Morgunblaðið - 21.04.1991, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 21.04.1991, Qupperneq 38
MORGÍÍNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM SIJNNUDAGUR 21. APRIL 1991 KARLAR Stelpu- stundir Þótt mannl þyki þeyttur rjómi góður er ekki þar með sagt að maður vilji borða hann með öllum mat. Það sama á við um karlmenn. Þó svo ýmislegt gott mmmmmmmmmmm megi um þá segja eiga þeir einfald- lega misvel við eftir aðstæðum. Ég er t.d. afskap- lega lítið spennt fyrir því að fara til karlkyns eftir Jónínu kvensjúkdóma- Leósdóttur eða fæðingar- lækna —■ og er örugglega ekki ein um það. Körlum er velkomið að bora í tennurnar á mér, taka úr mér hálskirtlana og mæla í mér sjónina en þegar vandamál- ið færist neðar á líkamanum finnst mér verulega óþægilegt að leita til þeirra. Sumum finnst þetta eflaust „tiktúrur" enda hef ég oft heyrt hlegið að þvi að konur skuli setja það fyrir sig að leggjast allsberar upp á bekk hjá kvensjúkdóma- lækni. Fyrir lækninum séum við eins og hvert annað kjötstykki á færibandi. Bara enn eitt and- lits- og persónuleikalaust við- fangsefni i langri röð „tilfella" sem þeir þurfi að glíma við í vinnunni. En auðvitað eru það karlar sem afgreiða málið á þennan hátt og finnst kvenfólk gera úlfalda úr mýflugu. Þeir hafa nefnilega ekki þurft að láta ókunnugar konur í hvítum sloppum skoða á sér viðkvæm- asta líkamshlutann oft og mörg- um sinnum frá kynþroskaaldri. (Og þó svo væri myndu þeir samt hafa sloppið við að liggja jafn varnarlausir og niðurlagðir/nið- urlægðir og konur eru á bekkj- um kvensjúkdómalækna!) Annars er kvenfólki, sem af fúsum og frjálsum vilja kemur til læknis, kannski litil vorkunn miðað við konur sem kæra nauðgun. Á fyrstu stigum slikra kærumála eru það iðulega karl- kyns lögregluþjónar og læknar sem sjá um skýrslutöku og skoð- un kvennanna. Því miður, strákar! Þið eruð ómissandi við ýmis tækifæri en skömmu eftir að einn af kynbræðrum ykkar hefur beitt konu kynferðislegu ofbeldi hefur hún fremur tak- markaðan áhuga á að láta karl- menn yfirheyra sig og þukla á sér — þótt það sé gert í þeim til- gangi að upplýsa málið og koma ofbeldismanninum á bakvið lás og slá. En það er ekki nóg nieð að karlar geti farið í taugarnar á okkur kvenfólkinu þegar þeir eru af mestu samviskusemi að sinna skyldustörfum sínum. Það er svo vandlifað í þessum heimi að karlar geta jafnvel stundum verið „óæskilegir" á sínum eigin heimilum. Égá auð- vitað við þau kvöld, þegar eigin- konan heldur saumaklúbb, en það er háheilög samkunda sem einungis konur fá aðgang að. Eftir því sem líður á sauma- klúbbinn verða umræðurnar sífellt persónuiegri, viðkvæm yandamál eru viðruð og leyndar- mál opinberuð. Nær þetta oft hámarki um það bil er húsbónd- inn á heimilinu er að skila sér aftur úr bióferðinni sem frúin sendi hann í til að tryggja að hann myndi ekki trufla. Það síðasta, sem konurnar í klúbb- num kæra sig um á slíkum stundum, er að maðurinn mæti brosandi inn í stofu og blandi sér í hópinn. Hann „ætlar" kannski að vera kurteis. En hann hefur svipuð áhrif og köld vatnsgusa. Og brátt fara kon- urnar Iika að tínast heim. Karl- menn, sem kunna sig, læðast hins vegar á tánum inn í svefn- herbergi, loka að sér, setja bóm- ull í eyrun og breiða sængina upp fyrir haus! TOPPTISICA]\ SNYRTIVÖRUKYNNING Michille Amberni, húðfræðingur frá Stendhal verður með ráðgjöf mánudaginn 22. apríl frá kl. 10-18. Verið velkomin. TOPP I ÍSK W, Aðalstræti 9. VAXTARRÆKT Gífurleg vinna og fórnir að keppa erlendis Sölvi Fannar Viðarsson var einn þeirra sem vakti hvað mesta hrifningu áhorfenda á vel sóttu vaxtarræktarmóti í vikunni. Hann varð íslandsmeistari heildina í flokki yngstu og þykir efnílegur. Jafn vel líklegur til afreka á erldnri grundu ef honum sýnist svo, að mati yfirdómara mótsins. „Ég veit nú ekki hvort ég ætla að ganga svo langt að keppa erlend- is, það kostar gífurlega vinnu og fórnir. Það væri kannski allt í lagi að verða eins og Selvin Cottrel, sem sýndi á mótinu, hann var 35 kílóum vöðvameiri en þyngstu íslensku keppendurnir. Mjög vinalegur En ég er að fara að eignast bam með sambýliskonu minni Sigríði Valdimars- dóttur, þannig að það á hug minn allan þessa stundina,“ sagði Sölvi Fannar í samtali við Morgunblaðið. „Það stressaði talsvert, að hún skráð á fæðingardeild- ina sömu helgina og keppnin fór fram, en barnið beið úrslitana,“ bætti Sölvi við. Og hann hélt áfram: „Það er búið að vera mil< ”* álag fyrir þetta mól ég hef æft lega síðustu Gym 80, þar sem ég fékk góða hvatningu. Mig langar jafn vel að prófa fijálsar íþróttir í sumar ef ég hef tíma. í fyrirrúmi er þó náttúru- lega að æfa líkamann í tækjasal. Það er nokkuð sem fleira ungt fólk mætti gera. Lfkaminn er musteri og spurning hvort að fólk virðir hann og dýrkar eða ekki. Fleiri mættu spá í líkamlegt ásigkomulag sitt í stað þess að eyða allri sinni orku í skemmtanir og óhóflegan lifnað.“ Og hvað ber framtíðin í skautis- ér?„Ég veit ekki hvað ég stefni langt í vaxtarræktinni enn þá . Þó veit ég að ég stefni alltaf á sigur Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Vöðvaknippi og mýkt geta grein- ilega átt samleið. Sölvi Fannar Viðarsson. ef ég er að keppa á annað borð. Á mótum erlendis eru það yfirleitt vöðvamiklir smástubbar sem ná árangri og vissulega væri gaman að prófa að keppa erlendis, en það kostar ofboðslega vinnu. Hvort ég er tilbúinn eða hef áhuga á slíku verður tíminn að leiða í ljós,“ segir Sölvi að lokum. • Hreinsiefni • Pappír • Vélar K E W Hobby Háþrýstidælan Ðíllinn þveginn og bónaöur á tíu mínútum. Fyrir alvöru bíleigendur, sem vilja fara vel með lakkið á bílnum sínum, en rispa það ekki með drullugum þvottakústi. Bílsápa og sjálfvirkur sápu- og bónskammtari fylg- ir. Einnig getur þú þrifið húsið, rúðurnar, stéttina, veröndina og sandblásið málningu, sprungur og m.fl. með þessu undratæki. Úrval fylgihluta! REKSTRARVORUR Réttarhálsi 2,110 Rvík. - símar 31956-685554-Fax 687116 • Áhöld • Einnota vörur • Vinnufatnaður • Ráðgjöf • O.fl. o.fl.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.