Morgunblaðið - 19.04.1991, Síða 30

Morgunblaðið - 19.04.1991, Síða 30
8í MORGÚNBI.ADH) FÖSl’ÚDAéúR 19.! APRÍL'Mbl N G 1 1 S K O S N 1 N G A R A L Inn- og útfíutningiir stj órn- valda á atvinnutækifærum eftir Guðmund Guðmundsson Nýlega felldi fjármálaráðherra Ólafur Ragnar Grímsson niður að- flutningsgjöld af aðföngum nýs flug- skýlis, sem Flugleiðir hf. hyggjast byggja. Niðurfellingin er forsenda þess að hagkvæmt sé að flytja þessa starfsemi til landsins. Það ræður sem sagt úrslitum að fella niður hluta opinberra gjalda af byggingunni. Þama verðum við enn einu sinni vitni að því að samkeppnisskilyrði, sem íslensk fyrirtæki keppa á við erlenda keppinauta eru skökk. Enn einu sinni þurfa stjómvöld að fara út í sértæk- ar aðgerðir fyrir ákveðna atvinnu- grein eða fyrirtæki, til að það haldi velli eða fái að dafna eðlilega, í stað þess að skapa almenn skilyrði, sem era samkeppnishæf við það sem er- lendis gerist. Svo einkennilega vill til að rétt fyrir kosningar gerist þetta og lesa má í fjölmiðium að atvinnutækifæri fyrir 180 manns færist til landsins og það einmitt til Suðumesja, kjör- dæmis ijármálaráðherra, sem er einnig einskær tilviljun. Af þessu máli er því óneitanlega blær kosn- ingavíxils, þótt allir fagni auðvitað bættum atvinnuskilyrðum á Suður- nesjum. En hvernig væri nú að gera enn betur, Ólafur Ragnar? Hvemig væri að skapa 1-2.000 manns at- vinnu um allt land? Og það jafn- vel án þess að það kostaði ríkið einhveijar fómir með niðurfell- ingum? Það er nefnilega svo að nú á síðustu árum hefur meginhluti verkefna við breytingar og nýsmíði íslenska fiskiskipaflotans farið fram erlendis. Það er ekki vegna þess að íslensku stöðvarnar séu ekki sam- keppnishæfar í framleiðslukostnaði við þær í Vestur-Evrópu. Það var staðfest í úttekt breska ráðgjafarfyr- irtækisins A&P Appledore árið 1987- 1989 að framleiðslukostnaður væri svipaður hér á landi og t.d. í Nor- egi. Sú staða hefur batnað ef eitt- hvað er íslensku stöðvunum í hag, m.a. með lækkandi raungengi. En hvað er þá að? Jú, ytra umhverfi skipasmíðastöðvanna er ekki í lagi. Fjármögnunarmöguleikar á verkefn- um, fyrirgreiðsla bankakerfisins, op- inber gjöld og margt fleira. Félag dráttarbrauta og skipasmiðja hefur nú um nokkurt skeið í samvinnu við iðnaðarráðuneytið unnið að mark- aðsátaki innanlands og erlendis. Nú þegar hafa skapast viðskiptatæki- færi við erlenda aðila, sem era farin að stranda, ekki vegna þess að verð- ið frá stöðvunum sé of hátt! Nei, vegna þess að fjármögnunarað- stoð, sem stöðvarnaí- geta boðið kaupendum, er engin og stjórn- völd hafa ekki uppi neinar aðgerð- ir til að laða slík viðskipti inn í landið. Þar á meðal fjármálaráðu- neytið! Nú eru íslenskar skipasmíðastöðv- ar í viðræðum við aðila um smíði á 4-8 björgunarskipum til notkunar í Norðursjó. Mannaflaþörf við verkið eru 150 manns í 2-3 ár. Tilboð ligg- ur fyrir í viðgerðir á skipi frá Lithá- en. Mannaflaþörf er 50 manns í ár. Ef það gengi upp er líklegt að a.m.k. 10 skip komi til viðbótar, eingöngu frá þessu litháeska útgerðarfyrir- tæki. Slippstöðinni hf. tekst ekki að selja nýsmíðaskipið óselda, þrátt fyr- ir mikinn áhuga