Morgunblaðið - 24.05.1991, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.05.1991, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 1991 Pltrga Útgefandi Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Flaraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúarritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Þegar ráðherrasós íalismann þrýtur röstur Ólafsson, hagfræð- ingur, sem lengi starfaði innan Alþýðubandalagsins, lýs- ir innviðum þess og starfshefð- um í grein hér í blaðinu síðast- liðinn miðvikudag. [,,Er í aðsigi atlaga að þjóðarsátt?“] Þemað í lýsingu Þrastar er, að Alþýðu- bandalagið hafi skoðanaleg hamskipti, í afstöðu til þjóð- mála, þegar það er utan ríkis- stjórnar. „Ég minnist eftirmála ríkisstjómarsamstarfs 1971- 1973 og aftur 1980-1883“, seg- ir þessi hagvani höfundur í Al- þýðubandalaginu, „hvemig all- ar tillögur og hugmyndir um meiri stöðugleika og grandvall- arbreytingar gufuðu upp um leið og ljóst var að bandalagið myndi lenda í stjómarand-' stöðu“! „Bandalagið var neytt til að viðurkenna efnahagslegan veraleika, þegar það bar sjálft ábyrgð á stjórn landsins," segir höfundur. Hann lætur hins veg- ar að því liggja að hinn samfé- lagslegi veraleiki hverfi sjónum forystumanna flokksins þegar ráðherrasósíalismann þrýtur. „Það er eins og annars dagfars- prúðir samstarfsmenn breytist í hóp skemmdarverkamanna,“ segir hann, „sem búa sér til þann veruleika sem þóknast þeim, til að réttlæta það sem koma skal. Það mætti halda að sama þjóðfélagsástandið gangi í gegnum eðlisbreytingu á einni nóttu og fyrram samráðherrar breyttust í svikara eftir há- degi.“ Höfundur segir í grein sinni að í tíð ríkisstjómar, sem Al- þýðubandalagið átti aðild að 1980-1983, þegar „verð- bólgubálið brann glaðar en dæmi era um hérlendis fyrr og síðar“, hafi „sumir okkar rætt opinberlega að jafnvægi og stöðugleiki væra lykilatriði fyrir afkomu launafólks og þjóðar- innar allrar, en einnig, að þetta væri útilokað án faglegrar og pólitískrar samstöðu allra sterkustu flokkanna og þrótt- mestu hagsmunasamtakanna“. Hann hafi af þessum ástæðum sett fram hugmyndir, raunar allt frá árinu 1975, um sam- steypustjórn eftir nýsköpurjar- munstri, það er stjórn Sjálf- stæðisflokks og A-flokka, án þess að hafa erindi sem erfiði innan Alþýðubandalagsins. Þá segir Þröstur að mótaðar hug- myndir um kjarasátt og kjara- bætur, án hárra prósentuhækk- ana launa, hafi komið fram hjá aðilum vinnumarkaðarins haustið 1984 og síðar í febrúar 1986. Forystumenn Alþýðu- bandalags, þá utan stjórnar, hafi barizt hatrammlega gegn þessum hugmyndum. Þeir hafí „kynt undir óraunhæfum kröf- um, sem leiddu til skelfilegrar niðurstöðu í kjaramálum haust- ið 1984“. Þegar aðilar vinnumarkaðar- ins stóðu fyrir þeirri þjóðarsátt, sem enn heldur velli, og leitt hefur til verulegrar hjöðnunar verðbólgu og nokkurs stöðug- leika í atvinnu- og efnahags- málum, hélt Alþýðubandalagið að sér höndum, enda innan ríkisstjórnar 1988-1991. Rikis- valdið axlaði hins vegar ekki þann þjóðarsáttarhlut, sem því bar, með því að hemja vöxt ríkisútgjalda og halda