Morgunblaðið - 19.04.1991, Page 63

Morgunblaðið - 19.04.1991, Page 63
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDÁGUR 19. APRÍL 1991 heiðvirðasta félaga í stétt íslenska bakarameistara. Hér á ég við Gísla Ólafsson bak- arameistara, er andaðist 11. dag aprílmánaðar. Ég varð þeirrar gæfu aðnjót- andi, að fá að starfa með Gísla í nokkur ár, er hann var framkvæmd- astjóri Landssambands bakara- meistara og samviskusamari, heið- arlegri og varkárari manni hef ég ekki kynnst. Gísli var ráðagóður og vel vak- andi yfir velferð stéttarinnar og vildi hag hennar sem mestan og bestan og ávallt vildi Gísli þraut- reyna samningaleiðirnar áður en aðrar leiðir voru reyndar, enda leysti hann margan vandann, með sinni mjúku, þægilegu, en samt ákveðnu framkomu, ásamt reynslu og vizku, er hann miðlaði til okkar hinna, hvort heldur það viðkom fag- inu sjálfu eða mannlegum sam- skiptum. Mig langar til þess að reyna að rekja brot af margvíslegum og giftudrjúgum störfum Gísla að mál- efnum iðnaðar hér á landi, er áttu stóran hluta af hug hans á löngum ævidegi. Gísli fæddist á Gamla Hrauni við Eyrarbakka, þann 21. nóvember 1898. Foreldrar hans voru Ólafur Arnason, sjómaður og Guðrún Gísladóttir, Gísli hóf nám í bakara- iðn í Eyrarbakkabakaríi árið 1915, en áður en hann lauk námi þar, hélt hann til Reykjavíkur, þar sem hann hélt áfram iðnnámi hjá Valdi- mar Petersen, dönskum bakara- meistara, sem rak brauð- og köku- gerð við Laugaveginn. Hinn 24. mars 1920 lauk Gísli sveinsprófi í bakaraiðn með ágætum vitnisburði. Árið 1923 hóf Gísli rekstur bakarís í félagi við Kristin heitinn Magnús- son, og stóð samvinna þeirra í all- nokkur ár. Árið 1939 setti Gísli á fót eigið bakarí, sem hann rak fram til ársins 1963, er hann gerðist stafsmaður Landsbanka íslands, jafnframt tók hann við starfi við nýja námsbraut í brauð- og köku- gerð, sem sett var á laggirnar í Iðnskólanum í Reykjavík. Hefur GIsli þvi öðrum fremur mótað kennslu og námskröfur í bakaraiðn- inni. Gísli var ætíð farsæll og afkasta- mikill í félagsmálum iðnaðarins. Gísli gerðist félagi í Bakarameist- arafélagi Reykjavíkur árið 1923, en það var stofnað 1920, ritari þess var hann í 9 ár og formaður þess í 18 ár. í mörg ár var hann fulltrúi Bakarameistarafélags Reykjavíkur á iðnþingum íslendinga. Þá sat Gísli í prófnefnd til sveinsprófs bakara, hann sat í 10 ár í stjórn Iðnaðar- mannafélags Reykjavíkur og var gerður að heiðursfélaga þess á 100 ára afmælinu árið 1967. I stjórn Iðnráðs Reykjavlkur var hann frá árinu 1950 til 1970, þar af formað- ur í 5 ár. Árið 1958 var Landssam- band bakarameistara stofnað og var Gísli meðal stofnfélaga þess og raunar í hópi aðalhvatamanna að stofnun þess. Á 38. Iðnþingi íslend- inga, sem var haldið í Reykjavík haustið 1979, var Gísli sæmdur æðsta heiðursmerki Landssam- bands Iðnaðarmanna. Við bakarameistarar þökkum fyrir að hafa fengið að njóta starfs- krafta og samstarfs þessa hugljúfa manns og vottum konu hans, Krist- ínu Einarsdóttur, og börnum þeirra fyllstu samúð og kveðjum góðan dreng með söknuði og virðingu. Fyrir hönd Landssambands bak- arameistara, Ragnar Eðvaldsson, Keflavík. Kveðja frá Landssambandi iðnaðarmanna Gísli Ólafsson, bakarameistari, lést 11. apríl síðastliðinn á nítug- asta og þriðja aldursári. Með honum er genginn einn af forystumönnum iðnaðar á íslandi. Gísli Ólafsson var fæddur á Gamla Hrauni við Eyrarbakka þann 21. nóvember 1898. Foreldrar hans voru Ólafur Árnason, sjómaður og Guðrún Gísladóttir. Gísli hóf nám í bakaraiðn í Eyrar- bakkabakaríi árið 1915, en áður en hann lauk námi þar, hélt hann til Reykjavíkur, þar sem hann hélt áfram iðnnámi hjá Valdemar Pet- ersen, dönskum bakarameistara, sem rak brauð- og kökugerð við Laugaveg. 