Morgunblaðið - 14.06.1991, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B/C/D
132. tbl. 79. árg.
FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 1991
Prentsmiðja Morgnnblaðsins
Forsetakosningarnar í Rússlandi:
Borís Jeltsín hefur þegar
tryggt sér meirihlutann
Sovéskur ofursti reynir að
sannfæra konu í Leníngrad um
að hún hafi gert mistök er hún
greiddi Borís Jeltsín atkvæði í
forsetakosningunum. Næstur
Jeltsín að atkvæðum varð Ní-
kolaj Ryzhkov, fyrrverandi for-
sætisráðherra Sovétríkjanna,
er hefur lagst gegn róttækum
breytingum í markaðsátt sem
Jeltsín boðar. Á innfelldu mynd-
inni sést Jeltsín sigurviss í hópi
stuðningsmanna sinna.
Ibúar í Leníngrad samþykkja að borg-
in verði á ný kölluð St. Pétursborg
Moskvu, London, Washington. Reuter, Daily Telegraph.
TALSMAÐUR kjörnefndar í Rússlandi lýsti yfir því í gær að ekki
þyrfti að efna tÖ seinni umferðar milli tveggja efstu frambjóðenda
í rússnesku forsetakosningunum þar sem Borís N. Jeltsín hefði þeg-
ar tryggt sér hreinan meirihluta, um 60%. Borgarsljórar tveggja
stærstu borga landsins, Moskvu og Leníngrads, þeir Gavríl Popov
og Anatólíj Sobtsjak, eru eins og Jeltsín utan kommúnistaflokksins
og sigruðu báðir frambjóðanda flokksins með yfirburðum, fengu um
65% atkvæða. Marlin Fitzwater, talsmaður George Bush Bandaríkja-
forseta, fagnaði fijálsum kosningum í Rússlandi og sagði þær stað-
festa að Sovétmenn hygðust halda áfram stjórnmálaumbótum sem
Míkhaíl S. Gorbatsjov Sovétforseti hefði „ýtt úr vör og koma á fjöl-
flokkalýðræði". Hann skýrði frá því að Jeltsín myndi ræða við Bush
í Washington 20. júní. Það kom á óvart að meirihluti íbúa Len-
íngrad var hlynntur því að borgin fengi á ný sitt gamla nafn, St.
Pétursborg.
„AHt þetta sýnir að tilraunin sem
við hófum 1917 hefur mistekist og
þjóðin veit það,“ sagði Sergej, sonur
Níkíta S. Khrústsjovs sem var
Sovétleiðtogi 1954-1964, er ljóst
var hvert stefndi. Lokatölur í for-
setakjörinu munu liggja fyrir eftir
helgi.
Jeltsín er sextugur að aldri, var
lengi frammámaður í kommúnista-
flokknum en var settur út í kuldann
1989 er hann krafðist hraðari um-
bóta en Gorbatsjov mælti með.
Einnig vildi Jeltsín afnema ýmis
Gorbatsjov
tíl Lundúna
Lundúnum. Reuter.
JOHN Major, forsætisráð-
herra Bretlands, kvaðst í gær
hafa boðið Míkhaíl Gorbatsj-
ov, forseta Sovétríkjanna, í
heimsókn til Lundúna til að
ræða við leiðtoga sjö helstu
iðnríkja heims eftir árlegan
fund þeirra í borginni 15.-17.
júlí.
Forsætisráðherrann skýrði
frá þessu á breska þinginu og
talsmaður hans sagði að Gorb-
atsjov kæmi að öllum líkindum
til borgarinnar 17. júlí.
Major kvaðst hafa rætt við
forseta sovéska þingsins, Ana-
tolíj Lúkjanov, sem hefði afhent
honum bréf frá Gorbatsjov þar
sem Sovétforsetinn „ítrekaði
þann ásetning sinn að koma á
stjórnmála- og efnahagsumbót-
um“.
forréttindi flokksleiðtoganna. Hann
sagði sig úr flokknum á sl. ári,
nýtur mikillar alþýðuhylli og ýmsir
markaðshyggjumenn úr röðum
menntamanna hafa undanfarna
mánuði yfirgefið Gorbatsjov, sem
aldrei hefur boðið sig fram í frjáls-
um kosningum, og gengið til liðs
við Jeltsín.
Meirihluti sovéskra kjósenda,
105 milljónir manna, býr í Rúss-
landi og tveir þriðju hlutar sovéska
landflæmisins eru innan landamæra
þess. Rússar hafa ekki fengið að
kjósa sér forystumenn í fijálsum
kosningum í valdatíð kommúnista.
Embætti forseta lýðveldisins. er
vaidamikið en óljóst er hvemig
leystur verður ágreiningur um vald-
svið þess og alríkisstjómar Sov-
étríkjanna sem Gorbatsjov fer fyrir.
Hann hét því fyrir kosningarnar að
eiga samstarf við sigurvegarann,
hver sem hann yrði. „Of mikið er
í húfi tii þess að hægt sé að láta
persónulegar deilur hafa áhrif á
stjórnmálin," sagði Gorbatsjov og
vísaði augljóslega til rígs sem lengi
hefur verið milli hans og Jeltsíns.
