Morgunblaðið - 14.06.1991, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 14.06.1991, Blaðsíða 41
MORGÚNBLAÐÍÐ FÖSTUDAGÚR 14. JÚNÍ1991 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS ,ur Þessir hringdu ... Óþarfir aðstoðarmenn? Sigurður Grímsson hringdi: „í tilefni af spamaðarhjali ríkis- stjórnarinnar eru margir að furða sig á ráðningum ráðherra á að- stoðarmönnum, sem er ekkert annað en pólitískur bitlingur að mínu mati. Ráðherrar ættu að nýta þann starfskraft sem fyrir er í ráðuneytunum. Ég veit ekki betur en að það séu tveir eða fleiri stjórar í hveiju ráðuneyti sem aettu að geta sagt ráðherranum eitthvað til ef með þarf.“ Páfagaukur Blár páfagaukur fannst 11. júní í Vesturbænum. Upplýsingar í síma 14968. Gleraugu Gleraugu fundust við Lauga- rásveg þriðjudaginn 11 júní. Upp- lýsingar í síma 39414. Hálsmen Hálsmen með bogmannsmerki, merkt „Guðni“, fannst fyrir utan Hótel ísland. Upplýsingar í síma 667665. Næla Næla úr silfri, kopar og mess- ing tapaðist fyrir u. þ. b. mánuði. Finnandi er vinsamlegast .beðinn að hringja í síma 666200 og biðja um síma 189. Úr Armbándsúr með svartri ól tap- aðist fyrir skömmu, sennilega við göngugötuna við Kleppsveg 152 til 134. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 818961. Páfagaukur Hvítur og spakur páfagaukur flaug út um glugga í Ásbúð í Garðabæ. Vinsamlegast hringið í síma 44709 ef hann hefur ein- hvers staðar komið fram. Gleraugu Gleraugu í svörtu hulstri fund- ust fyrir nokkru á túninu fyrir fráman Fáksheimilið. Upplýsingar í síma 688119. Skór Fótboltatakkaskór nr. 34 tap- aðist í nágenni við Þróttheima við Holtaveg. Upplýsingar í síma 33461. Kettlingar Tveir átta vikna kassavandir kettlingar fást gefíns. Upplýsing- ar í síma 612274 eða síma 611082. Húrrafyrir Flugferðum Mig langar að koma á framfæri þökkum til ferðaskrifstofunnar „Flugferðir — Sólarflug" fyrir að gefa íslendingum kost á ódýru flugi til útlanda. Eg fór nýlega á þeirra vegum til London, kostaði farið 14.800 kr., mjög þægileg ferð með afbragðs þjónustu. Þar sem þessi ferð varð mér ódýr og ótrúlega mikil upplyfting, þótt stutt væri, ákvað ég þegar heim kom að eyða því sem eftir er af sumarfrí- inu í Danmörku, ef ég fengi ódýrt far. Það tókst og hlakka ég nú til að skreppa til Kaupmannahafnar í haust. Mér fínnst ástæða til að benda fólki á þessa ódýru ferðamöguleika hjá Flugferðum — Sólarflugi. Þ.B. Týndur köttur Fullvaxinn fressköttur, gulur á bakinu, með gult skott, hvítar fæt- ur og kvið, fór á flakk í Breiðholti fyrir skömmu. Vinsamlegast hring- ið í síma 30677 ef hann hefur ein- hvers staðar komið fram. Ofremdarástand á vegum úti 8. júní sl., nokkru eftir hádegi, var sá sem þetta ritar í bíl sínum á leiðinni í Hveragerði. Er komið var að brekkunni í Hveradölum, mátti sjá þar viðvaranir um vegavinnu og hættu á steinkasti. Þar voru skýr fyrirmæli um 35 km hámarkshraða á klukkustund. Ég var nú svo einfald- ur, að ég dró úr hraðanum niður í 35 km hraða í samræmi við hin skýru fyrirmæli, enda mátti annars búast við steinkast. En viti menn. Brátt bar að marga bíla, er fóru miklu hraðar en