Morgunblaðið - 05.05.1991, Síða 8

Morgunblaðið - 05.05.1991, Síða 8
MORGUNpLAÐjip • PAGBOK S.L'NN'UDACiliR >fr. M.AÍ 1991 8: * \ /^ er sunnudagur 5. maí, 125. dagur ársins U-XA-VX 1991. Bænadagur. 5. sd. eftirpáska. Ár- degisflóð í Reykjavík kl. 10.19 og síðadegisflóð kl. 22.49. Fjara kl. 4.20 og kl. 16.20. Sólarupprás í Rvík kl. 4.48 og sólarlag kl. 22.03. Myrkur kl. 23.19. Sólin er í hádegisstað íRvík kl. 13.24 ogtungliðerí suðri ki. 6.24. (Almanak Háskóla íslands.) Ég er góði hirðirinn. Góði hirðirinn leggur lífið í sölurn- ar fyrir sauðina. (Jóh. 10,11.) ARNAÐ HEILLA fjr/\ára afmæli. í dag, 5. tJmaí, er fimmtugur Ólafur Pálsson, prent- smiðjustjóri og útgefandi, Hverfisgötu 32, Rvík. Hann tekur á móti gestum í dag, afmælisdaginn, í félagsheim- ili prentiðnaðarins, Háaleitis- braut 58-60, milli kl. 16 og 20. HJÓNA- BAND. Fyrir nokkrum vik- um voru gefin saman í hjóna- band Dagný Thorarensen og Róbert Hamar. Heim- iii brúðhjón- anna er í Vest- urbergi 19, Rvík. Sr. Guð- mundur Karl Ágústsson gaf brúðhjónin saman. (Ljósm. Jóh. Long.) 0/'|ára afmæli. Hinn 2. ÖV/ maí síðastliðinn átti 83 ára afmæli frú Astrid Hannesson frá Vestfold í Noregi, Asparfelli 10, Rvík. Eiginmaður hennar var próf- essor Jóhann Hannesson við guðfræðideilB Háskóla ís- lands. Hann er látinn fyrir allmörgum árum. Þessi af- mælistilkynning barst Morg- unblaðinu í pósti frá Kína í gær. Þar eru dóttir hennar Gunhild og tengdasonur, Sig- urvin Ólafsson verkfræðing- ur. Hann starfar við olíubor- anir við strönd Kína. FRÉTTIR/MANNAMÓT BÆNADAGUR er í dag. „Sérstaklega helgaður fyrir- bænum. Eftir siðaskipti voru yfírleitt fyrirskipaðir 3-4 | bændagar á ári, sbr. kóngs- i bænadag. Þessi siður var end- > urvakinn að nokkru leyti 1952 með hinum almenna . bænadegi þjóðkirkjunnar, sem haldinn er 5. sunnudag eftir páska,“ segir Stjömufr./Rímfr. FRÍMERKJASÝNING. í til- efni af frímerkjasýningunni NORDIA ’91, sem verður í Laugardalshöllinni 27.-30. júní, gefur Póst- og síma- málastofnunin út smáörk með þremur frímerkjum. Hún kemur út í þessum mánuði, útgáfudagur 23. maí. Þetta verður þriðja smáörkin, sem gefin er út af þessu sama til- efni. Myndefni smáarkanna er úr landabréfí (Carta Mar- ina) af Norðurlöndum eftir Olaus Magnus, sem út kom í Feneyjum 1539. Frá þessu segir í tilk. frá Pósti og síma. Verðgildi frímerkjanna á örk- inni sem út kemur 23. maí er 50 kr. merki, landabréfið, 26 kr. merki, Jökulsárlón, og 31 kr. merki, Strokkur (hver- inn). Frímerkin teiknaði Þröstur Magnússon. Sér- stakur dagstimpili verður í umferð. VIÐEYINGAFÉLAGIÐ í Rvík. í dag kl. 14.30 verður afmælisfundur á Hoiiday Inn hótelinu. Minnst 20 ára af- mælis félagsins: Myndasýn- ing, óperusöngur m.m. og kaffiveitingar. KVENFÉL. Keðjan. Vorferð félagsins verður farin nk. miðvikudagskvöld austur í. Hveragerði. Lagt verður af stað kl. 18.30 frá Umferðar- miðstöðinni. Kvöldverður verður framreiddur á Hótel Örk. FÉL. svæðameðferð heldur aðalfund á Holiday Inn-hótei- inu 6. þ.m. kl. 20. KVENFÉL. Garðabæjar. Nk. þriðjudagskvöld verður fundur kl. 19 sem hefst með borðhaldi. Gestur fundarins verður Jóhanna Kristjóns- dóttir