Morgunblaðið - 19.04.1991, Page 65

Morgunblaðið - 19.04.1991, Page 65
MORGÖNBLAÐIÐ FÖSTUDA&UR 19. APRÍL 1991 65 Furstinn íSkipholti Búið er að opna nýjan veitingastað, Furstann, í Skipholti 37, Reykjavík. Furstinn býður upp á eldbakaðar pizzur, smárétti og drykki. Opið er alla daga frá kl. 11.30-23.30 nema á föstudögum og laugardögum, þá er opið til kl. 3.00. Vegna opnunar Furstans verður sérstakt tilboð sem stendur til 23. apríl nk. Á myndinni er Eggert Ketilsson, einn af eigendum Furstans, við pizzuofninn. Amerískir dag*- ar í Kringlunni AMERÍSKIR dagar ’91 verða í Kringlunni dagana 18. til 27. apríl. Viðskiptavinum gefst kostur á að skoða nýjustu glæsivagnana frá Ameríku, kynnast bandarískum vörum, bragða á mat og hlusta á listamenn, sem koma fram. Gestir geta tekið þátt í léttum spurninga- leikjum þar sem veglegir vinningar eru í boði. Kringlan er sérstak- lega skreytt af þessu tilefni. hann sjó á sumrin og eftir að hann lauk prófi frá Vélskólanum var hann eitt ár á togaranum Narfa. Síðan lá leiðin til Danmerkur og lauk hann námi í tæknifræði frá Odense Teknikum 1965. Eftir heimkomuna starfaði Sveinn m.a. við Iðnskólann í Reykjavík og var aðstoðarskóla- stjóri og síðan skólastjóri. Þegar hann hætti þar vann hann um ára- bil á Rekstrarstofunni, en síðustu árin var hann framkvæmdastjóri hjá Félagi íslenska prentiðnaðarins. Áður en Sveinn hélt tii Danmerk- ur gekk hann að,. eiga unnustu sína Margréti Björk Andrésdóttur, en þau gengu í hjónaband 6. júlí 1962. Það var þeirra gæfuspor, því virðing og væntumþykja var aðalsmerki beggja. Eftir að heim kom bjuggu þau um árabil í sama húsi og foreldrar Margrétar, Ólöf Sölvadóttir og Andrés Pétursson, og var umhyggja Sveinsfyrirtengdaforeldrunum ein- stök. Óíöf er látin fyrir nokkrum árum en Andrés hefur búið síðustu árin hjá dóttur sinni og tengda- syni. Var traust vinátta milli Sveins og tengdaföður hans. Síðustu árin hefur fjölskyldan búið í einbýlishúsi við Stuðlasel, sem þau hjón reistu sér. Sveinn var alla tíð mjög annt um velferð fjölskyldu sinnar, og var heimilið sá hornsteinn, sem hann vildi hlúa að. Þau hjón eignuðust 3 börn, sem bera vitni um gott og fagurt veganesti sem þau hafa hlot- ið í uppeldinu. Börn þeirra eru: Ólöf Adda, f. 8. apríl 1967, Sigurður Rúnar, f. 2. des. 1970 og Bjarki Már, f. 17. janúar 1972. Sveinn hafði mikla ánægju af allri útivist og stundaði mikið göng- ur. Þar fór saman áhugamál þeirra hjóna að njóta fegurðar og náttúru landsins. Þá stundaði hann jíkams- rækt í flokki hjá Valdimar Örnólfs- syni og eignaðist þar góða vini. Fyrir tveim árum stofnaði hann veiðifélag ásamt nokkrum kunn- ingjum og höfðu þeir félagar reist veiðihús norður í Skagafirði, nálægt heimabyggð Sveins. — Af framan- sögðu má sjá að hugðarefnin voru mörg og vinahópurinn orðinn stór, sem kveður hann nú með söknuði. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V.Briem) Að leiðarlokum bið ég föður ljóss og lífs að senda ástvinum Sveins sína vermandi sólargeisla. Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir Örfá kveðjuorð Undarleg eru örlög manna. Engum í leikfimisflokknum okkar hefði dottið í hug, að Sveinn, þessi stælti og kraftmikli fimleikamaður, færi fyrstur okkar yfir móðuna miklu. Hann vakti athygli mína, þegar hann kom í flokkinn fyrir um það bil 20 árum fyrir undraverða mýkt í öllum hreyfingum. Hann virtist fremur líða áfram en hlaupa eða ganga. Þegar ég kynntist Sveini betur fann ég, hvernig þessi mýkt einkenndi allt hans dagfar og við- mót. Hann var ákaflega ljúfur og notalegur og prúðmenni hið mesta. Hjálpsemin var honum í blóð borin og naut ég hennar oft, einkum við hluti sem þurfti lagni og útsjónar- semi við. Eins og oft vill vera með „mjúka menn“ var Sveinn gæddur við- kvæmri lund, en lét ekki á því bera, þótt honum liði ekki alltaf vel, en naut sín því betur á góðum stundum í glöðum hópi og verður okkur fé- lögunum ógleymanlegur fyrir sinn þýða skagfirska tenór og dillandi skæra hlátur. Við söknum þess að hafa ekki lengur þennan ljúfa félaga meðal okkar og þökkum honunrog hans góðu konu, Margréti, fyrir lipurð þeirra og gestrisni og allar góðar samverustundir. Margréti og börnunum sendum við okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Valdimar Örnólfsson Kveðja frá veiðifélögum Sveinn Sigurðsson veiðifélagi okkar og vinur er látinn. Við veiðifé- lagarnir sem eftir stöndum horfum á eftir þessum félaga okkar með söknuð í huga og sorg í hjarta. Sveinn var jafnan forystumaður við uPPbyggingu á þessum ánægjulega félagsskap okkar, bæði varðandi félagslegt starf og verklegar fram- kvæmdir. Það á ekki síst við um aðstöðu á heimili hans við smíði á veiðihúsi og nutum við þar jafnan velvilja hans og fjölskyldunnar allr- ar. Við veiðifélagarnir munum því geyma minninguna um Svein í hug- um okkar við áframhaldandi upp- byggingu og starfsemi á félagi okk- ar. Að lokum sendum við fjölskyldu og ættingjum hins látna okkar dýpstu samúðarkveðjur með þeirri ósk að kærleikur lífsins veiti þeim huggun og styrk á þessari erfiðu stund. Veiðifélagar í Afla Sendiherra Bandaríkjanna á ís- landi, Charles E. Cobb jr., á frum- kvæðið að þessari kynningu, en að henni standa Glóbus hf., Jöfur hf., Jötunn hf., Vífilfell hf. og fyrirtæki í Kringlunni. Bílaumboðin sýna alla nýjustu bílana frá Chrysler, Ford og Gener- al Motors. Alls verða sýndir 20 bíl- ar í göngugötum og utandyra. Til sýnis verða fólksbílar, fjölnotabílar, jeppar og pallbílar og hafa sumir þeirra ekki verið kynntir áður hér á landi. Einnig verður sýndur elsti bíll landsins sem er Ford-vörubíll. Verslanir í Kringlunni sem selja bandarískar vörur leggja áherslu á kynningu þeirra. Hagkaup verður með fjölbreyttar kynningar og til- boð á matvörum, hreinlætisvörum o.fl. Íslensk-ameríska verður jafn- framt með verðlaunagetraun í Hag- kaup, þar sem vinningar eru 4 Candy-þvottavélar auk 100 auka- vinninga. Veitingahúsin bjóða upp á ameríska rétti á tilboðsverði og bandarískur gestakokkur verður í Hagkaup. Flugleiðir hf. verða með kynningar á ferðum til Ameríku og Eymundsson hf. heldur bókasýn- ingu. Viðskiptavinir geta tekið þátt í léttum spurningaleik og glæsileg verðlaun eru í boði. Vinningar eru 25, þ. á m. ferð fyrir tvo til Wash- ington með Flugleiðum. Á vegum Menningarstofnunar Bandaríkjanna eru tvær sýningar á þriðju hæð Kringlunnar. Önnur sýn- ingin er frá National Air & Space safninu í Washington, þar sem rak- in er saga flugs og geimferða í Bandaríkjunum. Hin sýningin er frá National Oceans Atmospheric Ad- ministration. Kynntar eru umhverf- isrannsóknir stofnunarinnar á Norður-Atlantshafi. Á