ég, og voru ökumenn lík- lega á 60-70 km hraða. Þeir geyst- ust framhjá og jusu steinum yfir bif- reið mína. Sama var að segja um bfla, sem á móti komu. Þetta var eins og að lenda í stöðugri skothríð, sem buldi á bílnum. Og nú spyr ég: Hvers vegna í ósköpunum er þetta svona? Hver er réttur þeirra einfeldninga, sem virða fyrirmæli um hraða, en lenda þá í þessu? Eða eiga þeir kannski engan rétt? Af hveiju virða margir ökumenn ekki reglurnar, setja líf og limi manna í hættu, svo og annarra eig- ur? Þetta spillir og fyrir vegavinn- unni, því að steinamir þeytast burt. Af hveiju er ekki strangara eftirlit með því, að farið sé eftir reglum um hámarkshraða? Af hveiju er ekki unnt að tiikynna í fjölmiðlum með nokkrum fyrirvara um slíkar „steink- asts“-viðgerðir á vegum úti? Þá væri unnt að velja aðrar leiðir. Og ef fram hefðu komið upplýsingar um þessa vegavinnu, t.d. nokkru fyrir vegamót við Þrengslaveg, hefði ég hiklaust valið þá leið, þótt hún sé nokkm lengri. Það er betra en að lenda í þessu. Það er eins og eitthvað skorti á í þjóðarappeldi í umferðarmálum. Allt of margir virða ekki reglurnar, m.a. reglur um hámarkshraða. Okk- ar ágætu löggæslumenn vinna oft gott starf í hraðaeftirlitinu. En eru þeir nógu margir, og eru sektimar hæfilegar þungar, þannig að menn læri nú vel af þessu? Er ekki unnt að kenna mönnum að aka á tillits- saman hátt? Ýmislegt hefur vissu- lega verið reynt á þessu sviði, en er árangurinn nógu góður? Er eitthvert vit í því, að þeir, sem virða reglum- ar, verði fyrir hörðu aðkasti eða öllu heldur steinkasti í bókstaflegri merk- ingu? Ég hallast að því, að í umferð- armálum þurfum við meira af hald- góðum upplýsingum og jákvæða hvatningu til fjöldans — og einnig strangari aga og aðgerðir fyrir þá sem skilja ekki annað. Allreyndur ökumaður iH LEITSAPA jyrirviðkvœtna húð - Ungbörn hafa viðkvæma húð sem verður fyrir mik illi ertingu, t.d. á bleiusvæði. Þvottur með Lactacyd léttsápunni dregur verulega úr kláða og sviða ■ Lactacyd léttsápan hefur lágt pH- gildi (3,5) eins og húðin sjálf jgft ílfp og styrkir því eðlilegar varn- ir hennar ■ Lactacyd léttsápan fæst í helstu stórmörkuðum og að sjálfsögðu í næsta apóteki ■ é b' ' ' ' SNÆFEUSNÉS^ VM HEIGIM? - Einstœö náttúrufegurö - Falleg strandlengja - - Fjölbreytt fuglalif - Sigling um Breiöafjarðareyjar - Sigling út i Flatev - Snjósleöaferöir á Snœfellsjökul - Veiöi fyrir alla jjölskylduna - Hestaleigur - - Gönguferöir - Golfvellir - Sundlaugar - Söfn - - Skemmtilegar dagleiöir m.a. fyrir Jökul, í Borgarfjörð, í Dalina og á Baröaslrönd - -17. júni hátiöarhöld á öllum þétlbýlisstööum - - Daglegar rúluferöir - Góður matur og gisting á öllu Nesinu VELKOMIN VESTVR Ferðaþjónustuaðilar á Snæfellsnesi STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN Strigaskór Litir: Bláirog vínrauðir. Stærðir: 36-41. Verð: 1.995,- Ath.: Mikið úrval annarra tegunda af strigaskóm. 5% staðgreiðsluafsláttur. Póstsendum samdægurs. Kringlunni, Toppskórinn, sími 689212. Veltusundi, sími 21212. ‘Jriiim/ili VORLINAN MADAM GLÆSIBÆ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.