Morgunblaðið - 14.06.1991, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.06.1991, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 1991 INNKA UPA S TJÖRAR. 1 Eigum á lager mjög góða og ódýra íþróttaskó á börn og fullorðna Teg: 1009 Sv. Teg: 920 Teg: 976-H Teg: LT-7769 Teg: 1009 Gr. Stærðir: 24-35 Stærðir: 36-45 Stærðir: 37-46 Stærðir: 24-31 ÍSLEHZKA VERZLUnARrÉLAGlÐ HF SKÚTUVOGI 12C, SÍMI 687550 - enn meirí háttar 0STATILB0Ð Nú eru það smurostarnir: pakki með 3 dðsum af rækjuosti eða 3 mismunandi tegundum. Áður kostuðu 3 dósir umj^ kr., nú 372 kr.* Einnig léttostur, 3 dósir í pakka, sem kostaði áður um^ö^kr., nú 349 kr.* Um 25% lækkun. * leiðbeinandi smásöluverð. Tilvalið í ferðalagið o§ sumarbústaðinn! „Ó að lífið væri ljóð“ Bækur Dagný Kristjánsdóttir Ingibjörg Haraldsdóttir: LJÓÐ. Mál og menning 1991. í bókinni Ljóð eftir Ingibjörgu Haraldsdóttur eru birtar ljóðabæk- ur hennar, endurskoðaðar, auk nokkurra nýrra ljóða og ljóðaþýð- inga. Ljóðaunnendur ættu að gleðjast yfír þessari bók því að eldri bækur Ingibjargar voru orðnar illfáanlegar og ný.ljóð frá henni eru bókmennta- viðburður. Þegar bækur hennar eru komnar saman á einn stað má líka glöggt sjá höfundareinkenni Ingi- bjargar og listræna þróun. Einfaldleiki? Það er ákaflega erfitt að þýða ljóð Ingibjargar Haraldsdóttur á önnur mál. Eg hef kennt nokkur af ljóðum hennar í útlöndum og það er mín reynsla að fólk byijar fyrst að skilja töfra þeirra ef farið er á bak við þýðingarnar, til frummáls-. ins, íslenskunnar. Einhver kynni að segja að þetta gilti um öll ljóð. En maður á einhvern veginn ekki von á þýðingarvandkvæðum í sambandi við ljóð Ingibjargar. Þau virðast svo einföld, svo skrautlaus og lágmælt. Það er svo lítið af hefðbundnum stílbrögðum, lítið af myndhverfing- um, lítið af leik eða leikaraskap í umgengni við hefð og mál. Þetta virðast bara einföld ljóð. Ljóð sem ætti að vera auðvelt að snara. Það er það hins vegar ekki - vegna þess að ljóð Ingibjargar Haralds- dóttur eru ekki einföld. Útlendingur Eitt af ljóðunum í fyrstu ljóða- bókinni Þangað vil ég fljúga (1974) heitir „Að vera útlendingur". Ljóð- mælandinn er íslensk kona á Kúbu, útlendingur sem þráir landið sitt: ég teygi hendur mínar til þín mitt hvíta land (Á meðan borgin sefur, 1974) En heimkoman hefur vonbrigði í för með sér. Ljóðmælandinn í næstu ljóðabók: Orðspor daganna (1983) hefur mótast af Kúbu og þó, hún sé komin heim heldur hún áfram að vera „útlendingur“. Nú rís ég upp einbeitt og vakna af aldarlöngum svefni - eða er ég að fæðast? Núna. Hér. Með tvær hendur tómar - hreinar og tómar. Einhver hefur sagt mér ég eigi hér heima. (Þyrnirós, 1983) „Útlendingurinn" á ekki heima í þeirri menningu sem hann býr í, hann er framandi, öðru vísi en heim- amenn, með önnur viðmið en þeir. Hann horfír undrandi á ýmislegt sem hinum fínnst sjálfsagt og finnst sjálfsagt það sem öðrum fínnst furðulegt. Málið, orðin, geta aldrei orðið tóm eða orðræðan sjálfvirk hjá honum af því að þau vísa til veruleika sem er aldrei sjálfsagður. Þrátt fyrir orðin „Að vera útlendingur" er endurtekið stef í öllum ljóðabókum Ingibjargar Haraldsdóttur; ljóðmælandinn er á ekki heima þar sem hann býr, það er sterk þrá í ljóðunum, leit að einhvers konar heimkynnum en þau eru ekki hér - ekki þar. Og þau eru ekki í orðunum, vegna þess að merkingarmyndun þessara ljóða felst svo oft í því sem kemur til lesandans til hliðar við eða í kringum orðin; í kíminni framsetningu, í (sjálfs)íroníu - í „ískalclri örvæntingu" eins og Pétur Már Olafsson orðar það. Hvítur heimur harður heimur ljós sem sker loft sem skellur öskur líf sem fæðist. Hvítur heimur harður heimur glampandi málmur blóð og bam sem kemur bam sem ryðst inní grimman heim og grætur bam sem grætur. Blóð og sviti bómull og skæri bros og tár. Barn sem lifir. (Veraldarundur, 1983) í þessu ljóði „Veraldarundri" er BOSCH BORGARNESI Með samningum við Bræðurna Ormsson hf., hefur Bifreiða og trésmiðja Borgarness hf. tekið við söluumboði fyrir Robert Bosch GmbH. á Vesturlandi. Robert Bosch GmbH., Þýskalandi, hefurfram- leitt varahluti í bíla, vélar og tæki frá árinu 1886 og selur til yfir 130 landa. Velgengni BOSCH er fyrst og fremst að þakka ströngu gæðaeftirliti og markvissri þróun og tilraunum. Með samningum hefur vöruverð lækkað veru- lega og þannig er hægt að bjóða góða vöru á betra verði. Við óskum B.T.B. og Borgnesingum til ham- ingju með nýtt umboð í Borgarnesi. Með tilkomu þess er hægt að þjóna Vestur- landi enn betur. Til hamingjul r BRÆÐURNIR ORMSSONHF Lágmúla 8 — a BOSCH Stuttgart — Þýskalandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.