kaupenda. Oll þessi mál standa á fjármögnunaraðstoð og að eðlileg skilyrði frá hendi stjóm- valda era ekki til staðar, í samræmi Guðmundur Guðmundsson við það sem gerist í nágrannalönd- unum. Þekking á fjármögnun stórra útflutningsverkefna er í lágmarki hér á landi. Þrátt fyrir að banka- og fjár- málakerfíð sé að miklu leyti á vegum ríkisins gerir ríkisvaldið ekkert til þess að bæta hér um fremur en um samkeppnisskilýrðin almennt. En þetta er ekki allt. Erlend skip „En hvernig væri nú að gera enn betur, Ólafur Ragnar? Hvernig væri að skapa 1-2.000 manns atvinnu um allt land? Og það jafnvel án þess að það kostaði ríkið ein- hverjar fórnir með nið- urfellingum?“ sem eru að veiðum fyrir utan ís- lensku fiskveiðiiögsöguna koma ekki til landsins vegna laga frá 1922, sem banna útlendingum að hafast við land nema þeir þurfi að leita skjóls vegna óveðurs. Hér er hægt með einu pennastriki að afla fyrirtækjum, sérstaklega á landsbyggðinni, mikilla viðskipta. Færeyingar eru að verða miðstöð fyrir þjónustu fyrir erlend skip á Norður-Atlantshafínu, sem aflar ekki aðeins málm- og skipasmiðum verk- efna heldur einnig verslun, olíufyrir- tækjum, hótel- og ferðaþjónustu og. ekki síst sveitarfélögum. Með því að rétta samkeppnis- grandvöll iðnaðar almennt, batna ekki aðeins útflutningsmöguleik- ar hans, heldur batnar samkeppnis- staða hans á heimamarkaði, sem færir störf til landsins, sem nú era unnin erlendis fyrir íslenska aðila. Áætla má að eingöngu í skipaiðnaði hafí störf fyrir a.m.k. 800-1.000 manns á ári verið flutt út vegna nið- urgreiðslna, styrkja, hagstæðra lána og annarrar aðstoðar, sem erlend stjórnvöld viðhafa _ til að aðstoða þennan skipaiðnað. í viðskiptum gef- ur enginn neinum neitt. Skipasmíða- stöð er endapunktur mikillar fram- leiðslu og verðmætasköpunar, þar er skipið sett saman og gjarnan hef- ur verið miðað við að eitt starf í skipasmíðastöð skapi 2-3 störf ann- ars staðar og það gjarnan í tæknileg- um framleiðsluiðnaði. Með því að breyta lögunum frá 1922, færa fj ármögnunaraðstoð stjórnvalda til samræmis við það, sem gerist í samkeppnislöndunum og gera samkeppnisgrunn almenns iðnaðar á Islandi (ekki bara flug- eða skipaiðnaðar), sambærilegan við það sem gerist erlendis þá skapast arð- bær störf fyrir komandi kynslóðir í landinu öllu. Störf, sem við „fiytjum út“ núna. Það eru jú a.m.k. 4 skipa- viðgerðarstöðvar í Reykjaneskjör- dæmi og fjöldi málmiðnaðarfyrir- tækja, sem vinnur fyrir sjávarútveg. Það er ekki nóg að atvinnulífið sé samkeppnishæft gagnvart erlendum fyrirtækjum, íslensk stjórnvöld þurfa einnig að vera það gagnvart erlend- um stjórnvöldum. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags drátt&rbrauta og skipasmiðja. Davíð og geislabaugurinn eftir Jóhönnu Sigurðardóttur f Morgunblaðinu sl. þriðjudag er viðtal við Davíð Oddsson. Þar er orð- rétt haft eftir honum: „Við höfum lækkað okkar skattstofna. Við eram með lægsta útsvar sem nokkurt sveitarfélag leggur á í landinu og lægstu fasteignaprósentu sömuleiðis. Samt sem áður era tekjur borgarinn- ar miklar og hafa vaxið.