Morgunblaðið - 05.05.1991, Síða 2

Morgunblaðið - 05.05.1991, Síða 2
2 FRETTIR/INNLEIMT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. MAI 1991 Alþýðublaðið aftur minnkað í 4 síður Uppsagnir fyrirhugaðar STJÓRN Blaðs hf., útgáfufélags Alþýðublaðsins og Pressunnar, hefur ákveðið að minnka Alþýðublaðið niður í fjórar síður og verð- ur sú breyting gerð í þessari viku. Jafnframt verður nokkrum starfsmönnum á ritstjórn Alþýðublaðsins og skrifstofu sagt upp störfum, að sögn Agústs Einarssonar sljórnarformanns. Ágúst sagði að gefa ætti blaðið út í þessari stærð í sumar en kanna nýja útgáfumöguleika fyrir haust- ið. Ingólfur Margeirsson, ritstjóri Alþýðublaðsins, hefur fengið starfsleyfi frá blaðinu frá 1. maí til næstu áramóta til að vinna að ritun bókar og hefur ekki verið tekin ákvörðun um ráðningu nýs ritstjóra. „Við reynum að leysa úr þessu tímabundna leyfi með því starfsfólki sem við höfum tiltækt,“ sagði Ágúst. Starfsfólki voru kynntar þessar breytingar á fundi á föstudag. Ágúst sagði að fjárhagserfið- leikar væru ekki ástæða uppsagn- anna og samdráttar í útgáfu. „Reksturinn er í jafnvægi en okkur þótti skynsamlegt að gera þetta núna yfír sumartímann til að út- gáfan verði betur í stakk búin í Jeppi um- hverfisráð- herra fer á uppboð INNKAUPASTOFNUN rík- isins mun um miðjan mánuð- inn bjóða til sölu bifreið af gerðinni Jeep Cherokee, sem notuð hefur verið sem ráðherrabíll í umhverfis- málaráðuneytinu undanfar- ið ár. Júlíus Sólnes, fyrrverandi umhverfismálaráðherra, fékk bílinn til afnota þegar hann tók við hinu nýstofnaða ráðu- neyti á síðasta ári. Eftirmaður hans, Eiður Guðnason, hefur hins vegar skilað bílnum inn til Innkaupastofnunar, sem stefnir að því að selja hann á uppboði um miðjan þennan mánuð. haust,“ sagði hann. Aðspurður sagði hann að örfáum starfsmönn- um yrði sagt upp störfum en ekki hefði verið tilkynnt hveijir fengju uppsögn. Sagði hann að búast mætti við meiri pólitískum áhersl- um í skrifum Alþýðublaðsins í sum- ar en eitthvað yrði dregið úr al-‘ mennum fréttaskrifum. Þá sagði hann að þessar breytingar núna tækju ekki til Pressunnar Jón Baldvin Hannibalsson, for- maður Alþýðuflokksins, sagði að Alþýðublaðið væri rekið af sjálf- stæðu fyrirtæki. „Alþýðuflokkur- inn er aðaleigandi þess en hins vegar höfum við rekið það með þeim hætti, að sjálfstæð stjóm heldur utan um reksturinn og hún hefur aðeins ein fyrirmæli frá mér, sem formanni Álþýðuflokks- ins, að þeim beri að reka þetta þannig að reksturinn standi undir sér og að flokknum séu ekki bundnir skuldabaggar. Ef þetta er ákvörðun stjórnar til að tryggja afkomuna, þá er það þeirra mál,“ sagði Jón. Ljósmynd/Páll Richardson Fimmlembd ærá Giljum íMýrdal ÆRIN Grána, sem er í eigu Ólafs Gunnarssonar á Giljum í Mýrdal, bar fimm lömbum nú fyrir skömmu. Ólafur Gunnarsson sagði í sam- tali við Morgunblaðið, að Grána og fleiri ær í eigu hans væru undan hrúti frá Smyrlabjörgum í Austur-Skaftafellssýslu, en kynið þar væri sérstaklega fijósamt. Oft kæmi fyrir að ær þaðan væru þrí- eða fjór- lembdar, en hins vegar