Morgunblaðið - 24.05.1991, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.05.1991, Blaðsíða 10
II 10 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 1991 Kirkjur í Kópavogi eftir Birnu Friðriksdóttur Að undanförnu hefur nokkuð verið fjallað í blöðum um fyrirhug- aðar kirkjubyggingar í Kópavogi. Laugardaginn 11. maí sl. birti Morgunblaðið grein eftir Jón Baldur Þorbjörnsson þar sem hann gerir þessu nokkur skil. Það er ánægju- legt þegar safnaðarmenn sýna mál- efnum kirkju sinnar áhuga, þótt viðurkennt sé, eins og Jón Baldur gerir, að hann sé „ekki sérlega trú- rækinn og reyndar heldur lakur kirkjusóknari". En hann er ekki einn um það. Þeir eru margir Islend- ingarnir, sem telja sig fylgjandi boðskap kristinnar kirkju, þótt ekki sæki þeir guðsþjónustur nema nokkrum sinnum á ári og jafnvel varla það. Kirkjunnar menn, leikir og lærð- ir, hafa barist fyrir því áratugum saman að minnka söfnuðina og fá það viðurkennt að í hveiju presta- kalli skuli vera einn sóknarprestur. Þetta var iögfest á Alþingi síðastlið- ið vor. Hvers vegna skyldu menn hafa barist fyrir þessu? Jú, það þótti fullreynt að fyrirkomulagið með stóra söfnuði og tvo sóknar- presta væri slæmt, — að í smærri einingum væru meiri líkur á öflugu safnaðarstarfi. „Hvers vegna byggja Hjalla- og Digranessöfnuðir ekki saman?“ — spyr Jón Baldur — og hann er held- ur ekki einn um það. „Safnaðar- starfið hlýtur að verða öflugra og betra ef menn vinna sarnan" — er sagt. En það jafgildir raunverulega því Honda 91 Accord Sedan 2,0 EX Verð fró 1.432 þúsund. GREIÐSLUSKILMÁLAR FYRIR ALLA W HONDA VATNAGÖROUM 24 RVÍK., SÍMI 689900 að sameina þessa tvo söfnuði aftur í einn. Þá er kominn ellefu til tólf þúsund manna söfnuður méð tvo sóknarpresta, söfnuður sem þó lagalega séð er tveir söfnuðir, í tveim sóknum. Hvaða rök geta fengið menn á þá skoðun að beina beri öllu safn- aðarstarfi í báðum söfnuðunum á einn og sama blettinn? Jú, ein rökin eru að þetta sé fjárhagslega hag- kvæmt og það eru einmitt rök sem við flest erum veik fyrir. Nú eru það að vísu hvorki ríki né sveita'rfé- lög sem ijármagna kirkjubyggingar heldur söfnuðimir sjálfir. En hafa þessi söfnuðir þá fjárhagslegt bol- magn til þess að reisa sínar kirkj- ur? Já, svo vill til að báðar kirkjurn- ar gætu risið á örfáum árum. Það er að því fundið að einungis verði 300-400 metrar á milli Digra- neskirkju og Hjallakirkju. Fjarlægð milli kirkna, hvort sem hún er löhg eða stutt, getur aldrei orðið aðalat- riði þessa máls. Það er safnaða- starfið sem skiptir meginmáli. Sú kynslóð sem nú starfar í þessu landi, byggir um margt á gömlum merg. Við tókum í arf kristnar hug- sjónir og yfir 90% landsmanna til- heyra þjóðkirkjunni. Það hefur aldr- ei þótt hagsýni að ganga á höfuð- stólinn, það endarjneð því að hann verður uppurinn. Ég þykist sjá þess ýmis merki, að við Islendingar séum að ganga á höfuðstólinn hvað varð- ar afsöðu okkar til kirkjunnar. Ein- hver komst svo að orði, að það gilti það sama um kirkjuna og um slökkviliðið, þetta væru hvort tveggja stofnanir