Morgunblaðið - 24.05.1991, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 24.05.1991, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 1991 IKBAAfm * Ast er ... \ .. .að sjá til þess að hann borði heilnæman mat. TM Reg. U.S. Pat Off.—all rights reserved © 1991 Los Angeles Times Syndicate C=3 Cj? Með morgimkafftnu Hún kemur eftir svolitla stund. Hún er að skipta um trúlofunarhring. HOGNI HREKKVISI „ /yiéft /yi£iN/LL# i/ie, þ#e> þ£<s/R hann FINNUR EITrHM&'A ÚTSÖLU/" Hundafár Maður hringdi: „Ég vil vekja athygli á miklu hundafári sem er í Brekkuskógi í Aratungu. Þarna eru að jafnaði um 10 stórir hundar sem fara um allt óheftir. Margir eru hræddir við hundana og sumt eldra fólk þorir ekki einu sinni að fara út úr bflunum. Ég tel þetta ástand óviðunandi.“ Hjol BMX hjól, hvítt með rauðum dekkjum, rauðum stýrishöldum og brúsahaldara, var tekið frá Daltúni 31, Kópavogi. Vinsam- legast hringið í síma 46533 ef það hefur komið í leitirnar. Bakpoki Svartur bakpoki (Kvik silver) með teppi , gúmmískóm og svörtum trefli tapaðist við Loga- land um hvítasunnuna. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 92-68502. Týnd læða Fíngerð grábröndótt læða tapaðist frá Bergstaðastræti sunnudaginn 5. maí. Hún var með fjólubláa ól, merkt Ásdís. Ef einhver hefur séð til hennar eða getur gefið upplýsingar, vin- samlegast hafið samband í síma 16263. Högni Svartur 4-6 mánaða högni, mjög gæfur, hefur verið á þvæl- ingi við Seilugranda að undanf- örnu. Upplýsingar í síma 22231 eftir kl. 18. Kettlingur Kassavanin tíu vikna læða fæst gefins. Upplýsingar í síma 12176 eftir kl. 17. Skuldasúpa ríkissjóðs Það mun vera hlutverk útvarps- ins og dagblaðanna að flytja okkur fróðleik og fréttir, sem gefst ætíð svo vel að yndi er að. En stundum vill samrt bera út af því þá fluttar eru óstaðfestar fréttir, mér finnst að útvarpið ætti að leggja slíkar fréttir niður, því við viljum aðeins heyra það sem hefur skeð, og er rétt. Nú hefur það verið margendur- tekið í útvarpi og blöðum að skulda- súpa ríkissjóðs sé ýmist 6 milljarð- ar, 8 milljarðar og það uppí 12 milljarða, og nú síðast uppí 30 millj- arða fjárþörf. Nú, leyfist mér að spyrja? Hvað á almenningur í landinu að hugsa og skynja þegar við heyrum slíkar tölur. Svo er talað um fals, blekk- ingar og kosningavíxla með mörg- um tölum sem ekki er vert að hafa eftir hér. Hefur alveg gleymst að kenna mönnum að leggja saman tölur á þessari vélaöld, eða viljið þið ekki láta okkur vita hvernig okkar ríkis- reikningur stendur, sem við, börnin okkar og barnaböm eiga og verða að greiða? Hinn almenni borgari óskar eftir að fá að vita rétta niðurstöðu, þar sem hún væri færð út í einskonar tölur, sem hinum eldri var kennt í gamla daga, margföldun, frádrátt- ur og samlagning, þá með réttri niðurstöðu. Eldri borgari Oeðlileg fjármögmm? Nokkur orð um Perluna í Öskju- hlíð. Ég vil taka undir það að þetta er og verður falle_g bygging og borginni til sóma.' Eg var því hins vegar aldrei sammála að Hitaveitan stæði straum af byggingarkostnaði þessa húss enda hefur það reynst dýrara en áætiað var og hefur trú- lega þegar hækkað verð á heitu vatni á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Ég tel að fyrirtæki í eigu borgarinn- ar eins og Hitaveitan eigi að ein- beita sér að því að selja heitt vatn til borgarbúa á svo lágu verði sem kostur er, en ekki íþyngja sér með kostnaðarsömum byggingum sem einkafamtakið getur hæglega séð um. Margir aðilar hafa farið út í veitingarekstur af ýmsu tagi hin síðari ár en gengið misvel. Sumir segja að alltof mörg veitingahús séu í borginni og sé það borin von að þau nái öll að bera sig. í ljós hefur líka komið að veitingareksturinn gengur ekki of vel hjá mörgum og nokkuð hefur verið um að þessi fyrirtæki hafi skipt um eigendur að undanförnu