Morgunblaðið - 19.04.1991, Qupperneq 48
48
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. APRÍL, 1991
Þægilegar í notkun, íslenskur
leiðarvísir og sérstaklega hljóðlátar.
Sjálfvirk leiðrétting, feitletrun
og undirstrikun.
5 íslensk letur.
SKRIFSTOFUVELAR sund hf
NÝBÝLAVEGI16 - SÍMI 641222
-iækni og þjónuMla á traustum grunni
SILVER REED^
SKÓLARITVÉLA R—
•ár Lyktarlausir.
k Hita 40 fermetra.
•k Ódýrasta upphitun.
Kr. 19.500,-
RAFBORG SF.
RAUÐARÁRSTÍG 1|
SÍMI622130.
Viðgerðir • Varahlutaþjónusta
ÞVOTTAVEL
á verði
sem ailir ráða við
• 800 snúninga vinduhraði
• Tekur heitt og kalt eða eingöngu
kaltvatn
• Sjálfstæð hitastilling
• Tekur 5 kg af þurrum þvotti
I
Heimilistæki hf
SÆTÚNI8 SlMI 691515 ■ KRINGLUNNISIMI6915 20
i/id eALUK.SvvtýýOíéefytA i SOMHÚtyuM,
Kvenkarlar, karlkon-
nr og Kvennalistinn
eftir Guðmund Tómas
*
Arnason
Miðvikudaginn 10. apríl 1991
birtist grein mín „Um kynjamisrétti
Kvennalistans" í Morgunblaðinu.
Henni var svarað 16. apríl af Ragn-
heiði Lindu Skúladóttur. í grein sinni
neitar Ragnheiður því að Kvennalist-
inn beiti fyrir sig kynjamisrétti, m.a.
með þeim rökum að „ ... sú regla
er ekki til, og hefur aldrei verið til
sem kemur í veg fyrir það, t.a m.
að karl sitji á þingi fyrir Kvennalis-
tann.“ Hafi Ragnheiður rétt fyrir sér
hrynur fyrri grein mín eins og spila-
borg, því inntak hennar var einmitt
umrætt kynjamisrétti. Því miður
hefur Ragnheiður rangt fyrir sér.
Mikilvægt er að menn geri grein-
armun á reglum sem standa skrifað-
ar á blaði, og reglum eins og þær
birtast í framkvæmd. Sem dæmi um
þetta má nefna að ef æðri máttar-
völd ákvæðu að draga Jósef Stalín
til ábyrgðar fyrir glæpi hans gæti
hann varist fimlega með því að vitna
í þá stjómarskrá sem var í gildi á
valdatíma hans. Stjómarskrá þessi
tryggði nefnilega sovétborgurum
fullkomið málfrelsi, stjórnmálafrelsi,
ferðafrelsi, o.s.frv. Gallinn var að-
eins sá að stjórnarskráin var ekki
bleksins virði, sem fór í að skrifa
hana.
Hið sama gildir um Kvennalist-
ann. Þó það standi hvergi skrifað
eru karlmenn útilokaðir frá virkri
stjórnmálaþátttöku innan hans. Öll
höfum við heyrt kvennalistakonur
rökstyðja þetta, bæði í ræðu og riti.
Þær hafa í fyrsta lagi sagt að vegna
uppvöðslusemi karlmanna komist
konur ekki að, þar sem kynjunum
er blandað saman, og í öðru lagi að
þær útiloki karlmenn frá þingstörf-
um til þess að auka hiutfall kvenna
á þingi. Ef einhver er ekki sannfærð-
ur þá bið ég þann hinn sama að
skýra fyrir mér af hveiju enginn
þeirra þúsunda karlmanna sem kusu
Kvennalistann í kosningunum árið
1987 er nú í framboði fyrir flokkinn.
