Morgunblaðið - 05.05.1991, Side 43

Morgunblaðið - 05.05.1991, Side 43
TONLISTARUTVARP KL. 20.00 - 22.00 20.00 í tónleikasal. Umsjón. Knútur R. Magnússon. 21.00 Minnst hundrað ára afmælis Roberts Stolz. Umsjón: Gylfi Þ. Glslason. (Endurtekinn þáttur) KVOLDUTVARP KL. 22.00 - 01.00 22.00 Fréttir. 22.07 Að utan. (Endurtekinn þátturfrá kl. 18.18.) 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Orð kvöldsins. Dagskrá morgundagsins. 22.30 Af örlögum mannanna. Þriðji þáttur af fimmt- én: Stjörnuspeki og sálnareik. Umsjón: Jón Bjömsson. Lesari með umsjónarmanni: Steinunn Sigurðardóttir. (Endurtekinn þáttur frá sunnu- degi.) 23.10 Á krossgötum. Þegar alvara lífsins tekurvið, þáttur fyrir ungt fólk, Umsjón: Þórarinn Eyfjörð. 24.00 Fréttir. 0.10 Tónmál. (Endurtekinn þáttur) 1.00 Veðurfregnir. 1.10 Nætunjtvarp á báðum rásum til morguns. RÁS2 FM 90,1 7.03 Morgunútvarpið - Vaknað til lifsins. Leifur Hauksson og Eirikur Hjálmarsson hefja daginn með hlustendum. Upplýsingar um umferð kl. 7.30 og litið í blöðin kl. 7.55. 8.00 Morgunfréttir. Morgunútvarpið heldur áfram. Fjármálapistill Péturs Blöndals. 9.03 9 — fjögur. Úrvals dægurtónlist i allan dag. Umsjón: Eva Ásrún Albertsdóttir, Magnús R. Einarsson og Margrét Hrafnsdóttir. Textagetraun Rásar 2, klukkan 10.30. 12.00 Fréttayfirlit og veður. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 9 — fjögur. Úrvals dægurtónlist, í vinnu, heima og á ferð. Lóa spákona spáir i bolla eftir kl. 14.00 Umsjón: Margrét Hrafnsdóttir, Magnús R. Einarsson og Eva Asrún Albertsdóttir. 16.00 Fréttir. 16.03 Dagskrá: Dægurmálaútvarp og fréttir. Starls- menn dægurmálaútvarpsins, Áslaug Dóra Ey- jólfsdóttir, Sigurður Þór Salvarsson, Kristin Ólafs- dóttir, Katrin Baldursdóttir og fréttaritarar heima og erlendis rekja stór og smá mál dagsins. 17.00 Fréttir. Dagskrá heldur áfram. 18.00 Fréttir. 18.03 Þjóðarsálin - Þjóðfundur í beinni útsend- ingu. þjóðin hlustar á sjálfa sig Stefán Jón Haf- stein og Sigurður G. Tómasson sitja við simann, sem er 91 — 68 60 90. 19.00 Kvöldfréttir. 19.32 Rokkþáttur Andreu Jónsdóttur. 21.00 Gullskifan frá þessu ári: Patsy Cline life. Sveitasöngkonan Parst Cline á hljómleikum á siðari hluta 6. áratugarins. Kvöldtónar. 22.07 Landið og miðin. Sigurður Pétur Harðarson spjallar við hlustendur til sjávar og sveita. (Úr- vali útvarpað kl. 5.01 næstu nótt.) 0.10 i háttinn. 1.00 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. NÆTURÚTVARPIÐ 1.00 Sunnudagsmorgunn með Svavari Gests. (Endurtekinn þáttur.) 2.00 Fréttir. Þáttur Svavars heldur áfram. 3.00 í dagsins önn. (Endurtekinn þáttur) 3.30 Glefsur. Úr dægurmálaútvarpi mánudagsins. 4.00 Næturlög. 4.30 Veðurfregnir. Næturlögin halda áfram. 