Morgunblaðið - 18.05.1991, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MAI 1991
15
Þórsmörk - perla íslenskrar náttúru:
*
Ofullkomin friðun Þórsmerkur
eftir Elínu
Þórðardóttur
Umgengni íslendinga um eigið
land hefur löngum verið þekkt,
búið er að loka á „aðgang“ að Þing-
völlum, Laugarvatni og í Þjórsár-
dal. Nú er Þórsmörk undirlögð. Við
í JC-Reykjavík höfum ákveðið að
spyma við þessari ógnvænlegu þró-
un og standa fyrir átaki vikuna
13.-18. maí. Þar er ætlunin að vekja
athygli á þessari perlu lands okkar
íslendinga og á því sem gert er til
þess að bjarga henni. Einnig viljum
við með þessu átaki benda á hvað
og hvemig betur má fara.
Skógrækt ríkisins hefur haft yfir-
umsjón^ með Þórsmörk síðan árið
1926. Árið 1948 veitti Skógræktin
Ferðafélagi íslands húsbóndarétt í
Þórsmörk. Árið 1984 fékk Austur-
leið hf. samskonar rétt í Húsadal
en Farfuglar hafa umsjón með
Slippugili og Útivist hefur aðsetur
í Básum. Flestir eru sammála um
að Þórsmörk er ein af náttúruperl-
um íslands. Fegurð hennar og seið-
magni er við bmgðið. Vinsældir
svæðisins aukast ár frá ári og fjöldi
þeirra sem þangað leggja leið sína
skiptir orðið tugum þúsunda á ári
hveiju.
Það em án efa hinar miklu and-
stæður í litum og landslagi sem
gera Þórsmörk svo heillandi; gróð-
urvin, umlukt hvítum jöklum og
svartri auðn. En hver væri fegurð
Þórsmerkur án birkisins og hinnar
gróðurfarslegu fjölbreytni sem
Mörkin býr yfir?
Oft hefur gróðri á Þórsmörk
verið hætta búin, einkum
vegna skógarhöggs og beitar
Um tíma var fé haft á útigangi
í Þórsmörk og Goðalandi, og skóg-
arnir voru mikið nytjaðir. I byijun
19. aldarinnar var t.d. svo komið
að Mörkin var orðin nær skóglaus
vegna skógarhöggs. Þá var hætt
um tíma og skógurinn óx upp að
nýju. Álag á landið var mikið og
gróður og jarðvegseyðing héldu
áfram að taka sinn toll. Upphafið
að friðun Þórsmerkur má rekja til
þeirrar ungmennafélagshugsjónar
aldamótaáranna „að rækta nýjan
skóg“ og setningu fyrstu laganna
um „skógrækt og varnir gegn upp-
blæstri lands“ árið 1907. I fyrstu
grein þessara laga segir m.a. að
„skógrækt skuli hefja með því
markmiði að friða og bæta skóga
þá og skógarleifar sem enn eru hér
á landi".
Ári síðar tók A.F. Kofoed-Han-
sen við starfi skógræktarstjóra, og
fékk hann fljótt mikinn áhuga á
Þórsmörk og taldi mjög biýnt að
friða hana með öllu fyrir beit. Það
voru vafalítið ýmsir sem hvöttu
hann til þess, m.a. Einar E. Sæ-
mundsen og Ámi Einarsson bóndi
í Múlakoti undir Eyjafjöllum. Það
kostaði þrotlausa vinnu að fá bænd-
ur í Fljótshlíð til þess að afhenda
Skógrækt ríkisins þann beitarrétt
sem þeir eða býli þeirra áttu í Þórs-
mörk og heimila friðun. Ámi Ein-
arsson ferðaðist bæ frá bæ til þess
að safna undirskrifum og tókst
þetta ætlunarverk loks í janúar
1920 og gáfu bændur þá út yfírlýs-
ingu þess efnis að þeir afsöluðu sér
beitarrétti og býli í Þórsmörkinni
„Það eru án efa hinar
miklu andstæður í litum
og- landslagi sem gera
Þórsmörk svo heillandi;
gróðurvin, umlukt hvít-
um jöklum og svartri
auðn. En hver væri feg-
urð Þórsmerkur án
birkisins og hinnar
gróðurfarslegu fjöl-
breytni sem Mörkin býr
yfir?“
þó með því skilyrði að sett yrði upp
fjárheld girðing um Þórsmörkina
og hjálpað yrði til við að smala fénu
burt af svæðinu um haustið. Hljóð-
aði yfirlýsing bændanna á þessa
leið:
„Vér undirritaðir eigendur og
ábúendur jarða í Fljótshlíð, er
beitirjett eigum í Þórsmörk, lýsum
hjermeð yfír því, að gefnu tilefni
fyrir eigin hönd að við viljum end-
urgjaldslaust afstanda nefndan
beitiijett, að því tilskyldu, að land-
stjómin sjái sjer fært að girða
skóginn í Þórsmörk með fjár-
heldri girðingu fyrir almannafje
og að skógræktarstjómin taki að
sjer, þegar girðingin væri komin,
að annast um smölun að haust-
lagi á því íje, sem kynni að
smjúga, eftir því sem um semdist
við hlutaðeigandi hreppa."
