Morgunblaðið - 24.05.1991, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 24.05.1991, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 1991 31 Minning: Alex Moore Alex Moore lést 89 ára að aldri á sjúkrahúsi í Surrey í Englandi 26. febrúar 1991. Alex var sonur dans- kennara sem kenndi syni sínum snemma að meta dansinn. Hann dansaði fyrst með systur sinni Avis og hrepptu þau annað sætið í heims- meistarakeppninni árið 1926. Þau systkinin stofnuðu svo dansskóla í Richmond og hjá þeim starfaði Pat Kilpatric sem Alex kvæntist árið 1947. Alex gat sér heimsfrægðar sem „ambassador" dansins því hann ferðaðist um alla veröld til að kynna hinn svokallaða enska eða inter- national stíl í dansi. Hann gaf út bókina Ballroom Dancing 1936, sjálfsagt best þekktu bókina sem ijallar um samkvæmisdansa í ver- öldinni. Árið 1933 hóf hann útgáfu á The Alex Moore Monthly Letter Service sem hefur flutt fróðleik um það sem gerist í heimi dansins um víða ver- öld. Hann ásamt Viktor Silvester stóð fyrir stofnun samkvæmisdans- deildar við Imperial Society of Te- achers of Dancing sem nú er stærsta danskennarasmband heims. Stofnun þeirrar deildar hafði gífurleg áhrif á þróun samkvæmis- Kveðjuorð til Bald- vinsogBjarna Mig langar til að skrifa nokkur orð um tvo Akureyringa sem ég þekkti. Þeir heita Bjarni B. Víglundsson og Baldvin Ólafsson. Báðir dóu þeir af slysförum. Hann Beggi var oft heima hjá okkur í Lundargötu 17. Hann var sérstakur vinur fjölskyldu okkar sem þótti vænt um hann. Oft var gaman að honum, þótt hann stríddi okkur. Eigum við eftir að sakna þess. Hann gaf svo mikið af sér og hjálpaði öðrum. Ég man eftir góðu minningunum, er hann hjálpaði mér. Það var vegna systur minnar. Þá sagði hann við mig: „Þótt það sé sárt að missa, þá er dauðinn ekki sem verstur." Þegar við minnumst þess, minn- inganna sem við ávallt geymum, þá lifa þau sem deyja í hjörtum okkar. Þetta var mikil hjálp í mínu lífi. Og lærði ég mikið af honum Begga. Um leið og ég þakka honum fyrir góð kynni sendi ég ástvinum hans samúðarkveðju. í símanum er vinkona mín að segja mér frá hræðilegu slysi af Bjarna sem er bróðir hennar. Það féll tár á símann, allt var svo hljótt. Og tilfinningar grípa um mann við slíka frétt, sorgin er mikil. Didda er vinkona mín og kynnt- umst við 14 til 15 ára. Þá sá ég Bjarna fyrst og kynntist honum. Hann var indæll persónuleiki, skemmtilegur og sífellt gamansam- ur. Við töluðum við Bjarna í síma eftir jólin. Þá var hann gamansam- ur og lífsgleðin var svo mikil. Hann hafði alltaf gaman að tala um Akur- eyri við okkur. Við förum til Vest- mannaeyja í sumar og þótti honum verst að hafa ekki hitt okkur, því vinir systur hans voru líka vinir hans. Hann hefur líka alltaf sýnt okkur það. Virti hann skoðanir ann- arra og hlustaði á rök þeirra. Aldr- ei heyrði ég hann segja styggðar- yrði um nokkurn mann. Að lokum viljum við hjónin þakka Bjarna fyrir allt sem hann gaf og biðjum Guð að styrkja og styðja Hafdísi, börnin og aðstandendur hans. Kveðjustundir eru alltaf sárar. Góðu minningarnar eru það sem maður geymir með sér og kallar fram þegar manni líður vel eðaeitt- hvað bjátar á. Þá eru vinirnir hjá okkur og lifa í hjörtum okkar. Guð geymi þá Begga og Bjarna. Með samúðarkveðju. Herborg Harðardóttir og íjölskylda. dansanna um heim allan, því á þess- um tímum voru menn með marga stíla í gangi en nú voru sporin t.d. Quickstep, Foxtrot og Tango „standardiseruð" og starfið sem þeir unnu þá er enn í fullu gildi. Ekki má heldur gleyma því að það var Alex sem hafði forgöngu um stofnun International Council of Ballroom Dancing og hann ásamt Gerd Hadrich lagði grundvöllinn að Heimsprógramminu. Árið 1973 fór undirritaður til Alex Moore ásamt Eddu Pálsdóttur og Svanhildi Sigurðardóttur og fengum við