ríkisbú- skapnum í jafnvægi. Það togaði þvert á móti efnahagsþróunina til gagnstæðrar áttar með skattahækkunum, ríkissjóðs- halla og tilheyrandi skuldasöfn- un, sem er meginástæða hárra vaxta í landinu. En í orði gerði Alþýðubandalagið þjóðarsátt- ina að sinni og taldi ávexti hennar, hjöðnun verðbólgunnar og aukinn stöðugleika, sér til tekna í nýafstöðnum kosning- um. Þröstur Ólafsson lætur að því liggja að Alþýðubandalagið, sem nú er utan ríkisstjómar, blási til atlögu gegn þjóðarsátt- inni og ávinningum hennar. „Nú heyri ég aftur sama tóninn sem fyrr,“ segir hann, „nema hvað tilfinningaleg sárindi era mun meiri. - Nú skal safna liði til stórátaka í haust. - Ríkis- stjómin skal ekki fá tækifæri til að sýna hvað hún vill. Jafn- vel þótt það kosti óstöðugleika og aukna verðbólgu. - Ríkis- stjóm sem ekki hefur alþýðu- bandalagsráðherra innanborðs má aldrei dafna.“ Að sögn greinarhöfundar var „pólitísk aleiga“ Alþýðubanda- lagsins föl fyrir ráðherrastóla. Hryggbrotið hyggur það á hefndir, „þótt það kosti óstöð- ugleika og aukna verðbólgu“. Alþýðubandalagið hefur haft skoðanaleg hamskipti - á einni nóttu - á meginmálum í samfé- laginu. Það er sem fyrr ham- stola þegar ráðherrasósíalism- ann þrýtur. Kóngur vill sigla en byr ræð- ur ferð. Og hver vill tefla heild- arhagsmunum í tvísýnu, taka heljarstökk út í óvissuna, með byr í segl Alþýðubandalagsins, verðbólgunnar og óstöðugleik- ans? Reykjavíkurbréfi svarað eftir Sturlu Böðvarsson í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðs- ins sunnudaginn 28. apríl sl. kveink- ar bréfritari sér undan skoðunum mínum varðandi skrif Morgunblaðs- ins fyrir kosningar. Af því tilefni vil ég gera nokkra grein fyrir þeim athugasemdum sem ég gerði og afstöðu minni í ajávarútvegsmálum. Morgunblaðið er án nokkurs vafa öflugasti fjölmiðill landsins og sá fjölmiðill sem hefur mest áhrif á pólítískum vettvangi. Blaðið tekur afgerandi afstöðu í nær öllum mál- um og beitir sér hiklaust t.d. í sjáv- arútvegsmálum. 1 flestum málum fara skoðanir ritstjómar blaðsins saman við stefnu Sjálfstæðisflokksins þrátt fyrir það að engin formleg tengl séu milli blaðsins og flokksins. Það er mikils virði fyrir Sjálfstæðisflokkinn að hafa stuðning Morgunblaðsins. Á sama hátt er það miður gott þeg- ar blaðið gengur gegn stefnu foryst- umanna flokksins eða hampar þeim, sem eru andstæðingar þeirrar fijálslyndu borgaralegu stefnu og hugsjónum, sem flokkurinn fylgir og ritstjórar Morgunblaðsins hafa tekið undir og gert að sinni. Styrkur Morgunblaðsins er mik- ill. Það er tekið eftir því þegar blað- ið tekur undir viðhorf þeirra, sem telja sig hafa það meginmarkmið að vinna gegn fijálslyndum viðhorf- um. Ekki síst þegar það er gert rétt fyrir kosningar. Ég tel mig mæla fyrir munn margra sjálfstæðismanna þegar ég held því fram að Morgunblaðið hafi gert flokknum grikk í kosningabar- áttunni og það hafi ekki einungis gilt á Vesturlandi. En það má vel vera að það hafi ekki verið gert með vilja ritstjóranna og megi flokkast undir mistök blaðsins á viðkvæmum tíma. Og undir það skal tekið með bréfritara