Morgunblaðið - 14.06.1991, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 14.06.1991, Blaðsíða 32
3P mor'gúnMlaðið Föá,rtjDÁÖMIt4újöNi! t SIGURÐUR J. GÍSLASON frá Uppsölum í Selárdal, sem lést á elliheimilinu Grund 6. júní sl., verður jarðsunginn frá Bíldudalskirkju laugardaginn 15. júní kl. 14.00. Jarðsett verður í Selárdalskirkjugarði. Vandamenn t Astkaereiginkona mín, móðirokkar, systirrtengdamóðir og amma, VALGERÐURBERGÞÓRSDÓTTIR hjúkrunarfræðingur, Ljósalandi 21, Reykjavík, lést í Landspítalanum í gær, fimmtudaginn 13. júní. Jarðarförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd vandamanna, Kristinn Guðmundsson, Anna Bergþórsdóttir, Guðmundur Kristinsson, Guðlaug Traustadóttir, Bergþóra Kristinsdóttir, Vala Hrönn Guðmundsdóttir, Guðrún Kristinsdóttir, Ragnar Kristinsson. Maðurinn minn, BALDVIN JÚLÍUSSON, Fossheiði 28, Selfossi, verður jarðsunginn i Selfosskirkju laugardaginn 15. júní kl. 15.00. Margrét Ólafsdóttir og börn. t GUÐMUNDUR JENS BJARNASON frá Innri Lambadal, til heimilis i H vassaleiti 58, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag, föstudaginn 14. júní, kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á heimahlynningu Krabbameinsfélagsins. Þórlaug Finnbogadóttir, Sesselja Guðmundsdóttir, Birgir Finnsson, Ágúst Guðmundsson, Guðrún Einarsdóttir, Gunnjóna Guðmundsdóttir, Jóhann Bjarnason, Þórir Örn Guðmundsson, Borgný Gunnarsdóttir, Bjarni Guðmundsson, Halldór Ingi Guðmundsson, Kristjana Vigdfs Magnúsdóttir, Páll Tryggvi Karlsson, barnabörn og systkini hins látna. t Ástkær dóttir okkar, systir, móðir, tengdamóðir og amma, SIGRÍÐUR JÓNA (NANNA) SIGÞÓRSDÓTTIR verður jarðsett frá Egilsstaðakirkju á morgun, 15. júní, kl. 14. Sigþór, Þuríður og Sigurður, Tunghaga, Ármann Halldórsson, Þuriður Halldórsdóttir, Katrín Halldórsdóttir, Margrét Halldórsdóttir, Sigþór Halldórsson, Sigurður Halldórsson, Haildór Halldórsson, og barnabörn. Gróa Kristmannsdóttir, Rúnar Smári Fjalar, Gunnlaugur Hafsteinsson, Anna Hannesdóttir, Elín María Stefánsdóttir, Elín Sigríður Einarsdóttir t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarð- arför föður okkar, tengdaföður og afa, PÉTURS ÓLAFSSONAR, Stóru-Tungu, Dalasýslu. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks Sjúkrahúss Akraness. Ólafur Pétursson, Erla Ásgeirsdóttir, Agnes Pétursdóttir, Jóhann Pétursson, Einar Pétursson, Kristrún Ólafsdóttír og barnabörn. t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóð- ur, ömmu og langömmu, GUÐMUNDU GUÐJÓNSDÓTTUR, Hjálmholti. Ágústa Margrét Óiafsdóttir, Björn Sigurðsson, Kolbeinn Ólafsson, Kristinn Ólafsson, Guðbjörg Sigurðardóttir, Kristin Lára Ólafsdóttir, Guðmundur Kr. Jónsson, Þormóður Ólafsson, Vaidís Bjarnþórsdóttir, Sigurður Ólafsson, Bergur Ingi Ólafsson, barnabörn og barnabarnabörn. Minning: Guðmundur Bjama- son frá Lambadal í dag er til moldar borinn í Reykjavík Guðmundur Jens Bjarna- son, fyrrum bóndi í Innri-Lambadal í Dýrafirði, en síðar verslunarmaður í Reykjavík. Mig langar til að líta hér yfir æviferil hans, manns sem lifði mikla umbrota tíma og varð að hverfa frá því starfi sem hann hefði kosið að helga lífskrafta sína. Ég held að líf hans lýsi þó lífi hundruða eða