Morgunblaðið - 19.04.1991, Page 36

Morgunblaðið - 19.04.1991, Page 36
3,6 MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTU.DA.QUR, 19. APRÍL 1991 Bandaríkin; Verkfall stöðvað með lögum Washington. Reuter. GEORGE Bush Bandaríkja- forseti undirritaði í gær lög sem bundu enda á járnbraut- arverkfall sem staðjð hafði í einn dag og lamað svo til allar járnbrautarsamgöngur lands- ins. Bandaríska þingið samþykkti lögin upp úr miðnætti í fyrrinótt og nokkrum mínútum síðar, klukkan 1.39 að morgni í Wash- ington, undirritaði forsetinn þau. Með lögunum er starfsmönnum járnbrautanna skipað að snúa til vinnu á sömu kjörum og þeir höfðu en jafnframt kveða þau á um stofnun þriggja manria kjara- dóms til að skera úr um ágrein- ingsatriði launþega og vinnuveit- enda og skal niðurstaða liggja fyrir innan 65 daga. Hermt er að tjón af völdum verkfallsins hefði numið 50 milljónum dollara a dag til að byija með en hefði það dregist á langinn hefði upp- hæðin hækkað hratt og verið komin í milljarð dollara á dag um næstu mánaðamót. Þjóðhátíðardagur ísraels var í gær, 18. apríl, og var mikið um hát- íðahöld, ekki síst í byggðunum, sem Israelar hafa komið upp á Vest- urbakkanum í óþökk Palestínumanna. var fyrirhugað að ganga á milli byggðanna með ísraelska þjóðfánann hátt á lofti en hermenn komu í veg fyrir það. Hugmyndir um nýskipan öryggismála: Fallast Palestínu- menn á bráða- birgðasj álfslj órn? Jerúsalem. Reuter. PALESTÍNUMENN hafa lagt fram spurningalista fyrir James Ba- ker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og má af honum ráða, að þeir vilji nú í fyrsta sinn ræða hugmyndina um bráðabirgðasjálf- stjórn eða heimastjórn á hernumdu svæðunum. Israelssljórn hefur áður boðið upp á það fyrirkomulag og aðeins það eitt. Spumingunum var komið til bandaríska ræðismannsins í Jerú- salem en Baker var væntanlegur til ísraels í gær í sinni þriðju ferð um Miðausturlönd á skömmum tíma. Faisal al-Husseini, sem átt hefur tvo fundi með Baker frá því í mars, sagði, að spurningarnar væru 11 og hefði listinn verið tek- inn saman af Palestínumönnum, sem stæðu fyrir „utan“. Átti hann augljóslega við PLO eða Frelsis- samtök Palestínumanna. Með Camp David-samkomulag- inu frá 1978 féllust ísraelar á bráðabirgðasjálfstjórn Palestínu- manna á hernumdu svæðunum en PLO krafðist þess ávallt, að Israel- ar hyrfu alveg burt af svæðunum, sem gætt yrði af hermönnum Sam- einuðu þjóðanna. Þótt ekki sé vitað nákvæmlega um efni spurninganna er ljóst af þeim, að Palestínumenn eru nú til viðræðu um einhveija nærveru ísraela. Bretland: Mikil fjölg- un atvinnu- leysingja London. Reuter. ATVINNULEYSI í Bretlandi jókst meira í mars en áður í einum mánuði í 20 ár og þykir það ekki boða gott fyrir gengi íhalds- flokksins i sveitarsljórnarkosn- ingunum 2. mai næstkomandi. Færa megi hraðliðssveitir NATO undir Vestur-Evrópusambandið Lundúnum. Reuter. WILLEM Van Eekelen, fram- kvæmdastjóri Vestur-Evrópu- sambandsins, varnarbandalags níu Evrópuríkja, sagði á miðviku- dag að hraðliðssveitir þær sem í ráði er að stofna á vettvangi Atlantshafsbandalagsins (NATO) ættu einnig að geta gripið inn í rás atburða í Austur-Evrópu skapaðist þar hættuástand. Kvaðst framkvæmdasljórinn þá ganga út frá því að slíkar aðgerð- ir yrðu skipulagðar í nafni Vestur-Evrópusambandsins. Van Eekelen lét þessi orð falla á fundi með blaðamönnum í Lundún- um en fyrir skemmstu lagði hann til að stofnaðar yrðu sérstakar hrað- liðssveitir á vettvangi Vestur-Evr- ópusambandsins til að bregðast við hættuástandi í hinum