Morgunblaðið - 14.06.1991, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 14.06.1991, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 1991 31 Hansína Jóns- dóttir - Minning Hún Sína okkar er dáin. Við, sem þekktum hana, erum fátækari eftir. Undirrituð hefur misst náinn vin. Frá því ég man fyrst eftir hefur hún verið nokkurs konar akkeri í mínu lífi. Þessi gáfaða kona átti alltaf nóg til að gefa. Ef erfiðleika eða sorg bar að var hún ævinlega komin til aðstoðar. Hjálparhönd hennar var vís. Væri fróðleiks þörf í náttúrufræði, bókmenntum, sögu eða hveiju öðru sem menningu varðar, vissi hún svarið. Hún bar ■virðingu fyrir lífinu og landinu, kenndi okkur krökkunum að þekkja steina, sjá grösin gróa og njóta feg- urðar himinsins. Margar stundir átti ég með þeim Hafsteini og börn- um þeirra eins og ég væri ein af ijölskyldunni. Ótaldar beijaferðir, heyskapur í Ölfusinu, sofíð í hlöðu í Flóanum, ferð að Tröllafossi. Það var mikið sólskin í þessum ferðum — endurminningarnar um þær allar baðaðar sólskini. Sama er að segja um heimilið á Kambsveginum — eilíft sólskin — þessi mikla birta og ylur, sem flæðir þar um stofur. Og svo var það eitt kvöld í liðinni viku, að hún Sína fór í sína venjulegu kvöldgöngu. Hún gekk í vestur — inn í sólgullna fegurð kvöldsins. Ég kveð þessa miklu hugsjóna- og gáfukonu með virðingu og þökk. Hún hafði kjark til að lifa sam- kvæmt sannfæringu sinni, hvað sem öllum tískustefnum leið. Sóun og hroki nútímans var henni fjarri. Hógværð hennar og grandvart lí- ferni ætti að vera okkur öllum for- dæmi. Hún var gæfukona. Eiginmanni hennar, Hafsteini Guðmundssyni, þeim mikla sóma- manni, börnum þeirra og fjölskyldu allri votta ég mína dýpstu samúð. Helga Friðfinnsdóttir Þann 6. júní síðastliðinn lést Hansína Jónsdóttir, Kambsvegi 33, eftir umferðarslys nálægt heimili sínu í Reykjavík. Hansína fæddist í Miðdal í Laug- ardal 29. apríl 1906. Foreldrar hennar voiu Jón Hansson Wium og Jónína Bjamadóttir, bæði Skaftfell- ingar. Þau bjuggu á nokkrum bæj- um í Árnessýslu, lengst á Iðu í Bisk- upstungum, en fluttu til Reykjavík- ur 1929 og áttu þar heima síðan. Systkini Hansínu voru: Þórarinn, f. 1900, d. 1961; Sigrún, f. 1903, d. 1984; Guðrún, f. 1904; Magnús, f. 1910, og Kristín, f. 1913. Hans- ína stundaði nám við Alþýðuskólann á Laugarvatni og síðar Kennara- skólann í Reykjavík og lauk kenn- araprófi 1933. Hún starfaði við kennslu í nokkur ár í Nauteyrar- hreppi, á Barðaströnd og í Reyk- holtsdal. Lengst af var hún heima- vinnandi húsmóðir, en oft tók hún að sér að hjálpa bömum, sem áttu erfitt með lestrarnám í skóla. Hún giftist 1938 Hafsteini Guðmunds- syni járnsmið frá Fossi á Barða- strönd. Börn þeirra eru fjögur: Jón- ína cand. mag., gift Ármanni Ein- arssyni og eiga þau tvær dætur og eitt bamabarn; Guðmundur veður- fræðingur, kvæntur Þórhildi S. Sig- urðardóttur og eiga þau tvö börn á lífi; Hafsteinn rennismiður, kvænt- ur Kristínu Magnúsardóttur og eiga þau þijá syni; Gerður Hulda, sem stundar skrifstofustörf, gift Runólfi E. Runólfssyni og eiga þau þijú börn. Á unglingsárum mínum var ég