Morgunblaðið - 18.05.1991, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 18.05.1991, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MAI 1991 59 l/ELKOMINÍ TESS Fallegar, franskar stúdentadragtir í stœröum 36 og 38. Sígild sniö, falleg hönnun. Opið virka daga 9-18, laugardaga 10-12. TGSS v NEl NEÐST VIÐ DUNHAGA, S. 622230. GEFÐU DOS TIL HJALPAR! Á laugardögum söfnum við eínnota umbúðum á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Hringið í síma 621390 eða 23190 á milli kl. 11.00 og 15.00 og við sækjum. / ÞJOÐÞRIF <Sír S}£J ESS) BANDALM ISLEKSXRA SKÁTA Dósakúlur um allan bæ. IA«SSAW1A)® kiAlparsvbta 2 DYRA FORD EXPLORER SPORT 4WD Glæsilega útbúnir 2 dyra Ford Explorer Sport. Helstu atrlðl: ABS bremsur aftan, vökvastýri, bein innspýting, rafmagn í öllu, 155 ha. V6 vél, 4ra þrepa sjálfsk., álfelgur, hraða- festing, topplúga, hábaksstólar með leðuráklæði, veltistýri, JBL hljómflutningskerfi m/CD spilara ofl. ofl. Sjón er sögu ríkari. Til sýnis og sölu hjá BÍLASTÚDÍÓI, Hjallahrauni 11, Hafnarfirði. Sími 653340. NÝIR BÍLAR Opið mánud. - föstud. kl. 10-18. Opið laugard. kl. 12-17. „Til að leyna ósigri og klúðri“ Staksteinar glugg-a í dag í skrif Guðmundar Einarssonar í Alþýðu- blaðinu um þann leik Framsóknarflokksins á hinu pólitíska skákborði þjóðariimar, að sviðsetja sérstakt skuggaráðu- neyti á sviði fjölmiðl- anna. Orðrétt segir Guð- mundur: „Flokkar sem Ienda í stjómarandstöðu reyna alltaf að vefja hlutverk sitt dýrð og ljóma. Nauð- synlegt aðhald, segja sumir. Meginstoð lýðræð- isins, segja aðrir. En Framsókn segir: Skugga- ráðuneyti. Þetta verður þeirra aðferð við að leyna ósigrinum og klúðrinu, því auðvitað er það ósigur og klúður að .fá ekki að stjóma neinu nema málþófinu á Al- þingi! Steingrimur verður í skuggaforsæti og Hall- dór og Guðmundur munu trúlega sitja í skugga fyrri ráðuneyta sirnia. í samræmi við skuggaleg- an feril Framsóknar í landbúnaðarmálum verð- ur þeim auðvelt að ve]ja ráðherra Búnaðarfélags- ins úr sinum röðum.“ Ráðherrar með eða án skugga Pistill Guðmundar heldur áfram: „Þetta verður fiingu- legur hópur með Steingrím eins og Skugga-Svein í broddi fylkingar í gærukápu á báðum öxlum. Halldór verður í selskinni. Þetta skuggaráðuneyti rímar ágætlega við fortíðarþrá flokkshis. Hann hefur alltaf stefnt að því leynt og ljóst að lífskjör í landhiu verði a la Fjalla- Eyvindur og Iialla. Það Tuttugu ára völd Framsóknarflokksins! Framsóknarflokkurinn hefur setið nær samfellt í ríkisstjórnum í tvo áratugi — eða allar götur frá 1971 og fram yfir síðustu kosningar. Flokkurinn fékk því ríflegt tækifæri til að láta að sér kveða við landsstjórnina. Úthýst úr Stjórnarráð- inu er honum það mikið kappsmál að hverfa ekki í skugga þeirrar þjóðmála- umræðu, sem gjarnan snýst um sitjandi ríkisstjórn. Þess vegna hefur flokkurinn myndað sérstakt „skuggaráðuneyti", sem hann reynir að koma á framfæri fjöl- miðla og almennrar umræðu í þjóðfélag- inu. hefur líka leikið grunur á að traust fylgi flokksins úti um land byggist að einhveiju leyti á útilegu- mönnum. A.m.k. er sjald- gæft að hitta