Morgunblaðið - 24.05.1991, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 24.05.1991, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 1991 19 Dr. Elisabeth Stengárd, listfræðingur og Sigrún Jónsdóttir, textíl- listakona. Kirkjulist í safnaðar- heimili Dómkirkjunnar YFIRLITSSÝNING á verkum Sigrúnar Jónsdóttur textíllistakonu, stendur yfir í safnaðarheimili Dómkirkjunnar við Lækjargötu. Sýningin er haldin í tilefni Kirkjulistíihátiðar ’9I og er opin frá kl. 10 til 13 og 16 til 19 daglega. Laugardaginn 25. maí verður málstofa í safnaðarheimilinu um Kriststúlkanir og myndlist samt- ímans. Frummælandi verður Dr. Elisabeth Stengárd listfræðingur. Á sýningu Sigrúnar eru tæplega 30 verk, sem fengin hafa verið að ‘láni úr kirkjum víða um land. .Elsta verkið er hökull úr Borgarneskirkju frá árinu 1959. „Ég hef reynt að haga því þannig til að þeir höklar sem ég hef unnið beri svipmót af nánasta umhverfi og nágrenni kirknanna,“ sagði Sigrún. „Fyrir mér er myndsköpun og myndbygg- ing eins og tónlist, það verður að hitta á rétta tóna annars gengur verkið ekki upp og sker í eyru. í verkum mínum reyni ég einnig að vera þjóðleg. Skálholtshökull, sem ég vann og er á sýningunni, er til dæmis eins þjóðlegur og hægt er. Þar hef ég fléttað inn í munstrið upphafsstafi allra kaþólskra bisk- upa í höfðaletri á annarri hliðinni og á hinni eru upphafsstafir allra lúterskra biskupa sem hafa þjónað Skálholti. Höfðaletrið er eitt af því rammíslenskasta sem við eigum. Nú svo er það nýjasta sem ég hef gert en það er biskupsskrúði sem ég gerði mér til ánægju og til þess að sýna að íslenskar hendur geta unnið biskupsskrúða. En það sem ég hef aðallega fengist við er að skreyta hökla með útsaumi á hand- ofið efni og á yfirlitssýningunni eru valin verk sem fengin hafa verið að láni og er ég ákaflega þakklát fyrir hversu vel gekk að fá þá til sýningar.“ 1 '-r1 r\ r'-r^rV' Morgunblaðið/Þorkell Fyrsta skóflustunga tekin að kirkju í Grafarvogi Fyrsta skóflustungan að kirkju fyrir Grafarvogssókn var tekin á sunnudag á lóð neðan við götuna Fjörg- yn skammt frá Gullinbrú. Var það Vigfús Þór Árna- son, sóknarprestur, sem tók skóflustunguna. Kirkjan sem rísa mun á næstunni er teiknuð af arkitektunum Finni Björgvinssyni og Hilmari Þór Björnssyni en tillaga þeirra var hlutskörpust í samkeppni sem haldin var um kirkjubygginguna. Verðum að ná jafnvægi milli tekna ríkisins og útgjalda segir Friðrik Sophusson, fjármálaráðherra FRIÐRIK Sophusson, fjármálaráðherra, sagði á fundi með sjálfstæðis- mönnum á Hótel Borg á fimmtudag, að til þess að tryggja áframhald- andi stöðugleika í efnahagslífinu væri afar mikilvægt að vinna að því, að jafnvægi milli tekna ríkisins og útgjalda náist. Auk Friðriks töluðu á fundinum þeir Einar Oddur Kristjánsson og Karl Steinar Guðnason. í máli þeirra kom einnig fram vilji til að viðhalda stöðug- leika í efnahagslífinu og að haldá verðbólgu í skefjum. Fundurinn á Hótel Borg var hald- grundvöll fyrir því að stöðugleiki inn af Málfundafélaginu Öðni og Landsmálafélaginu Verði og var fundarefnið framhald þjóðarsáttar. Friðrik Sophusson, fjármálaráðum ríkisstjórnarinnar í ríkisíjármálum og sagði hann meðal annars, að með þeim væri stjórnin að skapa héldist í efnahagslífinu. Ef ekki næðist jafnvægi væri hætta á að verðbólgan færi af stað á ný. I þessu sambandi þyrfti að ná því marki, að útgjöld ríkisins yrðu ekki áfram meiri en tekjur þess. Kari Steinar Guðnason, alþingis- maður Alþýðuflokksins og vara- formaður Verkamannasambands íslands, var einnig frummælandi á fundinum. Hann sagði að verka- lýðsforystan og