blaðamaður. Þá koma í heimsókn nemendur í tón- listarskóla bæjarins. HÁSKÓLI íslands. í Lög- birtingablaðinu er auglýst laus staða lektors í rússnesku við heimspekideildina. Segir þar að umsækjendur skuli hafa lokið háskólaprófi í rússnesku. Kunni umsækj- endur ekki íslensku er áskilið að viðkomandi læri hana hér á landi. Umsóknarfrest setur Þetta er ferjan Hafrún, sem er að leggja að bryggju í Reykjavíkurhöfn að lokinni námsferð um Sundin. Þessar námsferðir eru farnar á vegum Náttúruverndarfélags Suðvesturlands og Fræðsluráðs Reykjavíkur. Nemendur í 11 ára bekkjum grunnskólanna hafa farið í þessar ferðir og hafa þær tekist vel. Einar Egilsson formaður Náttúru- verndarfélags Suðvesturlands hefur verið fararstjóri. Hefur siglingin tekið um tvo tíma og farið um sundin út að eyjunum hér utan við Reykjavík: Viðey, Þerney, Lundey og Engey. — Hvergi þó farið í land. Reynt að krakk- arnir fái einhverja nasasjón af lífríki sjávar. Hafa t.d. verið með í ferð krabbagildrur. Hefur trjónukrabbinn eign- ast fjölda aðdáenda í þessum ferðum. Margir krakkanna sögðu að þau langaði að taka heim með sér svo sem einn trjónukrabba, stelpurnar jafnt sem strákarnir. Þessum námsferðum er nú lokið. (Morgunblaðið/Sverrir). starfsmannasvið Háskólans til 30. júní. BARNADEILDIN í Heilsu- vemdarstöðinni við Baróns- stíg hefur opið hús fyrir for- eldra unga barna á þriðjudag- inn kemur, kl. 15-16. Um- ræðuefni verður bijóstagjöf. LÆKNAR. í Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið tilk. í Lögbirtingablaðinu að þessum læknum hafi verið veitt starfsleyfi cand. med. et chir. Guðmundi Daníels- syni. Cand. med. et chir Elín- borgu Guðmundsdóttur. Cand. med. er chir. Jóni Hilmari Friðrikssyni. Cand. med. et chir. Elínborgu Bárðardóttur. Cand. med. et chir. Torfa Fjalari Jónas- syni. Cand. med. et chir. Guðrúnu Hreinsdóttur og cand. med. et chir. Jóni Sig- mundssyni. SILFURLÍNAN, alhliða þjónusta við eldri borgara á Reykjavíkursvæðinu. Þetta er þjónusta á vegum Rauða krossins, Soroptimista, Bandalags kvenna í Rvík og Fél. eldri borgara. Svarað er í síma Silfurlínunnar 616262 á mánudögum kl. 17-20. SAMHJÁLP hvítasunnu- manna. Fyrsta samkoma á þessu ári er í dag kl. 16.30 í Fíladelfíukirkjunni. Fjölbreytt dagskrá í tali ogtónum. Fjöldi fólks tekur þátt í dagskrárat- riðum. Þar verða t.d. Sam- hjálparkórinn og söngtríóið „Beiskar jurtir“. Samkoman er öllum _opin og aðgangur ókeypis. Óli Ágústsson for- stöðumaður Samhjálpar stjórnar samkomunni. KVENFÉL. Seljasóknar. Næstkomandi þriðjudags- kvöld verður félagsfundur kl. 20.30 í kirkjumiðstöðinni. M.a. rætt um vorferð, tísku- sýning. Kaffiveitingar. MIKLAHOLTSHPREPP- UR. í tilk. í Lögbirtingi frá hreppsnefnd Miklaholts- hrepps í Hnappadalssýslu segir að hreppsnefndin hafí ákveðið að banna lausagöngu nautgripa. Tók bannið gildi 1. maí. Áður hafði verið sett bann við lausagöngu hrossa. KVENFÉL. Fríkirkjunnar í Reykjavík heldur síðasta fundinn á starfsárinu mánu- dagskvöldið kl. 20.30 í safn- aðarheimili Dómkirkjunnar í gamla Iðnskólanum við Lækj- argötu. Spilað verður bingó. FÉL. eldri borgara. í dag er opið hús í Risinu kl. 14, fijáls