væri alveg eiristakt hérlendis að þær bæru fimm lömbum. Ólafur segir að lömbin dafni vel, hann hafi vanið eitt þeirra undir en Grána mjólki vel fyrir hin fjögur. Þó þurfi líka að gefa þeim úr pela af og til. Hann segist ekki hafa hug á að rækta' upp fijósemi í líkingu við þetta í fjárstofni sínum, enda geti verið hætta á að ærnar nái ekki að mjólka fyrir öll lömbin. Ekkí fyrirhug’að að lækka verð á bensíni VERÐLAGSRÁÐ samþykkti á föstudag verðlækkun á svart- olíu og gasolíu en ekki hafa orðið breytingar á bensínverði. Kristinn Björnsson, forstjóri Skeljungs hf., segir að skýring- in á því sé sú, að verð á bensíni hér á landi hafi hækkað mun minna af völdum Persaflóa- styrjaldarinnar en svartolíu- og gasolíuverð. Þegar hafi komið fram lækkanir á bensínverðinu Borgarfj örður: 40 sentímetra ánamaðkur Borgarfirði. NÚ ER sá árstíminn sem veiðimenn fara á stjá eftir vetrardvalann. Ásmundur Sveinsson í Reykholti er líka farinn á stjá, hann ætlar að koma í veg fyrir það í sumar að laxveiðimenn þurfi að snúa heim með öngulinn í rassinum sökum beituleysis. Asmundur er 12 ára gamall og maðkakóngur. hefur á undanfömum árum tínt og selt ánamaðka veiðimönnum sem ekki hafa aðstöðu til að tína maðk. Á Varmalandi þar sem Ásmundur á heima er land að einhveiju leyti volgt og þrífast ánamaðkar þar mjög vel eins og sést á myndinni, stór áninn reyndist rúmir 40 sm sem er líklega íslandsmet þangað til annað kemur í Ijós og er Ásmundur sannarlega I blaðinu Gróður og garðar 2. tölu- blaði 6. árgangs er fróðleg grein um ánamaðka eftir Hólmfríði Sigurðar- dóttur fagdeildarstjóra við Garð- yrkjuskóla ríkisins. Þar kemur fram að um 20 tegundir ánamaðka eru á íslandi og stór áni eða skoti stærstur þeirra og getur hann orðið allt að 30 sm svo þarna er sannað að til eru þeir stærri. — Bernhard „ Morgunbladió/tíernhard Jóhannr’Kson Ásmundur Sveinsson með stóra ánamaðkinn. og það sé nú sambærilegt við það sem gerist í nágrannalönd- unum. Kristinn Björnsson segir, að sala á bensíni sé miklu jafnari hér á landi en sala á svartolíu og gasolíu. Olíufélögin verði vör við að þegar svartolíu- og gasolíuverð sé hátt hér heima dragi úr sölunni, þar sem siglingum skipa sé þá oft stýrt þannig að þau geti keypt olíu er- lendis. Hins vegar eigi bifreiðaeig- endur ekki kost á því að kaupa bensín annars staðar en hjá olíufé- lögunum hér. Sagði Kristinn að af þessum sökum væri hann þeirrar skoðunar, að olíuverðið hér ætti að fylgja heimsmarkaðsverði. Kristinn segir að 'veltan í bensín- sölunni sé hraðari en í sölu á gas- olíu og svartolíu og þess vegna hafí olíufélögin getað boðið nýtt verð á bensíni fyrr en á hinum teg- undunum. Verð á bensíni hér á landi hafi líka hækkað mun minna vegna Persaflóastríðsins en verð á svart- olíu og gasolíu og þess vegna hafi lækkanirnar orðið minni. Tilboðið 1.866 millj- ónum lægra TILBOÐ Hagvirkis í framkvæmd- ir við Fljótsdalsvirkj un var um 1.866 milljónum króna lægra en kostnaðaráætlun Landsvirkjunar, en ekki um 1.260 milljónum lægra, eins og fram kom í frétt í Morgunblaðinu á