Morgunblaðið - 21.04.1991, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 21.04.1991, Qupperneq 1
104 SIÐUR B/C 90. tbl. 79. árg. SUNNUDAGUR 21. APRIL 1991 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS BLOMAROSIR OG RJÓMAÍS Morgunblaðið/RAX Yasser Arafat, formaður PLO, í einkaviðtali við Morgunblaðið: Fer frá ef meirihluti full- trúa PLO vill leiðtogaskipti YASSER Arafat, formaður Frelsissam- taka Palestínu (PLO), segir í einkavið- tali við blaðamann Morgunblaðsins, sem birt er í blaðinu í dag, að ef meirihluti lýðræðislega kjörinna fulltrúa á þingi samtakanna telji rétt að skipta um leið- toga niuni hann hlíta því. Yasser Arafat hefur átt undir högg að sækja frá lokum stríðsins fyrir botni Persa- flóa í lok febrúar og fram hafa komið kröf- ur um að hann víki úr formannssætinu. Aðspurður um hvort valdabarátta ætti sér stað innan æðstu stjórnar PLO kvaðst hann engar áhyggjur hafa af slíku. „Við erum með lýðræðislega uppbyggt kerfi og erum stoltir af því. Við erum engar strengjabrúð- ur, hvorki eins né neins, og hver hefur sjálf- stæðan vilja og skoðanafrelsi." Hann lagði hins vegar áherslu á að meðan hann nyti stuðnings meirihluta fulltrúa PLO gæti hann ekki runnið af hólmi. Hann kvaðst ekki vera orðinn þreyttur á baráttunni fyr- ir frelsun Palestínu. „Þetta er bylting, lengsta bylting sögunnar og henni verður haldið áfram þar til sigur vinnst". Aðspurður um hugmyndir varðandi stofnun sambandsríkis Palestínu og Jórd- aníu sagði Arafat að slíkt þyrfti að semja um á jafnréttisgrundvelli eins og tíðkaðist í samskiptum tveggja fullvalda ríkja. Hann myndi hlíta þeirri ákvörðun sem tekin yrði á lýðræðislegan hátt. Arafat léði máls á því að Palestínumenn. sem ekki eru félagar í PLO, ræddu við James Baker, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, á ferð hans um Mið-Austurlönd á dögunum. Hann kvaðst gera sér grein fyrir því að Palestínumenn á hernumdu svæðunum væru ekki allir sáttir við þá ákvörðun hans. Forysta PLO hefði hins vegar ekki viljað ganga gegn friðarumleit- Unum, sem kynnu að verða málstað Pal- estínumanna til framdráttar. Arafat sagði að forysta PLO hefði leitað friðsamlegrar lausnar á deilu íraka og Kúveita en henni hefði ekki tekist að af- stýra stríði. Afleiðingarnar væru hörmuleg- ar. „Það verða ljót ör eftir þessa styrjöld og gjár milli fólks og mikillar og ákveðinn- ar viðleitni er þörf nú. írak hefur verið lagt í rúst. Alvarlegir eldar loga í oiíulindum Kúveits og ógnunin frá þessum harmleik er ekki hara o-orrnyart fAjVjnu j hessnm heimshluta, íraskir Kúrdar eru aðeins einn þáttur umfangsmikils harmleiks,“ sagði hann. Sjá „Hefndarhugur færir okkur ekki föðurland“ á bls C26. ímyndunarafli smyglara eng- in takmörk sett Suður-amerískir eiturlyfjabarónar ger- ast æ hugmyndaríkari. Lögreglumenn í Madrid gerðu nýlega 11 baðkör úr trefjaplasti og kókaíni upptæk. Ferða- maður nokkur var stöðvaður á Roissy- flugvelli fyrir utan París fyrir að klæð- ast suður-amerískri herðaslá sem þakin var uppleystu kókaini sem síðan hafði storknað inn í efnið líkt og stífelsi. Fundist hafa málverk máluð með „kókaín-málningu“, litlar Krists-styttur gerðar úr „kókaín-leir“ og ferðatöskur pressaðar úr kókaín-blöndu. Kókaín hefur einnig fundist sprautað inn í kókoshnetur. Imyndunarafli smyglar- anna eru engin takmörk sett. Fyrst símboðinn svo farsíminn Truflun af völdum simboða verður æ meiri í skólastofum í menntaskólum í Sameinuðu arabisku furstadæmunum. Til að bæta gráu ofan á svart biðja nemendur kennara sína síðan gjarna um leyfi til að fá að hlaupa út í bil til að hringja úr bílasímanum sínum! Safnið verður svart diskótek Stalinistinn Enver Hoxha myndi eflaust snúa sér við i gröfinni ef hann vissi að fáklæddar stúlkur dansa nú fyrir framan sjónvarpsmyndavélar í safni, sem reist var í Tirana til minningar um ævi hans og starf. Safnbyggingin er nú notuð til að taka upp vinsælan skemmti- og dægurlagaþátt fyrir alb- anska sjónvarpið en henni á að breyta í eitt af glæsilegustu diskótekum heims og verður það allt svartmálað. Rafmagni stolið fyrir milljarða PLN, ríkisreknar rafmagnsveitur í Ind- ónesíu, ætla að grípa til róttækra að- gerða vegna gífurlegs raforkustulds. Talið er að verksmiðjur og fleiri aðilar steli raforku frá PLN fyrir um 3,5 milljarða ÍSK á ári, aðallega með því að koma fyrir rafmagnsvírum inni í aðalrafmagnsstrengjum. íbúar höfuð- borgar Indónesíu, Jakarta, sem vilja fá rafmagn leiíí. jrjn í lliis sír^ nrota smiirl sér beint til starfsmanna rafmagns- veitnanna og borgað þeim fyrir að „beintengja" hús sín inn á rafmagns- æðar. Tekjur PLN aukast því ekkert þrátt fyrir aukna framleiðslu. BYGGÐA- VANDIÁto SEYÐISFIRÐI ÞRAUTASAGA ÞJÓÐA- BÓK- HLÖÐU Einkavidtal Morgunblads- insvið Yasser Arafatyfor- tnann Frelsis- samtaka Pal- estínu 26 MIFIT

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.