Morgunblaðið - 18.05.1991, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 18.05.1991, Blaðsíða 25
MORGÚNBLAÐÍÐ1 LAUGARDAGUR 18. MAÍ 1991 25 Eleseus fékk ekki munn- legt leyfi til að fara á sjó Hjartans þakkir til allra þeirra, sem glöddu mig á.einn eða annan hátt á 80 ára afmœli minu þann 2. maí sl. Astríd S. Hannesson. - segir Páll Guðmundsson hjá Siglingamálastofnun SKIPSTJÓRINN á Eleseusi BA 328, sem færður var til hafnar á þriðjudag að beiðni Siglingamálastofnunar, fékk aldrei munnlegt leyfi frá stofnuninni eins og hann hélt fram í samtali við Morgun- blaðið. Páll Guðmundsson segir stofnunina aldrei gefa munnleg leyfi og slíkt hafi aldrei komið til greina. „Þessi ummæli koma mér mjög á óvart. Níels Adólf fékk aldrei leyfi frá mér. Við gefum aldrei munnleg leyfí, en hins vegar er hægt að senda haffærisskírteinið með tele- faxi þannig að skip geti komist á sjó, en það var ekki um neitt slíkt að ræða í þessu tilfelli," sagði Páll Guðmundsson, deildarstjóri hjá Siglingamálastofnun, í samtali við Morgunblaðið í gær, en hann er nú staddur í Portúgal. „Níels bað um skoðun á skipinu föstudaginn 3. maí til að fá haffær- isskírteini. Við skoðun, miðvikudag- inn 8. maí, kom í ljós að mjög margt var að, þannig að ég sendi honum lista yfir það sem gera þurfti og sagði honum að klára það áður en hann fengi haffæri. Að kvöldi uppstigningardags, 9. maí, hringdi hann til mín og sagði að búið væri að gera við allt sem við höfðum sett útá hjá honum og spurði hvort hann mætti þá fara á sjó. Ég sagði honum að hann fengi ekkert haffærisskírteini hjá mér fyrr en búið væri að taka það út sem að var við skoðunina. Hann sagðist ætla á sjó, en kæmi inn aftur á föstudagskvöldið eða laugardagsmorgun. Ég sagði hon- um að það yrði þá á hans ábyrgð. Annað fór okkur ekki á milli. Hann kom ekki inn á þeim tíma sem hann tilgreindi, hann hafði ekkert haff- færi og hafði alls ekki munnlegt loforð frá mér,“ sagði Páll. „Þegar hann var á miðunum þriðjudaginn 14. maí, og sá varð- skipið á leið til sín til að færa hann til hafnar, hringdi hann í mig og spurði hvað hann gæti gert. Ég sagði honum að hann gæti ekkert gert annað en fara í land og láta taka skipið út. Ef það væri rétt að búið væri að gera við allt sem sett var útá við skoðunina þá væri fljót- gert að senda honum haffæriskír- teini. Hvort hann var búinn að því veit ég ekki, enda fór ég í frí til útlanda á miðvikudagsmorgun og veit því ekki hvemig málið hefur þróast,“ sagði Páll. Morgunblaöiö/KGA Aðstandendur útgáfunnar skoða hér fyrstu heftin í Lífríki sjávar. Nýtt námsefni um lífríki sjávarins Námsgagnastofnun og Haf- rannsóknastofnun hafa gefið út fyrstu fjóra bæklingana af nýju námsefni sem þeir kalla Lífríki sjávar. Ný stj órn tek- ur við í Frama Krafist niðurfellingar aðflutningsgjalda SIGFÚS Bjarnason leigubílsstjóri á Hreyfli var kjörinn formaður Frama, stéttarfélags leigubílsstjóra á aðalfundi félagsins á fimmtu- dagskvöld. í stjórnarkjöri bar framboðslisti Sigfúsar sigurorð af lista sem stjórn félagsins bar fram en þrír framboðslistar komu fram. í stjómarkjöri fékk A-listi fráfar- andi stjómar 194 atkvæði, B-listi Róberts Geirssonar 62 atkvæði og C-listi Sigfúsar Bjarnasonar 245 atkvæði. Fráfarandi formaður, Ing- ólfur Ingólfsson, gaf ekki kost á sér til endurkjörs, en Þórir Guð- mundsson leiddi A-listann. „Við vorum fyrst og fremst óánægðir með árangur fyrri stjóm- ar. Við