svo lánsamur að komast í kynni við sauðfjárbúskap í Reykjavík, sem þá var allumfangsmikill en heyrir nú að mestu sögunni til. Fyrir ferm- ingu var ég farinn að hirða kindur í tómstundum og með ámnum kynntist ég mörgu ágætis fólki sem hafði sama áhugamál, flest komið yfir miðjan aldur. Þeirra á meðal var Hansína Jónsdóttir sem var með fáeinar kindur heima hjá sér á Kambsveginum fram á 7. áratug- inn, sér og öðrum til yndis og ánægju. Eftir að ég fregnaði lát Hansínu rifjaðist upp fyrir mér að fundum okkar bar fyrst saman fyrir réttum 25 árum. Ég var að halda utan til háskólanáms í búvísindum, en gat ekki hugsað mér að farga kindun- um. Á menntaskólaárunum hafði ég byggt fjárhús og hlöðu í Fjár- borg við Breiðholtsveg, sem var við útjaðar íbúðarbyggðar í Blesugróf. Mér er minnisstætt þegar húsfreyj- an af Kambsveginum kom með Hafsteini og fleira heimilisfólki til að skoða húsin mín sumarið 1966. Þar var ákveðið að hún flytti kindur sínar þangað um haustið og hirti einnig mínar. Bæði höfðum við hag af, en af mér létti hún miklum áhyggjum því að kindumar voru mér kærar. Því er skemmst frá að segja að Hansína sá um féð mitt af einstakri prýði öll háskólaárin sex, fyrst í Fjárborg og síðar í Meltungu við Breiðholtsveg þar sem Gestur Gunnlaugsson bóndi leyfði okkur góðfúslega að koma upp að- stöðu. Faðir minn og afi lögðu henni lið þegar mikið Iá við, t.d. við rún- ing og um réttaleytið, og ég naut einnig góðs af verkum hagleiks- mannsins Hafsteins því að hann var alltaf traustur bakhjarl konu sinnar við fjárbúskapinn. En það var ekki aðeins að Hans- ína héldi fjérstofni mínum við. Hún gerði það með þeim hætti að ég gat fylgst með kindunum úr fjar- lægð. Skýrsluhald og bréfaskriftir voru ekki látnar nægja heldur sá hún til þess að öll árin voru mér sendar ljósmyndir sem fylltu smám saman margar síður í albúmi og voru J)á og verða alltaf ómetanleg- ar. Ég minnist gleðistunda úti í Wales þegar slíkar sendingar voru opnaðar, og fyrir jólin komu ætíð innilegar kveðjur með glaðningi fyrir börnin. Þá hugulsemi mátum við hjónin mikils. Ætlunin var að taka aftur til við fjárbúskapinn að námi loknu og því urðu það bæði mér og Hansínu mikil vonbrigði þegar í ljós kom að svo gat ekki orðið vegna starfa minna um ára- bil úti á landi, en þangað mátti ekki flytja féð vegna sauðfjársjúk- dómavarna. Árin liðu, en ég var aldrei sáttur við fjárleysið. Hansína skildi þetta öðrum betur því að hún var óvenju næm á mannlegar tilfinningar. Skömmu eftir að ég flutti aftur til Reykjavíkur lánaðist mér að fá að- stöðu tii „sáluhjálparbúskapar", eins og ég kalla sundum tómstunda- iðju mína. Og það jók mjög á ánægj- una að frá Hansínu gat ég fengið fimm fallegar gimbrar af gamla stofninum mínum því að fé okkar hafði blandast töluvert á árum áð- ur. Því til staðfestingar fylgdu ætt- artölur og þær öllu ítarlegri en al- mennt gerist, enda voru nákvæmni o g samviskusemi meðal hinna mörgu eiginleika sem prýddu Hans- ínu. Enn og aftur stuðlaði hún að því að ég gæti átt kindur, hjálpsem- in kom fram í stóru sem smáu. Það kom sér til dæmis vel fyrir