Morgunblaðið - 14.06.1991, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 14.06.1991, Blaðsíða 27
27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 1991 Þeir bestu verða betri Útskriftarnemendur frá Kennaraháskóla íslands. Dalvík: 33 sérkennarar út- skrifaðir frá Kenn- * araháskóla Islands Daivík. ÚTSKRIFAÐIR voru 33 sérkennarar frá Kennaraháskóla íslands við hátíðlega athöfn að Stórutjörnum sunnudaginn 2. júní sl. Um er að ræða nemendur úr fyrri hluta BA-náms í sérkennslu en námið hefur farið fram á Norðurlandi og hófst árið 1989. Ákveðið hefur verið að bjóða upp á seinni hlutann og mun kcnnsla hefjast nú í haust. Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Eldfuglarnir („Fire Birds“). Sýnd í Háskólabíói. Leikstjóri: David Green. Aðalhlutverk: Nicholas Cage, Tommy Lee Jones, Sean Young, Bryan Kestner, Dale Dye. Bandarík- in. 1990. í myndinni Eldfuglarnir leikur Nicholas Cage þyrluflugmann í læri hjá Tommy Lee Jones, gamalreyndum bardagahundi, en Sean Young er gamla kær- asta Cage og þyrluflugmaður líka. Cage er að sjálfsögðu betri en sá besti af þeim bestu í þyrlu- skólanum (slagorð myndarinnar er: Þeir bestu geta aðeins orðið betri) en það besta við myndina er hvað hún er ákveðin í að halda sínu striki sem ein stór klisja út í gegn. Allt í henni hefur verið notað áður. Myndin gæti þess vegna komið frá Sölunefnd varn- arliðseigna. Tommy Lee fær sérstakan áhuga á Cage vegna færni hans í háloftunum en líka af því hann sér í honum hina sönnu, djörfu og framúrskarandi greindu bandarísku hetju sem tilbúin er að beijast fyrir frelsi og gegn bófum hvar sem er í heiminum (hvatningaræðan hans hittir mann reyndar ekki í hjartastað). Illingjamir í myndinni koma úr einkageiranum en það eru s- amerískir kókaínbarónar sem búnir eru öllum nútímalegustu stríðstólum sér til verndar, m.a. flugvélum og þyrlum. Sá besti af þeim verstu er þyrlufiugmað- ur að nafni Stoller og hann drep- ur vin þess besta af þeim bestu í byijun myndarinnar svona til að hafa hefndarþemað enn einu sinni með. Einna greindarlegustu setn- ingarnar í handritinu lúta að praktískum hlutum: Ég þarf að mæta á lágflugsæfingu klukkan núll áttahundruð. Hinn haukfrái Stoller vekur líka foi’vitni því svo virðist sem ljósmyndari bandar- ísku leyniþjónustunnar hafi flog- ið með honum margar ferðir ef eitthvað er að marka gæði leyni- legu njósnamyndanna úr þyrl- unni hans. Á meðan beðið er eftir loka- bardaganum fáum við að fylgj- ast með hvernig Cage nær Yo- ung aftur á sitt band en slitnað hafði uppúr sambandi þeirra áður en myndin bytjaði. Einnig fáum við að fylgjast með honum slá í gegn í skóianum. Og við fáum að fylgjast með hvernig vinskapur hans og Tommy Lee þróast þar til þeir eru orðnir ásáttir um að Cage sé besti flug- maðurinn en Tommy besti flugkennarinn. Stjörnurnar í myndum af þessu tæi eru stríðstólin og þyrl- urnar eru sannarlega ævintýra- leg tæki og tignarlega myndaðar í blóðrauðu sólarlagi (fátt nýtt þar reyndar). Það er stundum gaman að Cage, súpersvalur eins og alltaf, og Tommy Lee af því þeir fá að vera hæfílega léttir á bárunni en Young, sem annars er ágætis