Morgunblaðið - 18.05.1991, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 18.05.1991, Blaðsíða 43
reei íam .8i auaAQjiA&u aj 'filU tÖHwfl lit MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 18. MAÍ 1991 43 „Vona innilega að spáin verdi rétl“ - segirGuðni Kjartansson, þjálfari KR-inga GUÐNI Kjartansson, þjálfar KR, er hóflega bjartsýnn fyrir sumarið þrátt fyrir að KR-ing- um sé spáð meistaratitlinum. „Ég tek nú ekki of mikið mark á spám, en vona innilega að spáin verði rétt. Við förum í þetta mót með það hugarfar að ná titli og ég reikna með að fleiri ætli sér það líka,“ sagði Guðni. Guðni, sem tók við þjálfun KR í vor, sagðist vera nokkuð ánægður með mannskapinn hjá KR. „Það eru að vísu meiðsli eins og hjá öðrum félögum. Ragnar Mar- geirsson og Pétur Pétursson hafa verið meiddir, en ég ætla ekki að afsaka neitt. Við spilum með þann mannskap sem er heill hveiju sinni, annað getum við ekki notað. Ég er bjartsýnn þar sem við erum með góðan mannskap og það verður síðan að koma í ljós í haust hvar við lendum." Hvernig er að vera kominn í her- búðir KR-inga? „Ég vissi það fyrir að þetta er stór klúbbur og það eru gerðar miklar kröfur til þjálfara og ég er ekki óvanur því. Menn segja oft að það sé erfitt að þjálfa KR því þar séu svo margir sem vilja ráða. En ég vel mitt lið út frá því sem ég held að sé það besta, en ekki ein- hver annar,“ sagði Guðni. Valsmenn til alls líklegir Ingi Bjöm Albertsson, þjálfari Vals, sagði að nokkur endurnýjun hefði átt sér stað hjá Val og liðið væri nú án manna, sem hefðu haft mikla reynslu. „Ég er samt með ágætis hóp, en þetta getur brugðist til beggja átta. Liðið er til alls líklegt, en það getur barist um nán- ast hvaða sæti sem er. Þetta er fyrst og fremst spurning um hugar- far.“ Ingi Björn var ekki ánægður með að þurfa að leika á möl gegn Stjörn- unni, en sagði að það kæmi jafnt niður á báðum liðum. „Það er hins vegar slæmt fótboltans vegna.“ Hann sagði að ómögulegt væri að spá um endanlega röð. „Ég er ekki sannfærður um að KA og Víðir falli, en ég held að tími KR sé kom- inn á toppnum." Trú annarra styrkir Víking „Ég hef trú á að við getum stað- ið okkur vel og það hjálpar okkur, þegar aðrir hafa einnig trú á okkur samanber spá forráðamannanna," sagði Logi Ólafsson, þjálfari Víkings. Víkingum var spáð 4. sæti. Þeir byijuðu ágætlega í fyrra en botninn datt úr leik þeirra undir lokin. „í fyrra spáðu margir okkur falli, en þegar sætið var tryggt var eins og menn sættu sig við stöðuna í stað þess að stefna hærra. Breiddin er meiri nú og ég vona að slíkur meðal- mennskuháttur eins og síðast end- urtaki sig ekki.“ Logi sagðist eiga almennt von á meiri baráttu en í fyira. „Liðin koma betur undirbúin vegna þess að aðstæður til að æfa og spila knattspymu í vetur voru allt aðrar og betri en árið áður. Þetta skilar sér í betri deild og þó stórveldin KR, Fram og Valur virðist í fljótu bragði ætla að beijast um titilinn, vona ég að við blöndum okkur í slaginn.