Morgunblaðið - 19.04.1991, Síða 50

Morgunblaðið - 19.04.1991, Síða 50
 Skuggaleg fortíð Alþýðubandalagsins eftirÁrna Sigurðsson Hrun kommúnismans í Austur- Evrópu mun teljast einn örlagarík- asti stjómmálaviðburður seinni tíma. íslenska þjóðin fylgdist af samhug með fréttum fjölmiðla, oft í beinni útsendingu, þegar frelsis- unnandi fólk hratt af stalli hverri ógnarstjóminni á fætur annarri en fylltist jafnfram óhug og hryggð þegar gríma þeirra var fallin og hin réttu andlit stjómarherranna litu fyrst dagsbirtuna. Eftir áratuga stjómarsetu kommúnista (sósíal- ismans) sem nöguðu náinn fram undir það síðasta, var afhjúpunin á eðli þeirra og athöfnum þvílík að almenningur á Vesturlöndum átti bágt með að kyngja þeirri áratuga sögu kúgunar og kvalræðis sem þá fékkst staðfest í ljósi nýfengins lýð- ræðis. Sá stjórnmálaflokkur ís- lenskur, sem á rót sína að rekja til þeirrar stjórnmálastefnu sem þar var að verki og starfað hefur leynt og ljóst í anda hennar um langt árabil, hlýtur að standa frammi fyrir miklu uppgjöri og reiknings- skilum, gagnvart íslensku þjóðinni við alþingiskosningamar 20. maí. Afneitun upprunans Alþýðubandalagið hafði ríkissós- íalisma og marxisma efst á stefnu- skrá sinni, fram að hruni kommún- ismans í Austur-Evrópu. Áður hef- ur Alþýðubandalagið borið nafnið Sameiningarflokkur alþýðu sósíal- istaflokkurinn og þar á undan Kommúnistaflokkur íslands með ómengaðan kommúnisma og marx- isma á stefnuskrá sinni. Að þessi nafnaleikur er yfirvarp eitt má t.d. ráða af því að einn illræmdasti kommúnistaflokkur álfunnar, sá austur-þýski, kallar sig nú „Sozial- istische Einheitspartei Deutsch- lands“, sem útleggst næstum því orðrétt: Sameiningarflokkur alþýðu sósíalistaflokkurinn — nokkurs konar Alþýðubandalag þeirra Þjóð- veija eftir sameiningu Þýskalands. Flestir aðrir kommúnistaflokkar Austur-Evrópu hafa rokið til handa og fóta og haft nafnaskipti og eru jafnvel farnir að kalla sig frjáls- lynda lýðræðisflokka en gert sig að athlægi fyrir vikið. Síðustu tilburðir Alþýðubanda- lagsins til að reyna að kalla sig hina einu sönnu sósíaldemókrata eru aumkunarverðir, þegar haft er í huga að ekkert hafa þeir fyrirlitið meira en kratisma — og gera enn. Krötum hafa þeir jafnan valið rætn- ari háðsglósur en nokkrum öðrum andstæðingum. Að slá striki yfir fortíðina En af hverju er verið að rifja þetta upp og núa meintum afturbat- amönnum Alþýðubandalagsins upp úr óhrjálegri fortíð þeirra? Rökin eru skýr — slóð þeirra vekur ugg. í áratugi hafa þeir kastað ryki í augu fólks með falskenningum og neita nú staðfastlega að horfast í augu við raunveruleikann og viður- kenna villu síns vegar. Áratug eftir áratug hafa þeir þráast við að moka flórinn sinn og því hefur safnast upp slíkur haugur að honum verður ekki mokað út nóttina fyrir kjördag. Þeir hafa enn ekki séð sóma sinn í því að fara að fordæmi tékkneska forsetans Havels og biðjast afsök- unar á að hafa stimplað meirihluta landsmanna landráðamenn fyrir þá framsýni að hafa stutt vestrænt varnarsamstarf og spyrna við fót- um gegn ólögum og ógnarstjórn. Frægt er þegar flokkssystirin Vil- borg Dagbjartsdóttir hrópaði að Havel fyrir utan Hótel Sögu: „Lifí sósíalisminn!" Þessi sami sósíalismi, sem Havel hætti lífi sínu til að kveða niður. Þeirra eigin orð Fróðlegt væri að rifja upp ástar- óð Þjóðviljans til sósíalisma og marxisma á liðnum árum og fúk- yrðaflaum blaðsins um andstæð- inga þessa sömu „isma“. En skemmst er að minnast þess þegar Svavar Gestsson lýstí því yfír af miklu stærilæti í DV í nóvember 1989, stuttu eftir að Berlínarmúr- inn féll, að hann væri ennþá marx- isti. Skoðanabróðir hans, Hjörleifur Guttormsson, sem hlaut sitt pólit- íska uppeldi á námsárum sínum í Austur-Þýskalandi líkt og Svavar, brást við fréttum af falli Berlínar- múrsins með þeim orðum að nú væri upplagt tækifæri fyrir íslend- inga að segja sig úr varnarsamtök- „í áratug’i hafa þeir kastað ryki I augu fólks með falskenningum.“ um vestrænna lýðræðisríkja. Þegar slóðin er rakin kemur sannleikurinn nefnilega í ljós þó svo þeir Svavar og Hjörleifur voni að fenni sem fyrst yfír þau ógæfuspor. Tvískinnungurinn Meginbrella í boðskap Alþýðu- bandalagsins á undanfömum árum hefur verið að þykjast afneita sós- íalisma og kommúnisma erlendis, en halda jafnframt fast við þessar grillur á innlendum vettvangi. Það er löngu kominn tími til að svipta burt þessari blekkingarhulu. Al- þýðubandalagið hefur ekki breyst. Innst inni er að fínna sama rauða marxistaflokkinn og það hefur allt- af verið og dylst það fáum þó slett hafí verið grænni slikju yfír herleg- heitin í örvæntingarfullri tilraun til að blekkja almenning á elleftu stundu. Þar standa austur-þýsk- menntuðu skoðanabræðurnir Svav- ar og Hjörleifur enn í forystusveit. Er þetta flokkur framtí ðarinnar? Flokkar af sama meiði og Al- þýðubandalagið hafa engu fylgi átt að fagna í nágrannalöndum okkar, meðal vestrænna lýðræðisríkja. Meginuppistaðan í fylgi flokksins hér á landi hefur verið vel mein- andi og gott fólk sem nú hlýtur loksins að hafa áttað sig á því að það hefur verið haft að ginning- arfíflum þriðja flokks sjónhverfíng- armanna. Eins og nýfijálsar þjóðir Austur-Evrópu hafa áttað sig á, er enga framtíð að byggja á flokki sem stendur föstum fótum í gruggugri fortíð. Höfundur er guðfræðinemi. - f lokkarnir sem bera ábyrgð á öngþveitinu '88 - lykillinn að árangrinum '91 ALÞYÐUBAND ALAGIÐ Flokkur sem getur - fólk sem þorir!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.