24. mars 1920 lauk Gísli sveinsprófi með ágætum vitnisburði og hóf strax störf sem bakara- svejnn. Árið 1923 kvæntist Gísli Kristínu Einarsdóttur og varð þeim þriggja barna auðið. Það sama ár hóf Gísli rekstur bakarís í félagi við Kristin heitinn Magnússon og stóð sam- vinna þeirra I allnokkur ár. Árið 1939 setti Gísli á fót eigið bakarí, sem hann starfrækti fram ti! ársins 1963, er hann gerðist starfsmaður Landsbanka Islands. Jafnframt tók hann við starfi við nýja námsbraut í brauð- og kökugerð, sem sett var á laggirnar í Iðnskólanum í Reykja- vík um þær mundir. Mótaði Gísli öðrum fremur kennslu- og námskr- öfur í hinni gamalgrónu iðngrein, brauð- og kökugerð. Gísli Olafsson var ætíð farsæll og afkastamikill í félagsmálum iðn- aðarins, ekki síst varðandi málefni bakara. Hann gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir þau félög sem hann átti aðild að og átti virk- an þátt í mótun margra þeirra. Gísli gerðist félagi í Bakara- meistarafélagi Reykjavíkur árið 1923, en það var stofnað árið 1920. Ritari þess félags var hann í 9 ár og formaður félagsins var hann í 18 ár. í mörg ár var hann fulltrúi Bakarameistarafélags Reykjavíkur á Iðnþingum íslendinga og tók hann virkan þátt í störfum þeirra. Þá sat Gísli í prófnefnd til sveinsprófs bak- ara, sat 10 ár í stjórn Iðnaðarmann- afélagsins í Reykjavík, og var gerð- ur að heiðursfélaga þess á 100 ára afmæli félagsins árið Í967. í stjórn Iðnráðs Reykjavíkur var Gísli frá árinu 1950 til ársins 1970, þar af formaður í 5 ár. Árið 1958 var Landssamband bakarameistara stofnað og var Gísli meðal stofnfélaga þess, og raunar í hópi aðalhvatamanna að stofnun þess. Þá var Gísli um árabil fram- kvæmdastjóri Landssambands bak- arameistara. Á 38. Iðnþingi íslendinga sem haldið var í Reykjavík haustið 1979, var Gísli sæmdur æðsta heiðurs- merki Landssambands iðnaðar- manna, samtaka atvinnurekenda í löggiltum iðngreinum. Samstarfsmenn Gísla Ólafssonar innan Landssambands iðnaðar- manna minnast hans sem mikils áhugamanns um málefni sam- bandsins. Átti hann meðal annars sæti í varastjórn landssambandsins um nokkkurt skeið. Gísli þótti fylginn skoðunum sín- um og gat þá slegið I brýnu úr ræðustól, þegar hann tókst á við andstæð viðhorf. Aldrei náðu þær deilur þó út fyrir fundarsalina, eða höfðu áhrif á samstarf og sam- skipti að öðru leyti. Störf Gísla fyrir samtök iðnaðar- manna voru unnin af trúmennsku sem skráð er í sögu þeirra. Gísli átti virkan þátt í baráttu iðnaðar- manna á mörgum sviðum. Þar ber ofarlega langvinn átök við verðlags- höft og stöðnuð viðhorf, sem oft stóðu í vegi fyrir þróun iðngreinar Gísla á öðrum fjórðungi þessarar aldar. Gísli átti jafnframt þátt í stofnun margra af fyrirtækjum bakarameistara. Þar má til nefna Rúgbrauðsgerðina, Sultu- og efna- gerð bakara, Innkaupasamband bakarameistara og fleiri. Þessi fyr- irtæki þjónuðu sínum tíma og sýndu í verki framfaravilja Gísla og félaga hans. Gísla verður minnst innan Lands- sambands iðnaðarmanna með virð- ingu og þökk fyrir vel unnin störf. Blessuð sé minning hans. Haraldur Sumarliðason Gísli Ólafsson bakarameistari lést í Borgarspítalanum 11. þessa mánaðar, 93 ára að aldri. Með Gísla Ólafssyni er fallinn frá iðnaðarmeistari sem var vandur að virðingu sinni og hinni