á förnum vegi fólk sem gengst við því í björtu að hafa skoð- anir, sem eru jafn fom- eskjulegar og stefnuskrá flokksins. En svo koma Alþýðu- bandalag og Kvennalisti ömgglega á eftir með sín ráðuneyti. Þá verður lítið orðið eftir af venjulegum þingmöimum á Alþingi. Flestir verða orðnir ráð- herrar, með eða án skugga. Þetta leiðir reyndar hugami að ráðherra- vandamálum stjómkerf- isins. A hveijum tíma er Alþingi samansett af ráð- herrum, fyrrverandi ráð- herrum, verðandi ráð- herrum og fólki sem hefði viljað vera ráðherr- ar. Sárafáum er nóg að vera aðeins þingmenn. Þingmennskan er hugs- uð eins og millistig yfir í ráðherradómhm, líkt og lirfan yfir í fiðrildið. Við ættum að gera það eftirsóknarvert í sjálfu sér að verða þingmaður og halda ráðherramálun- um sér eins og þeir í Ameríku." Svo mörg vom þau orð, fram sett á léttari nótunum. En öllu gamni fylgir nokkur alvara, segir máltækið. Og tal- andi um skuggaráðu- nevti Framsóknarflokks- ins og „fortíðarþrá hans“. Var ekki Tímhm, málgagn flokksins, lengi staðsettur í svokölluðu Skuggahverfi? I grænum sjó ríkisbú- skaparins Þjóðmálaritið' Stefnir [1. tbl. 1991] fjallar í rit- stjómargrein um slaka hagstjórn fráfarinnar ríkisstjórnar og hroll- vekjandi viðskilnað henn- ar rikisbúskapnum. Þar segir m.a.: „Það er nefnilega þannig eins og fram kem- ur í grein hér í Stefni, að ríkissjóður er gerður upp samkvæmt greiðslu- flæði, eða út og inn- greiðslum. Þetta er al- varlegt vandamál í af- komumælingu ríkissjóðs og rikisins í víðri skil- greiningu. Það sem þeg- ar er til fallið á árinu, umfram tekjur, kemur fram sem haUi, en allar skuldbindingar, sem gerðar eru á árinu, en koma ekki til greiðslu fyrr en á því næsta eru hvergi sjáanlegar. Þannig eru athafnir ábyrgðaraðila rikissjóðs ekki allar inn í mynd- inni, þegar árið er gert upp. Ýmis teikn eru á lofti um að nú séu fall- andi reikningar hærri en oft áður. Þó skal ekki um það fullyrt tölulega, enda er sá reikningur æði flók- imi og háður óvissu um framtiðina. Þó má færa ýmis rök fyrir því að ástandið sé slæmt. At- vinnuvegasjóðir hafa verið að Iána fyrirtækj- um á gjaldþrotastigi og fullvíst má telja, að um veruleg afföll útlána verði að ræða á næsta eða næstu árum. Bygg- ingasjóðimir aiuia ekki eftirspum og em nánast tómir ef marka má frétt- ir. Lánasjóður íslenzkra námsmanna býr við þröngan kost ... Einnig hefur ríkissjóð- ur tekið hátt í 10 millj- arða yfirdrátt í Seðla- banka íslands frá ára- mótum sem bendir ótví- rætt til mikillar fjárþarf- ar og fallandi reikninga vegna góðverka og gjaf- niildi [fráfariimar] ríkis- stjómar. Þetta em ein- kenni slaknandi hag- stjómar." Mikil hækkun hjá Skandifond verðbréfasjóðum ■■ Raunhækkun frá áramótum nzi Hækkun frá áramótum Japan North America Far East Global Nordic Mediterranean United Kingdom Continental Europe Gold 0 10 20 30 40 % <n> VERÐBRÉFAMARKAÐU R FJÁRFESTINGARFÉLAGSINS HF. HAFNARSTRÆTI 7, 101 REYKJAVÍK, S. (91) 28566 KRINGLUNNl. 103 REYKJAVÍK S. (91) 689700 • RÁÐHÚSTORGl 3, 600 AKUREYRl S. (96) 11100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.