“ „Framlínan er höfuðverkur“ Sigurlás Þorleifsson, þjálfari IBV, sagði að tímabilið í ár yrði mjög erfitt þar sem töluverðar breytingar hafi verið á liðinu frá því í fyrra. „Liðið var stórt spum- ingarmerki í fyrra og ég held að það sé enn stærra núna. Það hefur verið erfitt að raða saman mann- skapnum enda verðum við með fjóra til fímm nýja unga drengi. Við erum því hæfílega bjartsýnir," sagði Sig- urlás. Sigurlás sagðist vonast til að Tómas Ingi Tómasson kæmi inní liðið, en hann hefur leikið í Þýska- landi í vetur. „Hann losnar fljótlega ef liðið hans verður í fallsæti, sem allt bendir nú til, en ef ekki fáum við hann í fyrsta lagi í síðari um- ferð mótsins. Ég hef átt í miklunv vandræðum með að stilla upp framlínu og koma þar 5-6 leikmenn til greina í tvær stöður." Gera betur en í fyrra Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, sagði að íslandsmótið legðist vel í sig. „Við stefnum að því að gera betur en í fyrra. Það er erfítt að spá um úrslit mótsins fyrirfam, en ég hef trú á því að það verði KR og Fram sem komi til með að beij- ast um titilinn og Valur verði í þriðja sæti. Hin liðin sjö eru öll mjög jöfn að styrkleika og koma til með að taka stig hvert af öðru,“ sagði Ólafur. Hann sagði að FH-liðinu hafí ekki gengið vel í vorleikjunum, en vonaði að þetta væri að smella sam- an núna. „Við komum óhræddir í leikinn gegn Víkingi á mánudaginn og ætlum okkur sigur. Þetta verður baráttuleikur eins og oft vill verða í fyrstu umferðunum. Sjálfsagt lítið um áferðarfallega knattspyrnu. En það er mikið atriði að byija mótið vel,“ sagið Ólafur. Engin meiðsli eru í herbúðum FH-inga, sem mæta með sitt sterkasta lið. „Fengum eldskírnina ífyrra“ Jóhannes Atlason, þjálfari Stjörnunnar, henti gaman að spá félaganna. „Þetta eru menn, sem eiga að hafa vit á þessu. Okkur var spáð 10. sæti í fyrra, en lentum í 5. sæti. Það munaði ekki nema fimm sætum og ef sama verður uppi á teningnum í ár verð ég án- ægður,“ sagði hann, en Stjörnunni var spáð 7. sæti að þessu sinni. „Það er voðalega auðvelt að spá, en erfiðara að standa undir vænt- ingunum. Við fengum eldskírnina í fyrra og árangurinn var hæfilega góður til að menn fari ekki að ganga á stóru tánum í ár. Annað árið er oft hættulegt og það væri ánægju- legt að fara að sjá allan mannskap- inn, en þýðir ekkert að skæla og við mætum galvaskir til leiks.“ Áhersla á góða knattspyrnu Hörður Hilmarsson tók við Breiðabliksliðinu í 2. deild í fyrra og náði takmarkinu. „Nú eru ekki kröfur um að ná einu af tveimur efstu sætunum og því er spilið mun agaðra og við höfum verið að leika betri knattspyrnu en í fyrra. Ég er með ágætan hóp og leggjum áherslu á áferðarfallega og góða knattspymu." UBK verður án fímm fastamanna í fyrsta leik. „Það er viss blóðtaka, en það er gaman að byija á íslands- meisturunum og ég á von á góðum leik. Hörður taldi að KR, Fram og Valur yrðu einna helst í baráttunni um titilinn. „Að öðru leyti geri ég ráð fyrir að hin liðin verði frekar jöfn, en kannski á Víkingur einna helst meiri möguleika en önnur lið. Hins vegar kemur alltaf eitthvað óvænt uppá og við spyijum að leiks- lokum.