Morgunblaðið - 14.06.1991, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 14.06.1991, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 1991 „MraÚcirndtLL fyrir Fej’ra.rL 'Qi. " Með morgunkaffinu Ég veit hann verður myrt- ur. En verð ég sýknuð ...? Á ÖFUGUM ENDA Síst er því að neita að tekist hef- ur að koma nokkurri hreyfingu á mál og mannlíf vegna vímuefna- neyslu á íslandi. Tekist hefur að mynda fjölmenn samtök á þeim grundvelli. SÁÁ er okkur sagt að hafi níu þúsund félagsmenn. For- eldrasamtökin Vímulaus æska hafa átta þúsund félagsmenn. Töluverð umsvif eru á veguin þessara sam- taka. Og mörgu má hér við auka þó að nefndar hafi verið fyrirferðar- mestu fjöldahreyfingar. Við skulum ekki gera lítið úr þessu starfi öllu saman. Það hefur að vísu ekki valdið neinum straumhvörfum almennt. Viðnám í varnarstöðu er í sínu gildi þó engir stórir sigrar vinn- ist. En hinu er ekki að neita að auð- veldast virðist að vekja athygli al- mennings þar sem byijað er á öfug- um enda. Sú kenning hefur verið boðuð nokkra síðustu áratugi að drykkju- hneigð væri meðfæddur sjúkdómur. Ef þessir fæddu alkóhólistar vendust áfengi yrðu þeir háðir því og misstu alla sjálfsstjórn gagnvart ástríðunni. Þessari kenningu fylgir sú skoðun að mestu máli skipti að finna alkóhó- listana sem yngsta og koma þeim í bindindi svo að þeir geti verið óvirk- ir alkóhólistar. Áthyglinni er þá beint svo ákveðið að þessum sídrykkju- mönnum að litið er oft fram hjá annarri neyslu áfengis. Þá sem líta á drykkjuhneigðina sem sjúkdóm er eðlilegt að spyrja hvort þeir trúi því að sullaveiki hefði verið útrýmt á íslandi með því einu að herða á lækningatilraunum þeirra sem orðnir voru sjúkir? Sullaveikin hvarf þegar sýkingarleiðinni var lok- að með viðeigandi hreinlæti. — Eins og allir vita. Neysla áfengis er hættuleg þeim sem ekki eru orðnir sídrykkjumenn. Stundum leggjast menn fyrir ofur- ölvi úti á víðavangi og vakna ekki aftur til þessa lífs. Menn þurfa ekki að vera orðnir sídrykkjumenn til þess að vínandinn lami líffæri svo að ælan komist ejtki alla leið en berist í barka svo að maðurinn kafni í spýju sinni. Eldur og vatn verður ölvuðum að grandi þó að ekki séu sídrykkjumenn og enginn nefni þá alkóhólista. Svo er það ölvun í umferðinni sem er miklu fyrirferðarmest alls þess sem hér er tæpt á. í hverri viku er hópur manna staðinn að því að sitja ölvaður undir stýri. Þó vita allir að það er óhæfa. Fyrir 60 árum, þegar verið var að tengja byggðir landsins bílfærum ruðningum, bröttum, mjóum og krókóttum, voru sagðar frægðarsög- ur af bílstjórum sem hefðu ekið verstu kaflana með aðra hönd á stýr- inu en hina á brennivínsflöskunni. Nú er það ekki hægt þar sem allir vita að ölvun undir stýri býður dauð- anum heim. I Bandaríkjunum tóku mæður, sem misst höfðu syni sína vegna ölvunar í umferð, höndum saman gegn ölvun á vegunum. Það var auðvelt að benda á að ölvun í um- ferðinni var mannskæðari en þátt- taka í heimsstyrjöld. Hitt fundu menn að ættu þeir ekki að snerta bílinn eftir að hafa neytt áfengis Ég vil þakka Níls Gíslasyni fyrir ágæta grein sem birtist eftir hann í Morgunblaðinu fyrir skömmu því þar kemur han beint að kjama málsins varðandi kristindóminn og það að vera kristinn. Sá sem vill vera kristin verður að trúa öllu sem stendur í Biblíunni, ekki bara því sem þægilegt er að trúa hveiju sinni. Þetta hlýtur að teljast grundvallar- skilyrði sem ekki verður vikist und- an. Þarna skilur á milli þess sann- kristna og hins sem játar aðeins með vörunum, en það er því miður ansi stór hópur er ég hræddur um. Ástæðan mun ekki síst vera sú að Þjóðkirkjan hefur verið heldur slöpp við hreina og ómengaða boðun orðs- ins. Prestar hafa meira að segja sumir hveijir verið andatrúarmenn og svo tekið allskonar mannasetn- ingar fram yfir hið heilaga.orð svo ekki er von á góðu. Sumir telja sig ekki getað trúað á ýmislegt í Biblíunni, s.s. það að Guð hafi skapað heiminn á sjö dög- um og vilja heldur trúa að allt, þar með talið maðurinn, hafi orðið til fyrir hreina tilviljun eins og Darwin segir. Þeir segja gjarna að þarna sé um líkingu að ræða en er það ekki sama og að segja að þetta sé lygi? Þessir sömu vilja ekki trúa að Guð hafi skapað Adam og Evu en væri þeim hollast að vera ódrukknir alla daga svo mikill sem þáttur bíls- ins var orðinn í lífi þeirra. Þess vegna urðu samtök mæðranna bindindis- hreyfing í raun. Á þetta allt er minnt svo að sjá megi á hvorum endanum byija skal vilji menn ná sigri í baráttu við vímu- efnin. Á skal að ósi stemma. Sá veldur miklu sem upphafínu veldur. Það er bindindishreyfingin sem