jafn- vel þúsunda bænda sem vildu helga líf sitt búskap en urðu að lúta þar í lægra haldi og flyta á mölina. Þeir spruttu upp úr jarðvegi þar sem samvinnuhugsjónin var þeirra leið- arljós og trúðu því að með sam- vinnu gætu þeir lyft Grettistaki. Þetta voru góðir og gegnir fram- sóknarkarlar, kjölfesta sinnar kyn- slóðar, en ekki endilega alltaf í takt við tímann, þótt þeir iæsu margir dagblað með því nafni mikinn hluta ævinnar. Ég horfi með stolti til þessara manna sem lögðu sitt í grunninn að því velferðarsamfélagi sem við búum við í dag. Guðmundur var Vestfírðingur að ætt og uppruna og foreldrar hans voru nánar tiltekið Dýrfírðingar, komnir af bændafólki eins og þá var títt um mestan hluta íslendinga. Faðir Guðmundar hét Bjarni Sig- urðsson og var hann fæddur árið 1867 á bænum Botni í Dýrafirði. Var hann smali á unglingsárum og síðan alllengi í vinnumennsku, mest á stórbýlinu Mýrum og var þá að mestu við sjósókn. Ums síðir keypti hann sér þó lausamannsbréf og hóf nokkrum árum seinna búskap. Bjarni var tvígiftur og hét fyrri kona hans Rannveig Margrét Sveinsdóttir frá Engidal við Isa- fjörð. Hún dó úr barnsfararsótt eft- ir eins árs hjónaband, 21várs að aldri.. Barnið sem var stúlka lifði og var síðan skírt við kistu móður sinnar. Hlaut hún nafnið Rannveig Sigríður og varð seinna húsfreyja í Stóru-Sandvík í Flóa um hálfrar aldar skeið. Móðir Guðmundar hét Sigríður Gunnjóna Vigfúsdóttir og var hún fædd 1881, dóttir hjónanna á Leiti sem er við Alviðru, skammt utan við Núp í Mýrakreppi. Hún var 26 ára þegar hún giftist og átti sitt fyrsta barn en 45 ára þegar hún átti það íjórtánda og síðasta. Þegar Bjarni og Gunnjóna gift sig árið 1907, var Bjami því 39 ára ekkjumaður en Gunnjóna 26 ára gömul heimasæta á Leiti. Þau hófu búskap árið 1907 í Alviðru en fluttu 1909 að Litla-Garði í Dýrafírði, sem er landlítil jörð og ekki hægt að hafa þar nema lítið bú. Bjarni varð því að stunda sjóinn með búskapn- um. Var hann á skútum fram að slætti og svo í haustróðrum fram undir veturnætur. Guðmundur fæddist 17. október árið 1910 í Litla-Garði, fjórða barn móður sinnar en fímmta barn föður síns. Þegar Bjarni og Gunnjóna höfðu búið þijú ár í Litla-Garði, bar það til að jörðin Fjalla-Skagi (oftast nefndur Skagi) var laus til ábúðar. Þau sóttu um að fá Skaga, sem þau svo fengu og fluttust þangað á far- dögum árið 1912. Guðmundur var þá liðlega hálfs annars árs. Börnin voru orðin fímm og töldu árin í búskapnum, það elsta Sigríður var fimm ára en það yngsta Ólöf, 25 vikna. Jörðin Skagi er ysta býlið við norðanverðan Dýrafjörð. Nytja- landið er allstórt tún en afar grýtt. Útislægjur eru aðallega grasblettir á milli steina en gras kjarngott. Umgjörðin um Skaga er illkleif fjöll og brattar hlíðar, sumstaðar með hengiflug í sjó fram og oft með svellalögum sem gera Skagahlíðar, samgönguleiðina til annarra byggða ófærar. Framundan hlíðun- um er opið haf þar sem úthafsaldan brotnar á töngum og skerjum, oft með miklum ósköpum. Skaga byggðu þau Bjarni og Gunnjóna í fjórtán ár (1912-1926) og eignuðust þar átta börn til við- bótar þeim fimm sem áður er getið. Guðmundur ólst því upp á einum afskekktasta útnesjabæ íandsins. Þar hlýtur því barnið og unglingur- inn