Morgunblaðið - 18.05.1991, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.05.1991, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MAÍ 1991 Sinfóníutónleikar _________Tónlist____________ Jón Ásgeirsson Síðustu tónleikar Sinfóníu- hljómsveitar Islands á þessu starfsári, sem haldnir voru sl. fimmtudag, voru um margt bæði fróðlegir og skemmtilegir. A efnis- skránni var Le Poéme de l’extace eftir Alexander Skijabin, Píanó- konsert í g-moll eftir Antonin Dvorák og Vorblót eftir Stra- vinskí. Einleikari var Rudolf Firk- usny og stjórnandi Petri Sakari. Titillinn „Algleymisljóð" eins fyrsta verkið á þessum tónleikum er nefnt á ekki við að öllu leyti, því Skijabin segir verkið túlka „sköpunargleðina og hamslausan fögnuð við upplifun hennar". Fimm stef tákna ýmis stig tilfinn- ingalegrar upplifunar og athafna skapandans. Flautustef merkir ákafa löngun, dempaðar básúnur túlka mótþróa við þessa áköfu löngun, dempuð hornin leika með kvíðann, beyg skapandans og trompettinn flytur þann boðskap að nú sé að duga eða drepast og í verkinu brýst út hin óhamda sköpunargleði. Verkið var að mörgu leyti vel leikið og samvisku- samlega unnið en ekki þrungið af þessum frumþáttum sköpunar- gleðinnar. Ef til vill er rómantíkin dáin þeim er raunsæið hefur með rökum rænt ánægjuna af tilfinn- ingalegri upplifun og gert draum- inn útlægan, drauminn, sem er samt jafn raunverulegur og efnis- heimurinn og ef til vill eina björg- un mannsins, björgun frá því að týna sjálfum sér og brenna akur sinn. Rudolf Firkusny lék einleik í píanókonsert eftir Dvorák og gerði það mjög fallega, á þann klassíska máta sem nú er að hverfa mönn- um. Þar ræður tilfinningin fyrir innri skáldskap verkanna. Flytj- andinn er ekki að sýna snilli sína eða að gera tilraun til að setja persónulegt merki á viðfangsefnin heldur gefa hlustendum hlut í þeim skáldskap, sem er æðri öllum spek- úlasjónum og gerir alla rökfræði að kjánaskap. Það eina sem skyggði á flutning konsertsins var að hljómsveitin var ekki nægilega vel æfð og líklegt að hún þurfi Glæsilegt einbýlishús við Arnarhraun - Hafnarfirði nýkomið til sölu. Húsið er tvær hæðir alls 202 fm auk 30 fm bílskúrs. Allt nýlega endurnýjað og endurbyggt með fyrsta flokks frágangi. Sérsmíðaðar innnréttingar. Á neðri hæð með parket-gólfi þrjár stofur, skáli, eld- hús, snyrtiherb., þvottaherb. og geymsla. Á efri hæð 4ra-5 herb. og auk geymslulofts. Tvennar svalir. Mjög góður staður. Stór og falleg hraunlóð. Einkasala. Öpið í dag Árni Gunnlaugsson, hrl., frá kl. 12—17 Austurgötu 10, sími 50764. Til sölu í Hafnarfirði góð íbúð ítimburhúsi Nýkomin í einkasölu 3ja herb. íbúð á miðhæð í timbur- húsi við Norðurbraut. Grunnflötur húss 48,7 fm. Ennfrem- ur 2 herb. og bað í kjallara. Parket á gólfum og viðarklæðn- ingar. Laus strax. Ekkert áhvílandi. Verð um 4 millj. Opið » dag Árni Gunnlaugsson, hrl., frá kl. 12—17 Austurgötu 10, sími 50764. 911 Kfl 91 97A L*RUS Þ' VALDIMARSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI L I I Vv'k I 0 / v KRISTINNSIGURJÓNSSON, HRL.löggilturfasteignasau Til sölu á fasteignamarkaðinn eru að koma m.a. eigna: Giæsileg séreign við Kvisthaga neðri hæð 5 herb. um 120 fm í þríbhúsi. Allt sér. Eiginni fylgir sérkj. m/rúmg. íbherb., snyrtingu, geymslu og sérþvhúsi. Ræktuð lóð. Fráb. staður. Teikn. á skrifst. Vel byggt og vel með farið einnrar hæðar steinh. á vinsælum stað í Gbæ. Aðalíb. um 150 fm. Einstaklíb. 32 fm. Sólskáli 40,4 fm. Bílsk. 50,2x2 fm. Glæsil. lóð 1018 fm. Eign sem gefur mikla möguleika. Úrvalsíbúð á góðu verði skammt frá „Fjölbraut" í Breiðholti í lyftuh. 6 herb. 132 fm. 4 rúmg. svefnherb. Sérþvhús, sérinng. Bflsk. og sérgeymsla á jarðhæð. Mikið útsýni. Verð aðeins kr. 8,5 millj. Nýendur- og viðbyggt einbhús v/Háabarð í Hafnarf. steinh. ein hæð 129,5 fm nt. Góður bílsk. 