Morgunblaðið - 14.06.1991, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 14.06.1991, Blaðsíða 9
MÖRGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 1991 :9 Sumarbústaðalððir í Vatnshorni, Skorradal Sunnudaginn 16. júní verða sýndar sumarbústaðalóðir og aðstæður í Vatnshorni í Skorradal. Ekið er fró Dragavegi sunnan við vatnið fram- hjó Haga. Landeigendur og arkitekt verða til staðar ó landamerkjum Vatnshorns og Haga fró kl. 13.00. Þeir, sem óhuga hafa ó lóðum, ættu að notfæra sér þetta tækifæri og taka með sér gönguskóna. „ „ .... . ,, Bryndis og Einar Hoskuldsson, sími 95-24065. STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN TOPPTILBOÐ Þægilegar korktöflur Litir: Svart, hvítt, blátt. Stærðir: 36-41 íflestum litum. Verð: 795,- 5% staðgreiðsluafsláttur. Póstsendum samdægurs. TOPPSKÓRINN, Veltusundi, s. 21212. OPID VIRKA DAQA KL. 8.00.18.00 OQ LAUQARDAQA 10.00 • 14.00 Ford Explorer XLT, órg. 1990, vélarst. 4000i, sjólfsk., 5 dyro, dökkgrár/ljósgrór, ekinn 3.000. Verö kr. 2.700.000,- stgr. Toyota Corollo Touring 4x4, órg. 1989, vél- arst. 1600 lóv, 5 gíra, 5 dyra, dökk- grænn/ljósgrænn, ekinn 35.000. Verð kr. 1.150.000,- stgr. Audi 100CC m/leöurinnréttingu-l-ABS, árg. 1987, vélarst. 2200Í, sjólfsk., 4ra dyra, dökkblár, ekinn 49.000. Verö kr. 1.250.000,- stgr. MMC Pajero stuttur, árg. 1988, vélarst. 2600 bensín, 5 gíra, 3ja dyra, svartur, ekinn 55.000. Verö kr. 1.390.000,- MMC Galant GLSi 4x4, órg. 1990, vélarst. 20001,5 gíra, 4ra dyra, silfurl., ekinn 6.000. Verö kr. 1.350.000,- stgr. Honda Civic )6v GLi, árg. 1991, vélarst. 1500i, 5 gíra, 4ra dyro; silfurl., ekinn 2.000 Verö kr. 1.080.000,- stgr. HIOTAÐIR BÍIAfí LAUGAVEGI 174 - SIMI 695660 AATH! Þrlggja in ébyrgðar tkirtaini tyrir Mittubithi bilreiðlr gildir tr« lyreta skrtningardegi Ullin og Álafoss ÞAÐ er nauðsynlegt að leggja Álafoss niður til að halda lífi í íslenzkum ullariðn- aði, enda eiga lítil einkafyrirtæki mjög erfitt með að keppa við ríkisstyrkta fata- framleiðslu, segir Ernst Hemmingsen, hagfræðingur, sem er útflytjandi ullar- vara í grein í Vísbendingu. Þarf ekki að hætta Grein Ernst Hemm- ingsens birtist nýlega í Vísbendingn, riti Kaup- þings hf. um efnahags- mál. Greinin ber yfir- skriftina „Þarf að Ioka Álafossi til að bjarga íslenskum ullariðnaði". Þarna kveður við nýjan tón í þeim umræðum, sem staðið hafa að und- anförnu um yfírvofandi gjaldþrot Alafoss og til hvaða ráða skuli grípa í því sambandi. Greinin er birt að mestu hér á eftir: „Mörg fyrirtæki í ull- ariðnaði liafa undanfarin ár lagt upp laupana, síðastJiðið haust varð t.d. Hilda hf. gjalþrota. Um nokkurt skeið hafa menn velt því fyrir sér hvort, Alafoss ætti að fara sömu leið. En miklu fleira fólk vhmur hjá Alafossi en öðrum fyrii-tækjum í ull- ariðnaði og það hefur valdið mestu um að því hefur hingað til verið bjargað frá gjaldþroti. Ennfremur hefur því verið haldið fram, að ef Alfoss hætti starfsemi myndi allur ullariðnaður landsins leggjast niður, þar sem band er núna ekki framleitt annars staðar hér á landi. Auk Alafoss starfa nú um aUt land nokkrar minni sauma- og pijónastofur og útflutningsfyrirtæki, sem seþ'a framleiðslu sina á íslenskum markaði og annars staðar á Vest- urlöndum. Það er ekki rétt að þessi fyrirtæki verði að hætta ef Alafoss verður lagður niður. Það er hægt að kaupa sams konar ullarband og Ála- foss framleiðir bæði í Noregi og Bretíandi. Verðið er svipað og frá Álafossi. Þrátt fyrir að æskilegast sé að islensk- ar uUarvörur séu fram- leiddir úr íslensku bandi, þá er spuming hvort það réttlætír að allri starf- semi Álafoss sé haldið áfram