Morgunblaðið - 14.06.1991, Side 18

Morgunblaðið - 14.06.1991, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 1991 O* tí NORRÆN UMHVERFISMENNTUNARRÁÐSTEFNA Skólarnir og vist- vænt heimilishald Morgunblaðið/Sverrir. Umhverfismennt á sýningu Tvær sýningar í tengslum við ráðstefnuna um umhverfismenntun „Miljö 91“ eru opnar almenningi í Hagaskóla og Melaskóla í dag og á morgun. Sýnendur eru sjötíu talsins, flestir frá íslandi en einnig eru sýningardeildir frá Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku og hefur hvert land 2-3 skólastofur til umráða. Á sýningunni eru leikskólar fjölmennastir en einnig eru þar margir grunnskólar, framhaldsskólar, stofnanir og félög. Allt sem sýnt er í skólunum tengist umhverfismenntun og fræðslu. í Melaskóla voru þessi sjö og átta ára böm búin að koma upp sýningu í einni kennslustofu. Þau heita Ásthildur Erlingsdóttir, Úlfar Gauti Haraldsson, Hjörtur Hjartarson, Stefanía Ólafsdóttir og Benedikt Einarsson. LENGI hefur það viðhorf verið ríkjandi að einkaneysla fólks væri þess einkamál sem enginn hefði leyfi til að skipta sér af. Umhverfisverndarmenn hafa þó að undanförnu beint athugunum sínum að heimilishaldi almennings og þeim miklu breytingum er orðið hafa á neyslu. Riitta Nykanen frá Finnlandi hélt fyrirlestur í tengslum við þessa umræðu á Norrænu umhverfismenntunarráð- stefnunni í gær. Fjallaði fyrirlestur hennar um mikilvægi þess að skólar væru fyrirmyndir heimila í vistvænu skipulagi. þeir nota til hreingeminga og hvernig unnið er úr sorpi frá skó- lanum. Hægt væri að láta nemend- ur skólanna taka þátt í endurskip- ulagningunni og gera þá þannig meðvitaða um áhrif allrar neyslu á umhverfið. Reynslan sem nem- endur fá við þessa vinnu mundi síðan nýtast þeim þegar þeir at- huguðu sitt eigið heimilishald. Einnig kom fram í máli Riittu Nykanen að ekki er nóg að ræða umhverfismennt í greinum eins og náttúrufræði heldur er einnig nauðsynlegt að fjalla um umhverf- ismál ísamfélagsfræði og heimilis- fræði. í þessum greinum þarf ekki flókin dæmi til þess að gera nem- endur meðvitaða um áhrif þeirra sem einstaklinga á umhverfið. I heimilisfræði beinist athyglin að matargerð, hreingerningum og þvotti en þetta eru þættir sem fléttast inn í líf allra og hafa áhrif á umhverfið. Með því að kenna nemendum að velja umhverfisvæn efni og vinnuaðferðir er hægt að leggja grunnin að neyslu sem nýt- ir betur alla framleiðslu og auð- lindir jarðar. Reykjavík: Mengirn minni en í öðrum höfuðborgnm GERT er ráð fyrir að bílaumferð á höfuðborgarsvæðinu muni auk- ast um u.þ.b. 40% fram til ársins 2010. Á tímabilinu 1985-1990 hefur fjöldi ferða í fólksbíl aukist um 33% og ætla má að farnar séu 435.000 ferðir í fólksbíl á hverjum sólarhring. Meirihluti aukningarinnar hefur átt sér stað í Reykjavík. Þessar upplýsingar komu fram í er- indi sem Þórarinn Hjaltason yfirverkfræðingur Umferðardeildar Reykjavíkur, hélt á ráðstefnunni í gær. Þórarinn talaði um að uppbygg- ástand umferðarmála hefði því ing stofnbrautarkerfisins hefði ekki versnað á undanfömum ámm. Víða verið í takt við þróun umferðar og væri ekið í gegnum íbúðarhverfi vegna þess að stofnbrautakerfið annaði ekki þeirri umferð, sem fara vildi um það. Þrátt fyrir hina miklu bílaumferð