5.00 Fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum. 5.05 Landið og miðin. Sigurður Pétur Harðarson spjallar við hlustendur til sjávar og sveita. (Endur- tekið úrval frá kvöldinu áður.) 6.00 Fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum. 6.01 Morguntónar. Ljúf lög í morgunsárið. LANDSHLUTAÚTVARP Á RÁS 2 8.10-8.30 og 18.35-19.00. Útvarp Norðurland. AÐALSTÖÐIN FM 90,9 / 103,2 7.00 Morgunandakt. Séra Cecil Haraldsson 7.00 Góðan daginn. Morgunútvarp Aðalstöðvar- innar. Umsjón ÓlafurTr. Þórðarson og Hrafnhild- ur Halldórsddottir. Kl. 7.25 Morgunleikfimi með Margréti Guttormsdóttir. Kl. 8.15 Stafakassinn, spunngarleikur, Kl. 8.35 Gestir i morgunkaffi. 9.00 Fréttir. Kl. 9.05 Fram að hádegi með Þuriðí Sigurðardóttur. Kl. 9.20 Heiðar heilsan og ham- . ingjan. Kl. 9.30 Heimilispakkinn. Kl. 10.15 Hver er þetta? Verðlaunagetraun. Kl. 11.30 Á ferð og flugi. 12.00 Á beininu frá blaðamönnum. Umsjón: Blaða- menn Alþýðublaðsins. 13.00 Strætin úti að aka. Umsjón Asgeir Tómas- son. Kl. 13.30 Gluggað í siðdegisblaðið. Kl. 14.00 Brugðið á leik í dagsins önn. Kl. 14.30 Saga dagsins. 15.00 Fopparnir takast é. Spurningakeppni. Kl. 16.00 Fréttir. 16.30 Á heimleið með Erlu Friðgeirsdóttur. Kl. 18.30 Smásaga Aðalstöðvarinnar. 19.00 Kvöldmatartónlist. Umsjón RandverJensson. 20.00 Blár mánudagur. Blúsþáttur Aðalstöðvarinn- ar. Umsjón Pétur Tyrfingsson. 22.00 í draumalandi. Umsjón Ragna Steinunn Ey- jðlfsdóttir. 24.00 Næturtónar Aðalstöðvarinnar. ALFA FM 102,9 8.45 Morgunbæn. Tónlist. 10.00 istónn. islensk tónlist flutt og leikin. Stöð 2: Árið e'rtt Fjalakötlurinn sýnir QQ 10 > kvöld ítölsku kvik- — myndina Ánð eitt (Italia Anno Uno) en þetta er síðasta myndinn sem leikstjór- inn Roberto Rossellini leik- stýrði. Myndin gerist á ltalíu árið eitt eftir Krist. Rossellini fæddist árið 1906 en fór að fást við kvikmyndir 1934 og sex árðum síðar leikstýrði hann sinni fyrstu mynd. Hann lést árið 1977. MORGUNBLAÐIÐ UTVARP/SJONVARP SUNNUDAGUR 5. MAÍ 1991 11.00 Alfa-fréttlr. Fréttir af því sem Guð er að gera. Umsjón Kristbjörg Jónsdóttir. 11.30 Blönduð tónlist. 16.00 „Svona er lifið." Umsjón Ingibjörg Guðnadótt- ir. 17.00 Blönduð tónlist. 20.00 Kvölddagskrá Krossins. Dagskrárkynning, lofgjörðartónlist, 20.15 Hver er Guð? Fræðsluþáttur. Umsjón Kol: beinn Sigurðsson. 20.45 Rétturinn til lifs. 21.20 Kvöldsagan. Guðbjörg Karlsdóttir. 21.40 Á stundu sem nú. Umræðuþáttur í umsjón Gunnars Þorsteinssonar. 23.00 Dagskrádok. BYLGJAN FM 98,9 7.00 Eiríkur Jónsson og morgunvakt Bylgjunnar. 9.00 Páll Þorsteinsson í morgunham. Fréttir frá fréttstofu kl. 9.00. (þróttafréttir kl. 11. Umsjón Valtýr Bjöm. 11.00 Valdís Gunnarsdóttir. Spjall um lífið og tilver- una. 12.00 Hádegisfréttir. 14.00 Snorri Sturiuson. 17.00 island í dag. Jón Ársæll Þórðarson og Bjarni Ðagur Jónsson. Fréttirkl. 17.17. 18.30 Sigurður Hlöðversson. 