36 fm. Ræktuð, glæsil. lóð 630 fm. Útsýnisstaður. Skipti mögul. á raðh. af meðalstærð. Myndir og teikn. á skrifst. Hentar meðal annars námsfólki 2ja herb. kjíb. í reisul. steinh. v/Snorrabraut. Skuldlaus. Laus fljótl. Verð aðeins kr. 3,1 millj. Ennfremur góð endurbyggð 2ja herb. íb. í reisul. steinh. v/Ránarg. Gott húsnlán kr. 2,6 millj. Laus fljótl. Ofarlega við Miklubraut efri hæð 4ra herb. um 100 fm mikið endurn. Sérinng, sérhiti. Tvenn- ar svalir. Skipti mögul. á 2ja herb. íb. á 1. hæð helst í nágr. Skammt frá Sundlaugunum í Laugardal stór og góð 3ja herb. lítið niðurgr. kjíb. Allt sér. • • • Opiðídag kl. 10.00-16.00. 3ja herb. góð ib. óskast á 1. hæð í Fossvogi. _____________________________ Mikil utborgun. LÁÚGÁvÉGn^í!viA^U5Ö^2Í37Ö, ALMENNA FASTEIGNASALAN Rudolf Firkusny sérstaka skólun í að leika undir, en á því sviði hefur leikur hljóm- sveitarinnar oft verið nokkuð gá- leysislegur, sem auðvitað leggst á reikning hljómsveitarstjórans hverju sinni. Lokaviðfangsefnið var Vorblót eftir Stravinskí og þar fór hljóm- sveitin og stjórnandinn á kostum og þó eitt og annað megi finna að,* var leikurinn í heild mjög góð- ur, bæði hvað snertir blæbrigði og hrynskerpu. Þetta er sérlega erfitt verk, hefst á fagotteinleik á há- sviði hljóðfærisins, sem heppnaðist ekki vel og er fullt upp með skring- ileg tóntiltæki, margbreytileg hljóðfallsmynstur og blæbrigði. Allt var þetta skýrt í flutningi hljómsveitarinnar og rétt hjá hijómsveitarstjóranum, Petri Sak- ari, að leika verkið í þeim hraða, Petri Sakari er hljómsveitin réð vel við. Það eru ávallt tíðindi að heyra þetta margslungna verk flutt og hér var á ferðinni stækkuð hljóm- sveit, sem þó er ekki að öllu leyti rétt, því mjög litlu og nær engu hafði verið bætt við strengina. í fullskipaðri hljómsveit, eins og kennari Stravinski, Rimskí-Kors- akov, tilgreinir, skulu vera 16 í fyrstu fíðlu, 14 í annarri, 12 lágf- iðlur, 10 selló og 8-10 kontrabass- ar. Hér er miðað við lágmarks- fjölda og vantar því tvo hljóðfæra- leikara í alla þessa hópa, til að kalla megi, að hér hafi verið um fullskipaða hljómsveit að ræða. Hvað um það, þá voru þetta eftir- minnilegir tónleikar og Vorblót viðeigandi niðurlag á ágætum starfsvetri Sinfóníuhljómsveitar íslands. ■ LA VGARDAGSKAFFI Kvennalistans í Reykjavík verður í dag á Laugavegi 17, 2. hæð klukkan 10.30. Umræðuefni er pól- itískt siðgæði. „Ráðherra- klipptur" er leikrit um siðgæði í pólitík sem Þjóðleikhúsið sýnir um þessar mundir. Leikstjóri verksins og nokkrar stórpólitskar konur ræða um pólitískt siðgæði. ■ Á PÚLSINUM laugardaginn 18. maí verður trúbadorinn Gísli Þráinsson með tónleika og er að- gangur ókeypis. Gísli hefur verið að hasla sér völl á Reykjavíkur- svæðinu en hann er frá Akranesi, 24 ára gamall og byijaði að koma fram upp úr síðustu áramótum og hefur m.a. leikið á L.A. Café, Geirs- búð og Naustkjallaranum. A efnis- skrá Gísla eru lög Bob Dylans, Sim- on & Garfunkel, Cat Stevens, Meg- asar o.fl. Mánudaginn 20. maí, 2. í hvítasunnu verður Megas & Hættuleg hljómsveit og glæpa- kvendið Stella með tónleika og verður Björk Guðmundsdóttir gestur kvöldsins. Flutt verður gam- alt og nýtt efni Megasar í sögulegu samhengi. Meðlimir hljómsveitar- innar eru auk Megasar og Bjark- ar, Jón Olafsson, Guðlaugur Ott- arsson og Birgir Baldursson. ■ BÍLASÝNING Kvartmílu- klúbbsins verður opnuð í dag, laug- ardag, klukkan 13 í bifreiða- geymslu Ráðhúss Reykjavíkur. I fréttatilkynningu segir, að mark- miðið sé að sýna það nýjasta og merkiiegasta í breytingum á öku- tækjum, m.t.t. keppnisaksturs og ekki síður að sýna fallega og sjald- gæfa bíla og bifhjól, sem eru frem- ur augnayndi en keppnistæki. Sýn- ingin er opin laugardag kl. 13-22, á morgun, sunnudag kl. 13-22 og á mánudag kl. 13-20. ittem&ö ináQ Umsjónarmaður Gísli Jónsson 589. þáttur Guðrún kvað: (73) „Kostum drepur kvenna karla ofríki; í kné gengur hnefi, ef kvistir þverra; tré tekur að hníga, ef höggur tág undan; nú máttu einn, Atli, öllu hér ráða.