hveijum degi verða skemmtiat- riði í göngugötunni. Hljómsveitir og söngvarar koma fram og kynna jass, dixieland, sveitatónlist eða rokk o.fl. Nemendur úr dansskólum sýna dansa og bandarískur fótbolti verður kynntur. Einnig munu þátt- takendur í fegurðarsamkeppni ís- lands halda tískusýningu. Skemmti- atriði eru-breytileg frá degi til dags, en dagskrá hvers dags verður kynnt í dagblaða- og útvarpsauglýsingum. (F réttatilky nning) ________Brids____________ AmórRagnarsson Bridsfélag Reyðarfjarðar og Eskifjarðar Hafinn er tveggja kvöda tvímenn- ingur. Spilaður er barometer og er staða efstu para þessi eftir fyrra kvöldið: Jóhann Þorsteinsson - Kristján Kristjánsson 55 Búi Birgisson - Gisli Stefánsson 42 Ámi Guðmurtdsson - Jón Ingi Ingvarsson 40 Andrés Gunnlaugsson - Þorbeigur Hauksson 22 Einar Þorvai'ðarson - Garðar Jónsson 13 Ásgeir Metúsalemsson - Jónas Jónsson 6 Seinni umferðin verður spiluð 23. aprll. Nú eru aðeins tvö kvöld eftir af vetrarstarfinu. Bridsfélag byrjenda Síðastliðinn þriðjudag var spila- kvöld hjá félaginu í Sigtúni 9. Þátt- taka var nijög góð og var spilað á 27 borðum. Spilaður var Mitchell- tvímenningur og urðu úrslit þessi: Norður/Suður. ÓskarB.Ing^son-JónÞ.Rósmundss. 176 EinarGuðmannsson - Valgarð M. Jakobsson 171 OddurÓlafsson-KjartanAntonsson 169 María Haraldsdóttir - Lilja Halldórsd. 167 Felix Sigurðsson—Jóhannes Laxdal 166 Austur/Vestur: Halldór Már Sverrisson - Ingvar Hilmarsson 189 Elín Bjarnadóttir - Álfheiður Gísladóttir 176 ÓlafurErlingsson-HaraldurBriem 173 Jóna Magnúsdóttir - Bjami J. Guðmundsson 170 Steinþór Benediktsson - Amar V. Amarsson 166 Næsta spilakvöld verður ! Sigtúni 9 þriðjudaginn 30. apríl nk. og verður byrjað að spila kl. 19.30. Fólk er beð- ið um að mæta tímanlega og alls ekki seinna en 19.15. Standard-sagnkerfið Önnur bók í byijun árs 1989 gaf Guðmundur Páll Arnarson út bókina Standard sagnkerfið en Standard hafði þá rutt sér mjög til rúms hérlendis. Hér var um tilraunaútgáfu að ræða en skemmst er frá því að segja að móttök- urnar voru góðar og seldist upplagið upp á skömmum tíma. Nú hefir bókin verið endurútgefin og gefin út Standard - önnur bók. Að sögn útgefanda er gert ráð fyrir því að lesandi Standard/2 hafi góða þekkingu á undirstöðum kerfisins og að hann hafi stundað keppnisbrids eða eins og útgefandi orðar það - að les- S andinn verði að vera sjóaður spilari. Báðar bækurnar eru samtals um 250 bls. t Innilegar þakkir færum við þeim, sem sýndu okkur vinsemd og hlýhug við andlát og útför bróður okkar, ALFREÐS INGA JÓNSSONAR. Sérstakar þakkir til starfsfólks og for- stöðukonu Dvalarheimilis aldraðra í Vestmannaeyjum. Einnig til forstöðu- manns sjúkrahússins og starfsfólks og vina hans í Fiskiðjunni í Eyjum. Systkini hins látna. Vegna mistaka víxluðust myndir í þessum tilkynningum í blaðinu f gær, því eru þær endurbirtar leiðréttar og hlutaðeigandi beðnir afsökunar á þessum mistökum. + Þökkum innilega öllum, sem sýndu okk- ur samúð og vinarhug við andlát bróður * . ' *' okkar, fósturbróður og mágs, MEYVANTS RÖGNVALDSSONAR, Lindargötu 18, Siglufirði. Sérstakar þakkir færum við læknum og ÆsÉfi starfsfólki Sjúkrahúss Siglufjarðar, enn- fremur skólasystkinum úr árgangi ’33. Jóhann Rögnvaldsson, Erna Rósmundsdóttir, Aðalheiður Rögnvaldsdóttir, Gottskálk