að mótast af sínum foreldrum og fer þá mjög eftir hve foreldrarn- ir eru vel að sér og natnir við að uppfræða börnin sín. Hann taldi sig mjög lánsaman í þessum efnum að minnasta kosti hvað móður hans varðaði. Móðir hans las þrotlaust bækur fyrir krakkana og áreiðan- lega mótaði lestur hennar þau systkinin talsvert hvað varðaði menntun og metnað. Þegar Guðmundur var átta ára gamall, var hann lánaður að Arnar- nesi (sem er nokkru innar á strönd Dýraljarðar) til að reka og sækja kýmar. Þar var hann síðan í fjögur sumur, frá átta til tólf ára að aldri og þar lærði hann að slá með orfí og ljá. Smíðað var fyrir hann lítið orf svo tíminn nýttist til gagns á milli mála. í Mýrarhreppi var í þessa tíð farskóli. Þá var kennt á þremur stöðum í hreppnum, tvo mánuði á hveijum stað. Guðmundur var tvo síðustu veturna fyrir ferminguna í barnaskólanum á Núpi 2 mánuði hvom vetur, hafði því alls verið 4 mánuði á skóla þegar hann fermd- ist. Þá bjuggu móðurforeldrar hans í Alviðru skammt utan við Núp og var hann hjá þeim á meðan hann var í barnaskólanum á Núpi veturna 1923 og 1924. Þegar hér var komið við sögu voru foreldrar Guðmundar farnir að íhuga að flytja frá Skaga. Eftir að aldurinn færðist yfir þau fór kjarkurinn að dvína og kvíðinn að sækja á. En jarðnæði lá ekki á lausu á þeim ámm. Þá bar það til að jörð- in Innri-Lambadalur 1 var laus til ábúðar á fardögum 1926. Það voraði snemma á Skaga það árið. Foreldrar hans yfírgáfu Skaga með eftirsjá og söknuði eftir fjótán ára búskaparbasl. En það voraði líka vel í Lambadal. Skógurinn var útsprunginn og öll jörð græn og angandi þennan lognslétta dag á fardögum sem þau fluttu inneftir. Nokkrum mánuðum eftir að þau fluttu að Lambadal fæddist þeim Ijórtánda barnið. Þar var Ingibjörg er síðar varð húsfreyja á Gnúpu- felli í Eyjafirði og er það enn. Heldur þótti þeim ömurlegt að koma inn í bæinn í Lambadal og langt um verra en í þann sem þau fóru frá á Skaga. Inn í bæinn lágu löng en þröng moldargöng. Yfir göngunum var ris með röftum á sperrum sem míglak í rigningartíð. Sinn moldarkofínn var til hvorrar handar við göngin. Þeir voru gluggalausir. Annar kofínn var búr en hinn hlóðaeldhús. í báðum þess- um kofum var moldargólf en gólfið inn göngin lagt gijóthellum. Þegar inn úr göngunum kom var sex metra löng og þriggja metra breið tóft, hlaðin úr gijóti og torfí, óþiljuð t Eiginmaður minn, YNGVI MARKÚSSON, Oddsparti, sem lést 5. júní sl., verður jarðsunginn frá Þykkvabæjarkirkju laug- ardaginn 15. júní kl. 14.00. Sigríður Magnúsdóttir. að innan en yfír baðstofa. Stafírnir sem héldu risinu uppi stóðu á stein- um en ekki á fótstykkjum eins og venja var. Voru því engir gólfbitar. Fjalir af mismunandi lengdum og breiddum lagðar á moldargólfið og negldar saman á okum sem höfðu verið lagðir undir þær. Þar voru tveir fjögurra rúðu gluggar á aust- urhliðinni. Inn að þeim, að utan- verðu, voru djúp grasi gróin glugga- hús. Það var því hálf skuggsýnt inni þó dagur væri. Gömul eldavél, enginn kjörgripur, var þama inni við norðurgaflinn. Hún var ein hús- muna, ekkert var þar sem hét borð eða skápur. Stigi lá upp á loftið við austurhliðina, á milli glugganna. Baðstofan var undir skarsúð, port- byggð, það