Morgunblaðið - 21.04.1991, Síða 20

Morgunblaðið - 21.04.1991, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. APRIL 1991 Dr. Þóra Ellen Þórhallsdóttir grasafræðingnr. í bakgrunni eru Ölfusforir nærri Kröggólfsstöðum. Viðtal við Þóru Ellen Þórhallsdóttur, líffræðing Morgunblaðið/RAX/Jóhann Óli Hilmarsson lrss°5'- H HVERFA Aðeins eftír 2,4% áSuðurlandi Viðtal: Elín Pólmadóttir ÍSLAND verður fá tæklegra ef votlendið hverfur. Þá er ekki aðeins horfið mýrlendi, sem var stór þáttur í íslenskri náttúru, heldur hverfa með því gróður- og jarðvegstegundir og búsvæði margra fuglateg- unda. Nú er þó svo komið að ekki eru eftir nema um 2,4% af þeim mýrum á Suðurlandi sem þar voru um 1930 og þó var ekki farið að ræsa fram og þurrka þær upp fyrr en eftir stríð og ekki í stórum stíl fyrr en eftir 1950. Þetta er hin dapurlega niðurstaða í úttekt," sem dr. Þóra Ellen Þórhallsdóttir grasafræðingur hefur verið að vinna með samstarfsfólki sínu á undanförnum þremur árum á Suðurl- andi. En við þá rannsókn koma ekki til skila nema 26 ferkílómetrar af óröskuðu votlendi. Og ein tegundin, hallamýrarnar sem eru einna fjölbreyttastar að gróðurfari, eru alveg að hverfa. ilefni þess að gengið var á Þóru Ellen um viðtal um þessar rannsóknir hennar, þótt þeim sé ekki alveg lokið, voru ummæli forustumanns um skógrækt sem sagði í fjölmiðli að verið væri að leita að landi til að setja niður plöntur í stórum stíl í vor, helst mýrlendi. En Þóra Ellen hefur í rannsóknum sín- um tekið fyrir votlendi á öllu svæðinu frá Ölfusi austur að Markarfljótsbrú. Er búið að skoða 35 svæði, sem sum eru mjög lítil. Er úttektinni á Suðurl- andi að mestu lokið. Þó eru eftir lít- il svæði, einkum austast í Landeyjun- ura, sem á að ljúka könnun á í sumar. Þóra Ellen byijaði þessa úttekt á votlendi á Suðurlandi sumarið 1988. Hún var þá í Náttúruverndarráði og hafði kynnst því hve sárlega vantaði upplýsingar um votlendi þegar þar voru uppi áform um að reyna að friða einhveija mýri á þessum slóðum fyr- ir náttúruvemdarþing 1987. Nátt- úruvemdarráð sótti um og fékk svo- lítinn styrk úr Þjóðhátíðarsjóði í þessu skyni og Þóra Ellen vann að þessu ein fyrsta árið. Þótt hún vissi að gengið hefði verið freklega á mýrlendið, þá grunaði hana ekki þá hve sáralítið væri í rauninni eftir af því. Aðeins 26 ferkm af óröskuðum mýrum Byijað var á að skoða loftmyndir hjá Landmælingum ríkisins, og hún segir að starfsmenn Landmælinga hafí verið einstaklega hjálplegir allan tímann. Voru fyrst skoðuð kort og loftmyndir til að reyna að meta hvar væri óraskað land eða land með skurðum sem virtist ekki hafa verið ræktað frekar. Þegar Christian Roth, forstjóri Isals, bauð styrk til verkefn- isins á árinu 1989, var hægt að ráða tvo starfsmenn og greiða rekstur við útivinnuna í tvö sumur. Réð Þóra Ellen tvo líffræðinga í útivinnuna, þau Jóhann Þórsson og Svöfu Sigurð- ardóttur. Hafa þau tvö undanfarin sumur unnið við að kortleggja svæð- in. Þau hafa farið á staðinn með loft- myndir í mælikvarðanum 1:36000 og teiknað inn mörk votlendisins og skurði, bæði þétta og dreifða. Þau lýsa líka gróðurfari á hveijum stað og hafa gert tegundaskrá fyrir allar háplöntur. „Þetta er nákvæmt og hefur verið tímafrekt, en það gefur gífurlega miklar upplýsingar," segir Þóra Ellen. Ur þessum upplýsingum var svo unnið. Var hún svo lánsöm að geta fengið lánað hjá manni sín- um, Helga Björnssyni jöklafræðingi, tæki til að mæla flatarmál í tölvu- tæku formi, en með því er einfalt og fljótlegt að reikna flatarmál hvers svæðis. Þetta verk unnu tveir ungir líffræðingar, Kristín Svavarsdóttir og Magnús H. Jóhannsson. „Þessi þáttur er búinn, en eftir er að vinna úr gróðurgögnunum. Ég ætla að taka sérstaklega út votlend- issvæði, þar sem eru sjaldgæfar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.