að Sjálf- stæðisflokkurinn verður að geta staðist gagnrýni blaðsins. Ég tel að stefna fiokksins hafí „dugað vel“ í kosningabaráttunni og það muni koma í ljós að hún „þoli umræðu“ af því tagi sem Morgunblaðið hefur sfnt til. En í hveiju felst gagnrýni mín? Hún felst í því að ég tel að Morgun- blaðið hafí hampað sérstaklega sjónarmiðum þeirra sem settu fram hugmyndir í sjávarútvegsmálum, sem gengu gegn þeirri samþykkt um sjávarútvegsmál sem var gerð á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Með því gerði blaðið frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins grikk. Það má lesa í Reykjavíkurbréfí 7. apríl og verður ekki tíundað frekar hér. I upphafi kosningabaráttunnar var mikil sundrung í stjórnarliðinu. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins vakti mikla athygli og gerði and- stæðingana skelkaða. Viðbrögð þeirra urðu þau að reyna að koma því inn hjá þjóðinni að Sjálfstæðis- flokkurinn hefði ekki stefnu í helstu málum. Þetta var á sinn hátt snjall áróð- ur vegna þess að almenningur fékk nær eingöngu fréttir af formanns- kjöri. Á landsfundinum var fjallað um málin af mikilli festu. Stefna stjórnmálaflokks er ekki mótuð á einum landsfundi og hún getur ekki verið nákvæm verkáætlun um sér- hvern málaflokk. Stefna Sjálfstæð- isflokksins er skýr og afdráttarlaus. Hun er fólgin í grundvallarhug- myndum sjálfstæðisstefnunnar sem byggir á frelsi en ekki miðstýringu; á trúnni á einstaklinginn en ekki ríkisforsjá. Það var undirstrikað I slagorði landsfundarins, frelsi og mannúð. Töluverður hluti af umræðum á framboðsfundum fór í árásir á „stefnuleysi" Sjálfstæðisflokksins. Kratar sögðu að flokkurinn skilaði auðu. Samt vöruðu þáverandi stjórnarflokkar við stefnu flokksins. Mitt í þessari umræðu og árásum á Sjálfstæðisflokkinn tekur Morg- unblaðið upp í Reykjavíkurbréfí 14. apríl að málefnalega umræðu skorti í mikilvægum málum, sem taka verði afstöðu til á næstu árum. Vekur blaðið athygli á því að Sjálf- stæðisflokkurinn hafí verið gagn- rýndur fyrir stefnuleysi og leggur síðan út af því og skýrir reynslu flokksins af því að gera of nákvæma grein fyrir því, sem gera eigi eftir kosningar. I þessum skrifum blaðs- ins var í raun verið að taka undir gagnrýni á Sjálfstæðisflokkinn. Og undan því er auðvitað ekkert hægt að kvarta við fijálsan og óháðan fjölmiðil. Svo sem vænta mátti var þetta notað og lesið upp á fundum reyndar stundum slitið úr sam- hengi. Þessi skrif tel ég að hafi gert Sjálfstæðisflokknum grikk. Sem að framan er getið hafa Morgunblaðið og Sjálfstæðisflokk- urinn átt samleið á grundvelli fijáls- lyndra borgaralegra viðhorfa. Skoð- anaskipti og rökræður eru nauðsyn- legar og þess vegna ber að fagna einarðri afstöðu Morgunblaðsins. Engu að síður gera Sjálfstæðismenn miklar kröfur til blaðsins og ég held að styrkur Morgunblaðsins fe- list í málefnalegum tengslum við Sjálfstæðisflokkinn. Sameiginlega eiga Morgunblaðið og Sjálfstæðis- flokkurinn mikilvægu hlutverki að gegna við að efla íslenskt þjóðfélag. Sturla Böðvarsson „Mín afstaða hefur ver- ið og er, að lögin um stjórn fiskveiða beri að endurskoða og móta eigi sjávarútvegsstefnu er taki til veiða og vinnslu.