Morgunblaðið - 19.04.1991, Page 24

Morgunblaðið - 19.04.1991, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 1991 Flokkafárið - Slagorðaflaumurinn: Að efla einn flokk til ábyrgðar á meirihlutavaldi eitt kjörtímabil eftir Þorgeir Ibsen Flokkafárið Það flokkafár, sem nú hvolfist yfir þetta fámennisþjóðfélag, eins og holskefla, fyrir alþingiskosningamar að þessu sinni, er með slíkum ólíkind- um og endemum að flestum stendur stuggur af. I kjördæmunum eru að þessu sinni allt frá 7 framboðum (Vestfjarða- kjördæmi) og upp í 11 framboð (Reykjaneskjördæmi), hvorki meira né minna hjá þjóð, sem telur aðeins um 260 þús. sálir. Mörgum fannst nú nóg um að þurfa að umbera það og þola, — að 4 sundurleitir og ósam- hljóða tætings- og rifrildisflokkar færu með meirihlutavaldið á löggjaf- ar- og stjómlagaþinginu síðasta kjör- tímabil, þótt ekki bættist það nú við að fá öll þessi mörgu flokksbrot í framboð, sem 'er óhemjulega kostn- aðarsamt fyrir hið opinbera, — og leiðir til þess eins að skapa glund- roða meðal fólks og mglanda, eink- um þó meðal ungs fólks, sem vegna æsku sinnar og reynsluleysis hefur oftar en hitt ekki náð að mynda sér fastmótaðar skoðanir á þjóðfélags- málum. Þetta vekur upp þær alvarlegu spurningar, hvort ekki sé kominn tími til að herða reglumar um fram- boð til alþingis. Á það t.d. að vera leyfílegt að menn stofni til framboðs í þeim eina tilgangi, að því er virð- ist, að bera málefni lýðveldisins í framboðsræðum sínum á torg fárán- leikans og afskræmisins. Undirritað- ur, eins og annað venjulegt fólk° — er síður en svo mótfallinn fyndni og gamansemi í framboðsræðum. Þótt undirtónninn í ræðu manns sé alvar- legur, getur snjöll fyndni og vel sögð gamansaga verkað sem hið bezta krydd í góðum mat og undirstrikað mikilvægi máls, sem verið er að flytja. En að stofna til skrípisláta og afskræmis í málefnum ríkisins í framboðsræðum sínum er hið versta verk og fásinna. Það ætti ekki að líðast. Ýmsir þeir, sem til framboðs velj- ast, mættu huga betur að því, áður en til leiksins er gengið, að hóf er bezt í hveijum hlut og að frelsið til orðs og æðis krefst mikillar ábyrgð- ar. Kjörgengi og kosningaréttur eru mikilvæg lýðréttindi. í lýðveldi, þar sem menn eru fijálsir og ganga fijálsir til kosninga, er fátt helgara en kjörgengið og kosningarétturinn, sem felur í sér hið mikla og óhefta frelsi til að velja og hafna samkvæmt beztu samvizku. Af þessu leiðir, að það er hin mesta óhæfa að ætla sér að nálgast háttvirta kjósendur með óheyrilegri framkomu og skrípalát- um í málflutningi. Slagorðaflaumurínn Eins og gefur að skilja er mikið um slagorð í kosningaslagnum. Við þessu er ekkert að gera eða segja. Slagorð geta oft verið skemmtileg og hnyttin og hitt beint í mark og á hinn bóginn eru þau iíka oft leiðinleg og klaufaleg og missa því marks. Um þetta eru mörg dæmi. Stundum er eins og einstakir menn eða flokkar missi ráð og rænu í kosn- ingaslagnum og grípi til alls konar bragða og ráða til þess að eftir þeim sé tekið. Verst er, þegar farið er að mynda slagorð um ýmis viðkvæm mál, sem þola ekki aðra umfjöllun en þá, að fjallað sé um þau af skiln- ingi og nærfæmi. Þetta á m.a. við um utanríkismál og utanríkisvið- skipti af flestu tagi. Nú bregður svo við, að einn af hinum gamalkunnu stjómmálaflokk- um — eða öllu heldur forustumaður hans — einn í hópi hinna vinsælustu stjómmálamanna, — ef marka má skoðanakannanir, — tekur upp á þeirri ósvinnu að slá fram ótímabær- um fullyrðingum um EB-málin og