Morgunblaðið - 05.05.1991, Page 10

Morgunblaðið - 05.05.1991, Page 10
t MdRötíkBiiíöíÖ 'MWtíöÁööíi ® WÁF 'í*)é 1 mo Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar á ríkisráðsfundi á Bessastöðum síðastliðinn þriðjudag í u p p h a I i s t j ó r n a r s a m s t a r f s: Fréttaskýring eftir Agnesi Bragadóttur DAVÍÐ Oddssyni formanni Sjálfstæðisflokksins tókst það ætlunarverk sitt að mynda ríkisstjórn á mettíma. Þegar ríkisráðsfundur var haldinn á Bessa- stöðum síðastliðinn þriðjudag þar sem forsetinn afhenti Davíð stjórnartaum- ana, vantaði tæpar fjórar klukkustundir upp á að Davíð hefði haft form- legt umboð til stjórnarmyndunar í fjóra sólarhringa. Ný ríkisstjórn Sjálf- stæðisflokks og Alþýðuflokks var orðin að veruleika, formenn beggja flokka voru móðir nokkuð, og ekki laust við að þeir hafi á þessum skamma tíma orðið fyrir óvæntum skellum, sem alltaf má þó búast við í ólgusjó stjórnmál- anna. Til eru liðsmenn beggja flokka, sem telja sig hafa borið skarðan hlut frá borði við það samkomulag sem með formönnunum tókst, og hugsa foringjum sínum þegjandi þörfina, að minnsta kosti sumir hveijir. Það væri því barnaskapur að ætla sem svo, að fyrst tekist hefur samkomulag um stjórnarsamstarf flokkanna tveggja, verði framhaldið allt með friði og spekt. Eftir því sem ég kemst næst, fer því fjarri að óhætt sé að álykta sem svo. Þessi orð má þó engan veginn túlka sem einhveija hrakspá ríkis- stjórninni til handa, heldur miklu fremur sem tilraun til raunsæs mats á innanhússástandi hvors flokks um sig. Þar virðast vandamálin vera fleiri, stærri og hatrammari, þar sem stærri flokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn, á í hlut, þó að því fari víðs fjarri að ég geti mér þess til að kristilegur andi bróðurlegs samstarfs og eindrægni svífi yfir tíu manna þingflokki Alþýðu- flokksins um þessar mundir. liðeyjarfundir formannanna fóru fram í hinu mesta bróðerni bæði á laugardag og sunnudag. Jón Baldvin sótti hart að Davíð hvað varðar sjávarút- vegsráðuneytið. Davíð varðist lengi vel, en niðurstaðan var samt sem áður sú síðdegis á sunnudag að Davíð samþykkti að eftirláta Ál- þýðuflokknum sjávarútveginn, með þeim fyrirvara þó, að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins væri því sam- þykkur. Þess í stað hefði iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið komið í hlut Sjálfstæðisflokksins. Þetta var erf- iður samningur fyrir báða aðila, þar sem Jón Baldvin hafði þurft að beita mikilli hörku í viðræðum sín- um við Jón Sigurðsson, til þess að fá hann til að fallast á að taka að sér sjávarútvegsmálin. Reyndar höfðu þeir nafnarnir ekki náð um það endanlegu samkomulagi, þar sem Jón gerði kröfu til þess að fá viðskiptaráðuneytið með yfir í sjáv- arútveginn, og þá kröfu gat Davið ekki fallist á. í þessum efnum samþykkti Jón Sigurðsson loks síðla á sunnudags- kvöld að taka að sér sjávarútvegs- ráðuneytið fengi hann einnig ákveð- in verkefni viðskiptaráðuneytisins sem varða gengi og gjaldeyrismál (Seðlabanka og ríkisbanka), og al- þjóðlegar fjármálastofnanir. Við- skiptaráðuneyti það sem eftir hefði orðið og fallið í hlut Sjálfstæðis- flokks hefði farið með þau mál sem lúta að innlendu verðlagi, Verðlags- stofnun, samkeppni og viðskipta- hömlum, einoaun og hringamynd- un. Rök Alþýðuflokksins fyrir þess- ari kröfu voru þau að aðeins með þessum hætti hefði Alþýðuflokkur- inn formlega aðild að efnahags-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.