“ Morgunblaðið sem sterkur fjölmiðill sem vill varða leiðina til nýrrar ald- ar. í Reykjavíkurbréfí þann 28. apríl segir m.a. þar sem gagnrýni mín á blaðið er tekin til meðferðar. „Hvaða grikk“ hefur Morgunblaðið gert Sjálfstæðisflokknum með skrif- um um sjávarútvegsmál? Mánuðum, misserum og raunar árum saman, hefur blaðið vakið athygli á því, að Ákvæði í EES-samningnum skerða fullveldi Islands eftir Jólmnn Þórðarson Fyrir hálfri öld að kvöldi 16. maí 1941 var settur fundur í sameinuðu þingi og voru þá lagðar fram þijár þingsályktunartillögur frá ríkisstjórn Islands er vörðuðu sjálfstæðismál ís- lendinga. Efni þessara tillagna var m.a. það að íslendingar mundu ekki taka það í mál að endumýja samband- slagasáttmálann við Danmörku frá 1918 og að lýðveldi yrði stofnað janf- skjótt og sambandinu við Danmörku yrði formlega slitið. Þessi þingsálykt- unartillaga var undanfari þess að þann 12. janúar 1944 lét ríkisstjórn Islands útbýta á Alþingi þingsálykt- unartillögu um niðurfellingu sam- bandslagasamnirfgsins og frumvarpi til stjórnskipunarlaga um stjómarskrá fyrir lýðveldið ísland. Frumvarp þetta var síðan samþykkt af Alþingi 7. mars 1944. í þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fór dagana 20.-23. maí 1944 varð niðurstaða atkvæðagreiðsl- unnar sú að 97,35% þeirra sem at- kvæði greiddu lýstu sig fylgjandi sam- bandsslitum, en 0,52% vildu halda konugssambandinu við Danmörku. Með lýðveldisstjórnarskránni voru 95,04%, en 1,44% vom á móti. Þjóðin stóð sem sagt einhuga saman um að endurheimta sjálfstæði sitt. Þjóðin var búin að fá nóg af nær sjö alda er- lendri stjórn og flutningi á arði af íslenskum auðlindum úr landi, með þeim afleiðingum að á tímabili stóð til að flytja íslendinga af landi brott og setja þá niður á Jótlandsheiðar í Danmörku. Síðan lýðveldið var stofnað hefur mikið áunnist. Á ég þá helst við út- færslu landhelginnar í 200 mílur, sem náðist einnig með samstöðu megin- hluta þjóðarinnar. Við lýðveldisstofn- unina máttu erlendir aðilar veiða allt að þremur mílum frá fjörumáli, sem þýddi það að þessi erlendu skip máttu veiða langt inn á firði og þar með var þeim gefínn kostur á að veiða upp undir landsteina. Nýting á þessum gæðum, sém sjórinn og landið hefur gefið, hcfur að stórum hluta til skilað sér til þjóðarinnar í hraðri og mikilli uppbyggingu, sem gerð var miðað við íslenskar aðstæður og mannfjölda upp á rúmlega 250 þúsundir. A þessari hálfu öld hefur auður þjóðarinnar vaxið það og tekjur á einstakling að íslendingar hafa fram að þessu verið í fremstu röð hvað þetta snertir með- al þjóðanna, þrátt fyrir það dverghag- kerfí, sem við höfum búið við og fróð- ir menn í efnahagsmálum telja að sé á mörkum hins mögulega. Ég vil hins vegar biðja þig lesandi góður að hug- leiða það hvort þetta dverghagkerfi hafi ekki reynst okkur vel, dæmin sýna það augljóslega, ef hlutirnir eru skoðaðir vandlega. í stjórnarskrá lýðveldisins íslands, sem samþykkt var í framhaldi af framangreindum aðgerðum, segir svo í 