Morgunblaðið - 19.04.1991, Síða 75

Morgunblaðið - 19.04.1991, Síða 75
r i«ei Jlm/, .>m ara^iav K . ^MO'RGUNBLAÐIÐ IPROTTIR FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 1991 75 I I I Morgunblaöiö/KGA J6n Kr. Gíslason sækir að körfunni og þeir Alan Ryan og Axel Nikulásson fylgjast með. Fjörutíu stiga sigur - á mjög slökum Skotum í öðrum vináttuleik liðanna Mm FOLK I GUNNAR Gíslason og sam- herjar í Hiicken sigruðu Jonsered, 4:1, í vesturriðli sænsku 1. deildar- innar í knattspyrnu í gærkvöldi. Þetta var annar leikur liðsins í deild- inni. Gunnar lék mjög vel sem aft- asti maður í vörn. ■ GUNNAR hefur verið meiddur í hné að undanfömu en er að ná sér. „Það hefur verið mikið um meiðsli hjá okkur og nú vantaði til dæmis fjóra lykilmenn. Byrjun okk- ar er því betri en við þorðum að vona,“ sagði Gunnar við tíðinda- mann Morgunblaðsins í Svíþjóð eftir leikinn í gær. Hacken gerði jafntefli á útivelli í fyrsta leik. B LEIFUR Dagfinnsson, mark- vörður KR-inga, leikur ekki hand- knattleik næsta vetur. Leifur segir að læknir sinn hafi bannað sér að æfa handbolta í að minnsta kosti eitt ár vegna eymsla í mjöðm. B LEIFUR Harðarson og fél agar hans í blaklandsliðinu ganga um þessar mundir í hús í Reykjavík til að selja klósettpappír. Þeir eru að safna fyrir ferð landsliðsins á Smá- þjóðaleikana í Andorra um miðjan maí. B GRAEME Souness, sem hætti sem framkvæmdastjóri Glasgow Rangers á miðvikudag, tók við starfi framkvæmdastjóra Liverpo- ol strax á fimmtu- FráBob dag. Hann skrifaði Hennessy undir fimm ár samn- lEnglandi ing, stjórnaði fyrstu æfíngunni þá um morguninn, og stýrir liðinu í fyrsta leiknum á morgun, er Norwich kemur í heimsókn. fl SOUNESS keypti 10% hlut í Rangers fyrir þremur árum fyrir 600.000 pund. David Murray, stjórnarformaður félagsins, keypti hlutinn af Souness áður en hann fór — fyrir þijár milljónir punda. B TALIÐ er að Souness fái 1,5 milljónir punda í laun fyrir fimm ára samning hjá Liverpool. Félagið þarf líklega að greiða Rangers 500 þúsund pund í bætur þar sem hann átti eftir tvö ár af samningi sínum þar. B PHIL Boersma, sem var þjálf- ari hjá Rangers, kemur með Sou- ness. Hann lék með Liverpool á árum áður og var um tíma aðstoðar- maður Johns Toshacks hjá Swansea. fl SOUNESS má ekki vera í vara- mannaskýlinu á leikjum Liverpool fyrr en eftir næsta keppnistíama- bil. Hann var dæmdur í tveggja ára „hliðarlínubann" af skoska knatt- spymusambandinu í fyrra, og það gildir einnig í Englandi. B ÞAÐ verður líkiega tilkynnt í Lundúnum í dag að Liverpool verði hleypt inn í Evrópukeppni aftur næsta keppnistímabil, en liðið hefur verið í banni síðan eftir harmleikinn á Heysel-leikvanginum í Brussel 1985, er tæplega 100 manns létust er slagsmál brutust út meðal áhorf- enda. Eins og staðan er í deildinni í dag er líklegt að Liverpool fái eina sæti Englands í UEFA-keppninni. B ÚRSLITALEIKUR ensku deildarbikarkeppninnar, sem fram fer á Wembley á sunnudag, verður sýndu beint í