skuldum vafinn húsbyggjanda að fá upp í hendumar gott kassatimbur í fjár- húsinnréttingu sem Hansína útveg- aði frá góðum kunningja. Hafsteinn smíðaði handa mér brennijárn og eftir að Hansína hætti fjárbúskap haustið 1986 gaf hún mér sitt ágæta fjármark. Um árabil hafði hún afnot af fjárhúsi ásamt vor- og haustbeit hjá Ólafí Helgasyni bónda á Hamrafelli í Mosfellssveit og þangað var gaman að koma. Kindurnar, oftast um tíu til tólf vetrarfóðraðar, voru alltaf vel hirt- ar, fallegar og afurðasamar. Hver einstaklingur átti sitt nafn og sína sögu, og nóg var umræðuefnið þeg- ar sameiginleg áhugamál okkar bar á góma. Sum símtölin gátu orðið löng. Eftir sauðburð ræddum við um fijósemi áa og lambahöld en á haustin um heimturnar. Kindurnar voru svo hændar að Hansínu að hún þurfti ekki annað en ganga að safn- girðingunni við Hafravatnsrétt eða Fossvallarétt á haustin, þá komu ærnar hennar strax aðvífandi og var gjaman heilsað með brauðbita. Það var skemmtilegt að vera í rétt- um með Hansínu því að hún var ijárglögg með afbrigðum, bæði á eigin fé og annarra. Oft ræddum við Hansína um uppeldislegt gildi dýrahalds, ekki síst í þéttbýli. Sjálf átti hún sterkar rætur í íslenskri sveitamenningu og henni var ljóst hve tengsl fólks við hina lifandi náttúra eru mikils virði. Auk þess hafði hún langa reynslu af uppeldi og fræðslu barna. Með kjarnyrtu og yfn-veguðu máli skýrði hún sjónarmið sín þannig að eftir var tekið. Eitt er víst að mörg voru þau börnin sem fengu að kynnast kindunum hennar Hansínu. Mér er minnisstætt þegar þau hjón voru lengi dags 17. júní 1986 í Hljóm- skálagarðinum með tvær lagðprúð- ar tvílembur í litlu gerði til að sýna borgarbörnunum. Orð og gerðir Hansínu einkenndust af umhyggju og vináttu í garð bæði manna og dýra. Það viðhorf kom m.a. glöggt fram í ágætri grein, sem hún skrif- aði um sauðfjárhald í Reykjavík í Tímann, 18. september 1968, en þar segir orðrétt: „Það er sannfær- ing mín, að þau beztu uppeldisskil- yrði, sem hægt er að veita bömum séu þau, að þau eigi þess kost að umgangast lifandi skepnur. Að þeim sé kennt að meðhöndla þær af skilningi og alúð. Barn, sem hefur hlotið leiðsögn í þeim skóla, mun aldrei vísvitandi vinna nokk- urri skepnu mein. Þau frækorn, sem sáð hefur verið í sálir barnanna í æsku, festa þar oftast rætur og eru að móta manninn jafnvel ævilangt. Að vera dýravinur er fögur dyggð, og ég tel nú, að hver sannur dýra- vinur sé einnig mannvinur." Minningin um sómakonuna sem þetta skrifaði er mér ákaflega kær og hennar er sárt saknað. Það reyn- dist mér mikil gæfa að kynnast Hansínu og þau ágætu kynni þakka ég og fjölskylda mín af heilum huga. Hafsteini, bömum þeirra og öðrum vandamönnum sendum við einlægar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Hansínu Jónsdóttur. Ólafur R. Dýrmundsson Minning: Sigurhans Jóhanns son, Sandgerði Fæddur 20. janúar 1905 Dáinn 4. júní 1991 Nú er horfinn sjónum okkar vin: ur minn, Sigurhans Jóhannsson, eftir langa lífadaga. Ég kynntist Sigurhans snemma á minni lífsleið en hann mér seint á sinni. Við átt- um lítið sameiginlegt en urðum