Morgunblaðið - 05.05.1991, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 05.05.1991, Blaðsíða 38
38 KARLAR Úr kolaport- inutilKenýa Við konur erum fljótar að læra af körlunum og höfum tileinkað okkur margt nýtiiegt úr karlamenningunni. Eitt af þvi er að vera í alþjóðlegum fé- lögum og fara á ráðstefnur út í heimi — eins og þeir. Við erum hins vegar ekki komnar lengra en svo að þurfa að borga ferðirn- eftír Helgu ar sjálfar! Thorberg Jæja, en hvernig eiga konur að afla fjár til að komast alla ieið til Kenýa? Jú, það vefst ekki lengi fyrir þeim. Þær safna saman gömlu dóti og fötum úr skápunum hjá sér. leigja bás í Kolaportinu og þá er ferðin hafin! Fyrir skömmu mátti sjá þar innan um fastagestina m.a. virðulega alþingismenn blanda geði við kjósendur, dreifa bækl- ingum og límmiðum, konu að selja kókosbollur og lakkrís og svo okkur svona venjulegar konur að selja sitt af hverju til að komast á kvennafund í Kenýa. Við vorum mættar einar fimm eldsnemma með kassana okkar. Ein hafði auk þess bakað rúgbrauð og smákökur um nótt- ina og önnur var með kaffi á brúsa. Nokkrar félagskonur höfðu brugðist vel við, notuðu tækifærið til að hreinsa til hjá sér og þannig höfðu'bæst við fleiri kassar með varningi í sölu- básinn. Þetta lagðist vel í okkur og við vorum i okkar besta skapi við að hengja upp á slárnar gamla jogginggalla, pelsjakka, tískudress og of þrönga kjóla. Á borðin raðaðist hinn fjölbreytt- asti varningur, allt frá gömlu trúlofunarveski sem í leyndust Lídó-aðgöngumiðar upp í rosa afmælisstyttur og límdan lampa með ljósum skermi og kögri. Það þurfti að verðleggja og sú með löggilta fjármálavitið lagði línuna: „Nógu ódýrt“ og var að sjálfsögðu farið eftir því. Fyrsta salan fór fram áður en formlegur opnunartími hófst og hún var meira en lítið stolt sú sem átt hafði þær styttur og stjaka, sem bókstaflega ruku út. Hlutirnir hennaE fóru reyndar ekki langt því þá mátti kaupa á nærliggjandi bás fyrir snöggtum hærri upphæð en þeir voru keyptir hjá okkur! Þarna sá einn karlinn (auðvitað!) sér leik á borði og gerði góð kaup hjá okk- ur. Hann kom meira að segja aftur um hádegið til að ná sér í fleiri hluti! Ég hefði svarið fyrir að ég þekkti þessar konur en þær komu svo sannarlega á óvart. Þessi sem kom með kaffibrús- ann hafði fleira meðferðis. Þegar upp kom spurning um sídd á einum buxunum reif mín upp málband og títiprjóna úr tuð- runni og sló máli á viðskiptavin- inn! Áður en dagurinn var á enda var hún búin að selja sjálfa tuðruna á einar 300 krónur! Önnur hafði ætlað að selja gæðalegan einnkennisjakka frá fyrrverandi vinnustað en tókst ekki. Hún seldi hann þá bara i nýju vinnunni daginn eftir á einar 500 krónur. Eg ætla hins vegar að svipast um í vestur- bænum nú á vordögum og vita hvort ég sjái eínhvern háan og grannan i 15 ára gamla bláa jogginggallanum af bóndanum mínum. sem hann var svo rausnarlegur að missa ofan í söfnunarkassann! Við kellurnar erum reyndar ekki komnar lengra en á „túris- taklass" til Færeyja eftir daginn en erum þeim mun ríkari af skemmtilegum endurminning- um og eigum fleiri slika daga í vændum. ‘•ítMflM liilíí f IIIIMtltttíH s MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM SUNNUDAGUR 5. MAÍ 1991 ---------------r:—r—-:—t , : i.--'JV,-.—S-rr-I-;----;----- Janne Justesen í miðið ssamt stúlkunum sem urðu í öðru og þriðja sæti. FYRIRSÆTA Hálfíslensk dönsk módeldrottning Pabbi og mamma fagna dóttur sinni daginn eftir keppnina. Sagt er að Jörgen hafi ekki komið dúr á auga alla nóttina fyrir keppn- ina... Danir kusu fyrir skömmu full- trúa sinn á Eileen Ford fyr- irsætukeppnina sem fram fer í New York innan skamms. 