sagði Þórarinn hins veg- ar að ætla mætti að loft- og hávaða- mengun væri minni í Reykjavík en t.d. í höfuðborgum hinna Norður- landanna. Aðalskipulag Reykjavíkur er nú í endurskoðun. Að sögn Þórarins eru meginmarkmiðin í umferðar- skipulagi þau að greiða fyrir um- ferð á stofnbrautum, fækka um- ferðarslysum, minnka gegnakstur um íbúðarhverfi, minnka loft- og hávaðamengun, fullnægja eftir- spurn eftir bílastæðum, bæta al- menningsvagnaþjónustu og bæta aðstöðu fyrir gangandi og hjólandi farþega. Vistvænt skipulag skóla er að mati Riittu Nykanen góður út- gangspunktur í kennslu nemenda í umhverfismennt. Það þýðir lítið að kenna börnunum að taka upp vistvænar neysluvenjur ef kennar- ar og skólakerfið eru léleg fyrir- mynd. Það er því mikilvægt að skólarnir endurskoði skipulag sitt. Þeir þurfa að athuga öll innkaup og nýtingu á gögnum eins og bók- um og pappír. Jafnframt þurfa skólarnir að athuga efnin sem Rit um Jón Signrðs- son og Geirunga — eftir Lúðvík Kristjánsson BÓKAÚTGÁFA Menningarsjóðs hefur gefið út ritið Jón Sigurðsson og Geirungar með undirtitlinum Neistar úr sögu þjóðhátíðaráratugar. Höfundur er dr. Lúðvík Kristjánsson, rithöfundur og fræðimaður, sem á liðnum árum hefur með margvíslegum hætti fjallað um Jón forseta. Frá síðustu árum minnast menn hinnar miklu sjávarútvegssögu Lúðvíks „íslenskir sjávarhættir“ í fimm bindum. Ritið Jón Sigurðsson og Geirungar kemur út á 180 ára afmæli JÓns forseta 17. júní. Útgefandi kynnir Jón Sigurðsson og Geirunga með eftirfarandi orðum á bókarkápu: „Á 180 ára afmæli Jóns Sigurðssonar forseta, 17. júní 1991, sendir dr. Lúðvík Kristjánsson frá sér nýtt rit um Jón Sigurðsson og samtíð hans. Þar beinir hann sjón- um að ungum samheijum Jóns for- seta, sem stofnuðu leynilegt félag í Kaupmannahöfn árið 1872 undir nafninu Atgeirinn og kölluðu félags- menn sig oft Geirunga. Var hlutverk þess að halda uppi vörn fyrir landi voru og réttindum þess ... einkum í blöðum og öðrum tímaritum, bæði heima á Islandi og sérílagi erlendis." Rekur höfundur þessa viðleitni Geir- unga á þjóðhátíðaráratugnum 1870-80 og bregður ljósi á fram- göngu fjölda landskunnra manna þetta tímaskeið." Um höfundinn segir svo á bóka- kápu: „Lúðvík Kristjánsson (f. 1911) er þjóðkunnur fræðimaður og rithöf- undur, sem verið hefur afkastamik- ill í rannsóknum á sögu Islendinga á 19. öld. Hann hefur m.a. samið Yestlendinga, 3 bindi (1953-60), og Á slóðum Jóns Sigurðssonar (1961). Á árunum 1980-86 kom frá hendi hans íslenskir sjávarhættir, 5 bindi, einstætt stórvirki um sjávarútvegs- sögu íslendinga. Fyrir það hlaut hann heiðursdoktorsnafnbót frá Há- skóla íslands." Jón Sigurðsson og Geirungar skiptist í fjóra aðalkafla sem bera þessi heiti: Aðfararorð, Umhverfi Geirunga, Ritgerðir Geirunga og Geirungar stefna að blaðaútgáfu. Þá er fjöldi undirkafla, þar sem höf- undur vitnar til prentaðra og óprent- aðra heimilda, einkum bréfa og greina. I umfjöllun sinni um baráttu Geirunga á þjóðhátíðaráratugnum sýnir hann hvemig þeir leituðust við að halda uppi vörn fyrir réttindum íslands á grundvelli stefnu Jóns Sig- urðssonar forseta, sem var driffjöður aðgerða Atgeirsins. Kemur þar margt forvitniiegt fram, sem snertir framgöngu ýmissa kunnra persóna í íslensku þjóðlífi