum fortíðarinnar eða al-
ræði Kremlarvaldsins. Til lengri tíma
á kvótakerfi ekki heima í lýræðisríki
sem vill tryggja þegnum sínum jafn-
an rétt.
í fjórða lagi, við stöndum frammi
fyrir ótrúlegu skömmtunarkerfi og
spillingu við úthlutun veiðiheimilda.
Nýleg grásleppudæmi af Melrakka-
sléttu staðfesta það. Við vitum að
sérstaða byggða eins og Grímseyjar
er að engu höfð. Við stöndum agn-
dofa frammi fyrir þeirri svívirðu að
einyrkinn sem fiskar á krók sér og
sínum til viðurværis og til varðveislu
sínu lífsfonni, verður að hætta af
því að kvótinn er skorinn.
Alþingisflokkarnir hafa vanrækt
að skilgreina mögulegar og mismun-
andi leiðir til að ná þeim markmiðum
sem allir eru sammála um, afrakst-
ur, hámarksnýtingu, arð til samfé-
lagsins og réttláta skiptingu milli
byggða og þegna þjóðfélagsins. Leið-
irnar eru margar og vil ég einungis
benda á umræðuna um auðlinda-
skattinn og gagnrýni dr. Einars Júl-
íussonar.
H-listinn vill leita samtöðu um að
skilgreina réttlátar leiðir til nýtingar
fiskistofna þannig að ekki verði
byggt á mismunun milli einstaklinga
með þá ófrávíkjanlegu kröfu að sveit-
arstjórnir/héraðsnefndir, fisk-
vinnslufólk, fyrirtæki í fiskvinnslu
og veiðum eigi öll möguleika á að
taka þátt í skipulagningu þessarar
nýtingar.
Við þurfum e.t.v. að taka okkur
nokkur ár, t.d. 5, til að komast frá
þessarri óskaplegu miðstýringu sem
meðal annars hefur leitt til þess að
þingmaður Austurlands (Halldór Ás-
Benedikt Sigurðsson
„Ótti vina minna í sjáv-
arútvegi við breytingar
er auðvitað skiljanleg-
ur, en hann er auðvitað
að miklu leyti ótti við
að missa afgerandi for-
réttindi, að missa
ókeypis einokun.“
grímsson) bannar loðnuveiðar fyrir
Norðurlandi, en setur síðan það skil-
yrði að verulegur hluti af aflanum
skuli veiddur fyrir hans eigin kjör-
dæmi (75 þúsund tonn) og það í
trássi við samstarfssamning við ná-
grannaþjóðirnar.
Hræddir við hvað?
Ótti vina minna í sjávarútvegi við
breytingar er auðvitað skiljanlegur,
en hann er auðvitað að miklu leyti
ótti við að missa afgerandi forrétt-
indi, að missa ókeypis einokun. Ég
veit að þeir sem hafa staðið sig vel
innan núverandi kerfis munu hafa
forskot til að aðlaga sig þeim breyt-
ingum sem nauðsynlegt verður að
gera, þeir munu geta gert áætlanir,
sem standast af því að við verðum
að taka þessar ákvarðanir allar með
fyrirvara, og forðast kollsteypur for-
tíðarinnar.
Hér á Akureyri eru tvö af öflug-
ustu sjávarútvegsfyrirtækjum lands-
ins, þau eru þannig sett að við vitum
að þau geta tekist á við nauðsynlega
endurskipulagningu. Ég treysti t.d.
engum betur en þeim Samheija-
mönnum til að leita nýrra Iausna við
breytilegum skilyrðum, ég vil meira
að segja viðurkenna að mér finnst
ég geta verið hreykinn af framtaki
þeirra frændanna, og það held ég
að við íbúar Eyjafjarðarbyggða eig-
um öll að vera.
Höfundur er skólastjóri og skipar
1. sæti H-listans i
Norðuriandskjördæmi eystra.
Óbreytt skip-
an eða ný öfl
eftir Tómas
Gunnarsson
Sennilega eru kosningarnar næsta
laugardag þær mikilverðustu í sögu
lýðveldisins. Því hverfa þarf frá
stefnu- og úrræðaleysi fjórflokksins
í innanlandsmálum og koma í veg
fyrir stórslys í utanríkisviðskipta- og
sjálfstæðismálum þjóðarinnar.