2. gr.: „Alþingi og forseti Islands fara saman með löggjafarvaldið. For- seti og önnur stjómvöld skv. stjómar- skrá þessari og öðrum landslögum fara með framkvæmdavaldið. Dóm- endur fara með dómsvaldið." Það er grundvallaratriði til þess að telja megi þjóð sjálfstæða, að það vald sem 2. gr. stjórnarskrárinnar færir þessum aðilum að það sé sótt til íslensku þjóð- arinnar. Ef eitthvert annað ríki eða „Það er því af algerri vanþekkingu talað að halda því fram að EES- samningurinn hafi ekki í för með sér skerðingu á sjálfstæði þeirra þjóða sem gerast aðilar að honum.“ ríkjasambönd skerða þetta vald eða setja á þessa aðila einhver takmörk, þá er um leið búið að skerða sjálf- stæði þjóðarinnar. Þá era þessir aðilar farnir að sækja vald sitt annað en til þjóðarinnar. Það er nokkuð furðulegt að nú í maímánuði 1991, hálfri öld eftir að Alþingi íslendinga ákvað að losa sig undan erlendum yfirráðum, að þá skuli verið að ræða um það á Alþingi í sambandi við EES-samninginn, sem augljóslega grandvallast á Rómar- samningnum, sem er grandvallarlög Efnahagsbandalags Evrópu, hvort lög sett af Alþingi eigi að gilda hér fyrir okkur íslendinga eða ekki. Það er verið að ræða um það að gefa kost á því að lög og reglugerðir EB eigi að ráða þar sem íslensk lög ganga í aðra átt. Dómstóll EB á síðan að skera úr um það hvar línu skuli draga. Alveg er ljóst að hér er verið að vega að íslensku sjálfstæði. Eflaust hafa ein- hverjir af okkar nýkjörnu þingmönn- um, sem af stórum hluta til eru nýlið- ar, áhuga á að koma með ný lög og reglur til að bæta hag okkar lands- manna eins og þingmenn eru alltaf að reyna. Þá getur þessi góði þing- maður ekki samið framvarp að lögum samkvæmt sinni sannfæringu eins og verið hefur, ef þessi samningur verður samþykktur, hann verður fyrst að leita til furstanna sem stjóma EB í Brassel og kanna hvort þessi væntan- lega lagasetning kynni að vera and- stæð lögum eða reglugerðum EB. Ef sú yrði niðurstaðan þá yrði þessi góði íslenski þingmaður, sem hafði þá hug- sjón að setja lög sem bættu stöðu íslendinga, að draga sitt framvarp til baka. Þama kemur skerðing á sjálf- stæðinu fram, þarna verður þessi þingmaður að sækja sitt vald til er- lend aðila — íslenskir hagsmunir verða að víkja. Segjum svo að þingmaðurinn fengi sitt frumvarp samþykkt á Al- þingi og frumvarpið síðan staðfest sem lög. Síðan reyni á þau í ein- hverju tilviki og ágreiningur yrði, þá yrði þessu ágreiningsatriði skotið til EB-dómstólsins, eða afsprengi hans, hins væntanlega EFTA- og EB-dóm- stóls, sem síðan dæmdi í málinu, og þá er ljóst að eftir íslenskum lögum yrði ekki dæmt. Vinna þingmanna gæti því orðið einskis virði. Það er því af algerri vanþekkingu talað að halda því fram að EES-samn- ingurinn hafí ekki í för með sér skerð- ingu á sjálfstæði þeirra þjóða sem gerast aðilar að honum. Ráðamenn verða að kanna þetta betur og þá er ég þess fullviss, ef vilji er fyrir hendi að þeir hætta að setja ef-ið fyrir fram- an, þegar þeir velta fyrir sér spurning- unni um það hvort hinn margnefndi EES-samningur ef af yrði hafi í för með sér skerðinu á