Það er hins vegar mikið ánægju-
efni ef túlka má grein Ragnheiðar
svo að Kvennalistinn ætli að láta af
kynjamisréttisstefnu sinni.
hvimleitt að heyra kvennalistakonur
lýsa þessum gildum sem sérstökum
„kvennagildum" í andstöðu við „kar-
lagildin". Ef kvennalistakonur þrá-
ast við að kalla þetta „kvennagildi",
leyfist mér þá að spyrja hvaða aug-
um þær líti karla sem styðja flokk-
inn? Staðreyndin er nefnilega sú að
u.þ.b. 40% kjósenda flokksins eru
karlmenn. Telja kvennalistakonur
þessa karla vera kvenkarla, á sama
hátt og konur sem starfa innan ijór-
flokkanna hafa verið uppnefndir
karlkonur? Eru þetta kannski kyn-
villingar? Athyglisvert væri að heyra
kvennalistakonur svara þessu.
Tímaskekkja Kvennalistans
Hugmynd Kvennalistans um að-
skilnað „kvennaheimsins" og „karla-
heimsins" er byggð á úreltum for-
sendum. Hún á hreinlega ekki rétt
á sér lengur. Hún byggir á hefðbund-
inni verkaskiptingu karla og kvenna,
sem nú er að hverfa úr sögunni.
Áður fyrr var skiptingin í karla-
heim og kvennaheim hrein og klár.
„Heimur karla“ byggðist á líkamleg-
um styrk karlmannsins. Hlutverk
hans var að beita þessum styrk til
að framfleyta fjölskyldu sinni. Það
féll því í hlut karlmannsins að vinna
líkamlega erfiðisvinnu, svo sem að
plægja akurinn, eða veiða dýr með
þeim frumstæðu aðferðum sem til-
tækar voru. Einnig þurfti karlmað-
urinn að beita líkamsburðum sínum
til að veija heimilið fyrir ágengni
annarra manna og dýra.
Konan hefur ekki sama líkamlega
styrk og því fólst „heimur kvenna"
í því að konan sá um heimilið. Eins
og alkunnugt er var heimilishaldið
flókin og tímafrek vinna fyrir daga
rafmagnsveitnanna, þvottavélanna,
og pijónastofanna. Einnig þurftu
konur að fæða og ala upp börnin.
Fyrir daga getnaðarvarna og nútíma
heilbrigðisþjónustu, var venjan sú
að hver kona fæddi skara af börn-
um. Af þessum skara dó stór hluti
vegna ýmissa sjúukdóma, en hin
börnin'sá konan um að ala upp. Tími
konunnar fór í að sinna heimilisstörf-
um og ala upp börn, og vegna frum-
stæðrar tækni var þetta fullt starf,
og gott betur.
A þessu sögulega skeiði hefði ver-
ið fyllilega réttmætt að tala um
„karlaheim" og „kvennaheim". Síð-
an hefur mikið vatn runnið til sjáv-
ar. Með iðnbyltingunni og þeim
tækninýjungum og auknu velmegun
sem henni fylgdi breyttist þetta allt.
Verkaskipting á grunni líkamsburða
fór smám saman að hvefa, og í dag
eru þau störf örfá sem konur hafa
ekki líkamlega burði til að vinna.
Uppfinningar á hinum ýmsu heimil-
istækjum hafa auðveldað heimilis-
reksturinn svo mikið að ekki er leng-
ur hægt að líta á hann sem fullt
starf. Bætt heilsugæsla hefur orðið
til þess að konur þurfa ekki lengur
að eignast 4-5 börn til þess að
tryggja að 2-3 þeirra komist á legg
og verði ekki sjúkdómum að bráð.
Uppfinning getnaðarvarna gerir það
að verkum að konur geta haft stjórn
á barneignum sínum, og þær sem
kjósa að eignast böm þurfa ekki að
afsala sér starfi sínu, heldur geta
þær komið börnunum fyrir á dag-
heimilum.
Þessar breytingar áttu sér stað
löngu fyrir tilkomu Kvennalistans.