Fjórflokksmenn hafa í kosninga-
baráttunni brugðist því skylduverki
sínu að upplýsa kjósendur glögglega
um stöðu helstu mála og eigin stef-
numið. Fjórflokksmenn hafa samein-
ast um öll helstu kosningamál en
•sérstaklega að þegja um það sem
miður hefur farið.
Gjörbreytt launa-
kerfi listamanna
eftir Svavar
Gestsson
í Iok alþingis voru samþykkt ný
lög um launakerfi listamanna.
Meginatriði laganna er þessi:
Stofnaðir verða fjórir sjóðir.
Launasjóður rithöfunda sem
veitir árlega 360 starfslaun í byijun
en síðan bætast við 24 mánaðarlaun
á ári næstu fimm árin; alls 480
mánaðarlaun.
Launasjóður myndlistarmanna
veitir árlega fjármuni sem svara til
240 mánaðarlauna og síðan bætast
við 16 mánaðarlaun á ári í 5 ár eða
samtals 320 mánaðarlaun.
Tónskáldasjóður veitir árlega
starfslaun sem svara til 60 mánað-
arlauna en síðan bætast við átta
mánaðarlaun á ári næstu fimm ár.
Listasjóður veitir starfslaun og
styrki er svara til 240 mánaðarlauna
og síðan bætast við 12 mánaðarlaun
á ári í 5 ár eða alls 300 mánaðarlaun.
Listamenn ráða
úthlutunarnefndum
Félög listamanna ráða úthlutun-
amefndunum: Rithöfundasambandið
tQii£Mr-i>Á.^eaL.aLáa. JiUtaíaoda,-..
„Fullyrða má að lögin
um starfslaun lista-
manna marki þáttaskil
í kjaramálum lista-
manna. Nú er eftir að
vita hvert framhaldið
verður.“
sjóðnum og Samband íslenskra
myndlistarmanna og Tónskáldafélag
Islands koma á sama hátt við sögu
að því er varðar þeirra sjóði. Yfirum-
sjón með vörslu þessara þriggja sjóða
er í höndum sérstakrar stjórnar lista-
mannalauna en hana skipa fulltrúar
frá Bandalagi íslenskra listamanna,
Háskóla Islands, uns Listaháskóli
íslands hefur verið stofnaður, og frá
ráðuneytinu. Þessi stjórn úthlutar
ennfremur fé úr listasjóði sem hefur
sérstöðu: Hann veitir meðal annars
framlög til listamanna sem hafa no-
tið listamannalauna undanfarin ár
enda hafi þeir náð 60 ára aldri og
að minnsta kosti helmingur launa
úr Listasióði skal yejttur Igikhúsfplki,.
Svavar Gestsson
Launaviðmiðun —
lífeyrissjóður
Jafnframt ofangreindu er í lög-
unum ákvæði um að starfslaun lista-
manna skuli miðast við hærri launa-
flokk opinberra starfsmanna en verið
hefur. Loks er að finna í lögunum
mikilvægt réttindaákvæði um að list-
amenn sem njóta starfslaunanna
skuli á meðan eiga rétt á aðild að
Söfnunarsjóði lífeyrisréttinda.
Fullyrða má að lögin um starfs-
laun listamanna marki þáttaskil I
kjaramálum listamanna. Nú er eftir
að vita hvert framhaldið verður.
Veldur hver á heldur.
Höfundur skipar 1. sæti G-listans
í Reybjavík.
Samtryggingin er slík, að sjálf-
stæðismenn hafa veigrað sér við að
nefna hrakfarir hinna þriggja arma
fjórflokksins. Þeir nefna t.d. ekki að
þjóðartekjur á mann hafa staðið í
stað í um áratug og hlutur þeirra
lakar settu er miklu verri nú en 1980
vegn,a vaxandi launamisréttis.
Sjálfstæðismenn halda því ekki á
lofti að ríkissjóður hefur í tæpan
áratug verið rekinn með miklum
halla, þrátt fyrir samdrátt opinberrar
þjónustu, og tala jafnvel um skatta-
lækkanir. Þeir styðja niðurskurð í
landbúnaði og vilja ekki breyta kvót-
askipan, sem leiðir til landauðnar.
Hver eru kosningamálin?