nýfijálsu ríkjum Austur-Evrópu. Þessi um- mæli vöktu allnokkra athygli og fékk hugmynd hans litlar undirtekt- ir í höfuðstöðvum Atlantshafs- bandalagsins í Brussel. í síðustu viku lögðu herráðsfor- setar aðildam'kja Atlantshafs- bandalagsins til að myndað yrði fjölþjóðlegt stórfylki NATO til að unnt yrði að bregðast með mjög skömmum fyrirvara við hugsanlegu hætttuástandi. Tillaga þessi miðast hins vegar við aðgerðir innan skil- greinds varnarsvæðis NATO. Van Eekelen kvaðst hins vegar vera hlynntur því að liðsafli þessi, sepi mun telja allt að 100.000 her- menn, hefði tvíþættu hlutverki að gegna. Annars vegar gætu sveitir þessar verið liður í vömum aðild- arríkja NATO og hins vegar ætti að vera mögulegt að fella hraðliðið undir herstjórn Vestur-Evrópusam- bandsins. Með þessu móti gætu lýð- ræðisríkin brugðist við hættu- ástandi og ógnunum utan varnar- svæðis NATO. Allur viðbúnaður Atlantshafsbandalagsins hefði mið- ast við innrás Sovétríkjanna í Evr- ópu. Þessi hætta væri nú úr sög- unni þar sem Varsjárbandalagið hefði verið leyst upp og þýsku ríkin sameinuð. Nú væri hættan á hinn bóginn su að spenna skapaðist á ;lar..hmærum Sovétríkjanna og fyrrum leppríkja þeirra í álfunni austanverðri. Hmn kommúnismans í Austur- Evrópu, sameining Þýskalands, og Persaflóastyijöldin hafa hleypt nýju lífi í umræður um framtíðarskipan evrópskra öryggismála. Hafa marg- ir lýst þeirri skoðun sinni að Vestur-Evrópusambandið, sem var stofnað formlega árið 1954, geti í framtíðinni orðið mikilvægur sam- ráðsvettvangur Evrópuríkjanna á þessu sviði. Um þetta er deilt. Þann- ig hafa Bretar varað við slíkum hugmyndum og talið þær til þess fallnar að grafa undan vamarsam- starfi Evrópuríkja og Banda- ríkjanna innan Atlantshafsbanda- lagsins. Þá hafa ýmsir málsmetandi menn í Evrópu lýst yfir því að sam- starf aðildarríkja Evrópubandalags- ins (EB) eigi einnig að taka til varn- ar- og öryggismála og því sé Vestur-Evrópusambandið óþarft. I marsmanuði fjölgaði atvi.nnu- leysingjum um 112.900 og eru nú alls 7,4% af vinnufærum mönnum eða 2,09 milljónir þegar tekið hefur verið tillit til árstíðabundinna sveiflna. Komst það síðast yfir tvær milljónir í desember 1988 en vegna áframhaldandi samdráttar í bresku efnahagslífi er því spáð, að þeir verði orðnir 2,5 milljónir eða fleiri fyrir árslok. Atvinnuleysið hefur vaxið stöðugt í 12 mánuði og telja flestir samdráttinn stafa af háum vöxtum, sem eru tæki stjórnarinnar í barátt- unni við verðbólguna. Þessi tíðindi eru slæm fyrir íhalds- flokkinn og John Major forsætisráð- herra enda verður kosið til margra sveitarstjórna 2. maí. Aætlunin um verndarsvæði ofsóttra Kúrda í Irak: Eymdarsvæði flóttamaima á borð við Gaza í sköpun? ÞEGAR John Major, forsætisráðherra Bretlands, varpaði í byrjun mánaðarins fram hugmyndinni um sérstakt verndarsvæði til handa Kúrdum í norðurhluta íraks, sem varið yrði herliði á vegum Samein- uðu þjóðanna, var henni vel tekið í Evrópubandalaginu (EB) en ann- ars staðar virtist hún falla í grýttan jarðveg. Sovétmenn og Kínveijar lýstu þegar andstöðu sinni og sama var að segja um Bandaríkjamenn. George Bush Bandaríkjaforseti hélt því lengi til streitu að bandarískt herlið myndi ekki skipta sér af „innanríkisátökum" í Mið-Austur- löndum en skipti um skoðun á þriðjudag, m.a. vegna vaxandi gagn- rýni heima fyrir. Hann ákvað að senda 10.000 manna lið til að veija umrætt svæði fyrir íraska hemum og Bretar og Frakkar verða með fámennari liðssveitir til stuðnings Bandaríkjamönnum. Þótt sagt sé að hugmyndin að verndarsvæði í