Þær höfðu það í för með sér að
„karlaheimurinn" og „kvennaheim-
urinn“ fóru að skarast. Konur fóru
í sívaxandi mæli út á vinnumarkað-
inn, og sífellt fleiri konur lögðu út
í langskólanám. Sú langþráða sögu-
lega stund virtist loks vera að renna
upp að einstaklingar yrðu ekki leng-
ur dregnir í dilka eftir kynferði sínu,
heldur gætu þeir sameinast sem
manneskjur í því að byggja upp
maiinlegt samfélag.
Það er hér sem Kvennalistinn
kemur til sögunnar. Þvert á alla
sögulega þróun heldur flokkurinn
áfram að draga einstaklinga í dilka
vegna kynferðis síns. Konur em
flokkaðar undir „reynsluheim
kvenna" og konuheiminum er síðan
stillt upp sem andstæðu við „karl-
heiminn", sem karlmenn eru flokk-
aðir undir. Með þessu hefur Kvenna-
listanum tekist að breikka á ný bilið
á milli karls og konu, en bil þetta
hafði minnkað stórlega á árunum
og áratugunum fyrir stofnun flokks-
ins. Þannig hefur flokkurinn, þvert
á yfirlýst markmið sitt, skaðað jafn-
réttisbai'áttu íslenskra kvenna.
Guðmundur Tómas Árnason
„Þvert á alla sögulega
þróun heldur flokkur-
inn áfram að draga ein-
staklinga í dilka vegna
kynferðis síns.“
Fordómar kvenna
Vinkona mín er 24 ára gömul.
Síðan hún var 17 ára hefur hún
keypt og selt á annan tug bíla, hún
á lítið fyrirtæki, og hún er nýlega
búin að festa kaup á íbúð. Jafnframt
þessu stundar hún fullt nám við
Háskóla íslands. Hún er skólabóka-
dæmi um þá manngerð sem sumar
kvennalistakonur hafa kosið að
uppnefna karlkonu, því i stað þess
að vera með barlóm og beiskju út í
karla herðir hún upp hugann, tekst
á við lífið og stendur sig vel. Vin-
kona mín segist hafa orðið var við
fordóma kvenna í sinn garð í mun
ríkari mæli en fordóina karla. For-
dómar kvenna birtast einmitt í því
að þær ríghalda í „reynsluheim
kvenna" og fordæma þær kynsystur
sínar sem ekki láta draga sig í dilka.
Kvennalistinn hefur síður en svo
hjálpað til að kveða niður þessa for-
dóma.
Aðstandendur Kvennalistans
verða að átta sig á því að við erum
fyrst og siðast manneskjur á meðal
manneskja, en ekki konur í karla-
heimi eða karlar í kvennaheimi. Við
búum öll í sama heiminum, og ein-
ungis með því að viðurkenna þá stað-
reynd getum við tekið höndum sam-
an og gert hann betri.
Höfundur stundar heimspekinám
við Háskóla íslands.
Þarna er ríkið að klípa af naumt
skömmtuðum ellilaunum.
Þá held ég að einstætt foreldri sem
við vitum að eru að beijast við af
illri nauðsyn að reka einhveija bíldr-
uslu, til að geta komið börnunum af
eigin rammleik á bamaheimilið og
sjálfum sér í vinnu sé þessi skattur
síður en svo tekjuauki.
Þessi skattur er að mínu áliti svo
ranglátur að furða er að svokölluð
félagshyggjustjóm skuli halda hon-
um við lýði og hækka ár frá ári án
kinnroða.
Að þessu sinni eru tvær ágætar
konur á Austurlandi í tveim efstu
sætunum, um þær munu vindarnir
blása í komandi kosningum. Önnur
er bóndi af Fljótsdalshéraði, hin er
fóstra af Seyðisfirði. Þær eru því vel
inn í málum vinnandi stétta hér á
Austurlandi. Að vísu lítt þjálfaðar í
orrahríð stjómmálanna, en konur eru
ekki síður en karlar fljótar að læra.
Þær munu bæta hvor aðra upp og
standa að hagsmunamálum kjör-
dæmisins þannig að ekki er ástæða
til að vantreysta þeim og að þær
standi ekki mörgum karlinum fylli-
lega jafnfætis þegar á hólminn er
komið.