leikkona, skortir trú- verðugleika í stöðunni. Lokabar- daginn, þetta sem allir hafa ver- ið að bíða eftir, bregst ekki. En þessi mynd staðfestir því miður ótta manns um að útilokað sé að gera vitrænar bíómyndir um flugskólahetjur í flottum samfestingum og með skæsleg sólgleraugu. Fyrri hluti sérkennslunámsins er metinn til 30 námseininga og hefur náminu verið dreift í 2 ár. Námið hefur verið skipulagt með fjar- kennslusniði en nemendur hafa mætt til nokkurra tveggja vikna námskeiða sem haldin hafa verið í heimavistarskólum á Norðurlandi. Þess á milli hafa nemendur unnið verkefni undir leiðsögn kennara. Að sögn umsjónarmanna námsins, Kristínar Aðalsteinsdóttur og Þóru Kristinsdóttur, hefur þetta fyrir- komulag reynst vel og var námsár- angur nemenda mjög góður. Góð reynsla fékkst af þessu námsfyrir- komulagi í sérkennslu á Austur- landi sem lauk 1989 en ráðgert er að hefja í haust kennslu til fyrri hluta náms á Vesturlandi og Vest- fjörðum með sama hætti. Við útskrift nemenda flutti Krist- ín Aðalsteinsdóttur umsjónarmaður með náminu ræðu og rifjaði upp það helsta sem gerst hafði á náms- tímanum. Kom fram hjá henni að alls hefðu 36 nemendur hafið nám- ið en fjórir hætt á námstímanum og einn nemandi bæst í hópinn þannig að alls urður nemendur 33 sem útskrifuðust. Flestir nemend- anna voru af Norðurlandi, 19 kenn- arar af Norðurlandi eystra, 3 af Norðurlandi vestra og 11 nemendur úr öðrum fræðsluumdæmum af Suðurlandi, Vesturlandi og úr Reykjavík. Sýndi þetta allvel áhuga nemenda og þörf fyrir auknum möguleikum kennara til framhalds- menntunar. Kristín greindi frá því að Kennaraháskóli islands hafði ákveðið að bjóða upp á síðari hluta sérkennslunáms til BA-prófs, 30 námseiningar, og yrði námsfyrir- komulag með sama móti. Kennsla færi fram á Norðurlandi og hef|t námið í haust. 27 nemendur af þeim hópi sem nú útskrifaðist hefur skráð sig í síðari hlutann. Við útskriftina afhenti Hjalti Hugason rektor Kennaraháskóla íslands nemendum prófvottorð og ávarpaði þá. Gerði hann kennara- menntunina að umræðuefni og kvað mikilvægt að efla öll stig kennara- menntunar, grunnmenntun, sí- menntun og framhaldsmenntun. Hingað til hefðu íslenskir kennarar átt lítinn valkost í framhaldsnámi innanlands og þurft að sækja alla viðbótarmenntun til annarra landa. Með nýjum lögum um Kennarahá- skóla væri ákveðið að lengja kenn- aranám í fjögur ár og jafnfravöt. hefði skólinn í fyrsta skipti öðlast heimild til að bjóða upp á nám í uppeldis- og kennslufræðum til mastersgráðu. Hvenær af því gæti orðið réðist af fjárveitingum til skól- ans en unnið væri í skólanum að undirbúningi þess. Auk Kristínar og Hjalta fluttu ávörp við útskriftina Trausti Þor- steinsson fræðslustjóri, Kolbrún Gunnarsdóttir sérkennslufulltrúi ríkisins ásamt nemendunum Ás- gerði Ólafsdóttur kennara úr Reykjavík og Rósu Eggertsdóttur kennara úr Eyjafirði. - Fréttaritari • Urval verkfæra - garðtækja, agrýl- og plastdúka •Jurtalyf. • Upplýsingar og ráðgjöf sérfræðinga á staðnum REYNSLA - RÁÐGJÖF - ÞJÓNUSTA sss. Jl IPjf ;/ li 3- J % > k < '■f , ^ Jb

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.