204 fegurðardísir kepptu og aðeins ein gat hreppt hnossið. Sú sem það gerði heitir Janne Justesen. Faðir hennar heitir Jörgen Justesen, en móðirin Jóna Kristín Gunnars- dóttir Justesen. Það er ekki víst að danska dómnefndin hafi vitað það er hún kaus Janne, en hún er hálfíslensk. Jóna móðir hennar er íslendingur í húð og hár. Hins vegar hefur Janne alið allan sinn aldur í Danmörku og talar ekki íslensku þótt hún hafi komið hing- að til lands nokkrum sinnum. Nú tekur við strangt prógramm hjá Janne, því haft er eftir henni að hún ætli sér að ná 7 kí- lógrömmum af sér áður en hún keppir á Eileen Ford keppninni á næstunni. Blátt bann hefur verið iagt við súkkulaðiáti og flestu sykurmeti. Nú er það bara brauð, ávextir og fiskur, skolað niður með vatni. Á meðfylgjandi mynd- um má sjá hina hálfíslensku mód- eldrottningu Dana. Hún er nú 17 ára gömul og er þegar farin að sitja fyrir fyrir danska aðila. Haft er eftir henni, að hún sé spennt fyrir því að leggja fyrirsætu- og tískusýningarstarfið fyrir sig ein- hvern tíma að minnsta kosti... VEITINGAR Ning ríður á nýtt vað Nings“ heitir nýtt veitingahús, raunar heitir það veitinga- og vöruhús Nings, á Suðurlandsbraut- inni, en þetta fyrirtæki hóf göngu sína um miðjan april. Nmgs heitir eftir Ning de Jesus, sem er Filipsey- ingur sem hefur dvalið hér á landi síðustu 17 árin. Hann er matreiðslu- maður og rak meðal annars um skeið veitingastaðinn Mandarínin í Tryggvagötu. Ning er fyrir löngu orðinn íslensku ríkisborgari og þekktur matreiðslumaður. Hann er yfírmatreiðslumaður og annar aðal- eigenda„Nings“ og hann var spurður hvort hér væri einhver ný bóla á ferðinni. Hann sagði, að staðir sem þessi væru vel þekktir í Kínahverfum víða, til dæmis í Toronto og New York. Sjálfur hefði hann séð svona staði í Singapore og Hong Kong og vissi til þess að þeir væru að opna í París. Ning de Jesus Hér er um að ræða veitingastað þar sem fólk tekur matinn með sér heim. Þarna er auk þess verslunarpláss þar sem allt milli himins og jarðar, tengt austurlenskri matargerðarlist, er á boðstólum. Fólk fær matinn heim með sér í sérstökum „umhverfisvæn- um“ boxum eins og Ning orðaði það, en box þessi eru nýlunda hér á landi og halda hitanum vel að matnum. En hvernig hefur nýbreytni Ning og félaga hans verið tekið: Ning svar- ar, „Þetta hefur gengið mjög vel og þótt við höfum lítið sem ekkert aug- lýst má heita að við hefðum ekki getað sinnt ðf gagni fleiru fólki held- ur en hefur komið til okkar. Við erum að gæla við það að aðsóknin aukist enn og erum að búa okkur undir það. Við ætlum einnig að auka þjón- ustu okkar, bjóða veisluþjónustu og efna til matreiðslunámskeiða er hausta tekur á ný,“ segir Ning. • Hreinsiefni • Pappír • Vélar K..E.W Hobby Háþrýstidælan Ðíllinn þveginn og bónaður á tíu mínútum. Fyrir alvöru bíleigendur, sem vilja fara vel með lakkið á bílnum sínum, en rispa það ekki með drullugum þvottakústi. Bílsápa og sjálfvirkur sápu- og bónskammtari fylg- ir. Einnig getur þú þrifið húsið, rúðurnar, stéttina, veröndina og sandblásið málningu, sprungur og m.fl. með þessu undratæki. Úrval fylgihluta! REKSTRARVORUR Réltarhálsi 2,110 Rvík. - símar 31956-685554-Fax 687116 • Áhöld • Einnota vörur • Vinnufatnaður • Ráðgjöf • O.fl. o.fl. ‘Híll

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.