Morgunblaðið - 18.05.1991, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 18.05.1991, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MAÍ 1991 17 Tvö rit frá Mál- vísindastofnun ar að veita Húsnæðisstofnun skammtímalán vegna greiðsluerfið- leika stofnunarinnar sem stöfuðu af því að fjáröflun hjá lífeyrissjóðunum nægði ekki fyrir greiðsluskuldbind- ingum hennar. Vandi húsnæðiskerf- isins er því meginskýringin á meiri lánsfjárþörf ríkissjóðs það sem af er þessu ári heldur en í fyrra. Tölur fyrstu þriggja mánaða ársins gefa því ekki vísbendingu um meiri láns- fjárþörf vegna reksturs A-hluta ríkissjóðs heldur en í fyrra. Hins vegar kemur heldur ekki fram sú lækkun sem stefnt var að í fjárlög- um. Stærsti munurinn á þróuninni fyrstu þijá mánuði í ár og í fyrra liggur í lánsíjármögnuninni. Þar vegur þyngst að ríkisvíxlar voru inn- leystir fyrir 1,5 milljarða umfram sölu í ár en seldir fyrir 3,9 milljarða króna umfram innlausn í fyrra. Umskiptin nema 5,4 milljörðum króna. Margvíslegar skýringar eru á þessu. í fyrsta lagi var gert sérs- takt átak til að selja ríkisvíxla í lok ársins í fyrra m.a. með því að bjóða tímabundin sérkjör og því var ríkis- víxlastaðan betri en ella. í öðru lagi er bati lausafjárstöðu bankanna fyrstu þijá mánuði ársins mun minni í ár en í fyrra. í þriðja iítgi höfðu vextir ríkisvíxla dregist verulega afturúr öðrum skammtímanafnvöxt- um. í fjórða lagi hafa bankarnir haldið að sér höndum við kaup ríkis- víxla vegna væntinga um hækkun vaxta þeirra og í stað þess keypt innstæðubréf í Seðlabanka eða aðrar hæfar eignir gagnvart lausafjár- kvöð. Þétta skýrir hvers vegna ríkis- víxlastaðan rýkur upp um leið og vaxtahækkunin hefur átt sér stað. Sala spariskírteina hefur ekki náð að bæta upp útstreymi á ríkisvíxlum. Sala þeirra var þó heldur meiri en í fyrra, eða 1,5 milljörðum króna á móti 1,2 milljarði króna. Innlausn varð hins vegar einnig meiri og því varð útstreymi á spariskírteinavið- skiptum sem nam 246 m.kr. en lítils- háttar innstreymi í fyrra, eða 53 m.kr. Treg innlend lánsfjáröflun birtist síðan í yfirdrætti í Seðlabankanum en staðan gagnvart honum versnaði um 8,3 milljarða króna. En þar sem innstæða var á aðalviðskiptareikn- ingi um áramót í fyrsta skipti í mörg ár var upphafspunkturinn hag- stæður og því var meðalstaða á við- skiptareikningum fyrstu þijá mánuði ársins lægri en 1989 og einnig lægri en 1988 ef frá eru taldar skamm- tímalánveitingar til Húsnæðisstofn- unar. Samandregið má segja að útkom- an fyrstu þijá mánuði ársins gefi ekki vísbendingar um að lánsfjárþörf A-hluta ríkissjóðs hafi farið úr bönd- unum. Vandamálin sem birtast í útkomu fyrstu þriggja mánaða árs- ins eru annars vegar vandamál hús- næðiskerfisins og hins vegar erfið- leikar við innlenda lánsfjáröflun og tilheyrandi yfirdráttur í Seðlabanka, sem að sönnu er mikið vandamál. Vandamál aukins rekstrarhalla og lánsfjárþarfar liggja því fyrst og fremst í horfum næstu mánaða eins og þær eru taldar vera að óbreyttu en ekki í því sem orðið er. í seinni grein minni verður fjallað um horfurnar á árinu í heild og hugsanleg viðbrögð við þeim. Höfundur er fyrrverandi efnahagsráðgjafi fjármálaráðherra. MÁLVÍSINDASTOFNUN Háskóla Islands hefur nýverið gefið út ritið Papers from the Twelfth Scand- inavina Conference of Linguistics og ásamt Stofnun í erlendum tung- umálum ritið Beygingatákn ís- lenskra orða. Nafnorð eftir Helga Haraldsson, dósent. Fyrra ritið birtir fyrirlestra um almenn málvísindi sem fluttir voru á ráðstefnu sem stofnunin stóð fyrir 1. júní á síðasta ári. Má þar m.a. nefna fyrirlestra um setningafræði, hljóðkerfisfræði, beygingafræði, merkingarfræði og málstol (aphasia) og eru höfundar víðs vegar að úr heiminum, en þó aðallega frá Norður- löndunum. Ritstjóri er Halldór Ár- mann Sigurðsson, dósent. Ýmsir aðilar studdu útgáfu þessa rits og má þar m.a. nefna Búnaðar- banka íslands, íslandsbanka, Is- lenska aðalverktaka, Landsbanka ís- lands, Orðabók Háskólans, Reykja- víkurborg, Seðlabanka íslands, Sjóvá-Almennar, Stofnun Sigurður Nordals og Visa-ísland. I seinna ritinu setur höfundur Helgi Haraldsson, dósent fram hug- myndir sínar um kerfi beygingatákna til notkunar í orðabókum og orðalist- um. Tilgangurinn er að spara rými, þannig að einföld tákn komi í stað rúmfrekra skýringa, þar sem beyg- ingarendingar og í sumum tilfellum einnig hljóðvörp eru tíunduð við hvert orð. Markmiðið er að táknin séu sem „ ræðust", þ.e. að mönnum lærist fljótlega að lesa rétt úr þeim án þess að þurfa að fletta upp í töflum. Kerf- ið nær einnig til lýsingarorða og sagna, en sá hluti er ekki með í þess- ari útgáfu. Bæði þessi rit fást í Bóksölu stúd- enta, en einnig er hægt að panta þau hjá Málvísindastofnun. G.Á. Pétursson hf., eralhliða véla-og tækjaverslun fyrir einstaklinga og atvinnu- menn. Fyrirtækið er leiðandi á sviði hvers konar véla og tækja tií ræktunar, fyrir einstaklinga, fyrirtæki, íþróttafélög og bæjar- og sveitarfélög. Einnig höfum við sérhæft okkur í tækjum fyrir verktaka. Síðast en ekki síst bjóðum við keðjur fyrir bíla og vinnuvélar auk þess hillur og lagerkerfi fyrir fyrirtæki og vörugeymslur. Komdu við hjá okkur í Nútíðinni og kynntu þér vörumar og þjónustuna. VERSLUN, VARAHLUTIR OG VIÐGERÐARÞJÓNUSTA G.A. Pétursson hf. Sláttuvéla- og snjókeðjumarkaðurínn Nútíðinni Faxafeni 14, sími 68 55 80 : WFM RAFSTÖÐVAR *. ■ * - BRIGGS & STRATTON OG KOHLER BENSÍNMÓTORAR WESTWOOD TRAKTORAR SLÁTTUVÉLAR RAF OG BENSÍNKNÚNAR ZENOAH VÉLORF Raðgreiðslur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.