Samsvarandi afsal á beitarrétti
Oddakirkju í Þórsmörk undirritaði
séra Erlendur Þórðarson sóknar-
prestur í Odda á Efra-Hvoli 4. maí
1920. Árið 1927 var gerður samn-
ingur, sem enn stendur milli land-
eigenda og Skógræktar ríkisins, um
að hún taki að sér friðun og umsjón
svæðisins.
Ófullkomin friðun
Friðunin var frekar ófullkomin
framan af, en ekki var hafist handa
við að girða Þórsmörk og Goðaland
fyrr en árið 1924, en land var þá
afar illa farið eftir langvarandi beit
sauðfjár. Ekki var hægt að girða
neðsta hluta Þórsmerkur-ranans af
tæknilegum ástæðum, sem hefði
þó verið full þörf á vegna jarðvegs-
eyðingar. Áframhaldandi beit, þrátt
fyrir samninga um friðun, olli vita-
skuld óánægju landeigenda og um-
sjónaraðila svæðisins, skógræktar-
innar. Mikili hluti lands í Þórsmörk
var í slæmu ástandi og jarðvegur
víða að eyðast. Gróður tók að vísu
nokkuð við sér er dró úr fjárbeit-
inni en framfarir voru samt hægar.
Með auknum samgöngum upp úr
miðri öldinni fjölgaði ferðalöngum
í Þórsmörk. Þeim blöskraði gróðu-
reyðingin og þær raddir urðu æ
háværari sem kröfðust úrbóta.
Haldnir voru margir fundir og skip-
aðar nokkrar nefndir, en lítið mið-
aði; féð rataði sína leið.
Árið 1954 komu svo fram óskir
frá Austur-Eyfellingum um að fá
aftur afnot af Goðalandi til beitar,
landþrengsli voru þá mikil í hreppn-
um vegna fjölgunar búfjár. Skoðað-
ir voru möguleikar á að girða milli
Goðalands og Þórsmerkur, en nið-
urstaðan varð aftur sú að það væri
ógerlegt. Vegna þessarar málaleit-
unar aðstoðaði Landgræðslan
bændur hins vegar við að stórfellda
ræktun á Skógasandi sem gerbylti
allri búrekstrarstöðu í hreppnum.
Þar með hvarf þörfín fyrir beitaraf-
not af Goðalandi.
Vakning í
gróðurverndarmálum
Mikið var rætt um friðun Þórs-
merkur fyrir ágangi sauðfjár á ár-
unum 1969 til 1979, en á þeim tíma
var mikil vakning í gróðurverndar-
málum.
Er þar helst að nefna að nefnd
var skipuð á vegum Náttúruvernd-
arráð árið 1974, til að leita álits
landeigenda og rétthafa á hugsan-
legri stofnun þjóðgarðs í Þórsmörk
og fleiri hugmyndir í því sambandi.
Margir fundir voru haldnir af
þessu tilefni og kom margt fram á
þeim, s.s. það að fé var enn margt
í Þórsmörk og ekki var möguleiki
á fjölgun fjár í heimahögum. Reynt
var að bæta bændum skeringu beit-
arafnota. Einnig var reynt að fínna
hentugt land í byggð til upp-
græðslu og beitar. Ræktað var upp
land til slægna við Seljaland og á
árunum 1975-1980 báru bændur
nokkuð á heimalönd til beitar. Hins
vegar tókst ekki að ná samkomu-
lagi um afnot af landi til að græða
upp til sameiginlegrar beitar. Rætt
var um að koma á ítölu í afréttina
en ekkert varð af því. Mönnum
varð ljóst að hugmyndir um að
koma upp fjárheldri girðingu á milli
Almenninga og Þórsmerkur væru
óraunhæfar sökum erfíðs girðingar-
stæðis og kostnaðar.
Fleiri fundir voru haldnir og urðu
sumir fjörugir, en raunhæfar til-
raunir til að bægja sauðfénu frá
Þórsmörk dagaði smám saman
' uppi. Óánægjuraddir þeirra tugþús-
unda ferðamanna sem heimsóttu
Þórsmörk árlega hljómuðu samt
ekki fyrir daufum eyrum.
Greinin byggist á grein eftir
Andrés Arnalds.
Höfundur er félagi IJC-Reykjavík.
M Öruggasta aftursæti í heimi!M
Volvo hannar sína bíla með öryggi allrar fjölskyldunnar í huga,
þess vegna kaupa fjölskyldur Volvo.
Með Volvo 940 og 960 heldur Volvo áfram að ryðja brautina í
öryggismálum.
Nú hefur Volvo fyrstur allra bifreiðaframleiðenda í heiminum
komið fyrir innbyggðum barnabílstól í aftursæti. Auk þess hefur
Volvo kornið fyrir þriggja punkta öryggisbelti og höfuðpúða fyrir
þriðja farþega í aftursæti. Þessi búnaður er ekki fáanlegur í
nokkrum öðrum bifreiðum en Volvo 940 og 960 og því má með
sanni segja að hér sé um að ræða öruggasta aftursæti í heimi.
Það verður að teljast hálf einkennilegt að engum hafi dottið í hug
að gera þetta fyrr, en það er aftur á móti ekki einkennilegt að það
skuli fyrst vera Volvo!
VOLVO
- Bifreið sem þú getur treyst!
FAXAFENI8 • SIMI91 - 68 58 70