fljótlega vinir. Sigurhans kom á sinn hæga og rólega hátt í stað afa míns, sem dó þegar ég var aðeins átta ára gömul, er hann fjórum árum síðar flutti til ömmu í Garði, Lilju Vilhjálmsdóttur. Þar bjó hann síðustu tólf ár ævi sinnar. Hann hafði þá átt við veikindi að stríða. Það var mikill hagur beggja að heija sambýli. Sigurhans fæddist í Garðbæ á Hvalsnesi þar sem hann ólst upp ásamt fjölskyldu til tólf ára aldurs. Þaðan flytur ljölskyldan að Fjósa- koti á Miðnesi þar sem þau búa þar til Sigurhans er uppkominn maður. Hjarðarholt í Sandgerði kaupa bræðurnir Sigurhans og Jón og hófu þar búskap, en það varð þó úr eins og með svo marga sanna Suðurnesjamenn, að á sjónum voru örlög hans ráðin og stærstan hluta starfsævi sinnar starfaði hann sem vélstjóri á sjó. Síðar starfaði hann sem vélamaður í Hf. Garði í Sand- gerði, en síðustu ár starfsævi sinnar vann hann á Keflavíkurflugvelli við vélgæslu eða til 74 ára aldurs. Það verður skrýtið að koma í Garðinn og finna þar engan Sigur- hans. Nærvera hans þar var í fullum samhljóm við þá kyrrð og ró sem ég hef svo oft leitað eftir hjá ömmu og Sigurhans. Hann sagði ekki mikið en var traustur og áreiðanleg- ur, hafði góðar taugar. Þannig þekkti ég hann og þannig trúi ég að hann hafi verið allt sitt líf. Kyn- slóð þeirra íslensku verkamanna og -kvenna sem áttu stóran þátt í að hyggja upp íslenskt velferðarþjóðfé- lag er að hverfa, einn af öðrum. Sigurhans tilheyrði þessari kynslóð sem þurfti að hafa mikið fyrir lífs- baráttunni. Nú er þeirri baráttu lokið og Sigurhans hefur mætt skapara sínu. Mér fannst tómlegt að koma í Garðinn eftir langt ferðalag í út- löndum og finna Sigurhans ekki_ á sófanum innan af eldhúsinu. Ég vissi að hann fylgdist með ferðum mínum og lífi og ég hefði svo gjam- an vijað hitta hann þó ekki nema einu sinni áður en yfir lauk. Ég vona og trúi að honum líði vel þar sem hann nú er og að elsku amma geti vanist einverunni. Æska ellinnar samtíð við eigum öll samleið - og framtíð Aftni svipur sólar er yfir sumrið í hjörtunum lifir Blikar blóms yfir gröf slær brú yfir höf. (Einar Benediktsson) Dóra Magnúsdóttir í dag, föstudaginn 13. júní, er til moldar borinn góðvinur fjöl- skyldu minnar, Sigurhans Jóhanns- son. Ég kynntist Sigurhans vorið 1973. Okkur varð fljótlega vel til vina og byggðist sú vinátta á gagn- kvæmu trausti og skilningi. Skiln- ingur hans var einstakur og fágæt- ur. Honum var hægt að treysta fyrir öllu og dæmi um gagnkvæmt traust var vinskapur okkar með þeim hætti að hann fól mér að ann- ast öll sín mál. Þegar maður lítur til baka og rifjar upp öll skiptin er við sátum yfir kaffibolla minnist ég ógleyman- legra stunda. Sigurhans var hafsjór af fróðleik. Hann var raungóður á alla lund. Aldrei bragðust ráðlegg- ingar hans. Þegar veikindi steðjuðu að hjá mér kom hann daglega til að vitja mín. Á ferðum mínum út á lands- byggðina varð ég að hringja í hann annan eða þriðja hvern dag til að láta hann vita af mér, annars var hann ekki í rónni. Ég er þakklátur góðum Guði fyr- ir að hafa fengið að umgangast þennan vin. Það liggur við að mað- ur lagi