laugardaginn. Að sögn Agnars Olsens, forstöðu- manns verkfræðideildar Landsvirkj- unar, nam kostnaðaráætlun fyrir þá verkþætti, sem nú hafa verið boðnir út, um 8.855 milljónum króna, en tilboð Hagvirkis samanlagt um 6.989 milljónum. Morgunblaðið biðst velvirðingar á þessum mistökum. Loðskinnauppboðið í Kaupmannahöfn: Verð á minkaskinn- um hækkaði um 45% VERÐ á minkaskinnum hækkaði að meðaltali um 45% frá því í febrúar á loðskinnauppboðinu í Kaupmannahöfn sem lauk á mið- vikudag. AIIs voru tæplega 3,3 milljónir skinna á uppboðinu og seldust þau öll, en meðalverð þeirra var 1.688 kr. Á uppboðinu voru 27.322 íslensk minkaskinn og var meðalverð þeirra 1.505 kr., en það er 35,5% hækkun frá uppboðinu í febrúar. Meðalverð á scanblack-högna- skinnum á uppboðinu var 1.743 kr. og hækkaði það um 25%, en meðalverð scanblack-læðuskinna var 1.083 kr. og hækkaði um 37%. Scanbrown-högnaskinn hækkuðu um 68%, en meðalverð þairra var 2.477 kr. Meðalverð scanbrown- læðuskinna var 1.431 kr. og hækk- aði það um 49%. Scanglow-högna- skinn hækkuðu um 49%, og var meðalverð þeirra 2.422 kr., og meðalverð scanglow-læðuskinna hækkaði um 38%, en meðalverð þeirra var 1.358 kr. Pastel-högna- skinn hækkuðu mest, eða um 74%, og var meðalverð þeirra 2.046 kr., en meðalverð pastel-læðuskinna var 1.193 kr., sem er 53% hækkun. EFNI Stjórnmál ►Ekki er allt sem sýnist í upp- hafi stjómarsamstarfs/10 Borgarstjóri ►Hver tekur við af Davíð?/14 Mannlaus hús ► í Reykjavík og nági-enni eiga sér nú stað skipulögð innbrot í heimahús/16 IMý Viðreisn ►Minningar um Viðreisnarstjórn- inafyrstu/18 Flóttamenn í Sýrlandi ►Á flótta frá Saddam Hussein. Önnur grein úr flóttamannabúðun- um í Elhol/20 Hreinn tónn ►í leit að hinum hreina tóni með hljómburðarfræðingnum aust- firska Stefáni Einarssyni/24 Bheimili/ FASTEIGIUIR ► 1-28 Framkvæmdir í Kvos- inni ►Miklarframkvæmdireru nú að hefjast í miðborg Reykjavíkur sem áætlað er að standi næstu 3-4 árin. I fasteignablaðinu erfjallað um þessar framkvæmdir og hvaða breytingareru fyrirhugaðar á svæðinu/14 Kannski... kannski ► „Alls staðaj' á leiðinni blasti við eyðilegging. Ég hélt ég hefði séð nóg. Hafði þó enn ekki séð dáið hjarta Beirút, miðborgina.“/l Dallas ► Langloka aldarinnar í andar- slitrunum/6 Sjálfstæði ►Georgía vill aðskilnað, en íbú- arnirbeijast innbyrðis/10 Kannski vinnum víð samaniagt ►„Best að segja sem minnst, en hver veit nema ísland og Noregur vinni samanlagt," segir Eiríkur Hauksson sem keppir fyrir Noregs hönd í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva./12 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/6/bak Útvarp/sjónvarp 40 Dagbók 8 Mannlifsstr. 8c Hugvekja 9 Fjölmiðlar 18c Leiðari 22 Dægurtónlist 20c Helgispjall 22 Kvikmyndir 21c Reykjavíkurbréf 23 Menningarstr. 22c Myndasögur 26 Minningar 23c Brids 26 Bíó/dans 26c Stjörnuspá 26 A förnum vegi 28c Skák 26 Velvakandi 28c Fólk i fréttura 38 Samsafnið 30c Konur 38 INNLENDAR FRÉTTIR: 2-6-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1-4

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.