viljum vinna öðruvísi að málunum en þetta fór allt fram í mestu friðsemd og það eru allir sáttir,“ sagði Sigfús Bjarnason þeg- ar Moranblaðið spurði hann um ástæður framboðs hans. Hann sagði að þau mál semhelst lægju fyrir núna væru að fá felld niður eða lækkuð innflutningsgjöld af leigubílum, en leigubílstjórar væru nánast eina stétt atvinnurek- enda sem þyrfti að greiða lúxus- tolla af atvinnutækjum. Þá myndi stjórnin reyna að leysa það vanda- mál sem oft skapaðist í miðbænum um helgar þegar öll veitingahús lokuðu á sama tíma. Sigfús sagði að reynt yrði að hafa samráð við lögreglu og veitingahús en lausn gæti byggst á því að veitingahús hefðu mismunandi lokunartíma eða að fleiri bílar yrðu fengnir til að aka á þessum tíma. Þá sagði Sig- fús, að stjómin myndi leggja sig fram við að leysa deilumál sem hefðu komið upp vegna fólksflutn- inga greiðabíla. Þegar Sigfús var spurður, hvort taxtar leigubíla myndu lækka ef niðurfelling aðflutningsgjalda og tolla fengist fram, sagði hann að kaupverð á leigubílum væri reiknað inn í gjaldskrárgrunn þeirra, og eðli málsins samkvæmt myndu taxtamir því lækka eitthvað. Ætlunin er að gefa út allt að 40 slíka bæklinga, en þeir eru 4-12 síður hver, og á útgáfunni að vera lokið árið 1993. Efni bæklinganna er ætlað efstu bekkjum grannskóla og getur jafn- vel hentað í framhaldsskólum. Von- ast aðstandendur útgáfunnar til að bæklingarnir mæti brýnni þörf á aðgengilegu fræðsluefni um sjóinn og lífríki hans. Það era sérfræðing- ar Hafrannsóknastofnunar sem semja efnið en Námsgagnastofnun annast útgáfuna. Bæklingamir sem eru komnir út eru Lúða og Steinbítur, báðir eftir Gunnar Jónsson, Klóþang eftir Karl Gunnarsson og Dýrasvif eftir Ólaf Astþórsson. Myndir í bæklingunum eru eftir Jón Baldur Hlíðberg. Námsgagnastofnun undirbýr einnig útgáfu 15 mínútna mynd- bands og nemendaheftis um veiðar, vinnslu og sölu sjávarfangs fyrir sama aldursstig. Að þessu verkefni vinnur samstarfsnefnd atvinnurek- enda í sjávarútvegi með Náms- gagnastofnun. Morgunblaðið/KGA gær. Nemendur Öskjuhlíðarskóla um boð í HMS York Herskip í heimsókn Breska herskipið HMS York er statt í Reykjavík í kurteisisheim- sókn. I gær var boð haldið í skipinu fyrir nemendur Öskjuhlíðarskóla. í dag, Iaugardag kl. 14 til 16, verður skipið almenningi til sýnis í Sundahöfn, þar sem það liggur í Sundahöfn. I fréttatilkynningu, sem send var út vegna komu skipsins, var sú villa að skipið yrði til sýnis almenningi á hvítasunnudag. í fréttatilkynn- ingu frá Samtökum herstöðvaand- stæðinga, þar sem komu skipsins er mótmælt, kemur fram að efnt verði til mótmæla við herskipið kl. 14 á hvítasunnudag. NOTAÐAR VINNUVÉLAR TIL SÖLU HJÓLASKÓFLUR BELTAGRÖFUR CAT 980 B ’75 CAT 225B ’88 CAT 966D ’82 CAT 225 ’80 CAT 966D ’82 CAT 215D ’90 CAT 966C ’75 Fiat FE20HD ’88 CAT 950B ’84 Komatsu PW150 ’85 Michican 175 '73 Libherr 920 ’84 JARÐÝTUR TRAKTORSGRÖFUR CAT D6C ’71 CAT 438/428 ’89 -’87 CAT DC6B '65 CAT 426 '87 CAT D9L ’82 JCB 3DX ’82 Komatsu D65E ’81 Case 580 ’81 HEKLA LAUGAVEGI 174 SÍMI 695500 Barbour Hjá okkur fœrðu hinn þœgilega og smekklega Barbour fatnað sem er eins ogsniðinn fyrir íslenska veðráttu. Sendum í póstkröfu. Sumaropnunartími: Mánud.-fimmtud. opið til kl. 19.00 Föstud. opið til kl. 20.00 Laugard. og sunnud. opið frá kl. 10.00-16.00 Hafnarstræti 5, Reykjavík Símar 16760 og 14800

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.