Morgunblaðið - 14.06.1991, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 14.06.1991, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 1991 17 Ráðstefna kvikmyndaeftirlita á Norðurlöndum: Samræma reglur um aldursmörk á markað ofbeldismyndir fyrir börn þar sem hrátt ofbeldi er réttlætt með því að „hetjur“ myndarinnar séu að hefna sín eða refsa fyrir illvirki. Oft er ofbeldið þá blandað gríni. Aukin samvinna Norðurlandanna eykur áhrif þeirra á alþjóðavettvangi Á RÁÐSTEFNU kvikmyndaeftirlita á Norðurlöndum sem haldin var í Reykjavík dagana 10-12. júní kom fram vilji til að samræma reglur um aldursmörk í löndunum. Þrátt fyrir talsverðan mun á reglum um kvikmyndaeftirlit og hlutverk þeirra í hinum einstöku löndum eru kvikmyndaeftirlitsmenn á Norðurlöndum í grundvallar- atriðum sammála um hvernig beri að flokka myndir. Hins vegar er talsverður munur á afstöðu kvikmyndaeftirlitsmanna á Norðurl- öndum og annars staðar í Evrópu. Reglur um aldursmörk eru ákveðin samkvæmt viðhorfum í hveiju landi fyrir sig og er blæ- brigðamunur milli landa. Nú er ákveðinn vilji til að samræma þess- ar reglur. Telja fundarmenn að með því að vinna saman geti 1 Norðurlöndin haft meiri áhrif á stefnumótun á alþjóðavettvangi en ella. Morgunblaðið ræddi við tvo af gestunum á ráðstefnunni, Gunnel Arrback frá Statens Biografbyrá í Svíþjóð og Birte Bruun frá Statens Filmcensur í Danmörku. I máli þeirra kom fram að talsverður munur er á afstöðu kvikmyndaeft- irlitsmanna á Norðurlöndum og t.d. eftirlitsmanna í Bandaríkjun- um og hinum katólsku löndum Suður-Evrópu. í þessum löndum væri mjög hart tekið á öllum kvikmyndum sem sýndu kynlíf á opinskáan hátt og flestar myndir sem væru bann- aðar innan 18 ára væru í þeim flokki. Hér á Norðurlöndum væri hins vegar tekið mun vægar á slíku en þess í stað einbeittu menn sér að ofbeldi í kvikmyndum. Þær sögðu Norðurlandabúa hafa svipuð viðhörf til þess hvað sé hættuleg- ast bömum en meginverkefni kvik- myndaeftirlits er sem kunnugt er að vemda börnin. Norðurlöndin hafa einnig sér- stöðu að öðru leyti. Þar em sterk, ríkisrekin kvikmyndaeftirlit sem vinna eingöngu á faglegum granni og samkvæmt lögum um kvik- myndaeftirlit. Víða erlendis era kvikmyndaeftirlitin hins vegar veikari en við hlið þeirra myndast oft á tíðum þrýstihópar sem byggja fremur á hugmyndum tiltekinna einstaklinga um siðferði en lands- lögum. Þær Arrbáck og Bruun sögðu að Norðurlöndin myndu leggja allt kapp á halda sínu eftirlitskerfi í meginatriðum og enda þótt sam- starf komi til með að aukast við Evrópubandalagið (sem Danmörk tilheyrir nú þegar og Svíþjóð íhug- ar að ganga í) komi ekki til greina að fórna þessu sterka eftirlitskerfi fyrir aukna samræmingu. Þrátt fyrir að kvikmyndaeftir- litsmenn hafi á Norðurlöndum hafi flestallir svipaða sýn á viðfangsefni sitt era reglur um kvikmyndaeftir- lit mismunandi eftir löndum. í sam- tali við þær Arrback og Braun kom fram að meðan kvikmyndaeftirlitið í Svíþjóð hefur leyfí til að leggja blátt bann við sýningu ákveðinna mynda (eins og kvikmyndaeftirlitið á Islandi) geta danskir kvikmynda- eftirlitsmenn í mesta lagi takmark- að sýningu mynda við 16 ára og eldri. Þær myndir sem hér um ræðir eru grófar ofbeldismyndir sem ekkert gildi teljast hafa. Danska kvikmyndaeftirlitið er hið minnsta á Norðurlöndum. Það fylgist eingöngu með kvikmyndum sem sýndar era í kvikmyndahús- úm. Sænska kvikmyndaeftirlitið býður hins vegar þeim myndbanda- leigum sem vilja að senda mynd- bönd til sín og fá um þau dóm. Þeir sem það gera sleppa frekar við afskipti lögreglunnar. Á íslandi og Finnlandi er skylduskoðun bæði fýrir kvikmyndir og myndbönd. Lögreglan sér um að framfýlgja lögum um kvikmyndir í samræmi við kvikmyndaeftirlit. Á öllum Norðurlöndunum eru ákvæði í refsilögum við dreifingu og sýn- ingu á bamaklámi og grófum of- beldismyndum sem bannaðar eru í lögum. Hins vegar er refsiákvæð- um aldrei beitt hérlendis. Meðal annars sem rætt var á ráðstefnunni var réttlæting á of- beldi í kvikmyndum, þ.á.m. barna- myndum. Nýlega hafa verið settar Birgit Bruun og Gunnel Arrback Morgunblaðið/KGA Einnig fer nú vaxandi að hrika- legt ofbeldi sé nákvæmlega sýnt í bíómyndum sem oftar en ekki skarta heimsfrægum stórstjörnum. Slíkar myndir njóta jafnan tals- verðra vinsælda og mikið er um að börnum sé hleypt inn á slíkar myndir, einkum og sér í lagi ef þau eru í fylgd með fullorðnum. Fundarmenn töldu nauðsynlegt að marktækar rannsóknir fari fram á hvort samhengi sé á milli vaxandi og harðnandi ofbeldis meðal unglinga og kvikmynda af þessu tagi. Er skemmst að minn- ast leikja ungra barna í holræsum borgarinnar sem eiga sér greini- lega rætur í vinsælli kvikmynd. SYNING I DAG 0G NÆSTU DAGA )STAR / / FJORHJOLADRIFIN FJÖLNOTABIFREID NY STJARNA MÆTT TIL LEIKS Ford Aerostar er kominn til landsins. Glæsilegur og öflugur 7 manna fjölnotabíll fyrir alla fjölskylduna, í ferðalagið, skíðin eða innkaupa- ferðina. Bíll fyrir öll tækifæri. Byggður á grind, glæsilega búinn, sterkur og frábær í akstri. Staöalbúnaður: • V6 4.0LEFI 160 havél • Tölvustýrt fjórhjóladrif með átakslæsingum • Rafdrifnar rúður og læsingar • Sjálfskipting • ABS hemlalæsivörn að aftan • Hraðastilling • Vökva- og veltistýri • Mjög gott farangursrými • Vistvænn búnaður • Tölvustýrt aldrif Verð frá kr. 2.592.000 EINN TIL AÐ TREYSTA A G/obus'/ Lágmúla 5, simi 681555

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.