Morgunblaðið - 05.05.1991, Page 32

Morgunblaðið - 05.05.1991, Page 32
 ■ . Pi —r——11 i ATVi»\i^/^p/^4my¥«AGUR 5. MAI 1991 ATVINNU -* Húsasmíðameistari getur bætt við sig verkefnum á Stór- Reykjavíkursvæðinu. Mótauppsláttur, þak- kantar, glerjun og margt fleira. Útvegar steypumót ef óskað er. Fagmenn, sem bjóða góða vinnu. Tilboð, tímavinna eða uppmæling. Upplýsingar í síma 45439, vs. 985-34560. Linuhönnun hF veRhFRædistopa SUÐURLANDSBRAUT 4A - SÍMI 680180 Byggingaverk- fræðingur Við erum að leita að byggingaverkfræðingi með traustan fræðilegan bakgrunn. Æskilegt er að viðkomandi hafi nokkurra ára reynslu við hönnun mannvirkja og áhuga á tölvuvæddri hönnun. Óskað er eftir skriflegum umsóknum með upplýsingum um menntun og fyrri störf. Bréf- in skulu berasttil Línuhönnunar, Suðurlands- braut 4A, 108 Reykjavík. Kennarar Kennara vantar á Alþýðuskólann á Eiðum næsta vetur. Kennslugreinar íslenska og danska. Um er að ræða kennslu í 10. bekk grunnskóla og á 1. og 2. ári framhaldsskóla. Upplýsingar í símum 97-13821 eða 13820. Skólastjóri. Framtíðarstarf Sérhæft þjónustufyrirtæki óskar að ráða starfsmenn til slökkvitækjaþjónustu. Um er að ræða fjölbreytt starf sem krefst nákvæmra vinnubragða. Væntanlegir umsækjendur þurfa að vera handlagnir, stundvísir, hafa bílpróf og vera á aldrinum 25-40 ára. Umsóknir, ásamt upplýsingum um fyrri störf ' og hugsanlega meðmælendur, sendist aug- lýsingadeild Mbl. fyrir 10. maí nk. merktar: „P - 11817". Ritari forstjóra Fyrirtækið er stór stofnun í Reykjavík. Starfið er fjölbreytt og felst aðallega í al- mennum ritarastörfum, umsjón með skjala- skrá og sérhæfðum verkefnum. Hæfniskröfur eru að umsækjendur hafi reynslu af ritarastörfum og gott vald á íslensku, ensku og einu Norðurlandamáli. Umsóknarfrestur er til og með 8. maí nk. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofunni frá kl. 9-15. AlleysmgLi- og radnmgapionusui Lidsauki hf. Skólavörðustía 1A - 101 Revkiavík - 621355. úMáfLó, Sauðárkróki Sjúkraþjálfarar Óskum að ráða sjúkraþjálfara til sumaraf- leysinga í 50% stöðu við sjúkrahúsið. Mögu- leikar á sjálfstæðum rekstri. Nánari upplýsingar veitir Fanney Karlsdóttir, sjúkraþjálfari, í síma 95-35270. III DAGVIST BARNA Leikskólastjóri Staða leikskólastjóra á leikskólann Drafnar- borg er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 20. maí nk., fóstrumenntun áskilin. Nánari upplýsingar gefa framkvæmdastjóri Dagvistar barna og deildarstjóri fagdeildar í síma 27277. Starfskraftur óskast Óskum að ráða laghentan starfskraft nú þegar við innréttingasmíði, helst vanan lakk- vinnu. Upplýsingar á staðnum. Eldhúsval sf., Sigtúni 9. Trésmlðir - húsasmiðir Óskum eftir að ráða trésmiði í mótaupp- slátt. Mikil vinna. Góður aðbúnaður. Upplýsingar í síma 620665 milli kl. 9-18. Völundarverk hf. Dagheimili Við rekum lítið dagheimili í Hafnarfirði. Okkur vantar til starfa: Matráðskonu. Um er að ræða 70% starf. Forstöðumann. Um er að ræða 100% starf. Allar nánari upplýsingar gefur Kristín í síma 53910. Foreldrafélag um rekstur dagheimilis. „Au pair“ í Sviss Góð fjölskylda óskar eftir „au pair“ til að líta eftir tveimur rólegum börnum. Þýskukunn- átta er ekki nauðsynleg, þar sem við útvegum 12 mánaða námskeið. Reynsla í umgengni við börn er æskileg og grundvallarkunnátta í ensku er skilyrði. Vinsamlegast sendið umsóknir til auglýs- ingadeildar Mbl. merktar: „Sviss - 11137“. Frá Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar Nokkrar kennarastöður eru lausar. Kennslu- greinar m.a. raungreinar, danska og samfé- lagsfræði, auk bekkjarkennslu. Aðstaða í skólanum er góð, bæði húsnæði og kennslu- tæki. Útvegum ódýrt leiguhúsnæði og leik- skólapláss er til staðar. Flutningsstyrkur er greiddur. Upplýsingar gefa skólastjóri í vs. 97-51224 eða hs. 97-51159, og formaður skólanefndar í vs. 97-51240 eða hs. 97-51248. Skólanefnd. Geturðu búiðtil krossgátur og þrautir? Tímaritaútgáfa óskar eftir vönu fólki í kross- gátu- og þrautagerð. Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 15. maí merkt: „Krossgátur og þrautir - 8677“. Sjúkraliðar Óskum að ráða sjúkraliða sem fyrst, að hjúkr- unar- og dvalarheimilinu Kumbaravogi. Góð vinnuaðstaða, 40 mín. akstur á höfuðborgar- svæðið. Einbýlishúsnæði og/eða íbúð fylgir stöðunni. Ef þú vilt breyta til, hafðu samband. Frekari upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 98-31213 milli kl. 8.00 og 16.00, á öðrum tímum, forstjóri í síma 98-31310. Tónlistarkennari Tónlistarkennara vantar til að veita forstöðu tólistarskóla sem fyrirhugað er að stofna á Eiðum í Suður-Múlasýslu næsta haust. Um er að ræða fullt starf. Á Eiðum er grunnskóli fyrir 1.-9. bekk og Alþýðuskólinn á Eiðum með 10. bekk og 2ja ára framhaldsdeild. Einnig er leikskóli á staðnum. Nánari upplýsingar gefa Rúnar Sigþórsson í síma 97-13824 og Þórarinn Ragnarsson í síma 97-13840. Fasteignasala - sölumaður óskast Fasteignasala óskar eftir sölumanni til starfa. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af sölustörfum, geti unnið sjálfstætt og hafi bifreið til umráða. Upplýsingar um aldur, menntun og fyrri störf sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 12. maí merktar: „F - 8676“. Bifvélavirki óskast Óskum eftir að ráða bifvélavirkja eða mann vanan viðgerðum á stórum bílum til starfa nú þegar. Upplýsingar veittar í síma 673828. B.M.VALLÁ H Starfskraft vantar í verslun okkar í framtíðar- hlutastarf. Meðmæli óskast. Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. merkt: „Glæsiblómið - 7852“ fyrir 11. maí nk. Glæsiblómið, Glæsibæ. Ríkisútvarpið auglýsir laust starf í afgreiðslu á safnadeild Útvarpsins. Stúd- entspróf og reynsla í skrifstofustörfum æski- leg. Umsóknarfrestur er til 12. maí og ber að skila umsóknum til Ríkisútvarpsins, Efstaleiti 1, á eyðublöðum sem þar fást. RÍKISÚTVARPIÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.