spilamennska. Dansað kl. 20. Á mánudag verður opið hús í Risinu kl. 13-17, fijáls spilamennska. Næst- komandi þriðjudag er fyrir- huguð listkynning kl. 15 og verður gerð nánari grein fyrir henni. KVENFÉL. Kópavogs. Næstkomandi þriðjudags- kvöld verður spiluð félagsvist í félagsheimili Kópavogs, öll- um opið, kl. 20.30. KIRKJUSTARF REYKJAVÍKURPRÓF- ASTSDÆMI: Hádegisverð- arfundur presta verður í safn- aðarheimili Bústaðakirkju mánudaginn 6. maí kl. 12. ÁRBÆJ ARKIRKJ A: Leik- fimi fyrir aldraða á þriðjudög- um kl. 14. Mæður og feður ungra barna í Ártúnsholti og Árbæ. Opið hús í safnaðar- heimili Árbæjarkirkiu þriðju- dag kl.10-12. BÚSTAÐAKIRKJA: Æsku- lýðsfundur í dag, sunnudag, kl. 17. FELLA- og Hólakirkja: Fundur í Æskulýðsfélaginu mánudagskvöld kl. 20.30. Fyrirbænir í kirkjunni þriðju- daga kl. 14. SELJAKIRKJA: Æskulýðs- fundur mánudag kl. 20. SELTJARNARNES- KIRKJA: Æskulýðsfundur í kvöld kl. 20.30. MORGUIMBLAÐIÐ FYRIR 25 ÁRUM I Reykjavík hefur skæð inflúensa geisað. Mikil forföll eru í skólum og flensan hefur lagt heilu fjölskyldurnar í rúmið nær samtímis. Læknar telja að veikin sé nú í hámarki og muni senn fara rénandi. LÁRÉTT: — 1 mergð, 5 kynið, 8 þor, 9 dúkku, 11 alda, 14 þegar, 15 tigin, 16 reiðan, 17 greinir, 19 slæmt, 21 blóðsuga, 22 markleysuna, 25 ferski, 26 gubba, 27 sefa. LÓÐRÉTT: — 2 hestur, 3 land, 4 deyfð, 5 fuglinn, 6 málmur, 7 svelg, 9 byrðin, 10 dýr, 12 nærri, 13 atokk- inn, 18 tölustafur, 20 drykk- ur, 21 greinir, 23 svik, 24 öfugur tvíhljóði. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: LÁRÉTT: — 1 goðgá, 5 kátri, 8 emjar, 9 smári, 11 rista, 14 núp, 15 ásinn, 16 afræð, 17 aur, 19 arka, 21 kunn, 22 urtunum^ 25 inn, 26 ána, 27 sum. LOÐRETT: - 2 orm, 3 ger, 4 áminna, 5 karpar, 6 ári, 7 rót, 9 smánaði, 10 ágiskun, 12 straums, 13 arðinum, 18 unun, 20 ar, 21 ku, 23 tá, 24 Na. ORÐABOKIIM Umferðarþungi Ekki alls fyrir löngu las ég grein, þar sem rætt var um framtíð Reykjanes- brautar. Greinarhöfundi verður að vonum tíðrætt um þróun vegakerfis höf- uðborgarsvæðisins og hvað framundan er á næstu tveimur áratugum. Við lestur greinarinnar tók ég eftir því, að hvergi er talað um lagningu brauta eða að leggja veg, heldur um uppbyggingu stofnbrauta og að byggja upp fyrsta flokks stofn- braut um höfuðborgar- svæðið. Hvað sem þessum orðum líður hnaut ég þó einkum um eitt orð, orðið umferðarmagn. Áður hef- ur í þessum pistlum verið minnzt á ofnotkun og raunar óþarfa notkun no. magn. Því miður virðist það hafa örðið fyrir dauf- um eyrum, jafnoft og þessi ofnotkun á sér stað í ræðu og riti. En í téðri grein stendur þetta: „ Um- ferðarmagnið á umferða- mestu götunum verður þá a.m.k. 80.000 bílar á sól- arhring í stað 50.000 í dag.“ Enda þótt orðið bijóti ekki í bága við regl- ur íslenzks máls, færi hér miklu betur að tala um um ferða rjjunga. Þá fer ekki heldur vel á að tvítaka no. umferð í sömu andrá. Þessu má kippa í liðinn og segja: Umferðar- þunginn á fj'ölförnustu götunum verður þá o.s.frv. Ég vænti þess, að lesendur fínni hér nokk- urn mun á orðalagi, þótt hitt geti ekki talizt rangt mál. JAJ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.