á þessu tímabili og síðar. Hinir ungu ryðjast fram af ofurkappi, en hinir eldri og var- færnari hneykslast á framferði þeirra. í Jóni Sigurðssyni og Geirungum eru heimildaskrár yfir prentuð rit Dr. Lúðvík Kristjánsson og handrit, mannanafnaskrá og eft- irmáli höfundar. Alls er bókin 293 bls. að stærð og prýdd fjölda mynda af þeim er við sögu koma. Kápu og skreytingu á bókarspjöld gerði Margrét E. Laxness. Jón Sigurðsson og Geirungar er unnin í Prentsmiðju Hafnarfjarðar. (Fréttatilkynning) frá Breyting síðasta V estmannaeyjar: 336 sjómenn lokið námi frá Björgunarskólanum Vestmannaeyjum. SÆBJÖRG, skip Björgunarskóla sjómanna, hefur verið í Eyjum und- anfarið þar sem Eyjasjómenn hafa sótt skólann. Tvö námskeið voru haldin í Eyjum að þessu sinni og sóttu 109 sjómenn námskeiðin. Seinna námskeiðinu var slitið fyr- ir skömmu og kom þá fram að alls hafa 336 sjómenn frá Eyjum lokið námi við skólann. Skólinn hefur komið til Eyja á hverjum vetri og haldið námskeið með nemendum Stýrimannaskólans og Vélskólans en einnig hafa verið haldin almenn námskeið fyrir sjómenn. Þórir Gunnarsson, skólastjóri, sagði við skólaslitin að forráðamenn skólans hefðu alltaf átt gott sam- starf við Eyjamenn sem hefðu ávallt sýnt það í verki að þeir skildu vel þann tilgang skólans að auka öryggi sjómanna við störf á hafi úti. Af- henti Þórir fulltrúum Sjómannafé- lagsins Jötuns, Útvegsbændafélags- ins, Björgunarfélags Vestmanna- eyja, Slysavarnadeildarinnar Ey- kyndils, Skipstjóra- og stýrimanna- félagsins Verðandi og Vélstjórafé- lags Vestmannaeyja áletraða skildi sem þakklætisvott fyrir gott sam- starf. Nemendur sem útskrifuðust af námskeiðinu voru mjög ánægðir með það og töldu sig hafa bætt mikið við þekkinguna. Þeir töldu að engu væri ofaukið í kennsluefni skólans og helst þyrfti að lengja námskeiðin um einn dag til þess að tími gæfist til að taka fyrir skipið og búnað þess því þrátt fyrir öll björgunartæki þá væri skipið og búnaður þess allt- af besta öryggistækið ef rétt væri með farið. Heilu áhafnir nokkurra báta tóku þátt í námskeiðinu nú og sagði Þór- ir að það væri mjög gott að fá heilu áhafnirnar á námskeiðin. Sæbjörg er nú á hringferð um landið og verða námskeið haldin á nokkrum stöðum. í áhöfn skipsins á hringsiglingunni eru níu manns en fimm kennarar starfa við skólann allt árið. Grímur Verðbólgan komin 1 12,8% í þessum mánuði VERÐBÓLGAN hefur verið í örum vexti undanfarna tvo mánuði og þriggja mánaða hækkun hennar umreiknað til eins árs hefur vaxið úr innan við 5% í apríl í 12,8% nú i júní. Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar segir að það sé ákveðinn kúfur á verðbólgunni nú og ráði tvennt þar mestu um, ann- ars vegar hækkun bifreiðatrygg- inga sem kom inn í vísitöluna í maí og hækkun húsnæðisvaxta sem kom inn í vísitöluna í júní. Því sé ekki ástæða til að ætla annað en það dragi ört úr verðbólgunni næstu mánuðina. Meðfylgjandi er línurit yfir verðbólguþróunina frá því þjóð- arsattarsamningarnir voru gerðir í febrúar 1990. Á línuritinu er að finna mánaðarlega breytingu verð- bólgunnar umreiknaða til árshækk- unar, hækkun síðustu þriggja mán- aða umreiknað til árshækkunar og verðbólguna síðustu 12 mánuði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.