sem við vildum hafa, en helst ekki nota. En ef við höfum ekki vel útbúið slökkvilið, þá getur það ekki komið okkur til hjálpar þegar við þurfum á því að halda. Nákvæmlega það sama gildir um kirkjuna sem stofnun. Það er ekki nóg að hafa guðshús sem við kom- um í á stórhátíðum af gömlum vana. A síðari árum hefur orðið mikil breyting á viðhorfí kirkjunnar manna til safnaðarstarfs. Menn hafa gert sér ljóst að hin gamla prestakirkja nær ekki þeim árangri sem við hljótum að vonast eftir. Þetta á sérstaklega við í hinum stóru söfnuðum á höfuðborgar- svæðinu og eru Hjalla- og Digranes- söfnuðir í Kópavogi þar engin und- antekning. Kirkjan verður að leggja sitt af mörkum til að spoma við þeirra efnishyggju sem virðist ætla að verða allsráðandi í þjóðfélaginu. Fleiri þurfa að leggja hönd á plóg- inn en prestarnir einir. Til þess þarf aðstöðu. Safnarheimili hafa nú risið við hveija kirkjuna á fætur annarri á höfuðborgarsvæðinu og er eftirtektarvert hve allt starf, safnaðarvitund og kirkjusókn er að eflast í þeim söfnuðum. í Kópavogi eru þrír söfnuðir. Kársnes- og Digranessöfnuðir eiga Kópavogskirkju saman og hefur Kársnessöfnuður komið sér upp ágætu safnaðarheimili í næsta ná- grenni við kirkjuna. Það er talið að jafnvel hinn stutti spölur sem ganga þarf milli safnarheimilis og kirkju, sé til óhagræðis. Digranessöfnuður á lítið timburhús innst við Bjarn- hólastíg. Smæð þess og fjarlægð frá Kópavogskirkju gerir það væg- Rauðalækur - sérhæð Glæsileg eign um 120 fm á efstu hæð í fjórb. 4 svefn- herb. Mikið endurnýjuð m.a. nýtt gler. Eldhús nýlega endurnýjað. Þrennar svalir. Bílskúr. Verð 9,8 millj. 330. Skipti á íbúð og raðhúsi Falleg 4ra herb. íbúð á 2. hæð við Eyjabakka. Þvotta- hús og búr innaf eldhúsi. Parket. Skipti á raðhúsi eða einbhúsi í Neðra-Breiðholti. S: 685009-685988 ÁRMÚLA21 DAN V. S. WIIUM, LÖGFRÆÐINGUR, ÓLAFUR GUÐMUNDSSON, SÖLUSTJÓRI. Birna Friðriksdóttir „Það er að því fundið að einungis verði 300-400 metrar á milli Digraneskirkju og Hjallakirkju. Fjarlægð milli kirkna, hvort sem hún er löng eða stutt, getur aldrei orðið aðal- atriði þessa máls. Það er safnaðarstarfið sem skiptir meginmáli.“ ast sagt óhentugt fyrir þá starfsemi sem menn vilja helst sjá þar blómg- ast. Hjallasöfnuður hefur fengið inni í Digranesskóla til bráðabirgða, en verið úthlutað lóð undir kirkju og safnaðarheimili við Álfaheiði og var fyrsta skóflustungan tekin 19. maí sl. Fyrir Digranessöfnuð væri það tvímælalaust fjárhagslega hag- kvæmasti kosturinn að vera áfram í Kópavogskirkju, hafa enga að- stöðu til safnaðarstarfs og gera sem minnst. Ég tel fráleitt að slík sjónar- mið fái að ráða. Hér er um það að ræða að skapa aðstöðu fýrir starf, sem mun efla safnaðarvitund fólks og færa okkur eilítið nær því marki sem sett var fyrir tvö þúsund árum. Digraneskirkja, með sambyggðu safnaðarheimili, er skref að því marki. Þeir sem starfa að málefnum Digranessafnaðar hafa óskað eftir því að fá lóð undir kirkju og safn- aðarheimili í Digranessókn. Á bráð- um þúsund ára ferli þjóðkirkjunnar hefði