ríkissjónvarpinu. Það em Manchester United og Sheffi- eld Wednesday sem mætast. Leik- urinn hefst kl. 14. Ekki stóð til að sýna leikinn, en samningur náðist við umboðsaðila Pepsí á Islandi um að kosta útsendinguna. Islenska landsliðið í körfuknatt- leik vann fjörutíu stiga sigur á mjög slöku liði Skotlands í gær- kvöldi í Hafnarfírði. íslenska liðið náði góðri forystu strax í upphafi og þrátt fyrirýmsar til- raunir Islendinga vora gestirnir aldrei nálægt því að veita nokkra keppni. „Skotarnir hafa valdið okkur vonbrigðum, við áttum von á þeim sterkari. Kosturinn við leikina er að við fáum góða samæfingu og læram að leika gegn fastri vöm,“ sagði Jón Kr. Gíslason, fyrirliði íslenska liðsins, við Morgunblaðið eftir leikinn. Falur Harðarson gaf tóninn fyrir Island í byijun leiks, hann skoraði 18 stig á fyrstu átta mínútunum og það var strax ljóst að Skotarnir væra ekki líklegir til stórræða. Is- lenska liðið virtist aldrei þurfa að taka á honum stóra sfnum í leiknum en oft brá fyrir góðum samleik og fallegum körfum. Þegar leið á leik- inn lentu Skotamir í miklum villu- vandræðum. Þrír þeirra fengu fímm villur og mótspyma þeirra var lítil sem engin á lokamínútunum. Skoska liðið stendur því íslenska langt að baki hvað varðar tækni, en liðið státar af tveimur þokkaleg- um leikmönnum sem héldu því á floti. Það er erfitt að gera upp á milli einstakra leikmanna íslenska liðsins enda mótstaðan lítil. Allir leikmenn fengu að spreyta sig en það var greinilegur getumunur á byijunar- liðinu og varaliðinu. Ísland-Skotland 101:61 íþróttahúsið Kaplakrika, vináttulandsleikur í körtuknattleik, fimmtudaginn 18. apríl 1991. Gangur leiksins: 7:0, 18:6, 31:14, 46:26, 48:37 71:43, 101:61. Stig íslands: Falur Harðarson 22, Magnús Matthíasson 14, Jón Arnar Ingvarsson 14, Valur Ingimundarson 13, Kristinn Einars- son 9, Guðni Guðnason 8, Rúnar Ámason 6, Páll Kolbeinsson 6, Sigurður Ingimundar- son 4, Axel Nikulásson 4, Friðrik Ragnars- son 1. Stig Skotlands: A. Kiddie 27, J. Morrison 19, M. Murrhead 6, A. Lamb 3, A. Ryan 2, T. McDaid 2, J. Mitchell 2. Dómarar: Leifur Garðarsson og Guðmund- ur Stefán Maríasson dæmdu vel. Áhorfendun 22 greiddu aðgang en með boðsmiðum voru áhorfendur á annað hundr- aðið. Evrópukeppnin: Drengjaliðið gegn Þjóðverjum Drengjalandsliðið í körfuknatt- leik tekur þátt í Evrópukeppni drengjalandsliða sem hefst í Speyer í Þýskalandi í kvöld. Eftirtaláir leik- menn skipa liðið: Birgir Lárusson, ÍR, Atli Ámason, UMFG, Brynjar Ólafsson, Haukum, Eirikur Önundarson, ÍR, Halldór Kristmannsson, IR, Máms Amarson, ÍR, Ólafur Theódórs- son, ÍR, Kristján Guðlaugsson, ÍBK, Unnar Sigurðsson, IBK, Þórhallur Flosason, KR, Ósvaldur Knudsen, KR og Þór Ámason, KR. Þjálfari liðsins er Sigurður Hjör- leifsson og honum til aðstoðar er Stefán Arnarson. Kristinn Alberts- son, dómari, dæmir í keppninni. Islenska liðið mætir Þjóðveijum í fyrsta leik í kvöld kl. 19. Á morg- un verður leikið gegn Belgum og á sunnudag gegn Frökkum. Evrópukeppni