Morgunblaðið - 24.05.1991, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 24. MAI 1991
Fjölgun hrossa þykir stefna beitarmálum í óefni:
Hross frekari á beit en sauðfé
ÁÆTLAÐ er að hér á landi séu nú að minnsta kosti 74 þúsund hross,
sem jafnvel eru talin þurfa meiri beit en sauðfjárstofninn í landinu.
Gífurleg fjölgun hrossa á undanförnum árum veldur þeim aðilum sem
sinna gróðurverndarmálum áhyggjum, og hefur samstarf verið tekið
upp milli Landgræðslu ríkisins, Búnaðarfélags Islands og Landssam-
bands hestamannafélaga til að vekja athygli hestamanna á gróðurvernd.
Á kynningarfundi þessara aðila
um samstarfíð sagði Sveinn Runólfs-
son, landgræðslustjóri, að það hefði
verið áhyggjuefni gróðurverndarað-
ila hve hrossum hefði ijölgað jafnt
og þétt á undanförnum árum, og
Landgræðslan teldi að í talsvert óefrii
stefndi. „Það er veruleg offram-
leiðsla í þessari búgrein, og sú of-
framleiðsla er geymd á landinu. Þetta
getur gengið í sumum sérstaklega
grasgefnum sveitum, en annars stað-
ar skapar þetta veruleg beitarvanda-
mál. Við teljum hins vegar að það
sé fjölmargt sem gera megi til að
fyrirbyggja að upp komi ofbeitar-
vandamál af völdum hrossa, en því
miður hefur örlað á verulegum
vandamálum í einstaka beitarhólf-
um,“ sagði hann.
Sveinn sagði að ljóst væri að mið-
að við gífurlegan fjölda hrossa í
landinu væri markaðurinn eins og
er afar takmarkaður fyrir þau bæði
innanlands og utan. Ef ekíri næðist
samstaða til að draga úr þessari öru
fjölgun væri ljóst að stefndi í gífur-
legt óefni, og Landgræðslan legði
áherslu á að vinna í samkomulagi
við hagsmunaaðila og hvetja til
bættrar umgengni í landinu.
Kári Arnórsson, formaður Lands-
sambands hestamannafélaga, sagði
að áhersla væri lögð á að koma því
til félagsmanna í hestamannafélög-
um að þeir skipulegðu beitarmálin,
t. d. með því að bera á þau hólf sem
notuð væru til hrossabeitar og skipta
þeim niður með girðingum. Vafðandi
þau vandamál sem fylgdu ferðalög-
um á hestum sagði hann að átak
hefði verið gert í fyrra í samráði við
beitarfélög og upprekstrarfélög um
að koma upp fóðursölu víða á hálend-
inu, en meiningin væri að halda því
áfram í sumar.
Ólafur R. Dýrmundsson, landnýt-
ingarráðunautur Búnaðarfélags ís-
lands, sagði að auðveldasta leiðin til
að hægja á beitinni væri að setja á
færri folöld. Talið er að 6-10 þúsund
folöld séu nú sett á árlega, og sagði
Ólafur að sá ásetningur gengi úr
hófi fram. Ljóst væri að sums staðar
væri gengið of nærri landinu í beit,
en hins það væri það útbreiddur
misskilningur að það væri allt á veg-
um þéttbýlisbúa.
„Við viljum benda á það nú á vor-
dögum, að þó vel líti út með gróður
þá er hægt að skemma landið mikið
með því að sleppa of snemma á það.
Hægt er að fá hey á hagkvæmu
verði, og réttast væri að flýta sér
ekki um of að sleppa hrossunum.
Ljóst er að víða er hægt að skipu-
leggja beit á afmörkuðum svæðu
betur en gert er, til dæmis með því
að hólfa landið niður og beita á hólf-
in til skiptis. Þá er er hægt að nota
áburð með góðum árangri og auka
þannig mikið sprettuna og beitarþo-
lið. Ef hins vegar er beitt miskunnar-
laust á landið, þannig að það verði
meira og minna snoðið allt sumarið,
þá verður gróðurinn vesæll með
tímanum og sprettan að sama skapi
minnkandi eftir því sem árin líða,“
sagði Ólafur.
*
Atakgegn áfengi:
Bjartmar Guðlaugsson
Fj ölskylduskemmtun í Vinabæ
SAMTÖKIN Átak gegn áfengi
halda fjölskylduskemmtun í
Vinabæ, Skipholti 33 (áður
Tónabíó), laugardaginn 25. maí
kl. 2-5.
Bjartmar Guðlaugsson leiðir
skemmtunina og tekur lagið með
gestum, nemendur úr Fimleikadeild
Ármanns sýna listir sínar, sigurveg-
arar úr Free-style keppninni ’91
sýna dans, galdrakarl leikur listir
sínar og Tóti trúður kemur í heim-
sókn. Yngstu gestirnir verða leystir
út með gjöfum.
Enginn aðgangseyrir verður inn-
heimtur og allar veitingar eru
ókeypis bæði fyrir börn og full-
orðna. Skemmtunin er styrkt af
Ábyrgð og Mjólkursamsölunni.
■ m — MHR m
kjötborð.Nautakioi oy ^ — luii.ilMMHIiinflB
Mikið úrval af S'Wvb'um
og ahoiaum
ÍNautahambórgararsUL l|5.
'%rauðfy|gb
jvínarpyísur
Ipylsubrauð
[stó^pizM
H KAUPSTAÐUR
ÍMJÓDD
kg.
6 stk.
75ð-
75.
iGasgrill
[GriHkoÍ
ODÍð á sunnudögum kl. 11-18
í Miklagarði Wliövangt,
Garðabæ og JL- husmu.
jyx
AIIKLIOIRDUR
ALLAR BUÐIR