“ Ósannindi Davíðs Hvað skyldi nú vera satt í þessu? í yfírliti frá Sambandi ísl. sveitarfé- laga um álagningarreglur fasteigna- skatta í 30 kaupstöðum á árinu 1991 kemur fram-að um % þessara kaup- staða nota lægri prósentu heldur en Reykjavík við álagningu bæði á íbúð- arhúsnæði og atvinnuhúsnæði. Fjöl- mörg önnur sveitarfélög era með lægri álagningarprósentu. Mörg sveitarfélög era með sömu útsvars- prósentu og nokkur með lægri. Dav- íð fer sem sagt með tilhæfulaus ósannindi. Nú er spurningin sú, hefur Davíð verið í þeim fílabeinsturni að hann þekki ekki málefni Reykjavík- urborgar og annarra sveitarfélaga betur en þetta? Eða skrökvar hann vísvitandi og treystir á að fjölmiðla- veldi íhaldsins muni koma í veg fyrir að sannleikurinn komi í ljós fyrir kosningar? Hvað um annað sem hann heldur fram í kosningabaráttunni þegar skrökvað er til um hluti eins og þessa? Skattakóngurinn Davíð í sama viðtali segir Davíð: „Við Aðdróttanir for- sætisráðherra eftirSmára Ríkharðsson Eitt af stærri kosningamálum framsóknarmanna fyrir komandi kosningar _ er ímynduð yfírvofandi innganga íslendinga í Evrópubanda- lagið. Þar er verið að tortryggja sjálf- stæðismenn með þeim aðdróttunum að þeir vilji í blindni ganga á hönd bandalaginu án þessað tala við kóng né prest og án þess að semja um eitt eða neitt. Sjálfstæðismenn ályktuðu um þessi efni á síðasta landsfundi, þess efnis að halda skuli uppi beinum við- ræðum sem og með öðram EFTA- þjóðum við Evrópubandalagið um framtíðarskipulag á samskiptum þjóðanna, viðskiptalega sem og menningarlega. Þar var ekki minnst á beina aðild að EB. Flokksforysta framsóknarmanna virðist Ioka augunum fyrir hlutverki og markmiði þeirra viðræðna sem að undanfarið hafa farið fram á veg- um aðila ÉFTA og EB um Evrópskt efnahagssvæði. Þar er tekið á stórum hluta jieirra þátta sem að lúta að aðild Islands-«ð-bandalaginu. Þetta - „Framsóknarmenn eru að hafna hugmyndum sem að þeir stóðu sjálfir í að móta og eru síðan að kenna öðrum um. Slíkt er ábyrgðarleysi. Framsóknarflokkurinn hefur sýnt að hann er ekki til forystu fallinn.“ gerist allt saman undir forsæti fram- sóknarmanns sem síðan vill kross- festa aðra fyrir vikið. Forseti Frakklands var í heimsókn hér á dögunum og þótti, að því er virðist hafa haft, afar gaman að beija landann augum. Þetta er auð- vitað upphefð fyrir ríkisstjórn, enda merkismaður á ferð. Meðan á dvöl- inni stóð var skrafað mikið og þá sérstaklega um inngöngu og eða ein- hverskonar hluta aðild íslendinga á EB. Mér er spurn hvort að ekki hefði verið auðveldara fyrir háttsettan starfandi forsætisráðherra að jarða hugmyndir um samstarf og halda - -einangranarhugmyndinni- til streitu, Smári Ríkharðsson í stað þess að boða samstarfsvilja og áhuga eins og gert var. Núna era Frakkar búnir að vinna í okkar mál- um og búnir að kanna íslenskar hug- myndir innan bandalagsins og ef að gengið verður að þeim þá lendum við Evrópubandalaginu fyrir tilstuðl- an mannsins sem er á móti því og boðar afneitun þessa. Þetta heffur verið ragl frá byijun. Framsóknarmenn era að hafna hug- myndum sem að þeir stóðu sjálfír i að móta og eru síðan að kenna öðrum um. Slíkt er ábyrgðarleysi. Fram- sóknarflokkurinn hefur sýnt að hann er ekki til forystu fallinn. Höfundurer viðskiptafræðingur. getum lækkað skattana, en samt sem áður geta tekjur ríkisins vaxið, alveg eins og gerst hefur hjá Reykjavíkur- borg.