byijar á réttum enda, hvaða form sem hún velur sér. Blóði drifinn og ægilegur er ferill margra sem hefðu skilað sér glaðir til vinnu að morgni hefðu þeir náð heilir heim. Er ekki unnt hér eins og í Bandaríkjunum að sýna í verki samúð með þeim sem um sárt eiga að binda? Er ekki tími til kominn að byija á réttum enda? „ „ H. Kr. finnst sennilegra að maðurinn, og þar með þeir sjálfir, sé kominn af öpum! Og geta þá þessi hinir sömu þá nokkuð frekar trúað á meyfæð- inguna eða kraftaverk Jesú og upp- risu? Er þá ekki farið að efast um þetta líka? Og hvað verður þá eftir? Efasemdir og aftur efasemdir. Sá sem vill verða kristinn og taka sig til og lesa Biblíuna alla og sé það gert með réttu hugarfari mun við- komandi komast að raun um að ALLT sem þar stendur er sannleikur og að engin lygi finnst í hinu inn- blásna orði. Það er annars furðulegt hvað mönnum getur dottið í hug í þessu sambandi og virðast stundum engin takmörk fyrir því. Ég sá því haldið fam á prenti í Morgunblaðinu fyrir skömmu að skírnin ein nægði til að verða hólp- inn og það þó viðkomandi hefði ver- ið skírður sem ómálga barn. Hvern- ig á viðkomandi einstaklingur að vera hólpinn ef hann hafnar Jesú og Biblíunni er hann kemst á fullorð- insaldur? Ég bara spyr. Nei, heim- skan ríður ekki við einteyming þeg- ar hún stígur á stall á annað borð. Það er þvi ekki vanþörf á að vara fólk við — vil ég því þakka áður- nefnda grein og vonast til að sjá fleiri slíkar. J. Magnússon Grundvallarskilyrði Víkverji skrifar Sýning sú sem opnuð var á Kjar- valsstöðum um síðustu helgi á verkum bandaríska nútímalista- mannsins Christo er um margt merkileg. Hún á eflaust eftir að vekja mikið umtal og næsta víst er að mjög skiptar skoðanir eiga eftir að verða um hana. Christo er þekktastur fyrir að „pakka“ inn ýmiss konar mannvirkjum eða nátt- úrulegum fyrirbærum og fjármagn- ar hann þessi verkefni sín með því að selja skissur og teikningar af því sem hann ætlar að gera. Ekki neitt smá verk t.d. í ljósi þess að það verkefni sem hann fæst við þessa stundina á eftir að kosta á þriðja milljarð íslenskra króna. Það eru fyrst og fremst slíkar myndir sem eru til sýningar á Kjarvalsstöð- um enda má segja að þau séu hin eiginlega list Christos. Verkefnin hans eru takmörkuð við þann stað og þá stund sem þau fara fram. XXX Morgunblaðinu sl. þriðjudag er viðtal við sænska auðkýfinginn Torsten Lilja, eiganda þeirra verka sem hér eru nú til sýnis. Það er mjög fróðlegt að lesa sjónarmið hans og heimspeki, ekki síst í ljósi þess að hann veitir fjölmiðlum nán- ast aldrei viðtöl. Lilja, sem ásamt fjölskyldu sinni á stærsta safn verka Christos í heimi, er meðal annars spurður hvað það sé við verk lista- mannsins sem höfði til hans. Hann svarar því til að stundum eigi hann erfitt með að greina hina listrænu fegurð í verkunum. Hins vegar geti hann alltaf notið þess afreks að láta sér detta þessa hluti í hug og takast að framkvæma þá. Það get- ur verið athyglisvert fyrir sýningar- gesti að nálgast verk Christos með þetta á bak við eyrað. Christo er einn þekktasti samtímalistamaður okkar tíma, hugsanlega sá allra þekktasti, og er mikill fengur í að fá að beija verk hans augum. Víkveiji dagsins fór fullur tor- tryggni á sýninguna en heillaðist vægast sagt af því sem hann sá. Annars er það aðdáunarvert hvað forráðamönnum Kjarvalsstaða hef- ur tekist að fá mikið af merkilegri nútímalist til sýninga á síðustu misserum. Má nefna sýningar á verkum Fluxus-hópsins, Cobra- hópsins og Yoko Ono. Vissulega geta menn haft mismunandi skoð- anir á nútímalist. Það á hins vegar við um alla list. Eftir stendur að tekist hefur að fá til sýningar verk eftir marga af þekktustu samtíma- listamönnum veraldar og vonandi að framhald verði á. xxx að hefur borið töluvert á því í fjölmiðlum að undanförnu að nokkurs misskilnings gætir varð- andi stöðu borganna Berlín og Bonn í Þýskalandi eftir sameiningu Aust- ur- og Vestur-Þýskalands. Er oft vísað til Berlínar í fréttum sem „verðandi“ höfuðborgar Þýskalands eða sagt að „hugsanlega verði“ borgin höfuðborg landsins á ný. Hið rétta er að Berlín er höfuðborg Þýskalands. í samningi þýsku ríkjanna um sameingu landsins var gerður greinarmunur á höfuðborg (Hauptstadt) og aðsetri þings og ríkisstjórnar (Regierungssitz). Þannig varð Berlín að höfuðborg 3. október sl. þó að þing og ríkis- stjórn hafi enn aðsetur í Bonn. Þann 20. þessa mánaðar verður svo tekin ákvörðun um hvort færa eigi þá starfsemi til Berlínar, hafa hana áfram í Bonn eða skipta henni á milli borganna tveggja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.