ötulasti stuðningsmaður brauða- og köku- gerðarstéttar Islands. Gísli fæddist að Gamla Hrauni við Eyrabakka 21. nóvember 1898. Foreldrar Gísla voru hjónin Ólafur Árnason sem stundaði sjómennsku frá Eyrarbakka og Þorlákshöfn og Guðrún Gísladóttir. Gísli sagði kollega í bakaraiðn- inni frá því að návist hans við um- svif Lefolíveslunar á Eyrarbakka á uppvaxtarárum hafi haft mikil áhrif á barnssálina og hann hafi notið góðs af þegar fram liðu stundir við iðnnám og í viðskiptalífinu. Á Eyrarbakka kynntist Gísli fyrst barkaraiðninni enn hélt svo til Reykjavíkur til frekara náms hjá aldraðan föður og fimm alsystkini. Þau settust fyrst að I húsi föður Helga, sem orðinn var ekkill, en fljótlega fluttu þau í nýtt myndar- legt hús á Gerðavöllum 1, sem þau keyptu í byggingu. Þau eignuðust fjóra syni og var Hilmar Þór þeirra elstur, þá Hafþór Bjarna nú tólf ára, Hlyn Sæberg ellefu ára og Heiðar Elís fimm ára. Æska Hilmars leið við leik og nám með jafnöldrunum, en strax og aldur og kraftar leyfðu fór hann að taka þátt í atvinnulífinu, og þá einkum fiskvinnu, eins og títt er hjá unglingum í útvegsbæjum eins og Grindavík. Hann fékk snemma mik- inn áhuga á sjómennsku, og fljót- lega upp úr fermingu fór hann að kanna möguleika á því að komast í skipsrúm, en eins og þeir vita, sem til þekkja, er ekki auðvelt fyrir unga óreynda menn að komast í þau störf nú til dags. Hugur hans stefndi til þess að læra vélfræði og helga sjó- mennskunni krafta sína, og segja má að nú á þessum vetri hafi starf- sævin verið að hefjast, þar sem hann réðst í skipsrúm á m/s Eldeyj- arboða GK 24, sem gerður var út á línu frá Grindavík, og var hann þar við störf þegar kallið svo skyndi- lega kom. Hann var mjög ánægður með starfið og skipsfélagana, og síðast þegar við hittumst lýsti hann stoltur fyrir mér bæði aflabrögðum og því sem gerst hafði á miðunum, og áhuginn leyndi sér ekki. Sjóferð- irnar urðu færri en fyrirhugað var, þar sem hann svo ungur hefur nú farið ferðina hinstu, sem okkar allra bíður. Ég trúi því, að vel verði á móti honum tekið í himnaranni, því að þótt hús Drottins sé öllum opið, þá hljóta þeir sem saklausir og synd- lausir deyja að eiga þar góða heim- komu, enda er sagt að guðirnir elski þá, sem deyja ungir. Elsku Hafdís, Helgi og synirnir ungu, ekki átti ég von á því að næsta heimsókn mín til ykkar yrði af slíku sorgartiiefni. Ég bið almátt- ugan Guð að blessa ykkur öll og veita ykkur stoð og styrk til þess að standast þá miklu raun, sem þið verðið fyrir með missi ykkar elsku- lega sonar. Öllum öðrum aðstand- endum sendi ég mínar dýpstu sam- úðarkveðjur. Fari elsku vinur og nafni í friði. Friður Guðs blessi hann og hafi hann þökk fyrir stutta en mjög ljúfa samveru. Ililmar afi Deyr fé, deyja frændr, deyr sjálfr ið sama en orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getr. (Úr Hávamálum.) Það var glaðvær og fallegur hóp- ur sem kvaddi skólann sinn síðast- liðið vor og hélt vonglaður út í lífið. Þessi hópur var á margan hátt sér- stakur I augum okkar kennara þeirra. Við höfðum átt með þeim þrjá ógleymanlega vetur og fylgd- umst með því hve vel þeim vegnaði á nýjum vettvangi. En skjótt skipast veður I lofti. Skyndilega veikist einn úr hópum, Hilmar Þór, hastarlega, og lést á sjúkrahúsi þremur dögum síðar. Við slíka atburði sækja að manni hugs- anir um það hve skammt er á milli lífs og dauða og að enginn ræður sínum næturstað, því hver hefði trú- að því að svo ungur piltur í blóma lífsins hyrfi svo fljótt á braut. Þegar