þjálfun hjá honum og hans kennurum fyrir Membership- próf í Ballroom Dancing.sem við öll lukum með einkunninni Highly Commanded. Sá árangur var ekki hvað síst því að þakka hvað Alex sýndi okkur mikinn áhuga og það var æði oft sem hann ræddi við okkur um tæknina í dansi án þess að þiggja nokkurt gjald fyrir. Það er sjálfsagt ekki ofsögum sagt að með Alex Moore sé genginn sá danskennari sem mest áhrif hef- ur haft á þróun samkvæmisdansa um víða veröld. Fyrir hönd Dansráðs íslands votta ég eftirlifandi konu hans og dóttur samúð allra íslenskra dans- kennara. Heiðar Ástvaldsson Þorgerður Guðmunds- dóttir - Minning Þegar ég eignaðist mitt fyrsta barn eftir tíu ára hjónaband var ég dálítið hjátrúarfull og þorði ekki að undirbúa neitt. Gunnar Hólmsteinn fæddist heilbrigður og yndislegur og þann dag tók Gerða til sinna ráða: Útbjó í vögguna, saumaði, skúraði og skrúbbaði (og pússaði) og lét síðan hina nýbökuðu foreldra í friði. Ætíð hafa amma Gerða og afi Hólmsteinn verið einn af helstu miðpunktum í lífi Gunnars Hólm- steins. „Hvenær má ég aftur sofa hjá afa og ömmu?“ Það var alltaf ævintýri að fá að gista hjá þeim, stöðug athygli og ástúð. Oftast sat amma eða afi á gólfinu hjá Gunn- ari og þau byggðu og byggðu úr legókubbum, íásu bækur eða hlust- uðu og ræddu málin. Það er erfitt að segja 5 ára barni að amma sé dáin. Það sem barnið skynjar er tap og tár. Áður hefur verið hægt að fá skýringar á tilver- unni, en ekki nú. „Hvers vegna vill amma frekar vera hjá guði en hjá okkur?“ Gunnar Hólmsteinn hefur misst mikið en það sem amma Gerða gaf honum, á hann alltaf. Gunnar Hólmsteinn og María Kristín Thoroddsen. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tek- in til birtingar frumort ljóð um hinn látna. t Innilegar þakkir færum við öllum, sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför bróður míns og mágs, ARENTS H. ARNKELSSONAR, Buðlungu, Grindavík. Ingey Arnkelsdóttir, Kristján Sigurðsson. t Ástkær systir mín og móðursystir, GEIRÞRÚÐUR J. ÁSGEIRSDÓTTIR KÚLD hjúkrunarkona, Aflagranda 40, áður Litlagerði 5, Reykjavík, lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund fimmtudaginn 23. maí. Margrét Ásgeirsdóttir, Aðalbjörg Björnsdóttir. t Eiginmaður minn, sonur, faðir, tengdafaðir og afi, JÓHANN SIGURLAUGSSON bifvélavirki, Klettagötu 4, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju í dag, föstudaginn 24. maí, kl. 13.30. Margrét Óskarsdóttir, Karitas Rósinkarsdóttir, Karitas Jóhannsdóttir, Reynir Baldursson, Lína Hildur Jóhannsdóttir, Þór S. Jóhannsson, Þórhildur Þórðardóttir, Jóhann Óskar Jóhannsson, María Sigurlaugsdóttir og barnabörn. t Hjartkær móðir mín og amma, RAGNHEIÐUR JÓNASDÓTTIR, áður til heimilis á Hrannargötu 1, ísafirði, lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 22. maí. Jarðarförin fer fr'am frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 28. maí kl. 10.30. Jónasina Þ. Guðnadóttir og synir. t Ástkær faðir minn, föstursonur og sonur, JÓN STEINAR GUÐBJÖRNSSON frá Borg í Garði, lést að morgni 22. maí. Anna Steinarsdóttir, Anna Margrét Sumarliðadóttir, Birna Jónsdóttir. t Þökkum auðsýnda vináttu og hlýhug við andlát og útför INGIMARS SIGVALDASONAR, Hróarsstöðum, Skagaströnd. Auður Sigurðardóttir, börn, tengdabörn, og barnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og út- för eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, HELGA INGÓLFS SIGURGEIRSSONAR, Hólagötu 39, Njarðvík. Ólöf Bjarnadóttir, Valgerður Helgadóttir, Einar Th. Hallgrímsson, Helga Sigrún Helgadóttir, Rafn M. Skarphéðinsson, Bjarni Heiðar Helgason, Inga Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Lokað í dag frá kl. 9.00-14.00 vegna jarðarfarar. Ásbjörn Ólafsson hf., heildverslun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.