1. Evrópskt efnahagssvæði.
Fjórflokkurinn hefur í kosningabar-
áttunni haft uppi blekkingar í sam-
bandi við ráðgerða aðild að Evrópsku
efnahagssvæði. Fjórflokksmenn hafa
látið svo sem aðild að Evrópubanda-
laginu væri ekki á dagskrá og samn-
ingar um Evrópskt efnahagssvæði
væru alfarið um gagnkvæmar tolla-
ívilnanir. En það er öðru nær. Ráð-
gerð aðild að Evrópska efnahags-
svæðinu, sem ríkisstjórnarflokkarnir
allir og Sjálfstæðisflokkurinn stefna
að, á að taka gildi 1. janúar 1993.
S því felst, að íslendingar skuldbinda
sig að fylgja allmörgum ákv. Rómar-
sáttmálans. Þeir stefna að að stað-
festa sem íslenskar reglur um fjórtán
hundruð lagabálka Evrópubanda-
lagsins, ellefu þúsund blaðsíður evr-
ópskra laga. En það eru um 60—70%
allra laga Evrópubandalagsins.
Stefnt er að sérstakri þingmanna-
stofnun EES, einnig sérstakri eftir-
litsnefnd EES, en framkvæmdastjórn
Evrópubandalagsins hefur almennt
eftirlit með að aðildarríki EES efni
ákv. Rómarsáttmálans. Þá er stefnt
að sérstökum EES-dómstóli.
Jón Baldvin Hannibalsson, ut-
anríkisráðherra, hefur upplýst að
hann telji 98—99% samningsákvæða
um Evrópska efnahagssvæðið frá
gengin. Til frekari upplýsinga vísast
til skýrslu hans til Alþingis um stöðu
samningaviðræðna um Evrópska
efnahagssvæðið frá mars 1991.
Heimastjórnarsamtökin hafna aðild
að Evrópsku efnahagssvæði.
2. Risaálver á Keilisnesi. Fjór-
flokkurinn er sammála um að stefna
Tómas Gunnarsson
að byggingu þéss og nauðsynlegra
orkuvera. Þessar aðgerðir valda stór-
aukinni erlendri skuldasöfnun, mik-
illi mengun, mikilli byggðaröskun,
sérréttindum útlendinga, en fáum
atvinnutækifærum, eða 300 til 500.
íslendingar þurfa 3.000 ný atvinnu-
tækifæri á ári næstu 20 ár. Heima-
stjórnarsamtökin hafna risaálvers-
lausninni.
3. Lögfesting lágmarkslauna.
Eitt meginþjóðmálamarkmið síðasta
áratugar hefur verið að draga úr
launamun. Það hefur ekki tekist, lau-
namunurinn hefur aukist ár frá ári.
Er ljóst, að núverandi skipan launa-
samninga stefnir ekki að launajöfn-
uði. Hér þarf að fara nýjar leiðir, sem
sagt þá að lögfesta lífvænleg lág-
markslaun og ákveða aðrar þjóð-
hagsstærðir, svo sem gengi, vexti
og skatta í samræmi við það. Fjór-
flokkurinn er svo illa bundinn hags-
munatengslum við samtök vinnuveit-
enda og launþega, að hann getur
ekkert gert í þessu máli. Þess vegna
þarf nýtt stjórnmálaafl til að koma.
4. Valddreifing frá miðstýrðu
kerfi til fólksins og byggða úti á
landi er áhersluatriði Heimastjórnar-
samtakanna. Hér er bæði átt við
breytta stjórnskipan, tilfærslu verk-
efna og fráhvarf frá miðstýringar-
aðgerðum, sem hafa verið aðalúr-
ræði fjórflokksins.
5. Byggðakvótar. Ein versta að-
gerð fjórflokksins er núverandi kvót-
askipan í sjávarútvegi, sem hefur
verið hönnuð í samræmi við óskir
LÍÚ. Núverandi kvóti leiðir til of-
veiði, a.m.k. tvöfalds útgerðarkostn-
aðar og þess, að þeir ríkustu eignast
kvótann um síðir. Ljóst er að Bret-
ar, Þjóðveijar og Japanir eiga meiri
peninga en íslendingar. Kvótinn
iendir þar að óbreyttri skipan. Heim-
astjórnarsamtökin krefjast byggðak-
VÓta.
Höfuudur skipar 1. sæti H-listans
í Reykjavík.