sjálfstæði íslensku þjóðarinnar. Skerðingin er alveg ljós, hér er urn að ræða samruna, það er ekki um að ræða samstarf eins og MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 1991 23 Islenskir vordagar ’91: Veljum íslenskt með núverandi kvótakeiTi væri ver- ið að færa eignarhald yfir helstu auðlind landsmanna frá þjóðinni allri til fámenns hóps manna. Sjálf- stæðisflokkurinn hefur meiri skyld- ur við íslensku þjóðina en fámennan hóp útgerðarmanna. Sturla Böð- varsson alþingismaður og frambjóð- andi Sjálfstæðisflokksins, hefur meiri skyldur við kjósendur í kjör- dæmi sínu almennt en fámennan hóp útgerðarmanna.“ Hér seilist blaðið full langt til varnar og telur að því er virðist að sókn sé besta vörnin. Sá sem ritar Reykjavíkurbréf getur hvergi séð eftir mér haft, að ég veiji núver- andi kvótakerfi og sérstaklega hagsmuni útgerðarmanna. Mín af- staða hefur verið og er, að lögin um stjórn fískveiða beri að endur- skoða. og móta eigi sjávarútvegs- stefnu er taki til veiða og vinnslu. Byggja verður að mestu á núver- andi veiðiheimildum skipanna, en vinnslustöðvarnar fái hlutdeild í veiðiheimildum svo hagsmunir sjáv- arbyggðanna verði tryggðir. Ég tel að koma verði í veg fyrir brask með kvótann og tryggja beri með raunhæfum og skýrum hætti eignarhald þjóðarinnar á auðlindum sjávar. Leggja verður áherslu á, að nýta þá fiskistofna sem ónýttir eru og marka skýra stefnu í markaðs- málum sjávarafurða. Ég get ekki fallist á óhefta sölu veiðileyfa eða að lagt verði á sjávar- útveginn aflagjald. Með því væri landbyggðin skattlögð sérstaklega. Með sömu rökum og menn leggja til skatt á veiðar mætti leggja til orkuskatt til ríkisins og þannig verði allar auðlindir skattlagðar. Það kann að vera, að sú verði niðurstað- an. Að lokum þakka ég blaðinu ágæt Reykjavíkurbréf og vænti þess að Morgunblaðið og Sjálfstæðisflokk- urinn geti náð saman í sjávarút- vegsmálum. Höfundur er alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Vesturlandskjördæmi. Jóhann Þórðarson t.d. með því að taka þátt í og vera aðili að Sameinuðu þjóðunum. Þar er byggt á þeirri grandvallaríeglu þjóð- arréttar urn fullveldisjafnrétti ríkja, sama hvort þau eru stór eða smá. Þar verður ekkert ríki bundið, nema í mjög takmörkuðum tilvikum, af ákvörðunum, sem þar eru teknar án þess að fyrir liggi að ákvörðunin sé stjómskipulega samþykkt af aðildar- ríki, andstætt því sem EB-reglurnar gera ráð fyrir. Þar getur Ráðið sett reglur, sem bindur aðildarríki, þó það hafi tekið afstöðu á móti samþykkt- inni, Látum ekki óheilla ártölunum sem enda á tveimur í sögu íslensku þjóðar- innar fjölga. Ártölin sem mér eru í minni eru þessi: Gamli sáttmáli 1262, farstóttin sem kennd var við svarta- dauða 1402, einokun komið á á ís- landi 1602 og 1662 fór fram erfðahyll- ingin (einvaldshylling) í Kópavogi. Látum ekki árið 1992 verða á skrá með þessum ártölum. Allir sannir og frelsisunnandi íslendingar verða að standa vörð unr það. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. eftir Ólaf Davíðsson íslenskir.iðnrekendur hafa að und- anförnu staðið fyrir margvíslegum aðgerðum, m.a. í samvinnu við versl- anir, til að hvetja fólk til að velja íslenskar vörur. Um þessar mundir er unnið að þessu átaki í fjölmörgum verslunum í samvinnu við Kaup- mannasamtökin. Það er ekki að ástæðulausu að iðnrekendur grípa til þessara að- gerða því mikið er í húfi fyrir ís- lenskt efnahags-og atvinnulíf. í íslenskum iðnaði starfa um 20 þúsund manns og era það um 15% af starfandi fólki á landinu. Til sam- anburðar má nefna að í sjávarútvegi - útgerð og fiskvinnslu - starfa um 16 þúsund manns. Af þeim sem starfa í iðnaði, vinn- ur um helmingur við framleiðslu á neysluvörum fyrir heimilin í landinu. Um árabil jókst einkaneysla jafnt og þétt og innlend framleiðsla fór einnig vaxandi. Hún hélt þó ekki í við innflutning og markaðshlutdeild innlendrar framleiðslu minnkaði því nokkuð í sumum greinum. Síðustu árin hefur hins vegar tek- ist að halda í horfinu með hlutdeild innlendrar framleiðslu og í sumum tilvikum hefur hún jafnvel farið vax- andi. Það er kunnara en frá þurfí að segja að lífskjör á íslandi fara mjög eftir því hvernig okkur gengur að afla gjaldeyris. Við þurfum óhjá- kvæmilega að flytja margt inn til daglegra neysluþarfa eða til marg- víslegrar starfsemi. Útflutningur er því veigamikil undirstaða hagvaxtar og bafnandi lífskjara í landinu. Sjáv- arafurðir eru stærsti hluti útflutn- eftir Magnús E. Finnsson Nú er hafið samstarf verslana innan Kaupmannasamtakanna og íslenskra framleiðenda í Félagi ísl. iðnrekenda um kynningu 'á íslensk- um framleiðsluvörum. Tugir fyrirtækja taka þátt í þessu samstarfi og er neytendum boðin íslensk vara á sérstökum vildarkjör- um. í raun og vru er það svo að síðasti hluti framleiðslunnar er í því fólginn að koma framleiðslunni til neytenda, selja hana. Ljóst er að það yrði ekki um neina framleiðslu að ræða ef framleiðslan seldist ekki. Því gegnir íslensk smásöluverslun miklu hlut- verki í íslenskri framleiðslu. Þegar íslendingar dvelja í öðrum löndum er því við brugðið að þeir komi í verslanir. Áberandi er þar að sjá hversu stór hluti þess varnings, sem í boði er, er innlend framleiðsla. Það kann að eiga þær skýringar að þarlendur iðnaður sé öflugri og flóra hans fjölskrúðugri en hér á landi. Það er hins vegar mín skoðun að þrátt fyrir það hvað landinn er nú mikill föðurlandsvinur þá kemur það ekki fram í tryggð hans við innlend- an iðnað. Við sem teljumst „landinn“ erum ginnkeyptari fyrir erlendri vöru en flestar aðrar þjóðir. Þessu er hægt að breyta a.rn.k. varðandi daglega neysluvöru. Slík breyting færir okkur einnig umbun varðandi gjaldeyri, aukna atvinnu og tekjur til samfélagsins almennt. íslenskur iðnaður jafnt sem aðrar atvinnugreinar stendur nú á þrösk- uldi þeirra dýra sem liggja að Evr- Ólafur Davíðsson „Það skiptir miklu máli að íslenskur iðnaður nái að vaxa og dafna í framtíðinni. Hann er í harðri samkeppni við erlenda framleiðslu og verður að standast þá samkeppni. Þessi er- lenda samkeppni þýðir einfaldleg-a að íslensk- ur iðnaður verður að standa sig eins og best gerist erlendis.