hugsanlega inngöngu íslands í EB í slagorðakenndum dúr, þar sem hann gerir meira en ýja að því, að kosning- arnar nú snemst um inngöngu Is- lands í EB og hann væri inngöngu þessari algjörlega mótfallinn. Að vonum hefur orðið um þetta mikið fjaðrafok, þar sem mál þetta er ekki einu sinni á dagskrá hjá neinum flokki í kosningabaráttunni nú, enda málið ekki fengið neina þá umfjöllun að því marki að svo megi verða. Það tekur mörg misseri og ár til þess að komast til botns í þessu máli, ef það tekst þá nokkurn tíma. Þjóðin, að stærstum hluta, veit vel hvað til síns friðar heyrir í máli þessu. Hún veit að þama er mikið í húfi og leyfir ekki að stjórnmálamennimir flani að neinu í sambandi við mál þetta, sem þarf mikla og gagngera umfjöllun reyndustu manna og mun sú umíjöll- un iengi standa áður en það er endan- lega lagt fyrir. Og ekki er ólíklegt, að þjóðin sjálf segi að lyktum álit sitt á málinu í allsheijaratkvæða- greiðslu. Það er því sdgjört klámhögg að gera mál þetta að kosningabombu þar sem svo skammt er liðið síðan umfjöllun þess hófst og langt í land að henni sé lokið. Margir spyija sig nú þeirrar spurn- ingar, hvernig það hafi mátt gerast, að jafnreyndur og sæmilega velgef- inn stjórnmálaleiðtogi mosagróins stjómmálaflokks skyldi halda inn á þær feigsgötur að varpa frá sér þeim slagorðabjúgverpli, sem áður var minnst á, og hann fær sjálfur til baka beint í höfuðið og flokkur hans með þeim afleiðingum að sárindum veldur og greinilegu fylgistapi fyrir hann og flokk hans í hans eigin kjör- dæmi, Reykjaneskjördæmi, og í Þorgeir Ibsen „Enginn flokkur er nær því nú en Sjálfstæðis- flokkurinn að komast í hreinan meirihluta. Þetta ættu hinir óákveðnu að gaumgæfa vandlega. A þeim veltur mjög um úrslitin.“ Reykjavík. Þetta er með öllu óskiljan- legt háttalag. Sjálfstæðisflokkurinn er einn fær um að axla þá ábyrgð að sljórna landinu næsta kjörtímabil í sögu lýðveldisins — ungri — hefur það ekki gerzt, að einn stjórnmálaflokkur hafí fengið það tækifæri, — hafi fengið það kjör- fylgi, að hann gæti einn síns liðs stjórnað landinu eitt kjörtímabil. Er nú ekki kominn tími til að reyna þetta og sjá hvernig til tekst? Enginn flokkur er nær því nú en Sjálfstæðisflokkurinn að komast í hreinan meirihluta. Þetta ættu hinir óákveðnu að gaumgæfa vandlega. Á þeim veltur mjög um úrslitin. Það er ekki óeðlilegt að margir séu óákveðnir og gangi óráðnir til kosninga, þegar litið er yfír farinn veg og menn virða fyrir sér sundur- þykkju og ráðslag fjölflokkaríkis- stjóma undanfarinna ára, mistökin, glappa- og happaaðferðimar í með- ferð ríkisfjármála, skattpíninguna og skuldasöfnunina. Að það skuli gerast æ í tíð vinstristjórna, að hinir fátæku verði fátækari og hinir ríku ríkari er hreint út sagt lygilegt. Það eru hinir sjálfskipuðu vinir alþýðunnar, þeir sem kalla sig velgjörðarmenn litla mannsins og hinna efnalitlu, það eiu þeir, sem hafa komið því svo fyrir, að hinir tekjulitlu, þeir efna- minni og fátækari, standa undir þjóð- arsáttinni að mestum hluta einir á meðan aðrir þeir, sem betur mega sín maka krókinn. Þetta er ótrúleg staðreynd og dapurleg. Það gerist stundum á hinum ólíklegustu stöðum að þeir höggva sem hlífa skyldu. Það er engu líkara en stjórnarherrarnir standi stundum í stríði við sitt eigið fólk, séu í herför gegn almenningi. Einn af oddvitum Sjálfstæðis- flokksins, Ólafur G. Einarsson, sagði nýlega í einni framboðsræðu sinni, að Sjálfstæðisflokkurinn myndi aldrei standa að herför gegn neinni stétt í landinu. Þetta er í samræmi við það, sem Matthías Jó- hannessen segir í síðasta „Helgar- spjalli" sínu í Morgunbl. 