það einhvem tímann þótt saga til næsta bæjar að slík ósk væri talip ástæðulaus. Ég vil að lokum leiðrétta þann misskilning sem hefur gætt í skrif- um um væntanlega Digraneskirkju. í fyrsta lagi er Digraneskirkja, samkvæmt tillögum að breytingu á aðalskipulagi á Heiðavallasvæðinu og að deiliskipulagi á sama svæði, ekki staðsett á friðuðu svæði. Hellu- lögn vestan kirkjunnar mun ná að jaðri friðlýsta svæðisins. Náttúru- verndarráð íslands samþykkti til- lögnrnar. I öðru iagi mun opna svæðið í heild ekki skerðast, því samkvæmt tillögunum mun íbúðabyggð, sem ráðgerð var í norðausturhorni svæð- isins, verða breytt í opið svæði. í þriðja lagi er í texta aðalskipu- lags Kópavogsbæjar, sem staðfest var af Jóhönnu Sigurðardóttur fé- lagsmálaráðherra þ. 23. apríl 1990, gert ráð fyrir kirkju í báðum sókn- um. Þar segir svo á blaðsíðu 51: „Kirkja og safnaðarheimili Hjalla- sóknar mun rísa við Álfaheiði. Gert er ráð fyrir að byggð verði kirkja í Digranessókn." I fjórða lagi eru umræddar tillög- ur ekki komnar frá sóknarnefnd Digranessafnaðar. Þær eru tillögur meirihluta bæjarstjórnar Kópavogs, unnar af bæjarskipulagi og garð- yrkjudeild og auglýstar, að fengnu samþykki Skipulagsstjórnar ríkis- ins. Kópavogi 22. maí 1991. Birna Friðriksdóttir Höfundur er einn nf bæjarfulltrúum Sjálfstæðisfiokksins í Kópavogi. Með eldhuga Leiklist Jóhanna Kristjónsdóttir Leikfélag Hornafjarðar sýndi í Kópavogskirkju Kaj Munk eftir Guðrúnu Ás- mundsdóttur Tónlist: Þorkell Sigurbjörnsson Dansar: Auður Bjarnadóttir Leikmynd: Leikhópurinn Búningar: Magnhildur Gisladóttir Lýsing: Þorsteinn Sigurbergsson Þýðing úr ræðum Kaj Munks: Sigurbjörn Einarsson biskup Tónlistarflytjendur: Hörður Áskelsson og Inga Rós Ingólfs- dóttir Leikstjóri: Hlín Agnarsdóttir í leikgerð Guðrúnar Ásmunds- dóttur um Kaj Munk er valin sú leið að undirstrika kennimanninn og prédikarann, eldhugann og bar- áttumanninn gegn nasistum þegar Danmörk var hersetin á stríðsárun- um. Hins vegar verður varla dregin sú ályktun þegar horft er á verkið að Kaj Munk hafi einnig verið skáld. Þetta þarf svo sem ekki að skaða þar sem Guðrún er sjálfri sér sam- kvæm hvað þetta snertir. Hún fer sömuleiðis létt með að sannfæra okkur um að orð Kaj Munks eigi erindi til okkar enn og tekst að koma til skila í leikgerð andríki og eldmóði Munks. Með öðrum orðum Guðrún hefur valið leið að áhorf- anda sem heppnast. í prédikunum Munks fitjar hann upp á mörgum málum sem kirkjunnar menn og aðrir ræða og hugsa um og af ekki minni hita nú um stundir. Á kirkjan að taka pólitíska afstöðu og hvað Dómkirkjan: Orgeltónleikar __________Tónlist________________ Jón Ásgeirsson Nicolas Kynaston, sem er gestur á kirkjulistahátíðinni, hélt seinni tónleika sína _ í Dómkirkjunni sl. miðvikudag. Á efnisskránni voru verk eftir John Bull, William Boyce, J.S. Bach, Mozart, Marcel Dupré og Edward Elgar. Trúlega eru flest verkin á efnis- skránni ný af nálinni fyrir íslenska hlustendur, að minnsta kosti man undirritaður ekki til þess að hafa heyrt verkin eftir Bull, Boyce og Elgar