Flestir höfðu búist við sigri Jelts-
íns í forsetakjörinu. Leníngrad var
á hinn bóginn vagga valdaráns og
byltingar kommúnista 1917 og er
afstaða íbúanna til nafnbreyting-
arinnar því flokksmönnum mikið
áfall. Rússneska þingið, þar sem
harðlínumenn em mjög öflugir,
þarf að staðfesta breytinguna til
að hún öðlist lagagildi og kommún-
istar segja að Æðsta ráð Sovétríkj-
anna þurfí einnig að fjaila um málið.
Sjá ennfremur frétt á bls. 20.
Svíþjóð-EB:
Aðildarumsókn ákveðin
Brussel. Reutcr.
SVÍAR ætla að sækja formlega
um aðild að Evrópubandalaginu,
EB, um næstu mánaðamót. Er
þetta haft eftir embættismönnum
EB í Brussel en þeir segja, að
Henning Christophersen, sem fer
með efnahagsmál innan fram-
kvæmdastjórnar EB, hafi skýrt
dönskum fulltrúum á Evrópu-
þinginu frá þessu á miðvikudag.
Christophersen sagði, að Ingvar
Carlsson, forsætisráðherra Svíþjóð-
ar, ætlaði að afhenda umsóknina í
Haag 1. júlí nk. að loknum fundi
framkvæmdastjórnarinnar og hol-
lenskra stjómvalda en Hollendingar
taka þá við formennsku í ráðherra-
ráði EB. Var búist við, að sænska
stjómin gæfi út sérstaka yfirlýsingu
í dag um aðildarumsóknina og var
það haft eftir Carlsson, að hún yrði
„mikilvægasta yfírlýsing sænskrar
ríkisstjómar á þessari öld“.
ísraelsstjóm seglr enn
von um friðarráðstefnu
Washington. Reuter.
DAVID Levy, utanríkisráðherra
Israels, átti í gær fundi með
bandarískum starfsbróður sínum,
James Baker, í Washington. Levy
útskýrði þá ákvörðun Israela að
hafna nýjustu tillögu Bandaríkja-
stjórnar til að koma í kring frið-
arráðstefnu fyrir Miðausturlönd.
Levy hélt því fram
að tilraunir til að
kalla saman friðar-
ráðstefnu væiu
ekki komnar í
sjálfheldu þó ísra-
elar hefðu hafnað
tillögu stjórnar
George Bush
Bandaríkjaforseta um að Samein-
uðu þjóðimar gætu sent áheyrnar-
fulltrúa án málfrelsis til ráðstefn-
unnar. ísraelar hafa lagst gegn
þátttöku SÞ og vilja að ráðstefnan
standi einungis yfir í einn dag en
síðan hefjist tvíhliða viðræður þeirra
við umrædd ríki. Afstaða þeirra
annars vegar og hins vegar Sýrlend-
inga og fleiri arabaþjóða, sem vilja
fulla aðild SÞ, hefur dregið málið á
langinn. Sömuleiðis hefur nýtt land-
nám gyðinga, einkum innflytjenda
frá Sovétríkjunum og Eþíópíu, á
hernumdu svæðunum hleypt illu
blóði í deilurnar.
Egyptar og Sýrlendingar segja
Bandaríkjastjórn vinna af einlægni
að lausn málsins en ísraelar tefji
fyrir með afstöðu sinni. í fyrradag
gaf Bush í skyn að stjórn hans kynni
að hætta að veita ísraelum lánafyr-
irgreiðslur vegna landnámsins á
hernumdu svæðunum sem hann
sagði stangast á við fyrri skuldbind-
ingar ísraelsstjórnar.
Flak kjarnorkukafbáts við Bjarnarey:
Hætta á að geisla-
virk efni leki í hafíð
Moskvu. Reuter.
HÆTTA er á að geislavirk efni leki úr sovéskum kjarnorkukaf-
báti, sem sökk við strendur Norður-Noregs, jafnvel á næsta ári,
að því er sovéskur vísindamaður sagði í gær.
Kafbáturinn sökk um 200 km vegna hættu á að öryggisskjöldur
vest-súðvestur af Bjamarey, sem
er á milli Noregs og Svalbarða,
7. apríl 1989. 42 úr áhöfninni fór-
ust. Ráðgert var að bjarga kaf-
bátnum af sjávarbotni í ágúst á
næsta ári en því hefur verið
frestað til ársins 1993 vegna
fjárskorts en áætlað er að verk-
efnið kosti 12.4 milljarða ÍSK.
Báturinn er á 1.700 m dýpi og í
honum era tvö tundurskeyti með
kjamahleðslum.
Vísindamaðurinn, ígor
Spasskíj, sagði í viðtali við dag-
blaðið Rossískaja Gazeta að vara-
samt væri að fresta björguninni
um kjarnakljúf bátsins væri að
gefa sig. „Sérfræðingar telja
fræðilega mögulegt að skjöldurinn
molni utan af kjaraakljúfnum eftir
að báturinn hefur legið í þrjú ár
á hafsbotni," sagði Spasskíj. „Þótt
áhöfnin hafi slökkt á kljúfnum og
tundurskeytin geti ekki sprungið
telja sérfræðingarnir að aukin
geislavirkni sé óhjákvæmileg með
tímanum."
Spasskíj sagði mikla ógn stafa
af bátnum vegna þess að hann
væri á gjöfulum fiskimiðum og á
alþjóðasiglingaleið.