14. apríl sl.: ur„Sjálfstæðisflokkurinneroghef- verið flokkur allra stétta og á að gæta þess vandlega að glata ekki því mikilvæga hlutverki. Stéttar- flokkar eiga enga framtíð fyrir sér.“ Höfundur er fyrrverandi skólastjórí. Ný grunnskólalög — hvað svo? eftir Birnu Sigurjónsdóttur Allir sem láta sig skólamál varða hljóta að fagna því að grunnskólalög hafa nú loks verið endurskoðuð og færð til samræmis við breytingar í skólum og þjóðfélaginu. Fyrri grunn- skólalög voru aðstofni til síðan 1974. Ekki síst ber að fagna því að sam- staða náðist meðal allra flokka um samþykkt frumvarpsins. Nýju lögin fela í sér ýmsar breyt- ingar sem kvennalistakonur hafa lagt áherslu á árum saman svo sem að dagiegur skólatími nemenda verði lengdur, skóli verði einsetinn, skóla- dagur samfelldur og nemendur fái mat í skólum. Með þessum bréyting- um er stigið stórt skref í þá átt að koma til móts við foreldra og börn. Hinu má heldur ekki gleyma að vinnudag foreldra þarf að stytta og hugarfarsbreytingar er þörf til að hlúa að fjölskyldunni og setja upp- eldi og öryggi barna ofar öðru sem kallar að í erli dagsins. Betur má ef duga skal Nýju lögin ganga að mörgu leyti skemmra en frumvarp sem kvenna- listakonur fluttu til breytinga á grunnskólalögum árið 1987 og aftur árið 1988. í þeim er t.d. ekki ákvæði um hámarksstærð skóla en frumvarp Kvennalistans gerði ráð fyrir að fjöldi nemenda í skólum fyrir 1.-10. bekk færi ekki yfír 400 nemendur. Ákvæði um skiptingu stórra skóla- hverfa í minni var fellt út úr frum- varpi ríkisstjómarinnar áður en það varð að lögum. Því verður Reykjavík áfram eitt skólahverfí með eina skól- anefnd í stað þess að skiptast upp eftir hverfum hvert með sína skóla- nefnd. Kvennalistinn hefur lagt á það áherslu að stórum skólahverfum verði skipt, það hlýtur að auðvelda allt samstarf starfsfólks skóla, skóla- nefndar og foreldra og er eðlileg valddreifing í lýðræðisþjóðfélagi. Einnig var í frumvarpi Kvennalist- ans gert ráð fyrir meiri fækkun nem- enda í bekkjardeild en í nýju lögun- um. Þar er kveðið á um að í 1. bekk séu nemendur ekki fleiri en 18, ekki fleiri en 22 í 2.-3. bekk og allt að 28 í einstökum bekkjardeildum í 4.-10. bekk. Þessi ákvæði um nemenda- fjölda í bekkjardeildum taka gildi á þremur næstu árum, þannig að á næsta skólaári verður lítil breyting frá því sem nú er. Einnig er gengið skemmra í lengingu skóladagsins en í áðurnefndu frumvarpi Kvennalist- ans. Á -næsta skólaári fjölgar kennslustundum aðeins _um 1 tíma á viku hjá 1.-4. bekk. Nyju lögunum fylgir þó bráðabirgðaákvæði sem kveður á um að stefnt skuli að því að 10 árum eftir gildistöku laganna verði vikulegur stundafjöldi nemenda í 1.-6. bekk 35 stundir. Á sama tíma eiga allir grunnskólar að verða ein- settir. Þetta tvennt helst í hendur, en Ijóst er að núverandi tvísetning kemur í veg fyrir lengingu skóladags yngstu nemenda. Hér er því enn verk að vinna og betur má ef duga skal. Hvað svo? Þeir sem 'v skólunum starfa vita gleggst að lagasetning er eitt og framkvæmd annað. Grunnskólalög frá 1974 komust aldrei að fullu til framkvæmda þar sem ekki var nægi- legu fjármagni veitt til skólastarfs- ins. Það skiptir því öllu máli að þau nýmæli sem nú eru orðin að lögum, einsetinn skóli, lengdur skóladagur og skólamáltíðir svo eitthvað sé nefnt, hljóti ekki þau örlög að verða dauður bókstafur. Áætlað er að lenging