Rekum af okkur slyðruorðið, kjós-
endur góðir, gemm þessar kosningar
eftirminnilegar eins og þegar við
kusum frú Vigdísi til forseta.
Kjósum konu á þing.
Ilöfundur er ellilífeyrisþegi og
fyrrvernndi hóndi.
Kvenkarlar og karlkonur
Ef Kvennalistinn hefur nú ákveðið
að ráðast í vorhreingerningar og
sópa burt grillum sínum þá er það
jákvætt. En mætti.ég biðja um að
þær skildu eftir sig hreint hús? Þær
ættu til dæmis að hætta öllu tali um
„kvennaheim" og „karlaheim". í
stefnuskrá Kvennalistans er nefni-
lega ekki að fínna eina einustu hug-
mynd sem margir karlar geta ekki
tekið heilshugar undir. Það er því
omRon
SJÓPSVÉLAR
Gera meira
en að uppfylla
kröfur
fjármálaráðuneytisins.
Yílr 15 gerðir fyrirliggjandi
Verð frá kr. 29.800.-
Við viljum konu á
þing fyrir Austurland
SKRIFSTOFUVÉLAR sund hf
NÝBÝLAVEGI16 • SÍMI 641222
-tækni ug |»júmiHlu ú trauHtuin grunni
eftir Árna
Halldórsson
Austfirðingar hafa aldrei boðið
konu öruggt sæti í framboð til Al-
þingis þrátt fyrir að þær hafí lögum
samkvæmt sama rétt til kjörgengis
og karlar. Til að hreyfa andstöðu
gegn þessu og gera tilraun til að ná
rétti sínum, tóku þær sig til og buðu
fram V-listann í síðustu kosningum
með þeim árangri að aðeins herslu-
muninn vantaði á að þær næðu til
sín „flakkaranum“ og má það afrek
teljast í aðeins fyrstu tilraun. Mér
finnst þetta mjög eftirtektarvert þótt
ég sé karl og veit að við erum miklu
fleiri sem erum þess reiðubúnir að
styðja V-listann, vegna þess fyrst
og fremst, að við styðjum það að
konur fái til þess tækifæri að koma
sínum sjónarmiðmn á framfæri á
Alþingi þar sem þær geta haft áhrif.
Þá er það skoðun okkar að konum
sé betur treystandi til að standa við
orð sín ,og styðja við bakið á lítil-
magnanum, svo sem þeim lægst
launuðu, barnafjölskyldum, öldruð-
um og einstæðum foreldrum. Við
treystum þeim til að vinna að því
að afnema „nefskattinn" , það er
kílóaskattinn á bíla sem er með þeim
„Rekum af okkur
slyðruorðið, kjósendur
góðir, gerum þessar
kosningar eftirminni-
legar eins og þegar við
kusum frú Vigdísi til
forseta.“
fádæmum að koma jafnt á alla,
bæði ríka og fátæka, jafnt á þá sem
hafa efni á því að eiga dýrustu gerð-
ir og þá sem verða að láta sér nægja
ódýrusu gerðina vegna fátæktar,
jafnt á ellilífeyrisþega, sem margir
hveijii' hafa ekki nema um 30 þús.
tæp frá Tryggingastofnun. Lífeyris-
tekjur margra eru nánast engar því
það er svo stutt síðan sjóðir þeirra
t.d. bænda tók til starfa, þar af leið-
andi réttur þeirra lítiil. Margir vilja
halda í gamla bílinn sinn til að geta
skroppið í búðir, til læknis og hitta
vini sína, oftast innan síns bæjarfé-
lags, fáir fara sem nokkru nemur út
á þjóðvegina og slíta þeim því lítið
en borga sinn skerf í sköttum á bens-
íni og öðru sem til reksturs bílsins
þarf. Þetta fólk munar um skattinn
þótt hann sé ekki nema 9.000 á ári.