“ (74) Gnótt var grunnýðgi, er gramur því trúði, sýn var sveipvísi, ef hann sín gæði; kröpp var þá Guðrún, kunni um hug mæla, létt hún sér gerði, lék hún tveim skjöldum. (Atlamál hin grænlensku) (81) Kvæði þetta, er þér kennt hefíg, skaltu fyr kvikum kveða: Sólarljóð, er sýnast munu minnst að mörgu login. (82) Hér við skiljumst og hittast munum á feginsdegi fíra; drottinn minn gefí dauðum ró, en hinum líkn, er lifa. (Sólarljóð, niðurlag) „Voru mál uppi varðandi leig- ur og leigufé, ráðstöfun holds- veikra og spítalahaldið, sveitar- flutninga, lögsóknir á hendur þeim landsetum kirkna sem upp- átu kvígildi jarðanna, huslanir fólks með óvissu heimilisfángi, sem geispaði golunni á fjallveg- um, stundum margt í hóp; að ógleymdri þeirri árlegu bænar- skrá til kóngsins vegna messuvínsskorts og snærisleysis sem hið síðara gerði mönnum hérumbil jafnerfitt að draga fisk frá útvegsjörðum kirkna einsog hið fyrra að sækja með árángri sjó náðarinnar; og er þó fæst talið sem geistlegir verða að antvistast á sínum þíngum.“ (Halldór Laxness: Islandsklukkan) „Þá [eftir Flugumýrarbrennu] var borinn út á skildi ísleifur Gissurarson, og var hans ekki eftir nema búkurinn steiktur innan í brynjunni. Þá fundust og bijóstin af Gróu, og var það borið út á skildi að Gissuri. Þá mælti Gissur: „Páll frændi,“ segir hann, „hér máttu nú sjá ísleif, son minn, og Gróu, konu mína.“ Og fann Páll að hann leit frá, og stökk úr andlitinu sem hagl- kom væri.“ (Sturla^ Þórðarson: íslendinga saga) Þar báran leikur bátinn við, en byrinn herðir strengi, hold er mold, hýrt þó ævin gengi. Stór er fold, staðið hefur hún lengi. ★ Ein væn, lifrauð, laufgræn reyniviðarhrísla stendur i miðjum Vaglaskógi. (Úr þjóðkvæðum) Gleður mig enn sá góði bjór, guði sé þökk og lof; þó mín sé drykkjan megn og stór og mjög við of, mun þó ei Teiðast drottinn vór. - Hýr gleður hug minn. (Sr. Olafur Jónsson á Söndum í Dýrafírði (1560-1627): Úr Drykkjuspili.) „Knútr [Sveinsson Danakon- ungur, ríki eða gamli] var manna mestr vexti ok sterkr at afli, manna fríðastr, nema nef hans var þunnt ok eigi lágt ok nokkut bjúgt. Hann var ljóslit- aðr, fagrhárr ok mjök hærðr. Hverjum manni var hann betr eygðr, bæði fagreygðr ok snar- eygðr. Hann var örr maðr, her- maðr mikill ok inn vápndjarf- asti, sigursæll, hamingjumaðr( mikill um alla hluti, þá er til ríkdóms heyrði. Ekki var hann stóivitr maðr ok svá Sveinn kon- ungr með sama hætti ok enn áðr Haraldr ok Gormr, at þeir váru engir spekingar at viti.“ (Ur Knýtlinga sögu, kannski eftir Ólaf Þórðar- son, hvítaskáld, 13. öld.) „Hann var réttur meðalmaður á hæð og gildleika, vel limaður og bar sig forkunnar nett, bæði af náttúru og námi, þar hann hafði exercerazt hjá dans- og figtmeisturum í sínu ungdæmi utan lands, var með andlitsfríð- ari mönnum, hafði blá og skörp augu, ei mjög stór, ekki mikil- rómaður né margtalandi, hafði þó hreina og góða raust. Fyrir utan latínskt mál, sem hann vel hafði lært í skóla undir tilsjón síns fósturföður, sál. biskups Vídalíns, var hann bezt danskur af oss innlendum, vissi þar hjá vel bæði í frönsku og þýzku.“ (Sveinn Sölvason (1722- 1782) um Magnús Gísla- son (1702-1786)) Það er fráleitt að fylgi því straff þótt fólk í stað f skrifi v í hava og hev og sova og sev; það er svolítið annað með Pavaw. (Jóhann S. Hannesson (1919-1983)) Þar sem lækurinn rann og rann drúpti rós, og lækurinn fann alveg niður í ós, er hin rauða rós felldi regndropa niður í hann. (Þorsteinn Valdimarsson (1918-1977))

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.