við minnumst Hilmars sem nemanda okkar er okkur ofarlega í huga hversu hæglátur, samvisku- samur og ósérhltfinn hann var. For- eldrum Hilmars og bræðrum og öll- um þeim, sem eiga um sárt að binda, vottum við okkar innilegustu sam- úð. Megi þeim það vera huggun að hér fór góður drengur sem ekki mátti vamm sitt vita. St.efanía og Valdís. Það var á fögrum sumardegi fyr- ir tæpum 17 árum, að lítill og fal- legur glókollur leit fyrst dagsins ljós. Þessi bláeygði hrokkinhærði dreng- ur fékk nafnið Hilmar Þór. Sem lít- ið barn var hann alltaf á hlaupum og þurfti ætíð að hafa nóg fyrir stafni. Á uppvaxtarárunum sannað- ist best, hversu atorkan var mikil og ungur fór hann að vinna með skólanum, því að hugurinn stefni hátt. Daginn fyrir áfallið ræddi hann m.a. við ömmu sína og Sidda frænda um bílinn, sem hann ætlaði að kaupa í sumar eftir að hann væri búinn að taka bílpróf. Sá bíll verður aldrei keyptur. Mánudaginn 8. apríl sl. hringdi mamma til að tilkynna þá hræðilegu frétt, að þessi elskulegi frændi minn hefði fengið heilablóðfall, hann, sem var aðeins 16 ára gamall. Mer fannst örlögin grimm að hafa hrifs- að til sín ungan pilt, er átti að eiga lítið framundan og ég var bitur og sár yfir því að vera svona langt í burtu frá honum og geta ekkert gert. Við stöndum frammi fyrir svo ótal mörgum spurningum, sem eng- in svör fást við. Hilmar Þór var elstur fjögurra sona þeirra Helga Vilbergs Sæ- mundssonar og elskulegrar systur minnar, Hafdísar Bjargar Hilmars- dóttur. Næstur í röðinni er Hafþór Bjarni, fæddur 13. október 1978, þá Hlynur Sæberg, fæddur 17. mars 1980 og yngstur er Heiðar Elís, fæddur 8. nóvember 1985. Þessi ljölskylda hefur þurft að reyna mikið í gegnum ttðina, þar sem veik- indi hafa hetjað á langtimum saman og enn spyr maður, hver er tilgang- urinn? Hvers vegna þurfa þau að ganga í gegnum svona mikla erfið- leika? Elsku systir, frænka, Helgi og synir harmur ykkar er mikill og söknuðurinn djúpur og sár, en þið hafið verið svo sterk og við biðjum algóðan Guð að styðja ykkur og styrkja enn frekar í þessari miklu sorg. Við trúum því, að Himma, eins og við kölluðum hann jafnan, sé ætlað stórt og mikilvægt hlutverk hinu megin og að við komumst yfir biturðina og sorgina með því að halda I minninguna um góðan dreng, sem þjáist ekki, heldur líður vel. Elsku mamma, amma Rósa og pabbi, afi Hilmar, við biðjum einnig Guð um styrk ykkur til handa, þar sem þið sjáið á eftir elsta og fyrsta barnabarninu ykkar. Þá sendum við og öðrum ástvinum Himma okkar dýpstu samúðarkveðjur. Megi vinur, frændi og góður fé- lagi hvíla í friði. Nú legg ég aupn aftur, 6 Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn i nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Foersom-Sb.1871. S. Egilsson) Sædís og Sigurgeir Kveðja frá útgerð og áhöfn ms. Eldeyjar-Boða Hilmar Þór Helgason er látinn. Þegar ungur maður sem á allt lífið fyrir sér er skyndilega tekinn frá okkur, þá stöndum við alltaf jafn ráðþrota gagnvart spurningunum um lífið og tilveruna. Hilmar Þór starfaði þann vetur 8em nú er að líða sem háseti á ms. Eldeyjar-Boða. Ungur maður sem oft var frekar dulur og sagði ekki margt, en ávann sér fljótt hylli fé- laga sinna með prúðmannlegri framkomu. Reglusemi, stundvísi, samviskusemi og geðprýði voru þeir eiginleikar sem áunnu honum virðingu félaga sinna. Hilmar vann verk sín um borð vel, og fljótlega kom í ljós að hann var laginn og námfús. Hann hafi ætlað sér að ljúka vertíðinni og hafði síðan hug á að halda áfram