i núverandi mynd, með spunaverksmiðju, vefnaðardeUd og stórri fatadeUd. Undanfarin ár hafa Álafoss og fleiri fyrir- tæki flutt út mörg hundr- uð tonn af óunninni uU. Þessi útflutningur myndi halda áfram þótt Álafoss hættí. Lokmi Álafoss þarf þess vegna ekki að skipta neinu máli fyrir bændur. Minnkandi út- fhitningnr Ein meginástæða þess að Álafoss hefur verið rekinn með stórfeUdu tapi undanfarin ár er að útflutningur tíl Vestur- landa hefur hrunið og er nú brot af sölunni fyiir tíu árum. Útflutningur tíl Sovétríkjanna hefur hins vegar aukist og hefur bjargað fyrirtækinu frá verkefnaskortí. Núna er því miður Ijóst að sala tíl Sovétríkjaima mun líka dragast saman vegua efnahagserfiðleika þar. í vor hefur t.d. oft verið skýrt frá sölu tíl rússn- eska lýðveldisins fyrir tíu milljónir bandaríkjadala, en ekki hefur verið geng- ið frá henni vegna gjald- eyrisskorts í Rússlandi. Það er því ljóst að starf- semi Álafoss mmi drag- ast mikið saman á næstu árum vegna samdráttar á útflutningi tíl Sov- étrBqanna. Ef Álafoss á að halda áfram núverandi umsvif- um verður fyrirtækið að auka söluna tíl muna á íslandi og annars staðar á Vesturlöndum í sam- keppni við aðra íslenska framleiðendur. TU þess að það sé hægt þarf ekki aðcins að afskrifa skuldir sem nema 7-800 milljón- um króna, heldur þarf einnig að leggja nýtt fé í fyrirtækið, því að dýrt er að afla nýs markaðar. Er rétt að gera þetta á meðan einkafyrirtæki þurfa að standa við sínar skuldbindingar án þess að fá opinberan styrk. Hefði þá ekki líka átt af afskrifa skuldir HUdu hf. í fyrrahaust? Markaðsstaða íslenskrar ullarvöru ’ Fataframleiðslu má í stórum dráttum skipta í tvennt, 1) fjöklafrani- leiðslu á lágu verði og 2) framleiðslu tískufatn- aðar. Mest fjöldafram- leiðsla er í Asíulöndum, þar sem framleiðslu- kostnaður er miklu minni en á Vesturlönd- um.Tískufatnaður er oft framleiddur í iðnríkjum í litlum fyrirtækjum, sem eru i nánum tengslum við markaðinn og geta breytt framleiðslunni með stuttum fyrirvara. ísland er ekkert lág- latmaiand, og varla fer fyrirtæki í eigu ríkisins að framleiða vörur í út- löndum. Þess vegna hafa meim á undanfömum árum einbeitt sér að tískufötum hér á landi. Þetta hefur tekist mjög illa, bæði vegna fjarlægð- ar og margra milliliða. Ennfremur hefur verið erfitt að laga sig að kröf- um markaðarins um efni, þar sem meim verða að nota íslenska ull. Þrátt fyrir þá dökku mynd, sem hér hefur ver- ið dregin upp, þá er sem betur fer nokkur mark- aður ennþá til fyrir ís- lenskar ullarvörur. Hér má fyrst og fremst nefna innanlandsmarkað, sem er allstór vegna fjölda ferðamanna. Einnig er nokkur markaður er- lendis, þótt hann sé ekki mjög stór, t.d. í Noregi og Danmörku. En þrátt fyrir að áfram verði tíl markaður fyrir ullarvör- ur, þá er hann ekki nógu stór tíl þess að bera 400 starfsmanna fyrirtæki. Niðurstaða Lítil einkafyrirtæki geta best sinnt þeim markaði sem nú er fyrir ullarvörur. Ef rikið kem- ur Álafossi aftur tíl bjargar með fjárfram- iögum og niðurfeUingu skulda í stórum stíl, hafa litlu fyrirtækin enga möguleika til þess að standa sig. Einkafyrir- tækin eiga riyög erfitt með að keppa við ríkis- styrkta fataframleiðslu Álafoss. Niðurstaðan er þess vegna sú, að til þess að halda lífi í íslenskum ullariðnaði er nauðsyn- legt að leggja Álafoss niður í núverandi mynd.“ SÍMINN ER 689400 BYGGT & BÚIÐ í FÖSTUDAGUR TIL FJÁR | KAFFIKANNA _ i | FYRIR ÖRBYLGJUOFNA | $ iDAG J § Á KOSTNADARVERÐI ^4 f BYGGT&BUIÖ RÍ M I KRINGLUNNI \r—\W imtmnmmrnimnniinrnimmtmiiuniniimminimmmrmri | r\KIINoLUlNlNl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.