“ ings og þær munu áfram verða það á næstu árum. Stór hluti þessa út- Magnús E. Finnsson flutnings eru unnar vörur, t.d. fyrst- iafurðirnar, sem era í engu frá- brugðnar margvíslegri annarri iðn- framleiðslu. Það eru því engin skörp skil milli fiskiðnaðar og annars neysluvöruiðnaðar. Þótt útflutningur gegni veiga- miklu hlutverki í þjóðarbúskapunum, gildir alveg sama máli urn fram- leiðslu sem sparar gjaldeyri, að því tilskildu að um hagkvæma fram- leiðslu sé að ræða sem stenst erlenda samkeppni. Það skiptir miklu máli að íslenskur iðnaður nái að vaxa og dafna í fram- tíðinni. Hann er í harðri samkeppni við erlenda framleiðslu og verður að standast þá samkeppni. Þessi er- lenda samkeppni þýðir einfaldlega að íslenskur iðnaður verður að standa sig eins og best gerist erlend- is. Rekstur hans verður að vera arð- vænlegur og það skilar líka þjóðarbú- inu mestum afrakstri. Undirtektir almennings við hvatn- ingu iðnaðarins hafa verið mjög já- kvæðar og því augljóst að þau rök fyrir eflingu íslensks iðnaðar, sem '• ég nefndi hér að framan, eiga góðan hljómgrunn meðal fólks. Islenskir iðnrekendur vita hins vegar að þessi rök mega sín lítils ef framleiðsla þeirra er ekki samkeppnisfær í verði og gæðum við það sem erlendir fram- leiðendur bjóða. Þetta hlýtur áfram að verða leiðarljós í íslenskum iðnaði. Félag íslenskra iðnrekenda þakkar kaupmönnum og samtökum þeirra kærlega fyrir samstarfíð nú og iðn- rekendur vilja eiga gott samstarf við verslunina í framtíðinni. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags íslenskra iðnrekenda. áður. íslensk verslun væntir þess sama. Það er m.a. tilgangurinn með þessari kynningu að efla skilning viðskiptavina á því mikilvægi sem þessar aðalatvinnugreinar landsins gegna fyrir þjóðarbúið. íslensk framleiðsluvara er oft og tíðum betri vara en sú erlenda. Dæmi hafa sann- að a.m.k. á vettvangi matvöru að svo er, og hefur erlend vara sem boðin er í samkeppni við innlenda ekki haft roð við þeirri innlendu að gæðum. Með samstilltu átaki geta þessar stóra atvinnugreinar fyrir atbeina neytenda styrkt íslenskt at- vinnu- og efnahagslíf. I verslunar- þjónustu og iðnaði liggur vaxtar- broddur íslands í framtíðinni. Ef vel gengur þá þurfum við engu að kvíða um framtíð barna okkar í íslensku þjóðfélagi. ópu. Líklegt er að honum verði veitt meiri samkeppni innan fárra ára en Höfundur er framkvæmdastjóri Kaupmannasamtaka íslands. Islandsdagur í upplýs- ingamiðstöð ferðamála UPPLY SING AMIÐSTOÐ ferðamála á íslandi stendur fyrir kynningu á ferðamögu- leikum innanlands laugardag- inn 25. maí í Bankastræti 2, Bernhöftstorfunni. Fulltrúar frá öllum helstu aðil- um í ferðaþjónustu, s.s. ferða- skrifstofum, Ferðaþjónustu bænda, ferðafélögum, Ferðamála- samtökum landshlutanna og fleiri verða á staðnum með kynningar- efni um ferðalög innanlands í sumar. Opið hús verður frá kl. 10-18. Gestum gefst kostur á að spreyta sig á myndagetraun og verða ferðavinningar í boði auk þess sem boðið verður upp á skoð- unarferðir með leiðsögn um borg- ina kl. 13 og 15 ásamt fleiri uppá- komurn. VORDAGAR í VERSL- UN OGIÐNAÐI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.