meistaraliða: Jugoplastika meist- ari þriðja árið í röð Jugoplastika Sþlit frá Júgó- slavíu varð Evrópumeistari í körfuknattleik karla í gærkvöldi, þriðja árið í röð, er það sigraði spænska liðið Barcelona 70:65 í úrslitaleik f París. Barcelona var talið sigur- strangiegra, en Júgóslavamir voru betri allan tfmann og sigur- inn sanngjam. Sömu lið mættust í úrslitum í fyrra, og árið þar áður slógu Júgóslavarnir lið Barc- elona út í undanúrslitum. Júgóslavneska liðið missti nokkra frábæra leikmenn til er- lendra félaga eftir sfðasta keppn- istímabil, svo og þjálfarann Bozid- ar Maljkovic, sem nú stjómar ein- mitt liði Barcelona, en samt er liðið það besta í Evrópu. Zoran Savic og Toni Kukoc vora bestu menn Jugoplastika í gær. Stig Split: Zoran Savic 27, Avie Lester 11, Toni Kukoc 8, Zoran Sretenovic 7, Luka Paviccvic 7, Vetimir PerasoVic 6, Jan Tabak 2, Aramis Naglic 2. Stig Barfelona: Jose Rafael Ortiz 12, Stcve Truntbo 12, Usard Gonzales Termens 9, Jose Antonio Montero 9, Audie Norris 8, Juan Antonio San Epjfanio 8, Ignacio Solozaba! 7. Áhorfendur vora 14.000. i leik um þriója sadió sigraði israelska liðið Maccabi Tel Avív ftalska liðið Scavolino Pesaro 83:81. Frosti Eiðsson skrifar HANDBOLTI / 2. DEILD KVENNA KR-stúlkur sigurvegarar KR-stúlkur sigraðu í 2. deild kvenna í handknattleik 1991 og leika í 1. deild næsta keppnistímabil. KR vann Keflavík með 10 marka mun, 24:14, í hreinum úrslitaleik á miðvikudagskvöldið og tryggðu sér þar með sigurinn í deiidinni. ÍBK varð í öðru sæti, þremur stigum á eftir KR og leikur einnig í 1. deild næsta tímabil. Sæti þessarra liða í 2. deild taka Selfoss og ÍBV. ídag Skíði Alþjóða mótið í alpagreinum heldur áfram í Bláfjöllum í dag. Keppt verður í svigi karia og kvenna og hefst fyrri umferð kl. 9 og síðari umferð kl. 12. Körfuknattleikur ísland og Skotland leika vináttulands- leik f íþróttahúsinu í Keflavik kl. 20. Handknattleikur 1. delld karla: ÍBV — Haukar.........kl. 20.00. KA — GróUa...........kl. 20.00. Handknattleikur 2. deild karla, úrslitakeppni efri liða: UMFN-HK........................28:32 Hannes Leifsson 7, Magnús Þórðarson Ólaf- ur Thorderscn 5, 6, Snorri Jóhannesson 4 - Rúnar Einarsson 8, Elvar Óskarsson 8, Róbert Haraldsson 6, Gunnar Gtslason 4. ■Staðan í leikhléi var 17:15 fyrir Njarðvík- inga. Hart var barist, leikmenn HK komust ekki yfir fyrr en fimm mín. voru til leiks- loka og þurftu að hafa mikið fyrir sigrinum. Knattspyrna Reykjavíkurmótið: ÍR-Valur......................0:1 - Gunnlaugur Einarsson. Guðmundur G. Þórarinsson HÆTTIVIÐ FRAMBOÐ OGFÆR TOPPSTÖÐUí SJÓDAKERFINU Frambjóðendur '&on&cci ú&zyctn ccm fctfjteyutócc ÍCHCfCtdútU - FLOKKARNIR V SKAMMTA SÉR Z00 MILLJÚNIR A HVERJU ARI Popparar og textaskáld sem lentu á bannlista Ríkisútvarpsins Ævintýramennirnir í Hagskiptum SKILJA EFTIR SIG SLÓflA GJALDÞROTA Þjóðþekktir menn spá fyrir um kosningaúrslit Fullt blað af slúðr

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.