Morgunblaðið - 21.04.1991, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM sÍjnMJ|)MÍÍIR .21.. APRÍL 1991
3$
F.v. Jón Pálmi
Óskarsson,
Magnús Teits-
og Finnur
Friðriksson.
VISKA
Norðansignr
Strákarnir í spurningar-
keppnisliði MA sigruðu í
spurningarkeppni franmhalds-
skólanna á dögunum sem
kunnugt er, lið þeirra sigraði
Flensborg með nokkrum yfir-
burðum, 29-15. Meðfylgjandi
mynd er tekin í leikslok er
strákarir fögnuðu sigri. Þeir
eru í 2. og 3. bekk og mæta
því trúlega til leiks að ári ef
að líkum lætur. erðlaunin voru
ekki af lakara taginu, Islenska
alfræðiorðabókin og farand-
bikar.
TANGÓ
Lifir á því
að kenna tangó
T
'angö hefur alltaf verið talinn
tjáningarform fyrir heitar
ástríður og blóðhita. Menn setja
þennan tilfinningaþrungna dans
gjaman í bein tengsl við Suður
Ameríku og Suður Evrópu. Argentín-
umenn eru trulega þekktustu ástund-
arar tangós, en fleiri eru kallaðir.
Meðal annars íslendingar. Hér á
landi er nú staddur á vegum Kram-
hússins Svisslendingur að nafni
David Hohner. Hann hefur komið
hingað árlega frá árinu 1985 og allt-
af í sama tilgangi, eða til að kenna
íslendingum tangó. Morgunblaðið
tók Hohner tali á dögunum og spurði
hann hvort að rétt væri að svo mik-
il eftirspurn væri eftir tangókennslu
að hægt væri að hafa af því atvinnu.
„Já, það er hægt. Ég geri ekkert
annað en að ferðast land úr landi
og kenna tangó. Og einungis tangó.
Ég efa að ég ráði við t.d. vals. Eg
hef rekið mig á það, að ef ég reyni
að taka önnur spor þá treður tangó-
inn sér að og tekur völdin. Ég er sem
sagt gersamlega forfallinn tangó-
dansari. Þetta er ástríða," segir Ho-
hner.
Hohner segist ekki vera dans-
menntaður, heldur hafi hann lært til
kokks á sínum tíma. Hann eirði ekki
í þeim starfa og fór að vinna á veg-
um leikhúsa. Árið 1980 fór hann að
séuhæfa sig í tangó og upp úr því
fór hann að „kynna hann fyrir venju-
legu fólki“ eins og hann kemst að
orði. Þetta smávatt upp á sig hjá
honum og síðustu árin er það atvinna
hans að kenna þennan „heita“ dans.
Hohner er spurður hvemig íslending-
um gangi að læra dans sem bendlað-
ur er við heitt loftslag öðrum fremur
og hann svarar:
„Fyrst er rétt að taka fram, að
þótt margur haldi að tangó sé ein-
vörðungu dans suðrænna þjóða þá
er það bábylja. Að vísu era Árgentín-
umenn sennilega bestu tangódansar-
amir, en tangósnilld er alls ekki
bundin við heitt loftslag. Þannig eru
bæði Finnar og Japanir frábærir
tangódansarar með langa hefð á bak
við sig. Maður fær á tilfinninguna í
Finnlandi að hvert mannsbarn kunni
tangó. Hvað íslendinga varðar þá era
þeir misjafnir í þessu eins og öðru
og það sama á alls staðar við. Hér
á landi era margir ágætir tangódans-
arar. Ég er með tvo hópa núna, byrj-
endahop og annan sem skipaður er
fólki sem er lengra komið. Sá hópur
er sá besti sem ég hef kennt þannig
að íslendingum er ekki alls varnað
í þessum efnum, langt frá því.“ En
hvað segir Hohner um almennan
áhuga hérlendis?
Svona á að geraða...
David Hohner fylgist með sínu fólki.
Svemr Vilhelmsson
„Þetta hefur verið að smávinda upp
á sig. Þetta var fremur fátt í fyrstu,
en ég fæ alltaf fleiri og fleiri nýliða.
Ég hef ekki nákvæma tölu en yrði
ekki hissa þótt upp væri komin svona
200 manna tangónýlenda á Reykja-
víkursvæðinu.“ En heldur Hohner
einhveiju sambandi við þennan vax-
andi hóp? „Já, það vill svo til að ég
geri það. í lok hvers námskeiðahalds
ár hvert heldur Kramhúsið tangóball
og þangað koma allir nemendumir
og gott betur, fjölmargir góðir gest-
ir. Ég hlakka alltaf til þessara balla,
þetta eru eftirminnilegar samkomur.
Tangóballið nú verður 26. apríl og
ég vona að ég hitti sem flesta nem-
endur mína þá,“ segir David Ho-
hner, tangókennari.
Rétt
tilþrif.
HUSGOGNHF.
UVEGl 9, KÓPAVOGI
43500