Rögnvaldsson, Unnur Jónsdóttir, Aðalbjörn Rögnvaldsson, Guðbjörg Jóhannsdóttir, Bjarni Árnason. F egrirð og leiðindi í Feneyjum Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Háskólabió: Ekki er allt sem sýnist - „The Comfort of Stran- gers“. Leiksfjóri Paul Schrad- er. Handrit Harold Pinter. Tón- list Angelo Badalamenti. Kvik- myndatökustjóri Dante Spi- notti. Aðalleikendur Christop- her Walken, Rupert Everett, Natasha Richardson, Helen Mirren. Bretland 1990. Einsog sjá má að ofan kemur vænn hópur kvikmyndagerðar- fólks hér við sögu en á misjafnan dag, svo spöruð séu stóru orðin. Ekki er allt sem sýnist (íslenska heitið nær inntaki og áhrifum myndarinnar óvenju vel, því í rauninni veit maður lítið hvað hér er að gerast) segir af hjónaleysun- um Everett og Richardson sem hafa brugðið sér í frí til Feneyja, þar sem þetta glæsilega par hyggst komast til botns í vanda- málum sínum. Hún á tvo börn af fyrra hjónabandi og hann er tví- stígandi yfir því hvort þau eigi að hefja sambúð. Rask kemst á framtíðarplönin er þau hitta af tilviljun harla furðulegan náunga (Walken) ogengu annarlegri konu hans (Mirren). Þau kynni eiga eftir að verða afdrifarík. Ekki er allt sem sýnist hefur bæði góða kosti og slæma galla. Hún er einstaklega falleg ásýnd- um, búningarnir frá Armani, sviðstjöldin og Feneyjar séðar gegnum linsur kvikmyndatöku- stjórans Spinotti eru eftirminni- lega glæsilegir þættir, eins tónlist hins sívaxandi Badalamenti, þó grísku áhrifin komi á óvart miðað við kringumstæður. Og ekki er við leikarana að sakast. Það stormar af Walken sem gefur sviðsvönum Bretunum ekkert eft- ir nema síður sé og sannar að hæfileikarnir eru ennþá fyrir hendi, þrátt fyrir langt lægð- artímabil. Richardson hefur erft einstaka leikhæfileika og engu síðri glæsimennsku og kynþokka frá sínum frægu foreldrum, og Mirren heldur tign sinni, en þau Walken eru í einkar erfiðum hlut- verkum sem lykta af óeðli. Meira að segja Everett nær sér á flug uppúr pempíuskapnum, en brot- hættur fríðleiki hans er leikaran- um oftar en ekki fjötur um fót. Það er hið hinsvegar handrit hins heimskunna leikritaskálds Harolds Pinters sem er megin- galli myndarinnar. Það er allt I senn; bókmennta-, tilgerðar- og leikhúslegt. Og það sem verra er, lengst af uppskrúfað, ýjandi og torskilið. Hvað maðurinn er að fara er hreint ekki ljóst. Víst er að fegurðin, sem allt snýst hér um meira og minna, getur verið beinlínis lífshættuleg sem og van- hugsaður félagsskapur. En pæl- ingarnar drukkna oftar en ekki í illþolandi endurtekningum, ill- skiljanlegum persónum og dulúð undir rós og lausu endarnir væru efni í heilsíðugrein. Schrader teygir á lopanum, á köflum er Ekki er allt sem sýnist alveg ótrúlega leiðinlega lang- dregin, einkum fyrri hluti mynd- arinnar. Miðkaflinn er best upp byggður og virkilega áhugavekj- andi en eftir lokakaflann er maður aftur litlu nær. Schrader er kunn- astur fyrir áhuga sinn á öfug- uggahætti, siðspillingu og öðrum brestum mannlegrar náttúru og fær hér í nógu að snúast. Engin efast um snilli Pinters sem leikrit- askálds og Schrader hefur gert athyglisverðar myndir inn á milli. En þeir eiga, eins og aðrir dauð- legir menn, sínar hæðir og lægð- ir. Að þessu sinni eru þeir nálægt botninum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.