og sum jafnvel orðið gjaldþrota. Þegar ástandið er þann- ig er ekki rétt að fjársterk fyrir- tæki í eigu borgarinnar kaupi sig inn á veitingamarkaðinn með pen- ingum sem þau fá fyrir að veita nauðsynlega þjónustu af allt öðru tagi. Ég vona því að þetta dæmi verði ekki endurtekið. Reykvíkingur Víkverji skrifar * Islandsmótið í knattspyrnu fór af stað með glæsibrag. Leikir 1. umferðar voru skemmtilegir og spennandi og áhorfendur fengu að sjá mörg mörk. Það er meiri ljómi yfir Islandsmótinu í knattspyrnu en öðrum íþróttamótum. Enda er knatt- spyrnan æðst íþrótta að mati Víkveija og reyndar má segja að vel leikin knattspyrna sé fremur í ætt við listir en íþróttir. En það er önnur saga. Víkveiji fór að sjá tvo leiki um helgina, báða í Hafnarfirði. Opnunar- leikur FH og Víkings var bráð- skemmtilegur og lofar góðu fyrir sumarið. Leikur Hauka og Akurnes- inga var einnig mjög skemmtilegur. Sér í lagi voru Skagamennirnir frískir og er Víkverji efins um að önnur íslenzk lið eigi jafn flinka og fríska framlínumenn og Skagamenn. Þar fer fremstur í flokki fyrirliðinn Karl Þórðarson, sem nú er að hefja sitt 20. tímabil sem leikmaður í meistaraflokki. Hvað eftir annað splundraði hann vörn Haukanna með nákvæmum sendingum eða einleiks- sólóum. Menn eins og Karl Þórðarson á að heiðra sérstaklega fyrir þá skemmtun sem þeir hafa veitt knatt- spyrnuáhugamönnum. XXX Umræður um stefnuræðu forsæt- isráðherra fóru fram síðastlið- ið þriðjudagskvöld og var þeim bæði útvarpað og sjónvarpað. Víkveija finnst afar sérkennilegt að besta útsendingartíma bæði ríkisútvarps og sjónvarps sé ráðstafað með þess- um hætti. Löng hefð er fyrir því að útvarpa umræðum á Alþingi við tækifæri sem þetta og skal ekki gerð athugasemd við það, en er ekki óþarfi að sjónvarpa þeim líka? Þótt umræðunum væri bara útvarpað gætu áhugamenn um stjórnmál um allt land eftir sem áður hlustað á umræðurnar og varla er það sálu- hjálparatriði að horfa á þær líka. Auk þess á helmingur þjóðarinnar þess kost að fara niður á þingpalla án mikillar fyrirhafnar og fylgjast þar með. Fyrir marga sjónvarpsáhorfendur skiptir litlu þótt útsendingartíma ríkissjónvarpsins sé varið til að sýna margra klukkustunda langar um- ræður frá Alþingi, því stór hluti þeirra getur í staðinn horft á dag- skrá Stöðvar 2, leigt sér myndband eða jafnvel fylgst með erlendum gervihnattastöðvum. Það hlýtur hins vegar að vera umhugsunarefni fyrir forráðamenn sjónvarpsins, hvort þeir gætu ekki nýtt þennan útsending- artíma betur. xxx íkveiji er mikill golfáhugamaður og kann sér ekki læti yfir því að sumarið skuli komið og búið að opna golfvellina. Og ekki spillir fyrir að golfvellir sunnanlands hafa aldrei komið jafn vel undan vetri og eru nú orðnir álíka grónir og þeir eru jafnan um miðjan júní. Að mati Víkveija sameinar golfið marga bráðnauðsynlega þætti, þ.e. skemmtilegan leik, góðan félags- skap, holla útivera og líkamlega áreynslu. Vegna þess hve íþróttin er skemmtileg gleyma golfarar því gjarnan hve langt þeir labba á eftir hvítu kúlunni. Sé leikinn heill hringur á Grafarholtsvellinum, þar sem Víkveiji þekkir bezt til, gengur golf- leikarinn 7-8 km og enn lengra ef hann týnir oft boltum! Á þetta er minnst hér vegna þess að í ensku golfblaði var fyrir skömmu skýrt frá atvinnumanni í golfi að nafni Fijian Vijay Singh, sem tók þátt í 33 golfmótum í fyrra, sem reyndar var nýtt met á Evróputúm- um svonefnda. Reiknað hafði verið út að Singh hefði í mótum og í æf- ingahringjum í fyrra gengið rúma 1200 kílómetra eða næstum hring- veginn, ef tekin er íslenzk viðmiðun. Ef golfmaður væri beðinn að ganga þessa vegalengd myndi hann strax harðneita en ef honum væri boðið að leika þessa vegalengd á golfvelli myndi hann eflaust hugsa sig um!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.