leikin hér á tónleikum. Fyrsta verkið á tónleikunum, Ut, re, mi, fa, sol, la, eftir Bull, er byggt á sex tóna tónstiga og er ótrúlega marg- brotið í radd- og hljómskipan. Bull (1563-1628) var afburða gott tón- skáld bæði í gerð söngverka og hljómborðstónlistar. Voluntary VII, eftir Boyce, sem er eins konar prelúdía og fúga að formi 'til, er til vitnis um að Eng- lendingar kunnu hér fyrrum að semja kontrapunktíska tónlist. Prelúdíu og fúgu í G-dúr (BWV. 550) mun J.S. Bach hafa samið um 1712, þá 27 ára að aldri, enda geisi- ar þetta verk af fjöri og leikgleði og fúgan er jafnvel nokkuð grall- araleg. Þrátt fyrir að Kynaston sé frábær tekniker, var leikur hans einum of léttur (leggiero) í Bach og á köflum gáleysislega útfærður. Larghetto úr Klarinettukvintett Mozarts er mjög sniðuglega útfærð- ur fyrir orgel af W.T. Best, þar sem raddskipan og víxlun hljómborða er notað af mikilli kunnáttu og margt mjög fallega gert Kynaston. Carillon (klukkuhljómur) og Leg- ende (helgisaga) eftir Marcel Dupré (1886-1971) en þessi mikli hljóm- borðssniilingur var nemandi Vidors. Dupre mun fyrstur franskra orgel- leikara, eða árið 1920, hafa leikið öil orgelverk Bachs á.tónleikum og þaðan í frá var hann í sífelldum Nicolas Kynaston ferðalögum um heiminn. Eftir að hafa haldið 1.900 tónleika dró hann sig í hlé. Eftir hann liggja margvís- leg tónverk og voru þau verk, sem Kynaston flutti á þessum tónleik- um, góð dæmi um mikla tækni þessa orgelsnillings. Verkin eftir Dupré lék Kynaston að ótrúlegri leikni Síðasta verkið á tónleikunum var sónata í G-dúr eftir Elgar. Þetta er hárómantískt verk, hljómsveitar- legt í gerð en áheyrilegt og um margt vel samið. Eins og fyrr segir er Nicolas Kynaston mikill leiksnill- ingur. Leiktækni hans er mjög létt og því hættir honum oft til að of- gera í hraða og þá verður yfirbragð verkanna á köflum losaralegt. Þarna mætti Kynaston ögn huga að, því tónlist er annað og meira en tæknileikur eða blíðlegur leikur með blæbrigði, heldur og ekki síður tónræn íhugun, sem er kröfuhörð tímanlega framvindu hugmynd- anna. Biskup Islands vísiterar Skagafjarðarprófastsdæmi BISKUP íslands, herra Ólafur Skúlason, vísiterar söfnuði Skagafjarð- arprófastsdæmis dagana 26. maí t.il 7. júní. í vísitasíunni felst að biskup heimsækir söfnuðina, predikar við guðsþjónustur, ræðir við sóknar- menn og sóknarpresta og skoðar kirkjurnar, búnað þeirra og muni. Vísitasía biskups hefst sunnu- daginn 26.maí með messu í Sauðár- krókskirkju kl. 14 og um kvöldið predikar biskup við messu í Hóla- dómkirkju. Daginn eftir vísiterar biskup Viðvíkur- og Rípursöfnuði. Vísatasíu biskups í Skagafirði lýkur síðan 7. júní í Hvammskirkju og Ketukirkju á Skaga. í vísitasíunni heimsækir biskup alla söfnuði prófastsdæmisins en þeir eru 21 talsins. Þá mun hann predika í 28 guðsþjónustum og helgistundum. Með biskupi í för verður eigin- kona hans, frú Ebba Sigurðardótt- ir, og þá einnig prófastur Skagfirð- inga, séra Hjálmar Jónsson á Sauð- árkróki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.