skóladagsins þýði að á næstu 10 árum þurfi að bæta 500 kennarastöðum við þær sem fyrir eru í skólum. Til þessa þarf bæði aukna fjármuni og kenn- ara til að sinna starfínu. Ríkið greið- ir laun kennara. Aukið fjármagn þarf því -að renna til grunnskóla í formi launagreiðslna til kennara, án þess að skorið sé af öðrum fjárveit- ingum til skóla. En ekki má gleyma því að jafnframt þarf að efla kenn- aramenntun og veita auknu fjár- magni til Kennaraháskólans til að unnt sé að svara þörf skólanna fyrir menntaða kennara. Einsetinn grunnskóli verður held- ur ekki að veruleika án þess að veitt sé auknu fjármagni til skóla. Rekstur og bygging grunnskóla er verkefni sem falið var sveitarfélögum að fullu með nýjum lögum um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Það kemur því til kasta sveitarfélaga að sjá skólum fyrir auknu húsnæði til að einsetja skóla sem nú eru tvísetnir alveg eða að hluta. Litlir skólar í dreifbýli eru reyndar nú þegar einsettir en alls staðar í þéttbýli er þetta stórverk- efni. Brýna nauðsyn ber til að ríkið hlutist til um að sveitarstjórnir geri framkvæmdaáætlanir um það hvern- ig ná megi því marki að einsetja alla grunnskóla á næstu 10 árum eins og lögin gera ráð fyrir. Fjölbreytt skólastarf Ný lög um grunnskóla auka skyld- ur skóla og kennara við skjólstæð- inga sína, nemendurna. Það verður að gera skólum kleift að axla þessa Birna Sigurjónsdóttir „í stefnuskrá Samtaka um kvennalista kemur fram að Kvennalistinn vill að grunnskólum sé tryggt nægilegt fjár- magn svo þeir geti mætt þörfum einstakl- inganna í síbreytilegu þjóðfélagi.“ ábyrgð. Lengingu skóladagsins verð- ur að fylgja áherslubreyting í starfi skóla. Tilgangur lengri skóladags er ekki fyrst og fremst að lengja þann tíma sem nemendur sitja yfír bókum, þó fræðsla sé auðvitað eftir sem áður meginhlutverk skólans. Lengri skólatíma verður að nýta til að auka fjölbreytni í skólastarfí, efla list- og verkgreinar, nýta skólasafnið meira en nú er tækifæri til að bijóta þann- ig upp skóladaginn með samblandi fræðslu og fijálsara starfs. Einnig er vert að huga að því hvort ekki er tímabært að nýta skól- ana betur en nú er gert og færa þangað margvíslega starfsemi. Því ekki að sameina í grunnskólanum tónlistarkennslu, íþróttastarfsemi og félagsstarfsemi ýmiss konar íýrir börn og unglinga í skólahverfínu í stað þess að þau sæki þessa þjón- ustu á ýmsa staði og oft um langan veg frá heimili sínu. Skólinn þarf að verða menningar- miðstöð í skólahverfinu sem er nem- endum opinn, öruggur og spennandi samastaður. Skólastjómendur og kennarar megna ekki upp á sitt einsdæmi að breyta skólanum í þessa veru. Til þess þurfa allir aðilar sem málið varðar að taka höndum saman. Stefna Kvennalistans Kvennalistakonur eru reiðubúnar að fylgja málefnum grunnskólans eftir fái þær til þess brautargengi í komandi kosningum. í stefnuskrá Samtaka um kvenna- lista kemur fram að Kvennalistinn vill að grunnskólum sé tryggt nægi- legt fjármagn svo þeir geti mætt þörfum einstaklinganna í síbreyti- legu þjóðfélagi. Kvennalistinn vill einnig að ekkert verði til sparað svo að menntað fólk fáist til kennslu- starfa hvarvetna á landinu, að grunn- skólar verði einsettir, skóladagur samfelldur og nemendum gefinn kostur á máltíð í skólanum. Að þessum markmiðum í skóla- starfi mun Kvennalistinn vinna á næsta kjörtímabili. Iföfundur er yfirkennarí ogskipar 5. sæti á lista K vennalistans í Rcykjaneskjördæmi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.