er með þil um baðstofu- gólfínu. Þennan bæ byggði Guð- mundur síðan upp í byijun hjúskap- ar síns og í honum fæddust tveir sona hans. Árið 1928 fór Guðmundur fyrst úr fírðinum til dvalar annars stað- ar. Hann réðst þá um vorið til Súg- andafjarðar, í vinnu til Örnólfs Valdimarsonar sem í þá tíð var orð- inn umsvifamikll útgerðarmaður og rak jafnframt fískverkun og versl- un. Guðmundur sagðist hafa verið mjög feiminn og heimóttarlegur til að bytja með en losað sig við það að töluverðu leyti þegar frá leið. Vinnan var aðallega við físk og aftur físk en þó mjög fjölbreytt. Vorið 1929 fór hann í annað sinn í .Súgandafjörð og það sumar sótti hann um skólavist á Núpsskóla næsta vetur, eða 1929-30. Reyndi hann því að fara vel með það sem hann þénaði um sumarið til þess að eiga fyrir skólagöngunni. Að loknu vorprófi 1930 fór hann aftur til Súgandafjarðar í vinnu hjá Örnólfí. Þá stóð til að halda Alþing- ishátíð á Þingvöllum og þangað ætluðu nokkuð margir Súgfíðingar og slóst Guðmundur í för með þeim. Hafði hann þá aldrei farið suður, aðeins ferðast um svæðið frá Dýra- fírði til Isafjarðar. Þá voru engir vegir yfír heiðár, heldur aðeins göt- uslóðar, troðnir af fótum manna og hesta í aldanna rás. Ferðin á Al- þingishátíðina varð mikið og ógley- manlegt ævintýri og að henni lok- inni hélt hann aftur vestur í Súg- andafjörð þar sem lífíð hélt áfram að yera saltfiskur. Árið 1930 varð Guðmundi eins og mörgum öðrum minnisstætt ár. Það ár varð hann tvítugur og hafði um sumarið farið á Þingvöll og í þeirri ferð séð stóran hluta af sjálfu landinu í fyrsta sinn, skoðað söfn og margt annað sem tengdist sögu og menningu þjóðarinnar. Hann sagðist hafa séð framfarahug þjóð- arinnar endurspeglast í byggingum, svo sem skólahúsum, sundhöll, leik- húsi, gistihúsum, Landspítalanum og mörgum fleiri húsum er þá voru að rísa. Hann hafði lagt drög að eins vetrar skólanámi í einu þessara glæsilegu skólahúsa, Laugarvatns- skólanum sem beið hnarreistur með burstirnar sex fram á hlað. Það sem skyggði á, var minnk- andi atvinna, kreppan var orðin staðreynd í lok ársins. Saltfískur- inn, aðal útflutningsvaran hafði stórfallið í verði og íslandsbanki var kominn á hausinn. Veturinn 1930-31 var Guðmundur svo að mestu heima hjá foreldrum sínum í Lambadal við búskaparstörf og um haustið 1931 bjóst hann svo til suðurferðar á Laugarvatnsskóla. Varð það honum um margt minnis- stæður vetur og eignaðist hann þar marga góða kunningja. Vorið 1932 þegar hann kom til Reykjavíkur frá Laugaiyatni, var þar mikið atvinnu- leysi. Ömurlegt þótti honum að sjá verkamennina standa í hópum niðri við höfn og bíða eftir skipakomum. Dvaldist hann stutt í Reykjavík í þetta skipti, enda alveg blankur og lífíð í höfuðborginni ekkert spenn- andi, hálfgert hörmungar ástand. Guðmundur var svo heima seinni- part vorsins og um suriTarið. Bræð- ur hans Sigurður og Sæmundur voru báðir við sjó en hann sinnti bústörfum með föður sínum sem þá var orðinn 74 ára. Þá var útvarp- ið komið til sögunnar. Sæmundur hafði verið á vertíð á Flateyri og keypt útvarpstæki fyrir vertíðar- hýruna. Kom hann með það heim og var það eitt af fyrstu útvarps-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.