fólkið í verkalýðsfé- lögunum væri tilbúið að gera sitt ítrasta til að viðhalda stöðugleikan- um. Hins vegar gætti nú óróleika vegna væntinga, sem skapaðar hefðu verið hjá almenningi ’ um bætt kjör og það væri augljóst, að sá mikli hagnaður, sem kæmi fram hjá fyrirtækjunum í landinum, yrði að skila sér til launafólks. Þriðji frummælandinn á fundin- um var Einar Oddur Kristjánsson, formaður Vinnuveitendasambands íslands. Hann sagði meðal annars að vinnuveitendur væru afar hræddir um að verið væri að of- keyra efnahagslífið með greiðslu til launþega vegna batnandi viðskipta- kjara. Hann lagði mikla áherslu á að ná þyrfti verðbólgu niður á það stig, sem væri ríkjandi í ríkjum OECD og kjarasamningar yrðu að taka mið af því. Hann talaði um nauðsyn þess að viðhalda stöðug- leika í efnahagslífinu og að í þeim tilgangi væri mikilvægt að draga úr eyðslu ríkisins. Vorþing- Kvennalista í Skálholti VORÞING Kvennalistans verður haldið í Skálholti um helgina. A þinginu verð- ur rætt um stöðu samtak- anna að loknum kosningum og fjallað um framtíðar- stefnu þeirra. Þingið hefst í Skálholti klukkan 13 á laugardaginn og verður þá rætt um úrslit kosn- inganna í vor og stöðu Kvennalistans í ljósi þeirra. Þá verður fjallað um starfsemi samtakanna í framtíðinni. Meðal ræðumanna verða þær Anna Ólafsdóttir Björnsson, alþingismaður, sem fjallar um Kvennalistann í stjórnarand- stöðu, Guðrún Halldórsdóttir, skólastjóri, sem fjallai- um tengsl Islands við Evrópulönd- in og Guðrún Agnarsdóttir, læknir, sem fjallar um sam- stöðu kvenna. Síðdegis á laugardag og fyrri hluta sunnudags verður fjallað um spurninguna. „Hvar stöndum við árið 2020?“, en þinginu verður slitið síðdegis á sunnudag. Stúdentakollarnir komnir á höfuð nýstúdenta. Grindavík: Morgunblaðið/Frímann Ólafsson Fjölbrautaskóla Suðurnesja slitið Grindavik. F J ÖLBR AUT ASKÓL A Suður- nesja var slitið við hátíðlega at- höfn í Grindavíkurkirkju sl. laug- ardag. Skólanum1 var slitið að þessu sinni í Grindavík en hann er rekinn af öllum sveitarfélögunum á Suður- nesjum. AIls voru 69 nemendur sem luku burtfararprófi frá skólanum þar af 32 sem luku stúdentsprófi, 28 af tæknisviði, 7 af 2ja ára braut- um, 1 af atvinnulífsbraut og 1 skiptinemi. Ægir Sigurðsson aðstoðarskóla- meistari rakti það helsta sem ein- kenndi vorönn í skólanum og Jón Páll Eyjólfsson formaður NFS rakti það sem gerst hafði í félagsmálum nemenda á önninni. Síðan tók Hjálmar Árnason skólameistari við og afhenti brautskráðum nemend- um skírteini sín. Að venju voru veittar viðurkenn- ingar fyrir góðan námsárangur. Hilma Hólm sem lauk stúdentsprófi á aðeins þremur árum hlaut ís- lenskubikarinn sem Sparisjóður Suðurnesja gaf. Þetta var ekki eina viðurkenningin sem Hilma hlaut því hún hlaut einnig viðurkenningu fyr- ir góðan árangur í þýsku, sögu, ensku, raungreinum og íslensku frá skólanum þannig að í lokin þurfti hún hjálp við að halda á þeim fjöl- mörgu bókum sem hún fékk. Fleiri viðurkenningar voru veittar og alls voru það 16 nemendur sem hlutu viðurkenningu. Hjálmar Árnason skólameistari kvaddi síðan nemendur og vitnaði í Islandsklukku Halldórs Laxness og líkti nemendum við Jón Hregg- viðsson er hann var að halda út í heim og stæðu nemendur í svipuð- um sporum og hann. Þá sagði Hjálmar að mikilvægt væri á þess- um tíma hraðans að missa ekki sjónar á manngildinu og hlusta á eigin rödd sem er sönn. Sigurður Jóhannsson úr hópi nýstúdenta kvaddi síðan skólann fyrir hönd nemenda á eftirminnileg- an hátt og höfðu viðstaddir gaman af tilburðum hans og orðum. FÓ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.