kaffi klukkan hálf íjögur í þeirri von að hann birtist eins og hann var vanur undanfarin ár. Það er okkur ómetanlegt að hafa eign- ast vináttu sem þessa. Ég veit að Sigurhans er í góðum höndum og þar munum við hittast síðar. Með vinar- og saknaðar- kveðju frá mér og eiginkonu minni. Gísli H. Wíum, Sigurlína Sveinsdóttir. Föðurbróðir okkar, Sigurhans Jóhannsson, lést í Landspítalanum 4. júní síðastliðinn. Sigurhans fæddist 20. janúar 1905 í Garðabæ í Hvalsnesi í Mið- neshreppi. Foreldrar hans voru Sigrún Þórðardóttir og Jóhann Ólafsson. Þau höfðu búið á Efri- Hömrum í Holtum, Rangárvalla- sýslu, en fluttust skömmu eftir ald- amótin suður á Miðnes og voru þar til dauðadag. Þau hjón eignuðust átta börn og var Sigurhans næst- yngstur barna þeirra. Stefán, faðir okkar, er nú einn eftir á lífi. Fjögur þessara systkina bjuggu í Sand- gerði, þau voru Ólafía, Stefán, Sig- urhans og Jón. Sigurhans fór að vinna strax og hann hafði aldur til. Á þessum tíma þegar Sigurhans var að alast upp átti ungt fólk ekki kost á mikilli skólagöngu, þótt það hefði bæði getu og löngun til náms. Um tví- tugt fór Sigurhans á vélstjóranám- skeið í Reykjavík og vann hann lengst af sem vélstjóri eftir það. Fyrstu árin á sjó en síðan um fjölda ára hjá Garði hf. í Sandgerði. Sigur- hans var duglegur og hæfur starfs- maður í sínu fagi og naut trausts og virðingar samstarfsfólks og vinnuveitenda. Sigurhans reyndist foreldrum sínum góður sonur, hélt heimili með þeim og Ólafíu systur sinni. Hann var fyrirvinna heimilisins, en Ólafía sá um heimilisstörfin. Eftir að for- eldranir voru látnir bjuggu þau systkinin saman nokkur ár þar til Olafía fór á elliheimili í Keflavík. Eftir það var Sigurhans einn í húsi sínu í Sandgerði. í janúar 1979 veiktist Sigurhans af kransæðasjúkdómi og lá í Land- spítalanum, en hann náði sér furðu fljótt eftir þetta áfall. Ekki þótti ráðlegt að hann byggi einn af heilsufarsástæðum. En gæfan var Sigurhans hliðholl, hann átti góða vinkonu og til hennar flutti hann 20. janúar 1979 á 74. afmælisdegi sínum. Vinkona hans og sambýlis- kona heitir Lilja Vilhjálmsdóttir, Garðbraut 15, Garði. Það voru góð ár sem Sigurhans átti með Lilju sem annaðist hann af mikilli umhyggju. Við sendum henni innilegar samúðarkveðjur og þakklæti. Alla tíð vora mjög náin tengsl milli bræðranna þriggja, Sigurhans, Jóns og Stefáns. Sigurhans var daglegur gestur á heimilum bræðra sinna. Og þegar Guðrún, ekkja Jóns, var orðin ein eftir í Sandgerði ók hann daglega úr Garðinum til að heimsækja hana. Sigurhans var prúður og mjög dulur maður. Hann talaði aldrei um sig né sína hagi. En hann gat verið viðræðugóður um ýmis málefni, enda las hann mikið, fylgdist vel með og var minnugur. Við minnumst Sigurhans með þakklæti fyrir þá góðvild og um- hyggju sem hann sýndi okkur ætíð á sinn hljóðláta hátt. Gísla Wíum og konu hans send- um við innilegt þakklæti fyrir allt sem þau gerðu fyrir Sigurhans. Vinátta þeirra var honum ómetan- leg. Mætur maður er genginn. Guð blessi minningu hans. Systkinin frá Sunnuhvoli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.