Morgunblaðið - 19.04.1991, Side 33

Morgunblaðið - 19.04.1991, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 1991 M Ungt fólk áhugalaust? eftir Ólaf Rafn Somers Jónsson Fullorðið fólk talar oft og mikið um það hvað við unga fólkið séum áhugalaus um stjórnmál. Það er alveg rétt. En ástæðan fyrir því er ekki síst sú að þegar við tölum um stjórnmál við okkur eldri menn, eða leggjum fyrir þá erfiðar spurning- ar, sjá þeir sér oft þá leið auðveld- asta að snúa út úr spurningunum. Þetta á ekki síst við þingmenn til- tekinna flokka og ráðherra. Þeir gera annaðhvort góðlátlegt grín að okkur og kæfa megininntak spurn- inga okkar, eða gerast þeir hinir mestu dónar og lítilsvirða okkur á allan hátt. Þeir segja okkur að við séum ekki nógu vel „upplýst" um þessi mál (á íslensku þýðir þetta einfald- lega að við séum of heimsk til að skilja þetta) og ýja oft að því að þær skoðanir sem við höfum séu ekki okkar heldur séum við bara að endurtaka það sem við höfum heyrt aðra segja. Það er margsann- að að þegar einstaklingi er sagt að hann sé of ungur og heimskur til að skilja þessi mál þá fer hann smátt og smátt að trúa því ef ekk- ert er að gert til að hindra það. Það er þessi heilaþvottui\ sem hefur veirð að. aukast hér á íslandi. Auk þess er það ekki alltaf hvetjandi þó að stjórnmálamenn ákveða loks- ins að svara spurningum okkar, því þá er það mjög oft á einhveiju prjál- máli þar sem þeir svara út í hött. Stjórnmálamönnum skjátlast ef þeir halda að við látum bjóða okkur svona framkomu. Ég er ekki að „Ef fullorðnir vilja að við sýnum þeim virð- ingu þá verða þeir að haga sér samkvæmt því gagnvart okkur.“ tala um að það eigi að sýna ungling- um sérstaka gætni eða varkárni þegar þeim er svarað. Ég vil aðeins að það sé a.m.k. reynt að tala við þá á jafnréttisgrundvelli, ekkert annað. Sérstaklega kom sjálfur forsætis- ráðherrann mér á óvart á opnum Framsóknarfundi nú á dögum. Ég hafði alltaf staðið í þeirri trú að hann héldi mikið upp á æsku þessa lands og vildi allt fyrir hana gera en þar sýndi hann mér, og fleira ungu fólki, að hann notar óspart þessar fyrrnefndu aðferðir. Ég við- urkenni og biðst velvirðingar á því að ég virti ekki að öllu leyti venju- leg fundarsköp á fundi með forsæt- isráðherra, en svör hans kölluðu á þessi viðbrögð af minni hálfu. Mér er þó ljóst að þau réttlæta ekki hvatvísi mína á fundinum. Ef full- orðnir vilja að við sýnum þeim virð- ingu þá verða þeir að haga sér sam- kvæmt því gagnvart okkur. Að lokunvvil ég taka undir orð Davíðs Oddssonar í viðtali við Birnu Bláu í 3. tbl. þar sem hann ráðlegg- ur ungu fólki að „hella sér í slag- inn, taka þátt frá byijun og ímynda sér ekki að þeir, sem eldri kunni að vera, hafi öll ráð í hendi sér“. Höfimdur er neitii í Mennta■ skólanum á Akureyri. Álforstjóri á móti lýðræði - kýs hann T-listann? eftir Svavar Gestsson Óvæntur liðsauki bætist í skóla- málaumræðuna í Morgunblaðinu í gær: Ragnar Halldórsson lengi for- stjóri ÍSAL. Hann ræðst aðallega gegn lýðræði í skólakerfinu undir þeim formerkjum að þar eigi að koma á miðstýringu. Staðreyndin er sú að allar nefndir grunnskólanna þar sem starfa hátt í 50 þúsund manns, nem- endur og kennarar, eru lýðræði, vald- dreifing, og með þeim er verið að flytja völdin frá ráðuneytinu en ekki til ráðuneytisins. Ef þessar nefndir og ráð væru ekki til staðar væri ráð- herrann sannarlega einráður. Það er greinilega stefna Sjálfstæðisflokks- ins sem Ragnar Halldórsson hvetur fólk til að kjósa. Hvaða nefndir eru hér á ferðinni: 1. Grunnskólaráð er nýtt. Tilgang- ur þess er að skapa forsendur fyrir sameiginlegri ráðgjöf kennara, for- eldra, sveitarfélaga og kennara- menntunarstofnana gagnvart ráðu- neytinu á hveijum tíma. Við meðferð