námi og gerast véistjóri. dönskum bakara Valdemar Peter- sen sem rak bakarí á horni Lauga- vegs og Frakkastígs. Sveinsprófi í bakaraiðn lauk Gísli með góðum vitnisburði í mars 1920. Sjálfstæðan rekstur hóf Gísli 1939 eftir 16 ára samstarf við Kristin heitinn Magnússon bakara- meistara. Gísli Ólafsson var með sjálfstæðan rekstur í 25 ár en gerð- ist starfsmaður í Landsbanka ís- lands í Reykjavík. Árið 1964 tók Gísli að sér að skipuleggja náms- braut bakara við Iðnskólann í Reykjavík og veitti henni forstöðu í 12 ár. Gísli hefur því verið sá aðili sem mestan þátt hefur átt í nútíma kennslu bakara með tilliti til samkeppni við kollega í nærliggj- andi löndum. Bakarameistara félags íslands naut krafta Gísla Ólafssonar sem ritara í 9 ár og formanns í 18 ár. Gísli Ólafsson var um fjölda ára virðulegur fulltrúi bakara á iðnþing- um íslendinga og naut mikils trausts meðal annarra þingfulltrúa. Gísli sagt í 10 ár í stjórn Iðnaðar- mannafélags Reykjavíkur og var gerður að heiðursfélaga 1967. í Iðnráði Reykjavíkur sagt Gísli í 20 ár og þar af formaður í 5 ár. 1958 tók Gísli Ólafsson þátt í stofnun Landssamtaka bakara og í nokkur ár framkvæmdastjóri Landssambandsins. Æðsta heiðurs- merki Landssambands löggiltra iðngreina á íslandi hlaut Gísli 1979. Heiðursmerki hinnar íslensku Fálkaorðu hlaut Gísli Ólafsson 1988 og var vel kominn að þeim heiðri. Gísli hlaut fjölda heiðursmerkja og viðurkenninga frá erlendum félag- asamböndum brauð- og kökugerð- armanna. Gísli Ólafsson var mikill gáfumaður og prúðmenni og hinn mesti sómi fyrir brauð- og köku- gerðarmenn á íslandi sem sakna og kveðja góðan félaga. Aldraðri eiginkonu Gísla Ólafs- sonar, Kristínu Einarsdóttur, sem stóð við hlið hans við mörg hátíðleg tækifæri brauðgerðarstéttarinnar hér á landi og erlendis, vottum við dýpstu samúð svo og börnum þeirra og barnabörnum. Bakaradeild Iðnskólans í Rvík, Sigurður Jónsson, Hermann Bridde. Skarð er fyrir skildi, skipstjórinn og áhöfnin á ms. Eldeyjar-Boða hafa misst unga prúða manninn sem átti sinn þátt í að um borð ríkti góður andi og árangur skipsins sýndi að sú áhöfn var samstillt við störf sín. Útgerðarfélagið Eldey hefur misst dugandi starfsmann sem sýndi þrátt fyrir ungan aldur sinn að hann var ákveðinn í að ná takmarki sínu í lífinu. Missir okkar er þó lítill miðað við þann missi sem þið, foreldrar, fjölskylda og ástvinir Hilmars, þurfið að þola. Við biðjum Guð að blessa ykkur og veita ykkur huggun sína, því ef þið treystið honum fer allt vel. Við erum sann- færðir um að ungi efnilegi maðurinn sem var frá okkur tekinn er nú í öruggum höndum Hans. Orn Traustason framkvæmdastjóri, Haraldur Einarsson skipstjóri í dag verður jarðsettur skólafé- lagi og vinur okkar, Hilmar Þór Helgason, sem kvaddi okkur skyndilega, svo skyndilega að við gerum okkur ekki enn grein fyrir því. Hilmar var alltaf jákvæður og hláturmildur, sama hvað á bjátaði. Hann hafði verið skólafélagi okk- ar frá upphafi, þar til hann fór að vinna. í haust stundaði Hilmar nám í vélstjórn við Fjölbrautaskóla Suð- urnesja en eftir áramót fór hann á sjóinn og vann þar sitt starf með miklum dugnaði. Við votturn aðstandendum hans okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minning hans. En meðan árin þreyta hjörtu hinna, sem horfðu eftir þér i sárum trega, þá blómgast enn og blómgast ævinlega, þitt bjarta vor i hugum vina þinna. (Tómas Guðmundsson) Skólafélagar úr árgangi ’74, Grunnskóla Grindavíkur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.