22.00 Haraldur Gislason á kvöldvaktinni. 2.00 Bjöm Sigurðsson. EFFEMM FM 95,7 7.00 A-Ö. Steingrimur Ólafsson. 8.00 Fréttayfirlit. 9.00 Jón Axel Ólafsson. 10.00 Fréttir. 10.40 Komdn í Ijós. Jón Axel. 11.00 iþróttafréttir. 11.05 ivar Guðmundsson i hádeginu. 12.00 Hádegisfréttir. 12.30 Vertu með ívari i léttum leik. 13.00 Ágúst Héðinsson. Tóniistarþáttur. 14.00 Fréttir. 16.00 Fréttir 16.05 Anna Björk Birgisdóttir. 16.30 Fregnir af flugi og flugsamögnum. 17.00 Topplag áratugarihs. 17.30 Brugðið á leik. 18.00 Kvöldfréttir. 18.05 Anna Björk heldur áfram. 18.20 Lagaleikur kvöldsins. 18.45 Endurtekið topplag áratugarins. 19.00 Bandariski og breski vinsældalistinn. 22.00 Auðun G. Ólafsson á kvöldvakt. 01.00 Darri Ólason á næturvakt. huóðbylgjan Akureyri FM 101,8 16.00 Tónlist. Pálmi Guðmundsson. Óskalög og afmæliskveðjur i sima 27711. 17.00 island i dag (frá Bylgjunni). Fréttir frá frétta- stofu Bylgjunnar/Stöð 2 kl. 17.17. Tónlist milli kl. 18.30 og 19. STJARNAN FM 102 / 104 7.30 Tónlist. Ólöf Marin Úlfarsdóttir. 10.00 Tónlist. Snorri Sturluson. 13.00 Sigurður Ragnarsson. 16.00 Klemens Arnarson. 19.00 Haraldur Gylfason. ■ 20.00 Kvöldtónlistin þin. Amar B|arnason. 24.00 Næturhrafninn. Guðlaugur Bjartmarz. Sjónvarpið: IMöfnin okkar íslensk mannanöfn eru ekki fræðin smá, enda vitnisburður Q1 25 um menningu og trú, stefnur og strauma í mannlífi á hverjum tíma. Fáir hafa gefið sér betra tóm til að ráða í rúnir nafngiftanna en Gísli Jónsson íslenskufræðingur á Akureyri. í 15 örstuttum þáttum, sem hefja göngu sína í kvöld, mun Gísli opin- bera sjónvarpsáhrofendum ýmsar markverðar staðreyndir er nafnafló- runni tengjast og verður eitt alþekkt nafn honum að uppistöðu í hverjum þætti. Við stofn þennan verður svo skeytt hæfilegri blöndu fróðleiksmola af almennara tagi, s.s. um fleirnefni, tískubylgjur, áhrif trúarbragða á nafngiftir og fleira og fleira. I þættinum í kvöld hyggst Gísli segja okkur sitthvað af kvenn- mannsnafninu Guðrúnu. Dagskrárgerð annaðist SAMVER á Akur- eyri. Rás 1: Sfjdmuspeki og sálnarek ■■■■ I þættinum Af örlögum manna, sem er á dagskrá Rásar 1 OO 30 > dag, verður fjallað um stjörnuspeki og sálnarek. Oft hef- ur því verið haldið fram, að allt líf manns ákvarðist af því hvernig stjörnurnar röðuuð sér á himininn á því augnabliki sem maður fæddist. Menn sem þykjast geta lesið örlögin af stjörnunum eiga líklega aldrei jafngreiðan aðgang að peningum auðtrúa fólks sem nú. Þetta er ævaforn hugmynd, ákaflega hrífandi, sívinsæl en afskaplega fjarstæðukennd. Þriðji þátturinn um örlög mannanna fjall- ar um stjörnuspeki annars vegar og kenningar um sálnarek hins vegar. Stöð 2: Mannlíf vestanhafs ■■■I Ný þáttaröð, Mannlíf vestanhafs (American Chronicles), Q"| 00 hefur göngu sína á Stöð 2 í kvöld. í þættinum í kvöld "-*• verður fylgst með Mardi Gras hátíðinni í New Orleans. Milljónir manna taka þátt í þessari blautlegu trúarhátíð þar sem holdlegar fýsnir eru lofsungnar og margir sleppa sér iausum. Kynn- ir er Oskarsverðlaunahafin Richard Dreyfuss. Framleiðendur þátt- anna Mannlíf vestanhafs eru þeir David Lynch og Mark Frost en þeir eru áhorfendum Stöðvar 2 kunnuglegir úr þáttunum Tvídrang- ar. Þættirnir urn mannlífið vestra eru alls þréttán og er nýtt viðfangs- efni tekið fyrir í hverjum þætti. Þættirnir verða vikulega á dagskrá Stöðvar 2. Gárur eftir Elínu Pálmadóttur SVO ER MARGT SINNIÐ Klukkan 7 að morgni miðviku- dagsins 24. apríl fengu sýr- lensk stjórnvöld tvö alþjóðamál til skjótrar úrlausnar og leystu þau samtímis. Sameinuðu þjóð- irnar ætluðu daginn þann að flytja fólk og búnað frá Kýpur til friðargæslusveitarinnar nýju í Kúveit og vantaði heimild til að fljúga yfir Sýrland. Hins vegar var Elín Pálmadóttir á förum eftir þriggja vikna dvöl í landinu, m.a. í heimsókn hjá friðargæslu- sveitum Sameinuðu þjóðanna í Gólanhæðum, og spurningin hvort opinberir aðilar ætluðu að hafa hönd í bagga með þeirri merku brottför. Fawsi ofursti, tengi- liður stjórn- valda og Sþ- liðsins, tók mál- in snarlega til meðferðar og um hádegisbilið var tilkynnt samtímis já- kvæð afstaða til þeirra beggja. Flugvélar frið- argæslunnar máttu fljúga yfír landið. Og kapteinn sá sem hafði svo ljúflega mætt Elínu og eigin- konu fram- kvæmdastjóra friðargæslus- veitanna við komuna á flug- vöilinn í Dam- askus, mundi aftur koma með bíl á tiltekinni stundu og afgreiða hana úr landi, fram hjá öllum óþægindum við farangursleit og formsatriði. Þessi huggulegi menntamaður með sérnám í enskum bókmenntum mátti því skrýðast einkennisbúningi þegar hann kom heim úr daglangri eft- irlitsferð meðfram jórdönsku landamærunum og fara að koma farangri og pappírum gegn um útlendingaeftirlit og öryggislög- reglu meðan gesturinum drakk kaffi í sparisalnum í flugstöð- inni. Það var góð hugmynd hjá Steinari Berg Björnssyni, landa mínum og framkvæmdastjóra friðargæslusveitarinnar á staðn- um, að þessum bókmenntasinn- aða kapteini yrði send Njála í enskri þýðingu. Annars var það huggulegt af Sýrlendingum að gera þessum gesti lífið svo létt í landi þeirra og veita skjótlega umbeðin leyfí til ferða um landið. Það lærði maður brátt að meta í þvísa landi. Þar þarf nefnilega leyfi til allra athafna. Óneitanlega dulítið skrýtin tilfinning fyrir einn óhaminn Islending að vera sér allt í einu meðvitaður um að hvað eina sem hann - og allir aðrir - gera og segja er svo áhugavert í augum stjórnvalda, að þau þurfa að vita um það allt. Og vita! Jafnvel þótt maður búi ekki á hóteli þar sem hægt er að hafa þetta allt á hreinu heldur hjá löndum sínum, honum Steinari Berg Björnssyni og