málsins á Alþingi kom ekki fram nein tillaga um að leggja þetta ráð niður. Þar kom hins vegar tillaga um að fjölga foreldrafulltrúum og að koma þar inn fulltrúum framhalds- skólanna. Á það var fallist og Sjálf- stæðisflokkurinn stóð að þeirri breyt- ingu samhljóða og átti reyndar frum- kvæðið að því að fjölga í ráðinu. Semsé: Sjálfstæðisflokkurinn stóð að ráðstjórninni sem Ragnar Halldórs- son kallar svo. 2. Samstarfsnefnd ráðuneytis og sveitarfélaga - óhjákvæmilegur vett- vangur fyrir báða aðila. Engin gagn- rýni kom fram á Alþingi; — þvert á móti fagnaði Birgir Isleifur Gunnars- son þessari samstarfsnefnd sérstak- lega. Sjálfstæðisflokkurinn fagnaði ráðstjórninni! „Ef þessar nefndir og ráð væru ekki til staðar væri ráðherrann sann- arlega einráður.“ 3. Fræðsluráð starfa samkvæmt lögum um verkaskiptingu rikis og sveitarfélaga. Allir flokkar stóðu að ákvörðun um þá ráðstjórn. 4. Samstarfsráð er ekki á vegum ráðuneytisins; heldur er heimilt að stofna það í héruðunum. Valddreif- ing. Engar tillögur komu fram um að fella það niður. Allir stóðu að samþykktinni. 5. Skólaráð. Skynsamleg sam- starfsnefnd foreldra ög skóla sett inn að tillögu Salóme Þorkelsdóttur! Samþykkt samhljóða. Með öðrum orðum: Nefndirnar eru allar óbreyttar frá gildandi lögum nema Grunnskólaráð sem var íjölgað í að beiðni Sjálfstæðisflokks og Skól- aráð sem voru tekin inn að beiðni Sjálfstæðisflokks. Það dugir semsé ekki fyrir Ragnar Halldórsson að vísa kjósendum á Sjálfstæðisflokkinn til þess að mót- mæla grunnskólalögunum. Mér sýn- ist í fljótu bragði hins vegar að hér sé kominn einn öflugur talsmaður T-listans sem hefur haft í frammi sérstök skemmtiatriði í kosningabar- áttunni. Ef það var ætlun Ragnars Halldórssonar að vera skemmtikraft- ur bið ég hann afsökunar á því að hafa gert tilraun til að svara honum. Það kemur hins vegar engum á óvart að Ragnar Halldórsson skuli vera á móti lýðræði í skólum — að minnsta kosti ekki þeim sem unnu með honum í Straumsvík í áratugi. En meirihluti þjóðarinnar þekkir ekki þá stjórnarhætti sem betur fer. Höfundur er menntamálaráðherra og efsti maður G-listans í Iteykjavík■ er barna- og unglingalínan frá Þrælstek og falleg 1 8 gíra alvöru fjallahjól með öflugum bremsum í mörgum stærðum frá og 20", 6 gíra fyrir þau yngri (stráka og stelpuútgáfur) á \<r. 17.62Ó,- r ;f. Barnahjólin frá eru einstaklega sterk og falleg og verð miðað viö gæbi ótrúlega lágt eins og á öðrum hjólum. Tvær stæröir frá 4ra ára og eldri frá SENDUM I Reidhjolaverslunin POSTKROFU UM LAND ALLT RAÐGREIÐSLUR SKEIFUNNI I I O SPÍTALASTÍG 8 VERSLUN SIMI 679890 VERKSTÆÐI SIMI 67989 I Qt VIÐ ÖÐINSTORG‘ SÍMI 7466 7 Þetta er lúxus útgáfan af þýsku barnahjólunum vinsælu, þrælsterk og með öllum búnaði eins og á mynd. Tvílit í mjög fallegum litum og þremur stærðum fyrir börn allt frá 4ra ára aldri og eldri. Verð frá Þýsku barnahjólin eru líka til í ódýrari útgáfu í einum lit, en með öllum búnabi eins og á mynd og í þremur stærbum. Fyrir börn frá 4ra ára og eldri og kosta frá Dönsku barnahjólin eru löngu orðin landskunn fyrir góSa endingu, fallegt útlit og gæði, enda eiga þau sér tugþúsundir tryggra abdáenda. Til í mörgum stærðum og gerSum fyrir börn allt frá 21 /2 árs og eldri. VerS frá Einhver albestu kaupin í þríhjólum gerir þú í Þau hafa ótrúlega endingu og hafa gengið í erfói r eru einföld og ódýr í viShaldi, og allt til í þau. Til með eða án skúffu og kosta frá Þýsku hjólin hafa farið sigurför um Island, enda reynst framúrskarandi vel. Nú eru þau komin í unglinga og fullorðinsstærðum í 1 991 litunum fyrir karla og konur. An gira frá og meS 3 gírum frá Kr. iv.ooö,- stgr. | FYRIR SUMARDACINN FYRSU]

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.