sé upprunalega komin frá Turgut Ozal, forseta Tyrklands, em hann og leiðtogar arabaríkjanna á svæð- inu alls ekki á því að sjálfstætt Kúrdistan eigi sér nokkurn tilverurétt. Aðrir óttast að sagan endurtaki sig og verndarsvæðið verði jafn ömurleg heimkynni og Gaza-svæðið á landamærum ísraeis og Egypta- lands, svæði sem ekkert ríki á en ísraelar hernámu 1967. Þar reyna 700.000 Palestínumenn, langflestir flóttamenn og án ríkisfangs, að hjara við ömurlegan aðbúnað með aðstoð Sameinuðu þjóðanna og sum- ir með stopulli vinnu í ísrael. Kúrdar eru ekki vinmargir, ekki heldur í heimi múslima. Leiðtogar Saudi-Araba hafa aldrei verið hlynntir sjálfstæðiskröfum Kúrda sem víða eru litnir hornauga í lönd- um araba, rétt eins og tatarar í ýmsum Evrópuríkjum. Saudi-Arab- arnir telja eins og fleiri ráðamenn araba að allsheijar uppstokkun á landamærum sé óhjákvæmileg fái Kúrdar sjálfstæði en þeir búa í fimm ríkjum. Hitnað gæti undir valdastól- um margra við slíkt umrót. Saudi- Arabar óttast fyrst og fremst að kröfur írana um svipuð réttindi til handa trúbræðrum sínum, shíta- múslimum, í suðurhluta íraks muni einnig fá byr undir báða vængi. Gert er ráð fyrir að shítar og íranir myndu róa undir andófi ofsatrúar- manna i Saudi-Arabíu er mótmæla stefnu valdhafanna, einkum meintri þjónkun við hagsmuni Vesturlanda. Hagsmunir Tyrkja Annað ríki sem stendur stuggur af kröfum Kúrda er Tyrkland en talið er að um fimmtungur íbúa landsins telji sig Kúrda. Þótt ákveð- ið hafi verið nýlega að veita tyrk- neskum Kúrdum aukin réttindi í menningarmálum eftir nær stans- lausar ofsóknir öldum saman er markmiðið að treysta bönd Kúrda við ríkið, ekki ijúfa þau. Tyrkir munu aldrei sætta sig við að suð- austurhluti ríkisins renni þeim úr greipum og verði einhvern tíma hluti sjálfstæðs Kúrdistans. Tyrkland er í Atlantshafsbandalaginu, lega þess er hernaðarlega mikilvæg og þeir eru dyggir stuðningsmenn Banda- ríkjanna. Ósk Tyrkja um aðild að EB hefur í reynd verið hafnað þótt sagt sé að ákvörðun hafi verið fre- stað. Þetta var Tyrkjum áfall og stjórnendur þeirra telja sig eiga hönk upp í bakið á Vesturlandaþjóðum. Auðvelt er að ímynda sér ramakvei- nið sem rekið yrði upp þarlendis ef Vesturveldin tækju af einurð undir sjálfstæðiskröfur Kúrda. Bandaríkjamenn gerir sér grein fyrir þessum staðreyndum og byggðu varkárni sína á þeim. Að vísu kröfðust þeir þess að íraski herinn reyndi ekki að efna til að- gerða norðan 36. breiddarbaugs og trufla þannig aðstoð SÞ við kúrdískt flóttafólk. Saddam Hussein virðist að mestu hafa látið undan þessari kröfu sem ekki var gerð opinber fyrr en eftir að Major kynnti hug- myndir sínar um verndarsvæði. Ef til vill verður Saddam að sætta sig við að Kúrdar hafi áfram vopnað lið norðan við bauginn en þeir munu ekki ógna veldi hans nema þeir geti sótt til suðurs. Mikilvægast _af öllu er að olíulind- irnar í Norður-írak, sem flestar eru í grennd við borgirnar Kirkuk og Mosul, eru sunnan við umræddan breiddarbaug. Ef engar olíulindir verða á verndarsvæðinu getur það aldrei orðið nógu öflugt til að verða upphafið að þjóðaruppreisn allra Kúrda er endi með fullu sjálfstæði. Bent hefur verið á að meginhluti væntanlegs verndarsvæðis er hijóst- ugt og lítt byggilegt fjalllendi en stór hluti íraskra Kúrda, sem flýja norður á bóginn, bjuggu á láglendi eða í borgum og mun vart geta lifað viðunandi lífi á þessum slóðum til langframa. Saddam getur á hinn bóginn byijað að dæla upp olíu og rétta efnahag íraka við þegar við-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.