Morgunblaðið - 24.05.1991, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.05.1991, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 1991 15 Jóhann Sigurlaugs- son - Minning 4 Fæddur 8. september 1931 Dáinn 18. maí 1991 I dag, föstudaginn 24. maí, er ástkær afi okkar til moldar borinn frá Viðistaðakirkju í Hafnarfirði. Afi okkar, Jóhann Sigurlaugsson, var fæddur 8. september 1931 á ísafirði. Foreldrar hans eru Karitas Rósinkarsdóttir fædd 17. september 1909 húsmóðir á ísafirði og Sigur- laugur Þorleifur Sigurlaugsson fæddur 20. ágúst 1908, dáinn 28. júlí 1965, sjómaður og verkamaður á ísafirði. Systkini afa voru: Bald- ur, fæddur 4. ágúst 1930, dáinn 6. október 1976, bifreiðastjóri á Isafirði, sambýliskona hans var Soffía Ingimarsdóttir. Lydia Rósa, fædd 12. febrúar 1933, gift Óskari Sölusýning- á verkum meistaranna KLAUSTURHÓLAR og Listhús efna til sölusýningar á verkum þekktra listamanna í sýningar- salnum á Vesturgötu 17. Meðal annars eru þar sýndar myndir eftir Jóhannes S. Kjarval, Ásgrím Jónsson, Svavar Guðnason, Jón Stefánsson, Erró, Kristínu Jónsdóttur, Þorvald Skúlason, Jó- hann Briem, Júlíönu Sveinsdóttur o.fl. o.fl. Sýningin verður opnuð laugar- daginn 25. maí kl. 14 og stendur til sunnudagsins 9. júní. Opið er alla daga kl. 14-18. Jóhannssyni hafnsögumanni á ísafirði. Trausti, fæddur 19. júlí 1934, dáinn 30. júní 1990, forstöðu- maður í Sjálfsbjörg kvæntur Helgu Hermannsdóttur. Erling fæddur 4. apríl 1936, bifvélameistari á Sel- tjarnarnesi, kvæntur Halldóru Sig- urgeirsdóttur. Stúlka fædd 27. jan- úar 1943, dáinn 27. janúar 1943 og Ingibjörg fædd 9.febrúar 1947, hjúkrunarfræðingur á ísafirði. Afi okkar fluttist til Hafnarfjarðar til að nema bifvélavirkjun og var meistari í þeirri iðngrein 1956. Hann starfaði alla tíð við sitt fag, fyrst í vinnu hjá öðrum en fljótlega setti hann á stofn sitt eigið bifvéla- verkstæði og rak það til dánardags. Árið 1957 kvæntist afi ömmu okkar Margréti J. Óskarsdóttur fædd 21. júlí 1931. Foreldrar hennar voru hjónin Óskar Jónsson framkvæmd- astjóri í Hafnarfirði og Mikkalína Sturludóttir. Börn afa og ömmu eru: Karítas Ingibjörg fædd 8. jan- úar 1957 gift Reyni Baldurssyni og eiga þau 3 börn; Eva Lísa fædd 30. maí 1980, Kamilla fædd 4. apríl 1984, Sturla Snær fæddur 20. jan- úar 1987. Lína Hildur fædd 23. maí 1960, Þór Sigurlaugur fæddur 20. ágúst 1961 kvæntur Þórhildi Þórðardóttur og eiga þau 2 dætur, Þórdís Lilja fædd 27. desember 1987, Amdís Sara fædd 22. mars 1991. Jóhann Óskar fæddur 11. maí 1973. Áður átti afi okkar dótt- urina Maríu fædd 3. október 1955. Missir okkar barnabarnanna er mikill því afí var í raun og veru leikfélagi og vinur. Ætíð var það hann sem fór með okur í langar gönguferðir á leikvöllinn, fjöruferð- ir og að skoða skipin. Oftast end- uðu gönguferðirnar með glaðningu í munni. Efst í minningunni er þeirra nána samband afa og Sturlu. Minnisstætt atvik á afmælisdegi mömmu var þegar Sturla 4 ára tók frá sæti fyrir sig og afa. Sturlu þótti sjálfsagt að hann tæki á móti afmælisgjöfum mömmu sinnar og kom með þær til afa og sagði: „Afi, nú tökum við upp gjafirnar fyrir mömmu." Nu við leiðarlok viljum við barna- börnin þakka fyrir yndislegar stundir og bjart er yfir minningu hans í hugum okkar. Þótt hverfi sérhver heimsins kæti og hamingjunnar snúist hjól, þótt harmadaggir hvarm minn væti, mig huggar þinnar líknar sót, þótt allt sé mitt á reiki ráð, þín raskast aldrei fóðumáð. (Jens Zetlitz - V. Briem) Eva Lísa, Kamilla, Sturla Snær, Þórdís Lilja og Arndís Sara. Minning Guðmundur M. Kristjáns son frá Ytri-Hjarðardal Þriðjudaginn 14. maí sl. lést á sjúkradeild Hrafnistu í Reykjavík, frændi minn, Guðmundur Matthías Kristjánsson frá Ytri-Hjarðardal í Önundarfírði. Á Hrafnistu hafði hann dvalið síðastliðin 13 ár, og notið þar góðr- ar umönnunar sem hann var þakk- látur fyrir. Síðustu vikuna var hann mikið veikur og hvíldin því honum kærkomin. Guðmundur var fæddur 26. sept- ember 1907 á Hesti í Önundar- firði, sonur hjónanna Helgu Guð- mundsdóttur og Kristjáns Jóhann- essonar. Bróðir Guðmundar, Jó- hannes, fyrrum bóndi í Ytri-Hjarð- ardal, er nú búsettur á ísafirði. Hálfbróðir þeiiTa , Steinþór, sonur Maríu, seinni komu Kristjáns, lést fyrir mörgum árum af völdu hörm- ulegs bílslyss á Breiðadalsheiði. Guðmundur ól mestan sinn aldur í Hjarðardai og vann þar þau störf er til féliu við búskap og sjóróðra, tvo vetur var hann við nám í Flens- borgarskóla í Hafnarfirði og bjó hann þar hjá Bjarna föðurbróður okkar, frá þeim tíma átti hann góðar minningar. Sæmundur faðir minn bjó í Hjarðardal í tvíbýli við Kristján bróður sinn, svo það má segja að við Mummi höfum alist upp saman þó aldursmunur hafi verið nokkur. Minningar frá þeim fagra stað, Hjarðardal, voru okkur kærar, þó vissulega hafi lífsbaráttan oft verið hörð. Þá geymir hugurinn sólskins- daga og gleðistundir sem oft voru. til upprifjunar hjá okkur. Guðmundur var einkar hæglátur og hlédrægur maður sem ekki bar tilfinningar sínar í torg. Hann verður fyrir þeirri miklu sorg að missa móður sírth barn að aldri, og það held ég að hafi markað djúp spor í hans sálarlíf. Við Mummi frændi urðum góð- ir vinir, og fyrir það er ég þakk- lát og nú þegar hann hefur kvatt og fer sína hinstu för vestur í okkar fagra Önundarfjörð bið ég honum Guðs blessunar, og þakka samfylgdina. Jóhannesi frænda mínum sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Eirný Sæmundsdóttir BYKO I B R E I D D S I M I 4 10 0 0

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.