Maríu Árelí- usdóttur. Allir gefa sína skýrslu, kallinn sem er sífellt að pússa bílana úti í götunni, elskulegi bílstjórinn og allir leigubílstjórar og eflaust síminn. Engin varid- ræði þótt húsið hafi ekki götu- númer, bílstjórarnir aka beint að dyrunum. Maður lærir að þekkja þessa hversdagsklæddu menn sem lóna alls staðar. Það er raun- ar ekkert óþægilegt. Hvað hefur maður svosem að fela. Lærir bara snarlega orðanotkun, segja aldrei í... heldur landið fyrir sunnan og aldrei landamæri í Gólanhæðum heldur línan og svo framvegis. Er jafnvel farinn að segja landið fyrir austan í stað íraks til öryggis. Nú og svo ger- ir maður eins og ætlast er til að útlendingar geri á íslandi, að hrósa landi og þjóð. Það er ekki erfíð kvöð í Sýrlandi. Þá eru Sýrlendingar líka einstaklega elskulegt og hjálplegt fólk. Þetta er bara þeirra háttur í sínu landi. Ég var raun- ar að bytja að kynnast araba- heiminum obbolítið. Svona fyrir utan smá skotferðir á flugvelli og al- þjóðahótel. ' Þetta er vissu- lega annar heimur. Dæmi um það sá ég í blaði á leiðinni: Kýpurbúar, sem taka á móti miklu flóði ferðamanna á sínar góðu bað- strendúr, eru stoltir af því að einmitt þar á vísum stað var það sem hin fræga gríska gyðja ástar og feg- urðar Afródíta steig upp úr löðr- inu. í auglýsingaherferð létu þeir gera veglegt veggspjald með mynd af frægri styttu gyðjunn- ar. Þar stóð: Topplaus Kýpur! Fór vel í vestræna baðstranda- gesti að konur mættu stríplast þar. En þegar þetta ágæta vegg- spjald barst til nálægi'a araba- ríkja varð uppi fótur og fit. Og ferðaskrifstofan varð að láta silkiprenta nýtt veggspjald. Þar var Afródíta ekki aðeins full- klædd heldur líka komin með handleggi þá sem af höfðu dot- tið. Þama hafði Afródíta nefni- lega ekki aðeins verið siðlaus og nakin, heldur að auki handalaus svo hún hlaut að vera þjófur í ofanálag. Þessi saga var góð við- vörun um að ekki mundu þessir tveir heimar, sá sem ég kom úr og sá sem ég var að fara inn í, kannski líta silfrið sömu augum. Að vísu ku þeir vera hættir að höggva af hendur fyrir þjófn- að í Sýrlandi. En ennþá hengja þeir opinberlega fyrir alvarleg afbrot. Nýbúið að færa þá athöfn yfír á nýtt og rýmra Hengingar- torg í Damaskus. Spurður hvað menn þyrftu að brjóta af sér til að fá þá hegningu, svaraði Páll bflstjóri bara: Very bad, mjög slæmt! Sagði þó marga mánuði frá því síðast var hengt, en ef svo yrði skyldi hann sækja okkur Maríu snarlega til að horfa á. Taldi sjálfsagt að það væri ástæða spurningarinnar. Vissulega er margt framandi. En hvergi hefi ég fundið mig öruggari en á ferð í Sýrlandi. Engin hætta á að vera lamin niður og rænd - sem allt eins gæti gerst á leið úr vinnunni hér við Lækjartorgið á síðkvöldum um helgai'.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.