“ Staðreynd málsins er sú að skatta- hækkun hjá Reykjavíkurborg árin 1988-89 og 1990 var 20% meðan sambærileg taia fyrir önnur sveitar- félög var að meðaltali 13,5%. Skatta- hækkun hjá ríkinu á þessum sama tíma var 12,5%. Svo leyfir þessi odd- viti Sjálfstæðisflokksins sér og helsti skattakóngurinn á íslandi sér að bera slíkar blekkingar á borð fyrir kjósendur og brigsla ríkisstjóminni um skattaáþján. íhaldið hefur lengi gumað af góðri fjármálastjóm Reykjavíkurborgar. Hver skyld) nú vera galdurinn á bak við hana? Á árinu 1990 voru tekjur af útsvari, fasteignaskatti og aðstöð- ugjaldi um 92.439 kr. á Ma í Reykajvík, en um 74.816 kr. á Ma 5 öðrum sveitarfélögum. Þetta þýðir að umframtekjur Reykjavíkur af þessum þremur tekjustofnum vora hátt í tvo milljarða á árinu 1990. Þá eru ótaldir skattar sem_ borgin leggur á eigin fyrirtæki. Á árinu 1991 er gert ráð fyrir að þessir skatt- ar verði um 600 millj. króna. Reykja- víkurborg er þar að auki í aðstöðu til að leggja á mun hærri gatnagerð- argjöld heldur en flest önnur sveitar- félög. Monthallir og biðlistar láglaunafólks og aldraðra Skyldi þessum peningum svo vera varið til þess að grynnka á lengstu biðlistum á landinu eftir félagslegum íbúðum og húsnæði og hjúkrana- rrými fyrir aldraða? Onei, meðan neyð ríkir hjá láglaunafólki og öldr- uðum í Reykjavíkurborg byggir þessi skattakóngur sér monthöll við Tjöm- ina og veitingahús uppi á Öskjuhlíð. Skyldi ekki mörgum hafa dottið í hug þessi minnismerki Davíðs þegar þeir hlustuðu á það í sjónvarpi nýlega að ekki væri hægt að útskrifa aldraða af sjúkrahúsum vegna skorts á heimaþjónustu fyrir aldraða í höfuð- borginni? Davíð dettur af stallinum Um áratugaskeið hefur fjölmiðla- veldi Sjálfstæðisflokksins séð um það að setja borgarstjóra íhaldsins á stall nær Guði heldur en mönnum og auð- vitað með geislabaug. Man nokkur eftir því að Morgunblaðið blað allra -landsmamra hafí■ gagnrýnt -borgar- Jóhanna Sigurðardóttir „Staðreynd málsins er sú að skattahækkun hjá Reykjavíkurborg árin 1988-89 og 1990 var 20% meðan sambærileg tala fyrir önnur sveitar- félög var að meðaltali 13,5%. Skattahækkun hjá ríkinu á þessum sama tíma var 12,5%. Svo leyfir þessi oddviti Sjálfstæðisflokksins og helsti skattakóngurinn á Islandi sér að bera slíkar blekkingar á borð fyrir kjósendur og brigsla ríkisstjórninni um skattaáþján.“ stjóra í Reykjavík? Getur það verið að allt sem Reykjavíkuríhaldið hefur gert hafi verið yfir gagnrýni hafíð? Svipað á raunar við um DV-fijálst og óháð og hvað verður ef íhaldinu tekst að sölsa undir sig fleiri fjöl- miðla? Reynslan kennir okkur að þegar borgarstjórar íhaldsins hafa þurft að stíga niður af stallinum og taka þátt í stjórnmálastarfi á landsv- ísu þá hefur geislabaugurinn verið fljótur að hverfa þrátt fyrir ofurveldi Sjálfstæðisflokksins í fjölmiðlum. Það er alveg ljóst nú þegar að geisla- baugurinn fer Davíð Oddssyni illa. Höfundur er~fé1agsmálaráðherfa.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.