“ Mikilvægt að byrja vel „Spáin er eins og ég bjóst við, en vonandi rætist hún ekki,“ sagði Ormarr Örlygsson, þjálfari KA. Hann sagði að sumarið yrði erfítt fyrir KA og leikmenn þyrftu að halda vöku sinni. „Það er mikilvægt að byija mó- tið vel og við reynum að beijast fyrir hveiju st.igi. Fyrsta markmiðið hjá okkur er að gera betur en í fyrra og sjá síðan til. En ég held að það verði Fram, KR og Valur sem komi til með að beijast um titilinn. Þau eru með breiðasta hóp- inn og allt leikmenn sem eru í eða við landsliðið. Hin liðin eru jöfn.“ „Spáin þjappar okkur saman" Óskar Ingimundarson tók við Víði í 2. deiid fyrir tveimur árum, stjórnaði liðinu til sigurs í deildinni í fyrra og er á ný kominn í 1. deild, en spá forráðamanna liðanna gerir ráð fyrir að Víðir fari strax niður aftur. „Þetta er eðlileg spá gagnvart liði, sem er að koma upp,“ sagði Óskar, „en úrslitin ráðast inni á vellinum en ekki í kaffísamsæti. Við höfum ekki mikla breidd og okkur gekk ekki vel í vorleikjunum, en ég er með leikreynt lið og ég vona að baráttan verði áfram aðal þess. Það er gott að mæta toppliði strax í 1. umferð, því þá sjáum við vel hvar við stöndum. Fall er farar- heill og spáin þjappar okkur sam- an.“ ípRÚmR FOLX ■ OPNUNARLEIKUR íslands- mótsins verður leikur FH og Víkings á aðalvellinum í Kapla- krika og hefst hann kl. 16 á mánu- dag, annan í hvítasunnu. Aðrir leik- ir hefíast kl. 20 ■ VILHJÁLMUR Einarsson, Víði, er eini leikmaður 1. deildar, sem verður í leikbanni í fyrsta leik. ■ KLEMENZ Sæmundsson missir af fyrstu tveimur leikjum Víðis — er í Bandaríkjunum. ■ PÉTUR Pétursson verður sennilega ekki tibúinn að leika með KR í fyrsta leik. Óvíst er með Ragn- ar Margeirsson og Hilmar Björnsson. ■ RAGNAR Gíslason missir af fyrstu leikjum Stjörnunnar vegna uppskurðár og Bjarni Benedikts- son hefur verið lengi frá vegna meiðsla. ■ HAFSTEINN Jakobsson leik- ur ekki með KA gegn ÍBV í 1. umferð þar sem hann heldur utan á morgun með blaklandsliðinu, sem tekur þátt á Smáþjóðaleikunum í Andorra. ■ KRISTINN R. Jónsson og Anton Björn Markússon verða ekki með Fram á næstunni vegna meiðsla. ■ BREIÐABLIK byijar mótið án fjögurra eða fimm fastamanna. Sigurjón Kristjánsson, Willum Þór Þórsson og Þorsteinn Geirs- son eru meiddir. Valur Valsson hefur verið meiddur og er tæpur og Hákon Sverrisson er í Tékkó- slóvakíu með U-18 ára landsliðinu. ■ INGI Björn Albertsson, þjálf- ari Vals, er enn markahæsti leik- maður 1. deildar frá upphafi. Hann skoraði 126 mörk fyrir Val og FH. Hermann Gunnarsson kemur næstur með 95 mörk fyrir Val og ÍBA. Guðmundur Steinsson er markahæstur þeirra sem enn spila í 1. deild, hefur gert 80 mörk fyrir Fram, en hann leikur nú með Víkingi. KSI Mótabókin komin út Mótabók KSÍ er komin út í 21. skipti. Hún er með breyttu sniði að þessu sinni; í tveimur hlutum. Annars vegar er mótaskrá sem „pass- ar vel í vasa“ einsog þeir hjá KSÍ orða það, og hins vegar handbók í stærra broti, þar sem er að finna lög KSÍ, hinar ýmsu reglugerðir og fleiri upplýsingar. Mótaskráin kostar 500 krónur og handbókin 400 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.