Morgunblaðið - 18.05.1991, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 18.05.1991, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MAl 1991 «13 Það er gaman í sum- arbúðum kirkjunnar Hópur sumarbúðabarna fyrir framan Leirárkirkju. eftir Ragnheiði M. Guðmundsdóttur Margir eiga bestu bernskuminn- ingar sínar úr sumarbúðum. Minn- ingar um söng og söngleiki, kvöld- vökur og matarkex, bænastundir í kapellu og yndislegt sumarbúðar- starfsfólk. Eg er ein af þeim sem fór í sumarbúðir kirkjunnar á hveiju sumri þegar ég var barn og lít til baka á þennan tíma með miklu þakklæti. Þess vegna finnst mér svo dýrmætt að kirkjan skuli halda áfram að reka sumarbúðir og nú er sumarbúðir Æskulýðssambands kirkjunnar í Reykjavíkurprófast- dæmum (Æ.S.K.R) í Heiðarskóla í Leirársveit. Þar er lagður grunnur að trúarlegu uppeldi margra og þar eiga börn og starfsfólk skemmtilegt og náið samfélag. Heiðarskóli stendur við Leirá, skammt frá Akranesi. Þar er að- staða til útivistar mjög góð. Á lóð- inni eru leiktæki og fótboltavöllur Stálu nef- dropum og adrenalíni BROTIST var inn í togarar- ann Júlíus Geirmundsson IS á þriðjudagsmorgun en þjó- farnir höfðu lítið upp úr krafsinu annað en flösku af áfengi, tíu skammta af adrenalíni og eitt glas af nef- dropum. Togarinn lá í slipp í Reykjavík. Þjófarnir höfðu farið inn um loftræstirist inn í káetu skipstjórans. Þar spenntu þeir upp skáp og stálu óátekinni áfengisflösku. Síðan brutu þeir upp lyfjaskáp skipsins og stálu þaðan tíu skömmtum af adrena- líni og einu glasi af nefdropum. Vaktmaður var um borð í skipinu en hann varð einskis var. Lögreglunni þykir einsýnt að þjófarnir hafi verið á höttun- um eftir lyfjurn. Fermingar á hvítasunnudag Fermingarguðsþjónusta verð- ur í Möðruvallakirkju á hvíta- sunnudag kl. 13.30. Prestur er sr. Torfi Stefánsson. Fermd verða: Atli Már Egilsson, Richardshúsi, Hjalteyri Ármann Guðjónsson, Hlöðum, Glæsibæjarhreppi Halla Björk Þorláksdóttir, Baldursheimi, Arnarneshreppi Sigrún Alda Viðarsdóttir, Brakanda, Hörgárdal Sigurður Páll Behrend, Syðri-Bakka, Hjalteyri Ferming í Stóru-Borgarkirkju í Grímsnesi, á hvítasunnudag kl. 10.30. Prestur er sr. Rúnar Þór Egilsson. Fermd verða: Guðný Lára Gunnarsdóttir, Hæðarenda, Grímsnesi. Guðríður Þórsdóttir, írafossi, Grímsnesi. Laufey Guðmundsdóttir, Efstasundi 56, Reykjavík. Þorsteinn Ingi Kristjánsson, Hrauni, Grímsnesi. Ferming í Mosfellskirkju í Grímsnesi, á hvítasunnudag kl. 14. Prestur er sr. Rúnar Þór Egilsson. Fermd verða: Auður Gunnarsdóttir, Hömrum, Grímsnesi. Ólafur Oddur Sigurðsson, Bjarnastöðum, Grímsnesi. Þorkatla Elín Sigurðardóttir, Kringlu, Grímsnesi. og þar er útisundlaug sem að sjálf- sögðu er notuð á hverjum degi. Skammt fra'er sveitabær og þangað er hægt að fara í heimsókn, heilsa upp á dýrin og kannski bregða sér á hestbak. Svo geta þau duglegustu farið í langar gönguferðir, jafnvel fjallgöngu. Á kvöldin eru kvöldvökur sem krakkarnir sjá um sjálfir. En allir taka þátt í skemmtuninni og í sum- arbúðunum er mikið sungið. Mikilvægur þáttur í starfi sumar- búðanna er trúariðkun og kristin fræðsla. Hver dagur hefst á sameig- inlegum morgnbænum og endar á kvöldbænum. Og á hverjum degi er fræðslustund. Þar fá bömin kristlega fræðslu og um leið er lögð áhersla á að virkja sköpunargleði þeirra með föndri, söng, leiklist o.fl. Það besta og eftirminnilegasta úr sumarbúðunum er samfélagið. Þama eru 40 börn, strákar og stelp- ur, og um 10 starfsmenn saman í heila 12 daga. Þau ná því að kynn- „í sumarbúðunum læra börnin mikilvægi þess að rækta trú sína og kærleika saman. Það er veganesti sem þau eiga alla ævi.“ ast vel og margir eignast þarna nýja vini. í sumarbúðunum læra börnin mikilvægi þess að rækta trú sína og kærleika saman. Það er veganesti sem þau eiga alla ævi. Innritun í sumarbúðir Æ.S.K.R. fer fram í Bústaðakirkju milli klukkan 17 og 19 alla virka daga nema föstudaga. Síminn er 37801. Höfundur er framhalds- skólakennari og formaður sumarbúðanefndar Æ.S.K.R. r * SYNING VERÐUR HALDINIBILAGEYMSLU RAÐHUSSINS VIÐ TJORNINA UM HVÍTASUNNUNA DAGANA 18. — 20. MAÍ 1991. OPNUNARTÍMI SÝNINGARINNAR LAUGARDAG 18. MAÍ KL. 13.00—22.00 HVÍTASUNNUDAG 19. MAÍ KL. 13.00—22.00 MÁNUDAG 20. MAÍ KL. 13.00— 20.00 Á sýningunni verða allir sprækustu, fljótustu, hraðskreiöustu, fallegustu, furðulegustu, kraftmestu, virðulegustu og sérstæðustu bílar og ökutæki landsins. mmtu.1 Verð aðgöngumiða aðeins kr. 500,- Frítt fyrír börn yngrí en 12 ára. KVAKTMÍLU KLÍJlilSIJRINN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.