Morgunblaðið - 14.06.1991, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 1991
19
Morgunblaðið/Þorkell.
Ráðstefnugestir í fjöruferð
Ráðstefnugestir á norrænu umhverfismenntunarráðstefnunni voru á faraldsfæti í gær og kynntu sér ís-
lenska umhverfiskennslu og íslenskt umhverfi. Einn hópur ráðstefnugesta fór í flöruferð að Gróttu á Selt-
jarnarnesi og á myndinni sést hluti hans við athuganir í góða veðrinu.
Jón Olafsson, hafefnafræðingur:
Geislavirkni í hafinu
langt undir mörkum
MENGUN í hafinu er með margvíslegum hætti. Jón Ólafsson, hafefna-
fræðingur, flutti í gær erindi um mengandi efni og hafið. Þar gerði
hann skil megnun af geislavirkum efnum, DDT og PCB, nitrati og
fosfati og koltvísýringi. í erindi hans kom fram, að koltvísýringur
er mjög víða og fer vaxandi, en mengun af hinum efnunum er mest
við þéttbýlustu svæðin og iðnaðarsvæði.
Jón sagði, að athuganir, sem gerð-
ar hafa verið í Norðurhafi og í Atl-
antshafinu sunnan íslands, annar
vegar á hafstraumum og hins vegar
á útbreiðslu geislavirkra efna, bentu
til þess að lárétt útbreiðsla í hafinu
réðist í aðalatriðum af ríkjandi
straumakerfi. Þetta kæmi fram,
væru borin saman straumakort og
útbreiðsla úrgangs (Cs-137) frá end-
urvinnslustöðum kjamorkuúrgangs
svo sem Sellafield. Sjór með háan
Cs-137 styrk flytjist úr íriandshafi
norður fyrir Skotland, inn í Norð-
ursjó, þaðan inn í Noregshaf með
Norður-Atlantshafsstraumnum uns
straumurinn skipti sér út af Norður-
Noregi og færi annar hlutinn inn í
Barentshaf, en hinn hlutinn með
Vestur-Svalbarðsstraumnum til
Norður- Grænlands og loks til suðurs
með Austur-Grænlandsstraumnum.
Við strendur íslands væri geisla-
virkni mun lægri en á sambærilegri
breidd við Noreg eða Grænland. Þessi
hefði valdið straumur, sem færi rétt-
sælis um landið og flytti sjó sunnan
úr hafi, en geislavirkni í þeim sjó
væri nær eingöngu leyfa þess, sem
dreifðist um öll höf vegna tilrauna
með kjarnavopn í lofti fyrir um 30
árum. Jón gat mælinga á geisla-
virkni og sagði að hún væri langt
undir viðmiðunarmörkum á höfunum
umhvefis okkur.
Þá ræddi hann um eiturefnin DDT
og PCB og sagði að PCB væri sér-
lega útbreitt í sjávarseti undan
ströndum iðnaðarsvæða, en það hefði
einnig borist um loftveg til ijarlæg-
ari staða. Þá sýndi hann dæmi um
innihald PCB í þorsklifur úr Norð-
ursjó, þar sem glögglega kom fram
að styrkurinn minnkaði er fjær dró
iðnaðarkjömum. Einnig sýndi hann
mælingar úr selsfitu og kom þar í
ljós að ástandið var margfalt verra
í Norðursjó^ og Eystrasalti en til
dæmis við ísland og Svalbarða, en
langminnstra áhrifa af PCB og DDT
gætir við Suðurskautslandið.
Jón fjallaði einnig um offrjósemi
af völdum fosfats og nitrats, sem
voru aðalvaldurinn að þörungaplág-
unni svokölluðu við Svfþjóð og Noreg
í maí 1988. Þessi mengun stafar
mest af mikillí áburðargjöf í landbún-
aði og skoipi frá þéttbýlum svæðum,
en offrjósemi á strandsvæðum hér á
landi er óþekkt fyrirbrigði. Loks
kynnti hann koltvísýring í hafinu, en
í heimshöfunum er um 50 sinnum
meira af honum en í andrúmsloftinu,
hlutverk hans í lífríki sjávar og þurr-
lendis er jafnmikið og hlutverk súr-
efnis.
1
20-35%
AFSLÁTTU R
Á 40 NOTUÐUM BÍLUM SEM TEKNIR
HAFA VERIÐ UPP í NÝJA
ÞETTA EINSTAKA TILBOÐ STENDUR
AÐEINS í FÁA DAGA
OPIÐ LAUGARDAG KL. 10-17